Entries by

Svanfríður Eik ráðin gjaldkeri hjá Breiðablik

Svanfríður Eik Kristjánsdóttir hefur verið ráðinn í 50% starf sem gjaldkeri hjá Breiðablik en þetta er nýtt stöðugildi innan félagsins. Eik, eins og hún er jafnan kölluð, er uppalin í Kópavogi og hefur hún mikla reynslu af skrifstofustörfum. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa en hún hefur störf um miðjan maí.

Magnús Jakobsson heiðursfélagi ÍSÍ

Okkar eini sanni og allra besti Magnús Jakobsson var á dögunum kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ en viðurkenningin var veitt á 76. Íþróttaþingi sambandsins og var Magnús heiðraður ásamt sex öðrum. Nýkjörnu heiðursfélagarnir hafa öll skilað framúrskarandi starfi í þágu íþrótta og hlotið Heiðurskross ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu ÍSÍ. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með enn eina […]

Aðalfundur skákdeildar 17. apríl

Aðalfundur skákdeildar Breiðabliks fer fram mánudaginn 17. apríl kl 20:00 í glersal Stúkunnar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á starfi deildarinnar eru hvattir til þess að mæta.

Stórmeistarinn kominn heim

Á mánudagskvöldið síðastliðið var haldin móttökuhátíð fyrir nýjasta stórmeistara landsins, Vigni Vatnar Stefánsson. Hátíðin fór fram á heimavelli Vignis í glersal Stúkunnar og voru þar samankomnir iðkendur, þjálfarar og stjórnarmeðlimir úr skákdeild Breiðabliks ásamt fulltrúum úr aðalstjórn Breiðabliks og bæjarstjóra Kópavogs. Eins og fram kom í síðustu viku þá varð Vignir sextándi stórmeistari Íslands í […]

Aðalfundur skíðadeildar 13. apríl

Aðalfundur skíðadeildar Breiðabliks fer fram fimmtuudaginn 13. apríl kl 19:30 í glersal Stúkunnar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á starfi deildarinnar eru hvattir til þess að mæta.

Aðalfundur karatedeildar 13. apríl

Aðalfundur karatedeildar Breiðabliks fer fram fimmtudaginn 13. apríl klukkan 17:00 í veislusal Smárans. Á dagskrá eru hefðbundin fundarstörf. Endilega mætum sem flest því að mörg sjónarmið eru oftast af hinu góða.

Aðalfundur kraftlyftingardeildar 12.apríl

Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar kraftlyftingadeildar Breiðabliks kl. 19:30 miðvikudaginn 12. apríl. Fundurinn verður haldinn í Glersal stúkunnar við Kópavogsvöll. Dagskrá Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um málefni […]