Entries by

, ,

Jólahappdrætti Breiðabliks 2021

Nú er hið árlega jólahappdrætti Breiðabliks komið á fleygiferð.  Verðmæti vinninganna hefur aldrei verið meira og kostar miðinn litlar 1500kr.  Tökum vel á móti sölufólkinu sem eru okkar eigin iðkendur og sláum met síðasta árs þegar að seldir voru 6144 miðar!  Hér má sjá vinningaskránna í betri gæðum.

Þekking til þriggja ára

Nú á dögunum skrifaði aðalstjórn Breiðabliks undir samstarfssamning við Þekkingu til næstu 3 ára. Þekking mun taka að sér rekstur og þjónustu félagsins á tölvukerfi Breiðabliks ásamt sértækum öryggislausnum. Hluti samningsins er styrktarsamningur m.a í formi auglýsinga. En merki Þekkingar mun verða áberandi í húsnæði Breiðabliks og víðar. “Það er afar ánægjulegt fyrir okkur að […]

Blikar á landsliðsæfingum um jólin

Körfuknattleikssamband Íslands(KKÍ) tilkynnti á dögunum um æfingahópa yngri landsliða, 18 ára og yngri. Hóparnir koma saman til æfinga um jólin. Breiðablik á 10 iðkendur í hópunum og er félagið afar stolt af þessum flottu leikmönnum. Blikarnir eru eftirfarandi: Embla Hrönn Halldórsdóttir Breiðablik U15 stúlkna Lilja Gunnarsdóttir Breiðablik U15 stúlkna Jökull Otti Þorsteinsson Breiðablik U15 drengja […]

Skráning er hafin á vorönn

Skráning er hafin á vorönn rafíþróttadeildar Breiðabliks. Smellið hér til að skoða skráningarmöguleikana. Nánari upplýsingar er svo að finna á heimasíðu Breiðabliks, breidablik.is, undir “Rafíþróttir”. – Um er að ræða önn númer tvö hjá þessari glænýju og spennandi deild okkar. Við erum virkilega þakklát fyrir góðar móttökur á deildinni og þátttökuna á haustönninni sem senn […]

Jólakúla Breiðabliks

Nú fer senn að líða að jólum og margir ýmist búnir eða á leiðinni að skreyta. En þá er það stóra spurningin, er jólakúlu Breiðabliks að finna á þínu heimili? Ef ekki þá mælum við með að fjárfesta í einni slíkri sem fyrst á meðan birgðir endast. Fagurgræn kúlan fer einkar vel með greni og […]

Breiðablik – Real Madrid

Á miðvikudaginn næstkomandi 8. nóvember fer fram stórleikur Breiðabliks og Real Madrid á Kópavogsvelli. Um er að ræða síðasta heimaleik stelpnanna okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þetta árið. Síðasti útileikur stelpnanna í keppninni fer svo fram 16. desember í París. Það er ekki á hverjum degi sem eitt stærsta knattspyrnulið sögunnar mætir til landsins og […]

Breiðabliksdagar í Errea

Dagana 1. til 8. desember verða Breiðabliksdagar í Errea. Um er að ræða frábær verð á hinum ýmsu Breiðabliksvörum. Sjá meðfylgjandi mynd. Afhending á vörunum fer svo fram um miðjan desember. Kjörið í jólapakkann. Græn og glöð um jólin.  

Vegna Covid-19

Áhorfendabann Algjört áhorfendabann er nú í gildi í Fífunni og Smáranum – bæði hvað varðar æfingar og leiki.   Eina leiðin fyrir áhorfendur að mæta á leiki í okkar húsnæði er ef að fullorðin aðila tekur á sig að vera ábyrgðaraðili þess leiks (þjálfari viðkomandi Breiðabliksliðs þarf að samþykkja ábyrgðaraðilann). Hlutverk ábyrgðaraðila eru eftirfarandi: Vera í gulu […]

Tveir nýir silfurblikar

Á aðalfundi knattspyrnudeildar sem fram fór síðastliðinn mánudag, 15. nóvember, voru tvö silfurmerki afhent. Það voru Margrét Ólafsdóttir og Ingólfur Magnússon sem hlutu þann heiður að vera sæmd silfurmerki félagsins. Hér fyrir neðan má lesa stutta texta um þessa sönnu blika:   Margrét Ólafsdóttir Margrét hefur verið virkur meðlimur í Barna og unglingaráði frá því […]

Ísleifur Gissurarson nýr deildarstjóri Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar

Ísleifur Gissurarson hefur verið ráðinn deildarstjóri Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ísleifur er 27 ára gamall og með BS í Landfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hann stundar nám í Forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Undanfarin ár hefur Ísleifur unnið sem Íþróttastjóri hjá ÍR. Staða deildarstjóra Barna- og […]