Entries by

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Stjórn knattspyrnudeildar boðar til aðalfundar mánudaginn 15. nóvember 2021. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum á 2. Hæðinni í Smáranum og hefst kl. 18:30.   Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur […]

Real Madríd – Breiðablik í kvöld!

Í kvöld fer fram leikur númer tvö hjá stelpunum okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Stelpurnar eru núna staddar í höfuðborg Spánar(Madríd) og mæta þar heimakonum í Real Madrid í kvöld á Alfredo Di Stefano leikvangingum. Leikurinn hefst á slaginu 19:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á youtube. Smellið […]

Breiðablik-PSG á miðvikudaginn

Það er heldur betur skammt stórra högga á milli hjá stelpunum okkar þessa dagana. Eftir glæsilegan 4-0 sigur á Þrótti frá Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á föstudagskvöldið síðastliðið er komið að Meistaradeild Evrópu. Á miðvikudaginn næstkomandi, 6. október, mætir stórlið PSG í Kópavoginn og hefst leikurinn á slaginu 19:00. Þetta er fyrsti leikurinn af sex […]

Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna

Þjálfarinn reynslumikli Ásmundur Arnarsson tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks. Ásmundur mun vera í þjálfarateyminu í fyrsta leik Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna sem fram fer miðvikudaginn 6.október n.k. þegar Breiðablik tekur á móti PSG. Sá leikur verður jafnframt síðasti leikur Vilhjálms Kára […]

Bikarmeistarar 2021!

Það voru kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar í Laugardalnum í gærkvöldi þegar að úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna fór fram. Þar unnu stelpurnar okkar frábæran 4-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Mörk Blika skoruðu Karítas(tvö mörk), Hildur Antons og Tiffany.   Þjóðarleikvangur okkar Íslendinga virtist vera í toppstandi og veðrið var með besta móti, sérstaklega miðað við það að […]

Gylfi Þór fékk fyrstu Huldunæluna

Laugardaginn 25. september tók Gylfi Þór Sig­urpáls­son við nýrri viður­kenn­ingu, Huldu­næl­unni, fyrstu allra. Huldu­nælan er kennd við Huldu Pét­urs­dótt­ur sem var um ára­tuga skeið öfl­ug­ur bak­hjarl og stuðnings­maður Breiðabliks en þrír syn­ir henn­ar og Þór­halls Ein­ars­son­ar, sem var í fyrsta landsliði Íslands árið 1946, þeir Ein­ar, Hinrik og Þór­ar­inn, léku með Breiðabliki í öll­um flokk­um […]

Bikarúrslit og fjölskylduhátíð!

Stelpurnar okkar mæta liði Þróttar á Laugardalsvelli kl.19:15 á föstudaginn. Fyrir leikinn ætlum við að blása til fjölskylduhátíðar í Fífunni.  Í boði verða Dominos pizzur og Svali.  Stelpurnar í Augnabliki sjá um andlitsmálun.  Knattþrautir og leikir.  Rútuferðir á Laugardalsvöll.  Happdrætti, þar sem hægt er að vinna áritaða treyju af stelpunum, Dominos pizzaveislu o.fl.  Mætum í […]

Yngri flokka samantekt 2020-2021 

Á föstudaginn fór fram síðasti mótsleikur Breiðabliks í yngri flokkum á tímabilinu 2020-2021.   Þar unnu stelpurnar okkar í 2.fl kvk glæsilegan 3-2 sigur á ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar. 2.fl kvk eru því bæði Íslands- og bikarmeistarar, en fyrrnefndur titill var tryggður á síðasta degi ágústmánaðar einnig gegn skagastelpum.   Þar sem tímabilinu er nú […]

Óskar og Halldór framlengja

Knattspyrnudeild Breiðabliks gjörir kunnugt: Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, hefur í dag skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 en mikil ánægja hefur ríkt með störf hans á þeim tveimur árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hefur skrifað undir nýjan […]

Smárinn og Fífan lokuð á laugardaginn

Á laugardaginn næstkomandi, 25. september, verða bæði Smárinn og Fífan lokuð vegna Alþingiskosninganna sem fara fram í húsinu. Smárinn verður reyndar líka lokaður á fimmtudaginn og föstudaginn þar sem undirbúningur kosninganna tekur sinn tíma. Einhverjar æfingar munu falla niður af þessum sökum en aðrar verða færðar á annað. Vinsamlegast hafið samband við ykkar þjálfara varðandi […]