Entries by

Bikarmeistarar 2021!

Það voru kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar í Laugardalnum í gærkvöldi þegar að úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna fór fram. Þar unnu stelpurnar okkar frábæran 4-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Mörk Blika skoruðu Karítas(tvö mörk), Hildur Antons og Tiffany.   Þjóðarleikvangur okkar Íslendinga virtist vera í toppstandi og veðrið var með besta móti, sérstaklega miðað við það að […]

Gylfi Þór fékk fyrstu Huldunæluna

Laugardaginn 25. september tók Gylfi Þór Sig­urpáls­son við nýrri viður­kenn­ingu, Huldu­næl­unni, fyrstu allra. Huldu­nælan er kennd við Huldu Pét­urs­dótt­ur sem var um ára­tuga skeið öfl­ug­ur bak­hjarl og stuðnings­maður Breiðabliks en þrír syn­ir henn­ar og Þór­halls Ein­ars­son­ar, sem var í fyrsta landsliði Íslands árið 1946, þeir Ein­ar, Hinrik og Þór­ar­inn, léku með Breiðabliki í öll­um flokk­um […]

Bikarúrslit og fjölskylduhátíð!

Stelpurnar okkar mæta liði Þróttar á Laugardalsvelli kl.19:15 á föstudaginn. Fyrir leikinn ætlum við að blása til fjölskylduhátíðar í Fífunni.  Í boði verða Dominos pizzur og Svali.  Stelpurnar í Augnabliki sjá um andlitsmálun.  Knattþrautir og leikir.  Rútuferðir á Laugardalsvöll.  Happdrætti, þar sem hægt er að vinna áritaða treyju af stelpunum, Dominos pizzaveislu o.fl.  Mætum í […]

Yngri flokka samantekt 2020-2021 

Á föstudaginn fór fram síðasti mótsleikur Breiðabliks í yngri flokkum á tímabilinu 2020-2021.   Þar unnu stelpurnar okkar í 2.fl kvk glæsilegan 3-2 sigur á ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar. 2.fl kvk eru því bæði Íslands- og bikarmeistarar, en fyrrnefndur titill var tryggður á síðasta degi ágústmánaðar einnig gegn skagastelpum.   Þar sem tímabilinu er nú […]

Óskar og Halldór framlengja

Knattspyrnudeild Breiðabliks gjörir kunnugt: Óskar Hrafn Þorvaldsson, aðalþjálfarari meistaraflokks karla, hefur í dag skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Óskar hefur stýrt liðinu frá árinu 2019 en mikil ánægja hefur ríkt með störf hans á þeim tveimur árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hefur skrifað undir nýjan […]

Smárinn og Fífan lokuð á laugardaginn

Á laugardaginn næstkomandi, 25. september, verða bæði Smárinn og Fífan lokuð vegna Alþingiskosninganna sem fara fram í húsinu. Smárinn verður reyndar líka lokaður á fimmtudaginn og föstudaginn þar sem undirbúningur kosninganna tekur sinn tíma. Einhverjar æfingar munu falla niður af þessum sökum en aðrar verða færðar á annað. Vinsamlegast hafið samband við ykkar þjálfara varðandi […]

Logi Kristjánsson áttræður

Stór Blikinn Logi Kristjánsson er áttræður Logi Kristjánsson, fyrrum formaður aðalstjórnar Breiðabliks, er áttræður í dag. Logi er einn aðsópmesti formaður sem hefur setið á formannsstóli félagsins. Hann tók við formennsku árið 1989 og gegndi því hlutverki til ársins 1996. Þá stóð yfir uppbygging mannvirkja félagsins í Kópavogsdalnum meðal annars íþróttahúsið Smárinn og síðar Fífan. […]

,

Rafíþróttaæfingar hefjast á mánudaginn

Á mánudaginn næstkomandi, 20. september, fer fram fyrsta æfing Rafíþróttadeildar Breiðabliks. Æfinga- og skráningarupplýsingar má nálgast í hlekkjunum hér að neðan: Æfingatafla deildarinnar Skráningarsíða deildarinnar Í tilefni af þessum tímamótum þá fékk starfsfólk og formaður félagsins ásamt stjórn Rafíþróttadeildar að spreyta sig á aðstöðunni sem er sú flottasta á landinu. Takk fyrir okkur Arena Gaming […]

Stelpurnar okkar mæta Real Madrid og PSG!

Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Breiðablik drógst í B-riðil með stórliðunum Paris Saint-German og Real Madrid ásamt úkraínumeisturunum, WFC Kharkiv. Þess ber að geta að stelpurnar okkar voru staðsettar í öðrum styrkleikaflokki. Paris var staðsett í efsta styrkleikaflokki, Madrid í þriðja og Kharkiv í fjóðra og neðsta. […]

Breiðablik á meðal 16 bestu í Evrópu!

Í gær, fimmtudaginn 9. september, skráði meistaraflokkur kvenna sig á spjöld sögunnar. Það gerðu þær með því að leggja króatíska meistaraliðið Osijek nokkuð öruglega að velli, 3-0. Mörkin skoruðu Hildur Antonsdóttir á 9. mín, Taylor Ziemer á 10. mín og Agla María á 48. mín.   Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér sæti, fyrst allra íslenskra […]