Entries by Hákon Hrafn Sigurðsson

Frábær árangur hjá sundblikum á AMÍ

Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í sundi var haldið helgina 22. – 24. júní á Akureyri. Veðrið lék við sundmenn og aðra gesti. Sunddeild Breiðabliks átti 26 keppendur á mótinu en á það eru lágmörk sem sundmenn þurfa að ná til að keppa á mótinu. Blikar stóðu sig mjög vel og bættu sína bestu tíma í nær öllum sundum. AMÍ […]

Breiðablikssigur í fyrsta bikar í tímatökuhjólreiðum

Vortímataka Breiðabliks fór fram í gærkvöldi við ágætar aðstæður á Krýsuvíkurmalbiki. Keppninni hafði verið tvífrestað vegna veðurs sem hafði aðeins áhrif á þátttökuna en sem betur fer náðu flestir sterkustu hjólararnir að mæta. 20km vortímataka hefur verið haldin á þessari braut 12 ár í röð og Breiðablik hefur séð um keppnina síðustu 2 árin. Í […]

Frábær árangur Breiðabliks í fyrsta götuhjólabikar sumarsins

Fyrsta bikarmót sumarsins í götuhjólreiðum fór fram í dag á Reykjanesinu. Meistarflokkur hjólaði 105km leið frá Sandgerði í gegnum Grindavík og upp á Festarfjall og snéri þar við og fór sömu leið til baka. A-flokkur hjólaði 63km leið frá Sandgerði að Reykjanesvirkjun og til baka. Breiðablik átti um þriðjung keppanda í meistaraflokki enda hefur veturinn […]

Breiðablikssigur í fyrsta fjallahjólabikarnum

Ingvar Ómarsson (Breiðablik) og Halla Jónsdóttir (HFR) unnu í kvöld 1. bikarmót sumarsins í fjallahjólreiðum (Morgunblaðshringinn). Keppnin fór fram á skemmtilegum og krefjandi hring fyrir ofan Rauðavatn. Meistaraflokkur karla hjólaði 4 hringi og konurnar 3. Ingvar var í harðri baráttu við Hafstein Ægi (HFR) á fyrstu 2 hringjunum en náði síðan um 20 sek forskoti […]

Sigur hjá Ingvari í Danmörku í dag

Ingvar Ómarsson, hjólreiðamaður úr Breiðablik, tók í dag þátt í svokallaðri maraþon fjallahjólakeppni (76km FitnessDK Marathon) sem fram fór í Slagelse í Danmörku. Ingvar býr og æfir í Danmörku og nýtir svona keppnir til að undirbúa sig fyrir átökin á komandi keppnistímabili. Hann tók einnig þátt í þessari keppni í fyrra og varð þá í 7. […]