Entries by

Þjálfarar klára IAAF CECS Level 1 þjálfaranámskeið.

5-10 September síðastliðinn þá tóku Alberto Borges, Sveinn Sampsted og Hjörtur Ívan Sigurbjörnsson í þjálfaranámskeiði á vegum IAAF. Kennarar voru ólympíuverðlaunahafinn Austra Skjuyte og tugþrautarkappinn Vladimir Hojka. Þátttakendur námskeiðsins fá réttindi til að stjórna eða aðstoða á þjálfaramenntunar námsskeiðum í framtíðinni.

Íþróttaskóli Breiðabliks hefst 8. september

Íþróttaskóli 3-5 ára barna er starfræktur á veturna í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum. Haustönn í íþróttaskólans hefst 8. september. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra, skráningar- og greiðslukerfið Hægt verður að kaupa 10 tíma klippikort. Eftir að búið er að ganga frá skráningu og greiðslu inn á Nóra þurfa foreldrar og forráðamenn að […]

,

Firmakeppni Þríþrautardeildar 2018

Firmakeppni Þríþrautardeildar Breiðabliks fór fram í gær við flottar aðstæður og umgjörð. 16 fyrirtæki skráðu sig til keppni og um 30 lið mættu í startið. Advania varð sigurvegari en þau Hildur Árnadóttir, Guðmundur Sveinsson og Einar Þórarinsson skiluðu sér í mark á innan við 40 mínútum en samanlagður heildartíma liða Advania var 1.20.58. Þeir Hafsteinn […]

,

Ofursprettþraut 3N Í Keflavík

  Blikar gerðu flotta ferð til Keflavíkur í lok ágúst og tóku Ofursprettþraut 3N með trompi. Áttu sigurvegara í karla- og kvennaflokki og innsigluðu yfirburðasigur í stigakeppni félagsliða. Hákon Hrafn Sigurðsson kom fyrstur í mark á tímanum 32.22 en hann varð jafnframt annar í stigakeppni einstaklinga eftir tímabilið, Rannveig Guicharnaud sigraði í kvennaflokki á tímanum 36.54, Sjötta sætið í […]

,

Æfingartímar og skráningar í þríþraut veturinn 2018-2019

Jæja þá er komið að því, nýtt æfingatímabil er að hefjast. Eins og kom fram á kynningarfundinum 23. ágúst, þá er meginþema septembermánaðar styrkur og zone 2 (rólegheita álag). September verður því eftirfarandi; (1) Styrktar æfingar hjá Hafþóri á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:30 í sal 1 í Sporthúsinu.  (2) Sund kl 5:50 á morgnana […]

Tveir Blikar í U17 Kvenna

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs Íslands hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM 2019 sem fer fram í Moldavíu 16. – 26. september 2018. Í hópnum eru tveir Blikar, þær Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz og Tinna Harðardóttir. Þær hafa í sumar verið hluti af liði Augnabliks sem á dögunum tryggði sér sæti […]

Aukaæfingar í kata, kumite og styrktarþjálfun í vetur

Karatedeild Breiðabliks vill vekja athygli á aukaæfingum sem standa til boða í vetur Hvetjum alla til að nýta sér þetta með hefðbundnum æfingum, hvort sem undirbúning fyrir mót eða annað. Styrktaræfingar (+ 13 ára): mið og fös kl 18 og svo fyrir. Kumite yngri (B1, U1 og U2): mið kl 18. Kata yngri (B1, U1 og […]

Körfuknattleiksdeild auglýsir eftir þjálfara

Breiðablik leitar að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins í körfuknattleik. Um er að ræða þjálfara fyrir minnibolta 10 ára drengja. Reynsla af þjálfun barna í körfuknattleik er skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KKÍ en ekki skylda. Uppeldis- og/eða íþróttamenntun er kostur. Áhugasamir sendi umsókn með ferilskrá til Halldórs Halldórssonar, íþróttafulltrúa Breiðabliks […]