Entries by

Pétur Ingvars tekur við Breiðablik

Breiðablik hefur gengið frá ráðningu Péturs Ingvarssonar sem þjálfara meistaraflokks karla fyrir komandi átök í Domino´s deildinni á næsta tímabili. Pétur tekur við öflugu búi og mun áfram stuðla að þeirri uppbyggingu sem félagið hefur staðið fyrir síðustu ár. Breiðablik fagnar því að fá jafn reyndar þjálfara og Pétur til liðs við félagið og við […]

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Breiðabliks verður haldið með pompi og prakt miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi, síðasta vetrardag. Gleðin mun fara fram í veislusal Smárans. Boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð frá Kokkunum veisluþjónustu og í bland við borðhald verða skemmtiatriði, verðlaunaafhending og taumlaus gleði fram á rauða nótt. Veislustjóri verður hinn eini sanni Kjartan Atli Kjartansson, sem […]

Breiðablik í deild þeirra bestu

Breiðablik hafði sigur gegn Hamar á föstudaginn, 13. apríl í Smáranum og þar með sigur í einvíginu um laust sæti í Domino’s deildinni á næsta tímabili. Einvígið fór 3-1 fyrir Breiðablik. Breiðablik hóf úrslitakeppnina gegn liði Vestra frá Ísafirði og sigraði það einvígi nokkuð sannfærandi 3-0. Úrslita einvígið gegn Hamri var jafnt og æsispennandi og […]

Jonathan Hendrickx framlengir

Bakvörðurinn öflugi, Jonathan Hendrickx, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik nú einungis nokkrum mánuðum eftir að hann gekk til liðs við félagið. Hendrickx hefur átt glæstan feril þrátt fyrir ungan aldur. Árið 2012 fór hann frá belgíska liðinu Standard Liège til hollenska 1. deildarliðsins Fortuna Sittard þar sem hann lék til ársins […]

Breiðablik leiðir einvígið 2-0

Breiðablik sigraði Hamar á heimavelli í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi um sæti í Domino´s deildinni að ári. Blikar því komnir í mjög vænlega stöðu og leiða einvígið 2-0. Sigra þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. Blikar mættu flatir til leiks á meðan Hamar skoraði 7 fyrstu stig […]

Breiðablik tekur forystu í úrslitaeinvígi 1. deildar karla

Strákarnir í meistaraflokki karla gerðu frábæra ferð í Hveragerði í gærkvöldi, þegar þeir sigruðu heimamenn í Hamri 104-108 í framlengdum leik og hirtu þar með heimavallarréttinn í einvíginu. Sigra þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í Dominosdeild á næsta keppnistímabili. Það sannaðist í gær að körfubolti er leikur áhlaupa, en Kópavogspiltar hófu […]

Oliver Sigurjónsson til Breiðabliks

Breiðablik hefur náð samkomulagi við Bodø/Glimt í Noregi um að Oliver Sigurjónsson komi á tímabundnu láni til Breiðabliks. Oliver sem er 23 ára gamall miðjumaður hefur leikið 70 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 5 mörk. Þá á hann að baki tvo A landsleiki auk þess að hafa leikið 50 leiki fyrir yngri landslið […]