Entries by

Látum það ganga (áfram)!

Breiðablik er mikið í mun að hugsa um umhverfið og að minnka sóun eins mikið og mögulegt er. Búið er að setja í loftið Facebook síðu til að styðja við hringrásarhagkerfið og gera öllum Blikum auðvelt að koma skóm og fatnaði sem mögulega liggja heima lítið eða ekkert notuðum í gagnið. Endilega kíkið í skápana […]

Bikarúrslit VÍS bikarsins

Stelpurnar í meistaraflokki náðu þeim stórkostlega árangri að komast í úrslitaleik VÍS bikarsins. Leikurinn fer fram á morgun og verður spilaður í Smáranum.   Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að fylla stúkuna af grænum áhorfendum og styðja stelpurnar til sigurs! Tryggðu þinn miða sem fyrst í gegnum Stubbur app.

Ólafur H. Kristjánsson nýr yfirmaður knattspyrnumála

Á myndinni má sjá Ólaf H. Kristjánsson yfirmann knattspyrnumála og Flosa Eiríksson formann knattspyrnudeildar Breiðabliks við undirritun á samningi. Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ráðið Ólaf H. Kristjánsson sem yfirmann knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Ráðningin er hluti af stefnumörkun deildarinnar og mun Ólafur meðal annars bera ábyrgð langtíma faglegri stefnumótun, þróun leikmanna, og frekari uppbyggingu á innra starfi […]

Kveðja frá Breiðabliki

Í dag kveður Ungmennafélagið Breiðablik góðan félaga, Einar Ragnar Sumarliðason, sem lést langt fyrir aldur fram þann 13.febrúar s.l. Leiðir Einars og Breiðabliks hafa legið saman í hartnær 40 ár eða allt frá því þau Einar og Ásdís fluttu í Kópavoginn. Einar og Ásdís tóku strax virkan þátt í félagsstörfum og fylgdu auk þess börnum […]

Frádráttarbærir styrkir til íþróttafélaga

Með nýjum lögum sem voru samþykkt 1.nóvember síðastliðinn geta velunnarar Breiðabliks nú fengið endurgreiðslu frá skatti ef þeir styrkja félagið. Einstaklingar geta því styrkt Breiðablik um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 4.000 kr styrk til Breiðabliks á mánuði fær […]

Í ljósi umræðu undanfarinna daga

Í kjölfar umræðunnar síðastliðnar vikur vill Breiðablik upplýsa félagsmenn, iðkendur og foreldra um þann vettvang sem félagið notar við úrvinnslu tilkynninga um einelti eða ofbeldi af einhverju tagi. Mikilvægt er að einstaklingar sem orðið hafa fyrir einhverskonar ofbeldi eða óæskilegri hegðun geti leitað til óháðs aðila sem er sérfræðingur í meðferð slíkra mála. Breiðablik á […]

Frjálsíþróttablikar á blússandi siglingu í byrjun sumars

Sumarið byrjar vel hjá Blikum Það hefur verið mikill gangur í starfi Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks undanfarin misseri og hefur árangurinn ekki látið standa á sér. Eftir vægast sagt „gott mót“ á innanhúss tímabilinu hjá öllum aldursflokkum byrjar sumarið vel hjá yngri flokkum Blika. Vormót Fjölnis var haldið í gær, fimmtudaginn 4. júní á Kaplakrikavelli fyrir krakka […]

Sundnámskeið fyrir börn í Sala- og Kópavogslaug í sumar

Sunddeild Breiðabliks býður í sumar uppá sundnámskeið í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki frá vinnuskólanum.  Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa.  Fyrsta sundnámskeiðið hefst 08. júní og það síðasta 5. júlí. Tekið skal fram að um er að ræða tveggja vikna námskeið allt […]

Heiðar Ásberg Atlason nýr formaður Skákdeildar Breiðabliks

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks var haldinn þriðjudaginn 6. apríl 2021 í gegnum Zoom. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá þar sem farið var yfir síðasta starfsár deildarinnar sem var mjög öflugt, þrátt fyrir miklar áskoranir í umhverfinu. Heiðar Ásberg Atlason var kjörinn nýr formaður Skákdeildar Breiðabliks en hann tekur við af Kristófer Gautasyni sem hefur verið formaður […]