Entries by

Tveir Blikar í U16 ára landsliði karla

Davíð Snorri Jónsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í Norðurlandamóti í Færeyjum 3-12. ágúst. Tveir Blikar voru valdir í hópinn en það eru þeir: Andri Fannar Baldursson Danijel Dejan Djuric Andri Fannar er fæddur árið 2002 og Danijel árið 2003. Báðir leikmenn hafa verið viðloðandi æfingahóp meistaraflokks karla. Við óskum strákunum til […]

Breiðablik vann Barcelona Summer Cup og átti besta og markahæsta leikmann mótsins

4.flokkur kvenna hélt til Salou á Spáni í lok júní mánaðar og tók þátt á Barcelona Summer Cup sem er mót haldið í stúlknaflokki fyrir 2004 stelpur. Breiðablik bar sigur úr býtum á mótinu og í mótslok var Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir valin besti leikmaður mótsins af mótshöldurum. Eyrún Vala Harðardóttir skoraði flest mörk á mótinu […]

Elías Rafn Ólafsson seldur til dönsku meistarana

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Elías Rafn gangi til liðs við síðarnefna félagið núna í júlí.  FC Midtjylland urðu danskir meistarar í annað sinn í vor. Elías Rafn byrjaði ungur að æfa knattspyrnu með Breiðablik hefur verið í félaginu frá upphafi fyrir utan einn vetur sem fjölskyldan bjó á Húsavík. Hann […]

Gunnleifur framlengir

Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Skrifað var undir samning þess efnis laugardaginn 14. júlí en þá varð Gulli 43 ára gamall. Þessi ótrúlegi markvörður hefur spilað 434 leiki með meistaraflokki, þar af 202 fyrir Breiðablik. Gunnleifur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1994 og hefur því verið að […]

Símamótið sett í 34. sinn

Símamótið var sett í 34. sinn í kvöld. Metþátttaka er á mótinu í ár en 328 lið eru skráð til leiks og munu rúmlega 2.200 stelpur keppa þessa þrjá daga sem mótið fer fram.  Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum settu mótið. Jón Jónsson kom svo keppendum og fjölskyldum þeirra […]

BLIKAR PERLUÐU 2106 ARMBÖND

Sunnudaginn 8. júlí komu Blikar saman og perluðu af Krafti í Smáranum í Kópavogi. Blikar voru með þessu að reyna að ná Perlubikarnum til sín. Um 250 manns mættu á svæðið og perluðu á fullu í fjóra klukkustundir. Keppnisskapið var við völd og náðu Blikar að perla 2106 armbönd. Blikar voru það metnaðarfullir að ná […]

Breiðablik perlar með Krafti

Breiðablik ætlar að ná Perlubikarnum til sín og þú getur hjálpað Sunnudaginn 8. júlí milli kl. 13 og 17 ætlar Breiðablik að reyna ná til sín Perlubikarnum svokallaða. Perlubikarinn hlýtur það íþróttafélag og/eða sveita/bæjarfélag sem nær að perla sem flest armbönd til styrktar Krafti á tilteknum tíma. Með því að taka þátt í viðburðinum geta […]

Keppnishópur Breiðabliks á Meistaramóti Íslands 11-14 ára.

Meistaramóti Íslands 11-14 ára Meistaramót Íslands fór fram um helgina á Egilsstöðum. Átta keppendur frá Breiðablik mættu til leiks á Vilhjálmsvelli þar sem vel var tekið á móti kappsfullum Blikum. Veðrið lék við keppendur sem skilaði frábærum árangri okkar fólks. Breiðablik endaði í þriðja sæti af fjórtán liðum sem tóku þátt á Meistaramótinu með fimmtán […]

Ingi Rúnar Kristinnson Íslandsmeistari í tugþraut þriðja árið í röð!

Um helgina fór fram MÍ í fjölþrautum á Laugardalsvelli. Þar kom okkar helsta fjölþrautarfólk saman og atti kappi um Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut. Keppt var í tíu þrautargreinum fyrir karla og sjö greinum fyrir konur. Blikar h staðið si Af þeim tíu félögum sem skráð voru til leiks varð Breiðablik sigurvegari með flesta titla alls 29 […]

Bjarni Geir snýr aftur heim

Bjarni Geir Gunnarsson hefur samið við Breiðablik um að spila með liðinu í Dominosdeildinni á komandi keppnistímabili.  Bjarni er uppalinn Bliki sem hefur verið á vergangi undanfarin ár en hefur nú séð ljósið og snúið aftur heim. Bjarni var síðast í herbúðum Stjörnunnar en gat lítið beitt sér fyrir Garðabæjarliðið þar sem hann var að […]