Entries by

Átta Blikar í Framtíðarhópi SSÍ

Æfingahelgi Framtíðarhóp Sundsamband Íslands fór fram á dögunum. Þar átti Breiðablik næstflesta fulltrúa á landsvísu eða átta fulltrúa sem er jafnframt félagsmet. Framtíðarhópurinn er fyrsta stigið í landsliðinu í sundi og tekur hópunum þátt í ýmsum æfingarbúðum og mótum yfir tímabilið. Til þess að öðlast þátttökurétt þarf einstaklingur að ná lágmörkum eða vera ofarlega í […]

Frábær árangur á MÍ 15-22 ára

Unglingameistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. Blikar voru í fanta formi og lönduðu hvorki meira né minna en 16 íslandsmeistaratitlum ásamt því að fjölmargar persónlegar bætingar litu dagsins ljós. Þessi frábæri árangur skilaði félaginu þriðja sætinu í heildarstigakeppni mótsins en þess má geta að piltar 18-19 ára og stúlkur 20-22 […]

Sóley og Höskuldur íþróttafólk Kópavogs

Íþróttahátíð Kópavogs fór fram í Smáranum síðastliðinn miðvikudag og tókst vel til. Það var við hæfi að hátíðin skyldi fara fram í húsakynnum Breiðabliks þetta árið en flest verðlaunin voru nefnilega komin til að vera. Ber þar helst að nefna titlana Íþróttakona og -karl Kópavogs fyrir árið 2022 sem að þessu sinni féllu í skaut […]

Sóley og Arnar Íþróttafólk Breiðabliks 2022

Íþróttahátíð Breiðabliks fór fram síðastliðinn mánudag í veislusal félagsins. Hægt er að horfa á upptöku af hátíðinni með því að smella hér. Um er að ræða árlegan viðburð sem haldinn er í boði aðalstjórnar Breiðabliks og hefur það markmið að sameina allar deildir félagsins, gera undanförnum árangri hátt undir höfði ásamt því að heiðra þá […]

Íþróttahátíð Breiðabliks – 9.janúar

Næstkomandi mánudag, þann 9. janúar klukkan 17:30-19:00, fer okkar árlega íþróttahátíð fram í veislusal Smárans. Þar verður okkar fremsta afreksfólk í öllum deildum heiðrað fyrir árið 2022. Dagskráin er eftirfarandi: • Ásgeir Baldurs formaður Breiðabliks setur hátíðina. • Íþróttakona og – karl hverrar deildar heiðruð • Deildarbikar afhentur • Þjálfarabikar afhentur • Afrekshópur Breiðabliks heiðraður […]

Um áramót

-Frá knattspyrnudeild Breiðabliks     Nú í árslok þegar við horfum til baka yfir árið gleðjumst við yfir árangri og framförum hjá iðkendum og afreksfólki knattspyrnudeildar Breiðabliks.   Um leið minnumst við með hlýhug þeirra Blika sem fallið hafa frá á árinu sem er að líða. Í þeim hópi eru starfsfólk til áratuga, öflugir sjálfboðaliðar […]

Kópavogsbúar kjósa íþróttafólk ársins

Hafin er kosning á íþróttakonu og -karli Kópavogsbæjar fyrir árið 2022. Valið stendur á milli 10 einstaklinga og eru hvorki fleiri né færri en 6 af þeim Blikar! Endilega nýtið atkvæðaréttinn ykkar sem er rafrænn og mjög einfaldur í notkun. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um kosninguna.

Jólakveðja Breiðabliks

Breiðablik óskar öllum iðkendum, forráðamönnum, stuðningsfólki, samstarfsaðilum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Megi þið njóta hátíðanna sem allra best. 

Engin áramótabrenna í Kópavogsdal

Engin brenna verður í Kópavogsdal á gamlárskvöld. Brennan var síðast haldin árið 2019 en féll niður 2020 og 2021 vegna samkomutakmarkana. Brennan hefur verið samstarfsverkefni Breiðabliks og Kópavogsbæjar. Kópavogsbær hefur tekið þátt í undirbúningi, sótt efni í brennuna, hlaðið hana og vaktað fram að gamlársdegi en Breiðablik séð um brennuna og viðburðarhald um kvöldið. Kópavogsdalur […]