Entries by

Sindri Hrafn kominn með lágmark á EM í Berlín

Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, hóf keppnistímabilið af miklum krafti þegar hann sigraði í spjótkasti á UC Irvine Spring Break háskólamótinu þann 16.febrúar. Sindri Hrafn kastaði 80,49 m og bætti sinn besta árangur um rúma 3 metra. Með þessu sló hann eigið skólamet, setti vallarmet og náði lágmarki á EM í Berlín í sumar.  […]

Breiðablik byrjar úrslitakeppnina af krafti! | 2-0

Breiðablik hefur sigrað báða leiki sína gegn Vestra í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta, en þrjá sigra þarf til þess að komast áfram í umspil um sæti í Dominosdeild á næsta keppnistímabili. Blikar hófu einvígið gegn Vestra á heimavelli þann 15. mars síðastliðinn og unnu þann leik mjög sannfærandi, lokatölur 93-64 grænum í vil. […]

Góður árangur í íþróttum, en eru blikur á lofti hjá Breiðablik

Grein eftir Jón Finnbogason formann Íþróttaráðs Kópavogs sem birtist í Vogum. Mikil umræða hefur farið fram á undanförnu ári um árangur okkar landsliða í íþróttum þrátt fyrir fámenna þjóð.  Margir ólíkir þættir leika örugglega stórt hlutverk þegar metið er hvers vegna árangurinn er jafn góður og raun ber vitni.  Vinnusemi okkar íþróttafólks er að gjarnan […]

Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks – 4.apríl kl 20:00

Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudaginn 4.apríl kl 20:00 í stúkunni við Kópavogsvöll (Glersal). 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræða um málefni deildarinnar og önnur mál Stjórn Hjólreiðadeildar Breiðabliks

Berglind Björg skrifar undir nýjan þriggja ára samning!

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímablið 2020. Berglind er fædd árið 1992 og er einn reyndasti leikmaður ungs liðs Breiðabliks. Þar að auki hefur Berglind einnig spilað 31 A landsliðsleik á undanförnum árum. Berglind Björg hefur leikið 146 leiki með liðinu í efstu deild frá því að […]

Guðjón Máni og Júlíus Óli semja við Breiðablik

Þeir Guðjón Máni Magnússon og Júlíus Óli Stefánsson hafa skrifað undir samning við Breiðablik. Báðir eru þeir fæddir árið 1998 og gengu upp úr 2.flokki Breiðabliks síðastliðið haust. Þeir félagar munu fara á láni til Augnabliks á næstunni en það hefur reynst gott skref fyrir fleiri Blika í gegnum tíðina. Til dæmis stigu landsliðsmennirnir Alfreð […]

Úrslitakeppnin 2018! Breiðablik – Vestri

Sjálf ÚRSLITAKEPPNIN er að hefjast, stundin sem allir BLIKAR og unnendur íþrótta hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu! Þann 15. mars tekur Breiðablik á móti Vestra í Smáranum kl 19:15. Sæti í Dominosdeildinni er í húfi! Breiðablik hafnaði í 3. sæti og á því heimavallarréttinn á Vestra sem endaði sæti neðar í deildinni. Strákarnir munu […]

Sigmar Ingi nýr markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks

Sigmar Ingi Sigurðarson hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks en það er nýtt starf innan félagsins. Með ráðningu Sigmars Inga má segja að að aðalstjórn sé búinn að fullmanna nýtt skipurit félagsins sem miðar að því að efla skrifstofu félagsins og auka stuðning aðalstjórnar við hinar fjölmörgu deildir sem starfræktar eru innan Breiðabliks. Sigmar […]

Jóhann, Helgi, Hannes og Jón hlutskarpastir á Skákhátíð MótX 2018

Nú er lokið hinni geysisterku og vel skipuðu Skákhátíð MótX, sem var haldin af Skákfélaginu Hugin og Skákdeild Breiðabliks. Frísklega var teflt í stúkunni við Kópavogsvöll og margar bráðskemmtilegar skákir glöddu augað.   Í björtum sal glerstúkunnar var loftið þrungið dæmigerðri spennu lokaumferðar þriðjudaginn 27. febrúar síðastliðinn. Aðstæður voru þó óvenjulegar að því leyti að […]