Entries by

Búið að draga í happdrættinu

Klukkan 13:00 í dag, föstudaginn 21. janúar, var dregið í Jólahappdrætti Breiðabliks hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og áður var einungis dregið úr seldum miðum sem voru í heildina 4546 talsins. Breiðablik langar að þakka bæði iðkendum fyrir góða þátttöku í sölu á miðunum og einnig kaupendum fyrir góðar viðtökur. Hér má sjá vinningsnúmeraskrána. ATHUGIÐ: […]

Arnar og Agla María Íþróttafólk Breiðabliks árið 2021

Íþróttahátíð Breiðabliks fyrir árið 2021 fór fram í veislusal Smárans í gær. Þar var okkar fremsta afreksfólk í flestum okkar deildum heiðrað ásamt því að Þjálfara- og Deildarbikar félagsins voru afhentir. Að endingu voru úrslit úr nýtilkominni kosningu á Íþróttakarli og Íþróttakonu Breiðabliks kunngjörð. Hátíðinni var streymt í beinni á Youtube-síðu BlikarTV og er hægt […]

,

Vignir með stórmeistaraáfanga

Vignir Vatnar tryggði sér stórmeistaraáfanga!    Vignir Vatnar, sem er einungis 17 ára gamall, vann yfirburðarsigur á sterku alþjóðlegu skákmóti sem haldið var á Írlandi fyrir helgi.   Vignir hlaut 7,5 vinning og 2630 stig með því að vinna sex skákir og gera þrjú jafntefli.   Til þess að hljóta stórmeistaraáfanga þurfti Vignir að fá […]

Sex Blikar tilnefndir sem Íþróttafólk ársins

Kópavogsbær kunngjörði í gær val á tólf framúrskarandi einstaklingum sem tilnefndir eru sem Íþróttakona og Íþróttakarl árið 2021. Af þessum tólf eru hvorki fleiri né færri en sex Blikar!   Blikarnir sex sem um ræðir eru: Agla María Albertsdóttir – Knattspyrnudeild Arnar Pétursson – Frjálsíþróttadeild Ingvar Ómarsson – Hjólreiðadeild Patrik Viggó Vilbergsson – Sunddeild Sigurður […]

Íþróttahátíð Breiðabliks 12. janúar

Hin árlega Íþróttahátíð Breiðabliks verður haldin miðvikudaginn 12. janúar. Þar verður okkar allra fremsta íþróttafólk heiðrað fyrir framúrskarandi árangur á liðnu ári. Herlegheitin hefjast klukkan 17.30 í veislusal Smárans. Viðburðurinn verður að sjálfsögðu í beinu streymi á BlikarTV rásinni á Youtube.  

Opnunartímar Smárans og Fífunnar yfir hátíðarnar

Á meðfylgjandi mynd má sjá opnunartíma Smárans og Fífunnar yfir hátíðarnar. Æfingaáætlanir félagsins yfir þennan tíma árs eru hinsvegar nokkuð breytilegar milli hópa. Endilega hafið samband við ykkar þjálfara ef þið eruð með spurningar varðandi það. Njótum þess að vera með okkar nánustu yfir þennan fallegasta tíma ársins.

, ,

Jólahappdrætti Breiðabliks 2021

Nú er hið árlega jólahappdrætti Breiðabliks komið á fleygiferð.  Verðmæti vinninganna hefur aldrei verið meira og kostar miðinn litlar 1500kr.  Tökum vel á móti sölufólkinu sem eru okkar eigin iðkendur og sláum met síðasta árs þegar að seldir voru 6144 miðar!  Hér má sjá vinningaskránna í betri gæðum.

Þekking til þriggja ára

Nú á dögunum skrifaði aðalstjórn Breiðabliks undir samstarfssamning við Þekkingu til næstu 3 ára. Þekking mun taka að sér rekstur og þjónustu félagsins á tölvukerfi Breiðabliks ásamt sértækum öryggislausnum. Hluti samningsins er styrktarsamningur m.a í formi auglýsinga. En merki Þekkingar mun verða áberandi í húsnæði Breiðabliks og víðar. “Það er afar ánægjulegt fyrir okkur að […]