Entries by

Góður árangur Blika á Vormóti ÍR

Góður árangur náðist í mörgum greinum á Vormóti ÍR í frjálsum, og margar bætingar.   Juan Ramon Borges varð í 2.sæti í 100m á 11.03 sek. og í 200 m hlaupi á 22.56 sek.   Ingi Rúnar Kristinsson varð í 3.sæti í 110 m grind og 2.sæti í spjótkasti.   Ægir Örn Kristinsson varð í […]

Frábær árangur Blika á vormóti Fjölnis í frjálsum

Á vormóti Fjölnis sem er barna og unglingamót (11-14 ára) náðu keppendur frá Breiðabliki frábærum árangri. Blikar sigruðu í 12 greinum af 25 sem keppt var í á mótinu, auk annarra og þriðju verðlauna. Katla Margrét Jónsdóttir 11 ára sigraði í 4 greinum og þau Júlí Kristín Jóhannsdóttir 13 ára og Markús Birgisson 13 ára […]

Fjölskyldustemning á 17. júní hlaupi Breiðabliks

Einn af föstu dagskrárliðum frjálsíþróttadeildar Breiðabliks ár hvert er að halda 17. Júní hlaup fyrir börn í 1-6 bekk grunnskóla á Kópavogsvelli. Núna í ár eins og  og þau síðastliðnu var virkilega góð mæting af áhugasömum hlaupurum. Keppnisandinn leyndi sér hjá yngri kynslóðinni ekki þegar komið var á start línuna. Mikið var tekið á þegar […]

17. júní hlaup Breiðabliks

Á þjóðhátíðardaginn stendur Frjálsíþróttadeild Breiðabliks fyrir 17. júní hlaupi kl. 10:00 á Kópavogsvelli 17. júní hlaupið er ætlað krökkum í 1-6. bekk og verða 400 metrarnir teknir með pompi og prakt í svokallaðari fjölskyldu stemningu þar sem allir fá verðlaunapening að hlaupi loknu. Sjáumst hress og kát þann 17. júní á Kópavogsvelli kl. 10:00 17. […]

Sumaræfingar Karatedeildar hefjast 11. júní

Sumaræfingar hefjast frá og með mánudeginum 11. júní Æfingarnar eru opnar öllum iðkendum frá 12 ára aldri. (Unlingaflokkar 1 og upp úr) Æfingarnar samanstanda af Kata, Kumite og styrktaræfingum Iðkendur velja sjálfir æfingatíma sem hentar Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á karate@breidablik.is Mánudagur  Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 18:00 – 19:00 Karate Styrktaræfing Karate Styrktaræfing […]

Irma Norðurlandameistari U23

Á Norðurlandameistari U23 í fjölþrautum helgina 9-10 júní kepptu Blikarnir Irma Gunnarsdóttir og Ari Sigþór Eiríksson. Irma gerði sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum í keppninni með 5403 stig. Sú sem náði öðru sæti á eftir Irmu fékk 5182 stig sem er töluvert á eftir Irmu. Til hamingju með glæsilegan árangur Irma! Ari Sigþór […]

,

Patrik Sigurður Gunnarsson seldur til Brentford

Breiðablik og Brentford hafa komist að samkomulagi um að Patrik Sigurður Gunnarsson gangi til liðs við síðarnefna félagið.  Brentford er í ensku Championship deildinni sem er sú næst efsta á Englandi. Patrik sem er fæddur árið 2000 er uppalinn Bliki og byrjaði að æfa í 8.flokki félagsins. Hann hefur verið reglulegur partur af meistaraflokkshópi Breiðabliks […]

Blikavagninn kominn í sumarfrí

Nú þegar skólarnir eru á leið í sumarfrí fer Blikavagninn í sumarfrí sömuleiðis. Síðasta ferð Blikavagnsins var fimmtudaginn 7. júní. Forráðamenn og iðkendur eru hvattir til þess að kynna sér strætóleiðir, hjóla- og göngustíga sem liggja að félagsvæðum Breiðabliks.

Vinningsnúmer í Vorhappdrætti Körfuknattleiksdeildar

Fimmtudaginn 31. maí 2018, var dregið í Vorhappdrætti Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 Kópavogi. Til þess að allt færi eftir settum reglum var það fulltrúi sýslumanns sem sá um útdráttinn og voru það fulltrúar körfuknattleiksdeildar viðstaddir. Vinningsnúmer má sjá á meðfylgjandi skjali Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana sína og þökkum […]

UMSK gefur Breiðabliki pannavöll til afnota

Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) gaf í dag hverfafélögum innan sambandsins pannavelli til afnota. Þetta eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem leikið er einn á móti einum. Vellirnir voru afhentir stjórn og stjórnendum aðildarfélaga UMSK í Fífunni hjá Breiðabliki í Kópavogi í dag. Magnús Gíslason, varaformaður UMSK, sagði aðdraganda þessa þá að stjórn og sambandsaðilar Ungmennafélags Íslands […]