Entries by

,

Kynningarfundur Þríþrautardeildarinnar 28.ágúst kl.20.00

Þríþrautardeild Breiðabliks kynnir starfsemi sína þriðjudaginn 28. ágúst á 2. hæði í Smáranum. Hér eru upplýsingar um helstu pakka sem deildin mun bjóða upp á en nánari upplýsingar verða veittar á fundinum. 1. Sundæfingar: 37.990,- 3 sundæfingar í viku með þjálfara, með aðgangi að laug á æfingatíma (ekki árskort). Keppnisgjöld á IMOC innifalin. 2. Þríþraut […]

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins – Upphitun

Það er risadagur framundan hjá okkur Blikum. Við hefjum upphitun fyrir Bikarúrslitaleikinn kl. 17.00 á Þróttaravelli þar sem verður boðið upp á pylsur, gos og svala og sitthvað fleira. Þar verða hoppukastalar og andlitsmálning. Gulli Gull mætir og fer yfir liðin sem mætast. Blaz Roca kemur og tekur nokkur lög og peppar upp mannskapinn. Hilmar […]

Bikarvika Breiðabliks

Það eru stórir hlutir að gerast þessa vikuna hjá Blikum. Á fimmtudag tekur karlaliðið á móti Víkingi frá Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 18. Á föstudaginn leikur svo kvennaliðið við Stjörnuna um sjálfan Mjólkurbikarinn. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19.15. Miðasala fer fram á tix.is en það […]

Úr WNBA í Breiðablik

Breiðablik hefur samið við Kelly Faris um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili í Dominosdeildinni.   Kelly Faris er 27 ára bakvörður sem er 180 sentimetrar á hæð. Kelly er þungavigtar leikmaður með gríðarlega reynslu og alvöru ferilskrá.   Hún lék fjögur ár með UConn í ameríska háskólaboltanum frá árinu 2009 til ársins 2013, […]

Öll Sumarnámskeið færst í Fagralund föstudaginn 3. ágúst

Smárinn er lokaður föstudaginn 3. ágúst og við verðum því að færa námskeiðin úr Smáranum í Fagralund. Við biðjum ykkur því að mæta með börnin í Fagralund og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar kunna að hafa valdið. Ef einhverjar frekari spurningar vakna má leita upplýsinga hjá hildurbjorgkjartans@gmail.com

Enn ein persónuleg bætingin hjá Sindra Hrafni

Sindri Hrafn, kastaði spjóti 80,91 metra og bætti sinn fyrri árangur um 32 sentimetra í Javelin festival í Jena Þýskalandi. Sindri Hrafn átti fimmta lengsta kast fyrir mótið í Jena. Með árangri sínum komst Sindri Hrafn upp í þriðja sæti á afrekslista íslenskra spjótkastara frá upphafi. Aðeins Einar Vilhjálms­son, Íslandsmet­hafi, og Sigurður Einarsson hafa náð […]

Sveinn Aron seldur til Ítalíu

Knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið seldur frá Blikum til ítalska liðsins Spezia. Sveinn Aron sem er tvítugur að aldri kom til Blika frá Val fyrir tveimur árum. Hann hefur leikið 31 leik með Breiðabliksliðinu og skorað í þeim sjö mörk. Sveinn Aron á einnig að baki 17 leiki með yngri landsliðum Íslands og […]

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11 – 18 ára. Unglingalandsmót UMFÍ vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Í boði eru meira en 20 greinar, allt frá knattspyrnu og körfubolta, strandblaks, mótocross til fimleika, dorgveiði, sandkastalagerðar og kökuskreytinga. Á kvöldin eru tónleikar með landsþekktu […]