Entries by

,

Aðalfundur sunddeildar 5. apríl

Stjórn sunddeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar þriðjudaginn 5. apríl klukkan 18:00. Fundurinn verður haldinn í veislusal félagsins á 2. hæð í Smáranum. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Önnur mál

,

Undanúrslit hjá stelpunum í dag

Stelpurnar okkar spila í dag í undanúrslitum bikarkeppninnar. Þess má til gamans geta að öll bikarúrslitin fara fram í Smáranum okkar. Mætum í grænu og styðjum Breiðablik áfram í sjálfan bikarúrslitaleikinn! Miðasala fer fram í gegnum appið “Stubbur”.  

,

Bikarúrslit í Smáranum – skert þjónusta

Miðvikudag til sunnudags(16. – 20. mars) fara fram bikarúrslit KKÍ í Smáranum. Um er að ræða 13 leiki bæði í meistaraflokki og yngri flokkum, sjá nánar hér. Sökum þess mikla umfangs sem slíkum leikjum fylgir verður töluverð skerðing á starfsemi félagsins þessa dagana, sjá mynd hér fyrir neðan.

Íþróttaskólinn á Kárnesi næstu sunnudaga

Þar sem að Smárinn er undirlagður næstu fjórar helgar þá mun Íþróttaskólinn okkar færast örlítið til. Skólinn mun færast yfir á sunnudaga næstu fjórar helgar ásamt því að fara fram í íþróttahúsinu á Kársnesi(við Holtagerði). Þess ber einnig að geta að uppselt er á vorönnina og þ.a.l. er ekki hægt að fjárfesta í fleiri aðgangskortum(klippikortum). […]

Aðalfundur Þríþrautardeildar 22. mars

Aðalfundur Þríþrautardeildar Breiðabliks verður haldinn þriðjudaginn 22. mars kl 20:15 í Dalsmára 5, 2. hæð.   Dagskrá fundar Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svo hljóðandi: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um málefni deildar […]

,

Breiðablik styður Úkraínu

Síðastliðið haust, þann 9. nóvember, spiluðu stelpurnar okkar í úkraínsku borginni Kharkív sem hluti af riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þessi keppnisferð sem slík hlaut mikið lof á sínum tíma. Völlurinn í hæsta gæðaflokki enda verið notað á EM, hótelið eitt það flottasta sem margar höfðu séð ásamt því að mannlífið var einkar friðsælt og gott. Í […]

FRAMHALDSAÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR

FRAMHALDSAÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR VERÐUR HALDINN 21.MARS Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn mánudaginn 21. mars nk. í veitingasalnum í Smáranum 2. hæð og hefst kl. 18:15.   Dagskrá:   Ársreikningur lagður fram til samþykktar Hér má finna ársreikning knattspyrnudeildar árið 2021: Ársreikningur Knattspyrnudeild 2021   Stjórn Knattspyrnudeildar

Fyrsti formaður skíðadeildarinnar fallinn frá

Fallinn er frá einn af stofnendum Skíðadeildar Breiðabliks og fyrsti formaður félagsins, Guðmundur Theodór Antonsson, en hann lést á heimili sínu að Gullsmára 7 laugardaginn 19. febrúar s.l..  Hann var heiðursfélagi Breiðabliks. Gummi var fæddur á Ísafirði 11.02.1943 og ólst þar upp fram að unglingsárum en fluttist þá suður í Kópavoginn ásamt móður sinni Guðríði […]

Aðalfundur Kraftlyftingadeildar

Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar kraftlyftingadeildar Breiðabliks 2022 kl. 19:30 þriðjudaginn 15. mars. Fundurinn verður haldinn í Glersal stúkunnar við Kópavogsvöll. Dagskrá Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um […]

Enginn frístundaakstur í vetrarfríinu

Á morgun fimmtudag og einnig á föstudag(17. og 18. feb) er vetrarfrí hjá Kópavogsbæ. Þar sem að allir skólar og frístundaheimili í bænum verða lokuð í þessa tvo daga þá verður enginn frístundaakstur. Vert er að minna iðkendur okkar á að fylgjast sérstaklega vel með Sportabler þessa dagana þar sem æfingar gætu færst til eða […]