Entries by

Marínó Kristjánsson með sigur í “Slopestyle” á Noregscup

Sunnudaginn 9. desember fór fram keppni í slopestyle (brekkustíll) á Noregscup sem haldið var í Geilo, Noregi. Blikinn og A-landsliðsmaðurinn, Marínó Kristjánsson var á meðal keppenda en hann stundar nám við NTG í Geilo. Marinó Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og sigraði senior flokkinn. Frábær úrslit og greinilegt að Marinó er að hefja þetta tímabil […]

Agla Jóna Sigurðardóttir í FIS æfingabúðum

Tveir íslenskir iðkendur úr alpagreinum hafa tekið þátt í FIS æfingabúðum undanfarið og þar á meðal blikinn Agla Jóna Sigurðardóttir. FIS æfingabúðir eru hluti af þróunarstarfi fyrir litlu þjóðirnar innan FIS. SKÍ býðst að senda tvo þátttakendur, einn af hvoru kyni, í æfingabúðirnar sem eru fyrir aldurinn 16-20 ára. FIS sér svo um allar æfingar, […]

Vörður áfram aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Breiðabliks – Nýr búningur kynntur

Vörður tryggingar og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa endurnýjað samning sín á milli um að Vörður verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar til næstu fjögurra ára. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og mikilvægur fyrir báða aðila og styrkir enn frekar öflugt uppeldis- og afreksstarf stærstu knattspyrnudeildar landsins sem og að styðja meistaraflokka félagsins í efstu deild karla og kvenna. Orri […]

Kynningarfundur og skíðamarkaður skíðadeildar  Breiðabliks

Kynningarfundur og skíðamarkaður sameiginlegrar deildar  Breiðabliks og KR verður haldinn 21. Nóvember næstkomandi í Smáranum í Kópavogi. Skíðamarkaðurinn verður frá 19:15 til 20:00 í anddyri Smárans og beint í kjölfarið eða klukkan 20:15 mun fara fram kynning á starfi deildanna í samkomusal Breiðabliks á annarri hæð í Smáranum. Við hvetjum alla til að mæta, bæði […]

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn 30.október sl.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram 30. október 2018 í Smáranum. Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, setti aðalfundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann stakk upp á Þórólfi Heiðar Þorsteinssyni sem fundarstjóra og Flosa Eiríkssyni sem ritara og var það samþykkt. Fyrir fundinn lá eitt skriflegt framboð til formanns, dags. 22. október sl., frá Orra Hlöðverssyni. þar […]

Margrét stígur til hliðar

Margrét Sturlaugsdóttir hefur óskað eftir því við félagið að fá að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Ákvörðun þessi er tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni. Margrét hefur verið að glíma við erfið veikindi og ætlar nú að huga að heilsunni. Breiðablik vill þakka Margréti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og […]

Jure Gunjina semur við Breiðablik

Breiðablik hefur samið við Jure Gunjina um að leik með liðinu í Domino´s deildinni það sem eftir lifir móts. Jure Gunjina sem er fæddur árið 1992 er 203 sentímetrar á hæð og er mjög hreyfanlegur og lunkinn leikmaður, sem getur skotið boltanum vel fyrir utan regnbogann. Jure kemur frá Króatíu og hefur meðal annars spilað […]

Isabella Ósk ekki meira með á tímabilinu

Isabella Ósk Sigurðardóttir leikur væntanlega ekki meira með Breiðabliki á tímabilinu eftir í ljós kom að hún sleit krossband á æfingu nú á dögunum. Fyrir meiðslin var Isabella framlagshæsti íslenski leikmaður Domino´s deildarinnar. Stefnt er að því Isabella fari í aðgerð eins fljótt og auðið er. Við sendum Isabellu baráttu- og batakveðjur í ferlinu sem […]