Entries by

Hildur hættir með meistaraflokk kvenna

Hildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun og mun þar af leiðandi láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks þakkar Hildi fyrir frábær störf fyrir félagið síðustu tvö ár og bindir vonir við að  hún verði vonandi áfram í kringum liðið í einhverri mynd.

Lokanir vegna árshátíðar Kópavogsbæjar

Árshátíð Kópavogsbæjar mun fara fram í Fífunni laugardaginn 14. apríl n.k. því lokar Fífan miðvikudaginn 11. apríl kl 19:00 og opnar aftur mánudaginn 16. apríl kl. 16:00. Allar æfingar falla niður í Smáranum helgina 14-15 apríl vegna Íslandsmeistaramóts unglinga í Karate.  

Andri Fannar skrifar undir samning við Breiðablik

Miðjumaðurinn efnilegi Andri Fannar Baldursson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Andri Fannar er fæddur árið 2002 og er uppalinn Bliki. Hann er fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur þar verið að spila ári upp fyrir sig. Hann hefur þegar spilað sjö landsleiki fyrir U17. Frá áramótum hefur Andri verið að æfa […]

Þrír uppaldir Blikar semja

Þær Hugrún Helgadóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Tinna Harðardóttir hafa skrifað undir samning við Breiðablik. Þessir uppöldu Blikar hafa verið fastamenn í úrtakshópum KSÍ. Á undanförnum mánuðum hafa þær spilað með meistaraflokki Augnabliks en Augnablik samanstendur af efnilegum leikmönnum úr 2. og 3.flokki Breiðabliks ásamt nokkrum reyndari leikmönnum. Á dögunum voru þær Hugrún, Bergþóra og […]

Opnunartímar í Smára og Fífu yfir páska

29.03 Skírdagur: Aðeins opið fyrir Real Madrid skólann 30.03 Föstudagurinn langi: Lokað 31.03 Laugardagur: Opið 10:00 – 14:00 01.04 Páskadagur: Lokað 02.04 Annar í páskum: Lokað   Breiðablik sendir öllum iðkendum, forráðamönnum og Blikum sínar bestu óskir um gleðilega páska.  Vonum að vel fari um alla yfir hátíðirnar hvort sem er í starfi eða leik.

Sumarsundnámskeið hjá Sunddeild Breiðabliks – 2018

Sunddeild Breiðabliks býður í sumar uppá sundnámskeið í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki frá vinnuskólanum.  Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa.  Fyrsta sundnámskeiðið hefst 11. júní og því síðasta 20. júlí. Tekið skal fram að um er að ræða tveggja vikna námskeið allt […]

Breiðablik og Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu áfram í samstarfi

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hafa framlengt samning sinn til næstu 5 ára. Sjúkraþjálfunin í Sporthúsinu hefur verið í samstarfi við Knattspyrnudeildina frá árinu 2015 og hefur mikil ánægja ríkt með samstarfið. Sjúkraþjálfunin leggur félaginu til sjúkraþjálfara á alla formlega leiki meistaraflokka karla og kvenna ásamt því að vinna náið með þjálfurum varðandi fyrirbyggjandi æfingar […]

Fullt út úr dyrum á félagsfundi Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Í gærkvöld fór fram almennur félagsfundur  sem haldinn var af Knattspyrnudeild Breiðabliks. Á fundinum var farið yfir vetraraðstöðumál knattspyrnudeildarinnar. Fundurinn var gríðarlega vel sóttur af félagsmönnum ásamt bæjarfulltrúum og öðrum gestum og voru rúmlega 400 gestir mættir í Smárann. Á fundinum fluttu erindi Jóhann Þór Jónsson formaður Barna- og unglingaráðs, Orri Hlöðversson formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks og […]

61. FRÍ þing haldið í Breiðablik

Að þessu sinni verður 61. þing Frjálsíþróttasambands Íslands haldið dagana 23.-24. mars í Kópavogi. Það er okkur í Breiðablik sönn ánægja að fá þingfulltrúa til okkar að leggja drög að komandi starfi frjálsíþrótta á íslandi. Ungmennafélagið Breiðablik bíður Frjálsíþróttasamband Íslands velkomið.