Frábært í nótt hjá Guðlaugu Eddu
Guðlaug Edda Hannesdóttir náði í nótt sínum langbesta árangri í ólympískri þríþraut þegar heimsbikarkeppnin í Miyazaki (Japan) fór fram. Guðlaug Edda endaði í 15. sæti af 49 konum sem voru á ráslínu og fyrirfram var henni raðað númer 34 eftir styrkleika keppenda. Í ólympískri þraut eru syntir 1500m, hjólaðir 40km og 10km hlaupnir. Guðlaug átti […]