Entries by

Logi Kristjánsson áttræður

Stór Blikinn Logi Kristjánsson er áttræður Logi Kristjánsson, fyrrum formaður aðalstjórnar Breiðabliks, er áttræður í dag. Logi er einn aðsópmesti formaður sem hefur setið á formannsstóli félagsins. Hann tók við formennsku árið 1989 og gegndi því hlutverki til ársins 1996. Þá stóð yfir uppbygging mannvirkja félagsins í Kópavogsdalnum meðal annars íþróttahúsið Smárinn og síðar Fífan. […]

,

Rafíþróttaæfingar hefjast á mánudaginn

Á mánudaginn næstkomandi, 20. september, fer fram fyrsta æfing Rafíþróttadeildar Breiðabliks. Æfinga- og skráningarupplýsingar má nálgast í hlekkjunum hér að neðan: Æfingatafla deildarinnar Skráningarsíða deildarinnar Í tilefni af þessum tímamótum þá fékk starfsfólk og formaður félagsins ásamt stjórn Rafíþróttadeildar að spreyta sig á aðstöðunni sem er sú flottasta á landinu. Takk fyrir okkur Arena Gaming […]

Stelpurnar okkar mæta Real Madrid og PSG!

Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik drógst í B-riðil með stórliðunum Paris Saint-German og Real Madrid ásamt úkraínumeisturunum, WFC Kharkiv. Þess ber að geta að stelpurnar okkar voru staðsettar í öðrum styrkleikaflokki. Paris var staðsett í efsta styrkleikaflokki, Madrid í þriðja og Kharkiv í fjóðra og neðsta. […]

Breiðablik á meðal 16 bestu í Evrópu!

Í gær, fimmtudaginn 9. september, skráði meistaraflokkur kvenna sig á spjöld sögunnar. Það gerðu þær með því að leggja króatíska meistaraliðið Osijek nokkuð öruglega að velli, 3-0. Mörkin skoruðu Hildur Antonsdóttir á 9. mín, Taylor Ziemer á 10. mín og Agla María á 48. mín.   Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér sæti, fyrst allra íslenskra […]

Einn stærsti knattspyrnuleikur í íslenskri félagsliðasögu á fimmtudaginn!

Á fimmtudaginn næstkomandi, 9.september kl.17:00, spilar Breiðablik einn stærsta knattspyrnuleik í íslenskri félagsliðasögu. Andstæðingurinn er króatíska meistaraliðið Osijek. Um er að ræða seinni leik liðanna í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli ytra. Sigurvegurinn úr þessu einvígi tryggir sér heila sex leiki í viðbót í 16 liða úrslitum keppninnar. Um […]

,

Breiðablik kynnir: Rafíþróttir!

Nýtt! Rafíþróttir hjá Breiðablik. Rafíþróttadeild Breiðabliks er farin af stað með skipulagðar æfingar í rafíþróttum. Deildin vill gefa börnum og unglingum í Kópavogi kost á markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum þegar kemur að tölvuleikjum. Æft er tvisvar sinnum í viku á “Þjóðarleikvangi Rafíþrótta”. Um er að ræða Arena Gaming Ísland sem er splunkuný tölvuleikjamiðstöð sem […]

Keeping the youth athlete on track

Föstudaginn 10. september verður haldið námskeið í Sporthúsinu um þroska og þróun ungra íþróttaiðkenda og þá þætti sem geta haft áhrif á íþróttaferil þeirra. Fyrirlesari er Dr. Amöndu Johnson sem hefur m.a. starfað sem yfirsjúkraþjálfari yngri landsliða karla og kvenna Englands í knattspyrnu og í 10 ár hjá Man.Utd á þeim tíma þegar Alex Ferguson […]

Æfingatöflur vetrarins að verða klárar

Kæru forráðamenn, iðkendur og aðrir blikar Nú eru æfingatöflur vetrarins hver af annari að detta inn Skráning hefst á næstu dögum og verður tilkynnt sérstaklega innan deilda þegar skráning opnar. Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler – sportabler.com/shop/breidablik Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram […]

Friðdóra nýr rekstrarstjóri Breiðabliks

Friðdóra Kristinsdóttir hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Breiðabliks og tekur hún við starfinu af Sölva Guðmundssyni sem hefur gegnt því undanfarin ár. Friðdóra er iðnrekstrarfræðingur að mennt, gift Erni Ásgeirssyni kerfisstjóra og eiga þau þrjár dætur sem ýmist hafa verið eða eru iðkendur í Breiðablik. Undanfarin ár gegndi Friðdóra starfi fjármála-/skrifstofustjóra hjá HBH Byggir. Hún mun […]

Breiðablik Íslandsmeistari félagsliða

Breiðablik Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum 16-17 ára 2021 Nú um helgina 3-4 júlí, fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á Selfossi. Breiðablik mætti þar með stóran hóp keppenda sem stóð sig með mikilli prýði og var félaginu sínu til sóma innan vallar sem utan. 16-17 ára hópurinn okkar bar af bæði hjá stelpum og […]