Entries by

Íslandsmeistarar 60+

Það gleður okkur að segja frá því að við eigum Íslandsmeistara (óopinberlega) í flokki 60+ í knattspyrnu! Sannir meistarar sem gengu taplausir frá mótinu. Þeir kepptu við tvö önnur félög, KR og Þrótt. Þeir unnu fyrstu leikina við mótherjana og gerðu jafntefli í þeim síðari. Maður mótsins kom úr liði Breiðabliks, Konráð Konráðsson markvörður, sem […]

Flottur árangur á Meistaramóti 11-14 ára

Það er nóg að gera hjá frjálsíþróttablikum á öllum aldri þessa dagana. Það var vaskur hópur keppenda sem mætti til leiks á Egilsstöðum síðustu helgi til að taka þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára. Það er ekki ofsögum sagt að hópurinn hafi staðið sig frábærlega og eftir standa fjölmargar bætingar, met og góðar minningar. Feiknasterkur […]

Stofnfundur Rafíþróttadeildar Breiðabliks í dag

Stór dagur í dag! – Rafíþróttadeild Breiðabliks stofnuð – Stofnfundur félags- og tómstundadeildar (Rafíþróttadeildar) Breiðabliks fer fram í dag klukkan 17:30 í veislusal Smárans, 2. hæð. Allir velkomnir! Dagskráin er sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Tillaga um að stofnuð verði Félags- og tómstundadeild Breiðabliks (sem mun hýsa rafíþróttirnar). 3. Kosning formanns […]

Nákvæm 17. júní dagskrá við Fífuna

Nákvæm 17. júní dagskrá við Fífuna var að lenda! 13:50 Skólahljómsveit Kópavogs opnar. 14:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, flytur ávarp. 14:15 Þorri og Þura. 14:45 Ræningjarnir úr Kardimommubæ. 15:10 Regína og Selma. 15:35 Eva Ruza og Hjálmar. 15:45 Söngleikjadeild Dansskóla Birnu Björns. 15:50 Katrín Ýr, Rödd fólksins í Samfés 2021. Kynnar eru Eva Ruza Miljevic […]

17. júní hátíð í Smáranum

Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga verður heldur betur fagnað í Kópavogi. Á morgun, 17. júní, fara fram hvorki fleiri né færri en fimm hátíðir víðs vegar um bæinn.   Ein þeirra fer einmitt fram á bílaplaninu fyrir utan Fífuna og Smárann. Um er að ræða svipað fyrirkomulag og tekið var upp í fyrra sökum samkomutakmarkanna.   Dagskrá: […]

,

Smárinn fær nýja stúku

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að byggingu nýrrar stúku í Smáranum. Verklok eru áætluð um næstu mánaðarmót, júní/júlí. Við getum ekki beðið eftir því að bjóða ykkur til sætis í nýju stúkunni. Það verður sérstaklega gaman að vígja stúkuna í efstu deildum karla og kvenna í körfuboltanum. En þar eigum við einmitt lið í […]

Meistaraflokkur karla mætir Racing FC

Í gær var dregið í Europe Conference League, sem er ný tegund af evrópukeppni félagsliða. Strákarnir okkar drógust gegn Racing FC frá Lúxemborg. Fyrri leikurinn fer fram í Lúxemborg þann 8. júlí. Seinni leikurinn fer svo fram á Kópavogsvelli þann 15. júlí. Einnig var dregið í næstu umferð keppninnar. Ef strákunum tekst að leggja Racing […]

,

Breiðablik og Lind Fasteignasala í samstarf

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur Breiðabliks við Lind fasteignasölu. Samstarfið felur í sér að Lind fasteignasala ætlar að leggja til 100.000 kr til Breiðabliks fyrir hverja selda eign sem er skráð í gegnum, www.fastlind.is/breidablik Frábært samstarf sem við erum gríðarlega ánægð með. Hvetjum við hvern þann Blika í söluhugleiðingum til að skrá eignina þar í gegn […]

Það styttist í Símamótið 2021

Nú styttist óðum í næsta Símamót en það verður haldið dagana 8.-11. júlí næstkomandi.   Í ljósi góðrar reynslu frá því á síðasta ári hefur verið ákveðið að hafa sama fyrirkomulag varðandi Fagralund og mun því 5. flokkur keppa alla sína leiki þar. Úrslitaleikur 5. flokks verður samt spilaður á Kópavogsvelli á sunnudeginum.   6. […]