Entries by

Hjólreiðafólks Breiðabliks

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt gott partý í gærkvöldi til að fagna árangri ársins og nýju og hressu fólki sem kom til liðs við deildina í haust. Breiðablik eignaðist 3 nýja Íslandsmeistara á árinu sem unnu samtals 6 Íslandsmeistaratitla á 5 Íslandsmótum (kk og kvk). Það eru Rannveig Guicharnaud og Rúnar Örn Ágústsson sem urðu Íslandsmeistarar í […]

Íslandsmeistaratitlar til Breiðabliks í sundi

Íslandsmeistaramótið í 25m laug (ÍM25) fór fram í Ásvallalaug dagana 9. -11. nóvember. Undanrásir voru syntar á morgnana og úrslit hófust svo kl 16:30 alla þrjá dagana. Sunddeild Breiðabliks sendi ungt og öflugt lið til leiks og átti félagið alltaf 10-11 sundmenn í úrslitum alla dagana þar sem 8 bestu úr undanrásum syntu. Samtals vann […]

Þríþraut fyrir unglinga

Þríþrautardeild Breiðabliks stefnir að því að vera með þríþrautaræfingar fyrir unglinga í vetur. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga eða ert með fyrirspurn. Gott fyrir þau sem eru að detta úr einhverri íþróttagrein og vilja prófa eitthvað annað. Æfingarnar verða að að mestu inni og ekki þarf að eiga hjól til að taka þátt.

Fjallahjólreiðar

Á morgun keppir Ingvar Ómarsson, hjólreiðamaður úr Breiðablik, á heimsmeistaramótinu í olympískum fjallahjólreiðum. Keppnin fer fram í Lenzerheide í Sviss og brautin er afar krefjandi. Hægt verður að fylgjast með keppninni kl 15:30 á morgun (laugardag 8. sept) á sjónvarpsrás UCI (Alþjóða hjólreiðasambandið) – https://www.youtube.com/user/ucichannel

Bliki á Evrópumeistaramótinu í fjallahjólreiðum

Ingvar Ómarsson mun keppa á morgun á Evrópumeistaramótinu í ólympískum fjallahjólreiðum sem fram fer í Glasgow (og er hluti af Evrópuleikunum sem eru í gangi núna). Í stuttu viðtali við fréttaritara Blikafrétta sagði hann að brautin væri að koma koma vel út í æfingum og hentaði honum vel og einnig veðrið er fínt fyrir Íslendinginn. […]

Norðurlandameistaramót unglinga í sundi

Um síðustu helgi fór fram opna Norðurlandameistaramót unglinga í sundi (Nordic Age Group Championship). Keppnin fór fram í Riga í Lettlandi og 11 þjóðir sendu keppendur á mótið en auk Norðurlandaþjóðanna voru sundkrakkar frá Sviss, Hollandi, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Ísland átti 3 keppendur á mótinu, þar af tvo sundmenn úr Breiðablik, þau Patrik Viggó og Kristínu Helgu. Auk […]

Frábær árangur hjá sundblikum á AMÍ

Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í sundi var haldið helgina 22. – 24. júní á Akureyri. Veðrið lék við sundmenn og aðra gesti. Sunddeild Breiðabliks átti 26 keppendur á mótinu en á það eru lágmörk sem sundmenn þurfa að ná til að keppa á mótinu. Blikar stóðu sig mjög vel og bættu sína bestu tíma í nær öllum sundum. AMÍ […]

Breiðablikssigur í fyrsta bikar í tímatökuhjólreiðum

Vortímataka Breiðabliks fór fram í gærkvöldi við ágætar aðstæður á Krýsuvíkurmalbiki. Keppninni hafði verið tvífrestað vegna veðurs sem hafði aðeins áhrif á þátttökuna en sem betur fer náðu flestir sterkustu hjólararnir að mæta. 20km vortímataka hefur verið haldin á þessari braut 12 ár í röð og Breiðablik hefur séð um keppnina síðustu 2 árin. Í […]

Frábær árangur Breiðabliks í fyrsta götuhjólabikar sumarsins

Fyrsta bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum fór fram í dag á Reykjanesinu. Meistarflokkur hjólaði 105km leið frá Sandgerði í gegnum Grindavík og upp á Festarfjall og snéri þar við og fór sömu leið til baka. A-flokkur hjólaði 63km leið frá Sandgerði að Reykjanesvirkjun og til baka. Breiðablik átti um þriðjung keppanda í meistaraflokki enda hefur veturinn […]