Entries by

Breiðablik 74 ára

Í dag, mánudaginn 12.febrúar, eru 74 ár frá stofnun Breiðabliks. Til hamingju með daginn kæru Blikar! Við erum strax farin að telja niður í stórafmæli að ári.

Dagskrá Blika á R.I.G. um helgina

Sunnudaginn 4. febrúar munu 8 Blikar taka þátt á Reykjavíkurleikunum (RIG) en mótið er haldið hér á landi ár hvert til að auka samkeppnishæfni íslensks íþróttafólks og draga úr ferðakostnaði. Hér er um að ræða einstakan alþjóðlegan viðburð sem dregur til sín sterka erlenda keppendur og fær íþróttafólkið okkar tækifæri til að spreyta sig á […]

Félagsfundurinn vel sóttur

Í gærkvöldi fór fram fjölmennur félagsfundur sem aðalstjórn Breiðabliks boðaði til í Smáranum. Þar fór félagið yfir framtíðarsýn sína í Kópavogsdalnum sem byggð var á þarfagreiningu Breiðabliks. Má með sanni segja að þetta hafi verið sögulegur fundur og virkilega gaman að segja frá því að húsfyllir var og rúmlega það. Líflegar og gagnlegar umræður fóru […]

Blikar syntu virkilega vel á R.I.G.

Fyrsta sundmótið á 50m sundtímabilinu var um helgina þegar að RIG (Reykjavík International Games) fór fram í Laugardalslaug. Sundfólkið okkar vann til ýmissa verðlauna ásamt því að sum þeirra náðu A og B lágmörkum og tryggðu sér þar með þátttöku í landsliðsverkefnum á næstu misserum. Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn. Gull-, silfur-, […]

Kópavogsdalurinn – Þarfagreining Breiðabliks

Í haust var kallað eftir þarfagreiningu Breiðabliks vegna starfshóps Kópavogsbæjar sem vinna mun tillögur að heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Kópavogsdalur er eitt mikilvægasta útivistar- og íþróttasvæði bæjarins. Breiðablik er miðjan í þessu svæði. Það veitir þjónustu og menningu sem eru ómetanleg lífsgæði fyrir félagsmenn og bæjarbúa. Breiðablik vill áfram vera miðjan í dalnum og telur að […]

Niðurstöður úr jólahappdrættinu

Þá er búið að draga út í okkar glæsilega jólahappdrætti og viljum við um leið þakka öllum miðakaupendum ásamt seljendum kærlega fyrir stuðninginn. ATH: allir vinningshafar skulu senda tölvupóst á arnordadi@breidablik.is og hann mun upplýsa ykkur um afhendingu vinninganna. Smellið hér til að sjá vinningsnúmerin.

Sóley og Vignir eru íþróttafólk Breiðabliks 2023

Íþróttahátíð Breiðabliks fór fram gær, miðvikudaginn 10.janúar í veislusal félagsins. Hægt er að horfa á upptöku af hátíðinni með því að smella hér. Um er að ræða árlegan viðburð sem haldinn er í boði aðalstjórnar Breiðabliks og hefur það markmið að sameina allar deildir félagsins, gera undanförnum árangri hátt undir höfði ásamt því að heiðra […]

Júlía bætti aldursflokkamet í 60m grind

Blikinn okkar Júlía Kristín Jóhannesdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti tveggja ára aldursflokkamet í 60m grindarhlaupi innanhúss í flokki stúlkna 18-19 ára og 16 ára aldursflokkamet í flokki 20-22 ára á Áramóti Fjölnis þann 28. des. þegar hún hljóp á tímanum 8,60 sek. Metið í flokki stúlkna 18-19 ára átti Birna Kristín Kristjánsdóttir frá […]

Birna og Guðjón eru frjálsíþróttafólk Breiðabliks 2023

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fór fram þann 27. desember og við það tilefni var frjálsíþróttafólk ársins heiðrað sérstaklega. Birna Kristín Kristjánsdóttir er frjálsíþróttakona ársins og Guðjón Dunbar Diaquoi er frjálsíþróttamaður ársins og óskum við þeim innilega til hamingju með verðskuldaða titla. Birna Kristín er Íslandsmeistari kvenna í 60m grindarhlaupi innanhúss, auk þess sem hún er margfaldur […]