Entries by

Knattspyrnudeild Breiðabliks fjárfestir í nýjustu tækni

Knattspyrnudeild Breiðabliks fjárfesti á dögunum í nýjustu tækninni í fótbolta. Um er að ræða myndavél og meðfylgjandi forrit sem að ganga undir nafninu VEO. Tæknin kemur frá sprotafyrirtæki í Danmörku. Myndavélin er að sjálfsögðu græn og inniheldur tvær linsur sem hvor um sig býr yfir svokallaðri 4k upplausn. Snilldin við þessa myndavél er að sjónsvið […]

Blikar á boðsmóti í Hollandi

Dagana 30. – 31. maí var 20 stúlkum úr 2. og 3. flokki kvenna Breiðabliks boðið að taka þátt í mótinu Sports World International Girls Cup. Mótið fór fram í fimmta sinn og var það haldið í hollensku borginni  Den Haag í þetta sinn. Fyrri daginn spiluðu öll liðin þrjá 30 mínútna leiki í fjögurra […]

Breiðablik á U14 mót í Dortmund

Á morgun halda 16 drengir fæddir árið 2005 út til Dortmund til þess að taka þátt í sterku alþjóðlegu boðsmóti. Liðin eru 16 talsins og hefja leik í fjórum fjögurra liða riðlum. Spilað verður 1x35mín og fara allir þrír leikir Blika í riðlakeppninni fram á laugardeginum, 8.júní. Þar mæta þeir SC Husen-Kurl, VfL Bochum og […]

BYKO áfram styrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks og BYKO hafa framlengt samstarfssamning sinn til næstu þriggja ára. BYKO var stofnað árið 1962 í Kópavogi og hefur BYKO verið styrktaraðili Breiðabliks nánast frá stofnun. BYKO rekur glæsilega verslun í Breiddinni auk þess sem fjölda verslana BYKO má finna á Höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Knattspyrnudeildin er gríðarlegt þakklát fyrir ánægjulegt samstarf […]

,

Sumaræfingatafla knattspyrnudeildar -Tekur gildi 11.júní

Sumaræfingatafla (fyrstu drög)  2019. Tekur gildi 11.júní 2019. 4. flokkur karla (2005-2006) Mánudagur kl. 13.00-16.00 á Fífuvöllum Þriðjudagur kl. 13.00-16.00 á Fífuvöllum Miðvikudagur kl. 13.00-16.00 í Fagralundi Fimmtudagur kl. 13.00-16.00 í Fagralundi 4. flokkur kvenna (2005-2006) Mánudagur kl. 13.00-15.00 í Fagralundi Þriðjudagur kl. 13.00-15.00 í Fagralundi Miðvikudagur kl. 13.00-15.00 á Fífuvöllum Fimmtudagur kl. 13.00-15.00 á […]

Breiðablik Íslandsmeistari í unglingaflokki

Um síðustu helgi varð Breiðablik Íslandsmeistari í unglingaflokki eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn Njarðvík. Áður höfðu strákarnir lagt KR í undanúrslitum í hörkuleik. Leikurinn gegn Njarðvík var jafn framan af og voru bæði lið að finna körfuna ágætlega. Blikar voru tveimur stigum yfir í hálfleik, 34-32. Eftir að liðin komu úr búningsklefunum […]

Beltapróf Taekwondodeildar Breiðabliks

Þann 4.maí var haldið beltapróf hjá Taekwondodeild Breiðabliks. Alls tóku samtals 50 manns prófið sem var tvískipt fyrir svartabeltispróf og lægri belti. 6 tóku svart belti (5 tóku 1.Dan & 1 tók 2.Dan) en aðrir lægri gráður. Aldrei fyrr hafa jafn margir tekið svartabeltispróf hjá deildinni. Allir stóðu sig vel og uppskáru eftir því. 1 […]

Kópavogsmaraþon 2019

Kópavogsmaraþon fer fram í fjórða sinn laugardaginn 11.maí.  Boðið verður upp á 5, 10 og 21,1 km hlaup á flatri braut sem skartar fallegu útsýni af strandlengju Kópavogs. Skráning fer fram á hlaup.is og þar eru einnig allar nánari upplýsingar um hlaupið. Á facebooksíðu hlaupsins facebook.com/kopmarathon má finna ýmsar upplýsingar og myndir úr fyrri hlaupum.