Entries by

Aðalfundur kraftlyftingadeildar Breiðabliks 2018

Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar kraftlyftingadeildar Breiðabliks kl. 19:00 miðvikudaginn 21. mars. Fundurinn verður haldinn í veislusal stúkunnar við Kópavogsvöll. Dagskrá Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um málefni […]

Aðalfundur Karatedeildar Breiðabliks 10. apríl

Aðalfundur Karatedeildar Breiðabliks 2018 verður haldinn þann 10. apríl 2018 kl. 20:15 í veitingasal Smárans (2. hæð)   Dagskrá:   Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál   Allir félagar Karatedeildar Breiðabliks sem eru 18 ára […]

Skíðamót Íslands í Bláfjöllum og Skálafelli 5.-8. apríl 2018

Skíðamót Íslands Bláfjöllum og Skálafelli 5.-8. apríl 2018   Frá Skíðadeild Breiðabliks og Skíðafélaginu Ulli Skíðamót Íslands verður haldið í Bláfjöllum og Skálafelli 5.-8. apríl nk. þar sem Skíðadeild Breiðabliks mun sjá um framkvæmd keppni í Alpagreinum og Skíðafélagið Ullur framkvæmd keppni í göngu. Dagskrá mótsins er send út samhliða mótsboði og einnig birt á […]

Breiðablik Íslandsmeistari í karlaflokki á Meistaramóti Íslands 2018

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 24-25 janúar. Blikar unnu frækinn sigur og sýndu hve sterkir þeir eru með sigri í karlaflokki með 11800,5 stig á samanlögðum stigafjölda. Á mótinu unnu Blikar fjögur gullverðlaun tvö silfur og fjögur brons. Bjarki Rúnar Kristinsson sigraði í þrístökki karla og setti nýtt […]

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Coerver Coaching

Coerver Coaching og knattspyrnudeild Breiðabliks hafa gert með sér nýtt samkomulag til 3ja ára. Undanfarin þrjú ár hefur félagið átt frábært samstarf við Coerver Coaching. Iðkendur Breiðabliks hafa notið góðs af þjálfun í æfingaáætlun Coerver Coaching. Þá hafa iðkendur notið góðs af frábærum námskeiðum sem haldin hafa verið. Einnig hafa þjálfarar félagsins verið kynntir fyrir […]

Sumarstörf hjá Kópavogsbæ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ, þá sem fæddir eru 2000 eða fyrr. Kópavogsbúar hafa þó forgang til ráðningar, að uppfylltum þeim skilyrðum sem koma fram í auglýsingu. Tekið verður við umsóknum til 18. mars og er stefnt að því að öllum umsækjendum verði svarað í apríl.  Störfin eru af margvíslegum […]

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks 2018

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks 2018 verður haldinn þann 14. mars 2018 kl. 17:00 í veitingasal Smárans Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál Allir félagar körfuknattleiksdeildar sem eru 18 ára […]

Aðalfundur sunddeildar Breiðabliks 2018

Aðalfundur sunddeildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudaginn 7. mars 2018 kl 20:00 í veislusalnum í Smáranum á 2. hæð. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning. Kjör fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Skýrsla gjaldkera 4. Kosning í stjórn 5. Önnur mál Lýst er eftir framboðum í stjórn – formaður, varaformaður, og einn meðstjórnandi. Undirritaður lætur af störfum sem […]

Fréttir af aðalfundi knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram í gærkvöldi í glersalnum á Kópavogsvelli. Venju samkvæmt voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem Ólafur Hrafn Ólafsson fráfarandi formaður fór m.a. yfir skýrslu stjórnar og Gunnar Þorvarðarson fráfarandi gjaldkeri fór yfir ársreikning deildarinnar. Ný stjórn var kosinn en ljóst var fyrir fundinn að Ólafur Hrafn Ólafsson formaður, Vilhelm Már Þorsteinsson varaformaður, Gunnar […]

Þrír Blikar til Hollands með U17

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í milliriðli Evrópumótsins í Hollandi. Alls voru 18 leikmenn valdir auk sex leikmanna til vara. Þrír Blikar voru valdir í hópinn en það eru þeir: Andri Fannar Baldursson Karl Friðleifur Gunnarsson  Stefán Ingi Sigurðarson Tveir Blikar eru til vara og gætu mögulega verið kallaðir í […]