Íþróttahátíð Breiðabliks var haldin í fyrsta skipti með núverandi sniði í gær, 9. janúar. Markmiðið með Íþróttahátíðinni er að gera árangur einstaklinga og hópa hjá þeim fjölmörgu deildum sem félagið starfrækir sýnilegri. Innan félagsins er verið að vinna frábært starf og er það því mikilvægt að líta yfir farin veg og fanga íþróttaafrekum ársins 2019. Á hátíðinni var heiðrað þá aðila sem hafa skarað fram úr í hverri deild fyrir sig og þeim veitt verðurkenning, voru það stjórnir deildanna sem ákváðu hvaða íþróttafólk innan sinna raða hrepptu viðurkenningu.

Afrekskarl,  Afrekskona og Afrekshópur Breiðabliks fengu sérstök verðlaun en Afreksbikarar eru veittir því íþróttafólki sem hefur náð bestum árangri innan félagsins á árinu. Þá var Deildarbikar Breiðabliks afhentur en hann er veittur einni deild félagsins og er tekið tillit til virkni starfs innan deildarinnar, nýliðunar, árangurs í keppni og fjárhagslegrar afkomu á síðasta starfsári. Sömuleiðis var Þjálfarabikar Breiðabliks afhentur en hann er veittur þjálfara einnar deildar félagsins og er tekið tillit til árangurs, áhuga, menntunar og metnaðar. Það er aðalstjórn félagsins og ráðgjafar hennar sem stóðu fyrir valinu á Deildarbikarnum, Afreksbikurum og Þjálfarabikarnum.

Íþróttafólk, þjálfarar, stjórnarfólk, bæjarfulltrúar og aðrir félagsmenn voru viðstaddir hátíðina og er félagið hæst ánægt með hvernig tiltókst. Stefnan er sett á að halda hana árlega hér eftir og efla enn frekar. Við óskum öllu okkar flotta íþróttafólki innilega til hamingju með árangurinn á árinu og sendum hrós á allt það frábæra fólk sem kemur að starfi deildanna og sýnir af sér mikla ósérhlífni og gefur tíma sinn í sjálfboðavinnu til félagsins. Að lokum vill félagið þakka öllum þeim sem voru viðstaddir kærlega fyrir komuna.

Afrekshópur Breiðabliks 2019: Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu

Afrekskarl Breiðabliks 2019: Patrik Viggó Vilbergsson – Sunddeild

Afrekskona Breiðabliks 2019: Berglind Björg Þorvaldsdóttir – Knattspyrnudeild

Deildarbikar Breiðabliks 2019: Taekwondodeild

Þjálfarabikar Breiðabliks 2019: Kristófer Gautason – Skákdeild

Íþróttakarl Frjálsíþróttadeildar: Juan Ramon Borges

Íþróttakona Frjálsíþróttadeildar: Birna Kristín Kristjánsdóttir

Íþróttakarl Hjólreiðadeildar: Ingvar Ómarsson

Íþróttakona Hjólreiðadeildar: Margrét Pálsdóttir

Íþróttakarl Hlaupahóps: Ingvi Jónsson

Íþróttakona Hlaupahóps: Lilja Dögg Stefánsdóttir

Íþróttakarl Karatedeildar: Tómas Pálmar Tómasson

Íþróttakona Karatedeildar: Svana Katla Þorsteinsdóttir

Íþróttakarl Knattspyrnudeildar: Andri Rafn Yeoman (Fjarverandi)

Íþróttakona Knattspyrnudeildar: Berlind Björg Þorvaldsdóttir

Íþróttakarl Kraflyftingardeildar: Halldór Eyþórsson

Íþróttakona Kraftlyftingardeildar: Birgit Rós Becker

Íþróttakarl Körfuknattleiksdeildar: Hilmar Pétursson

Íþróttakona Körfuknattleiksdeildar: Telma Lind Ásgeirsdóttir

Íþróttakarl Skákdeildar: Birkir Ísak Jóhannsson

Íþróttakona Skákdeildar: *

Íþróttakarl Skíðadeildar: Tandri Snær Traustason

Íþróttakona Skíðadeildar: Agla Jóna Sigurðardóttir (Fjarverandi)

Íþróttakarl Sunddeildar: Patrik Viggó Vilbergsson

Íþróttakona Sunddeildar: Ragna Sigríður Ragnarsdóttir

Íþróttakarl Taekwondodeildar: **

Íþróttakona Taekwondodeildar: **

Íþróttakarl Þríþrautardeildar: Sigurður Örn Ragnarsson

Íþróttakona Þríþrautardeildar: Rannveig Anna Guicharnaud

*Kvennkyns iðkendur Skákdeildar Breiðabliks eru enn það ungir að árum að ákveðið var að tilnefna ekki að þessu sinni

** Iðkendur Taekwondodeildar Breiðabliks eru enn það ungir að árum að ákveðið var að tilnefna ekki að þessu sinni

 

Helgi Viðar var ljósmyndari á Íþróttahátíðinni og þökkum við honum innilega fyrir þessar frábæru myndir.