Entries by

Einn stærsti knattspyrnuleikur í íslenskri félagsliðasögu á fimmtudaginn!

Á fimmtudaginn næstkomandi, 9.september kl.17:00, spilar Breiðablik einn stærsta knattspyrnuleik í íslenskri félagsliðasögu. Andstæðingurinn er króatíska meistaraliðið Osijek. Um er að ræða seinni leik liðanna í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli ytra. Sigurvegurinn úr þessu einvígi tryggir sér heila sex leiki í viðbót í 16 liða úrslitum keppninnar. Um […]

,

Breiðablik kynnir: Rafíþróttir!

Nýtt! Rafíþróttir hjá Breiðablik. Rafíþróttadeild Breiðabliks er farin af stað með skipulagðar æfingar í rafíþróttum. Deildin vill gefa börnum og unglingum í Kópavogi kost á markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum þegar kemur að tölvuleikjum. Æft er tvisvar sinnum í viku á “Þjóðarleikvangi Rafíþrótta”. Um er að ræða Arena Gaming Ísland sem er splunkuný tölvuleikjamiðstöð sem […]

Keeping the youth athlete on track

Föstudaginn 10. september verður haldið námskeið í Sporthúsinu um þroska og þróun ungra íþróttaiðkenda og þá þætti sem geta haft áhrif á íþróttaferil þeirra. Fyrirlesari er Dr. Amöndu Johnson sem hefur m.a. starfað sem yfirsjúkraþjálfari yngri landsliða karla og kvenna Englands í knattspyrnu og í 10 ár hjá Man.Utd á þeim tíma þegar Alex Ferguson […]

Æfingatöflur vetrarins að verða klárar

Kæru forráðamenn, iðkendur og aðrir blikar Nú eru æfingatöflur vetrarins hver af annari að detta inn Skráning hefst á næstu dögum og verður tilkynnt sérstaklega innan deilda þegar skráning opnar. Sú breyting hefur orðið á að nú fara allar skráningar í félagið í gegnum Sportabler – sportabler.com/shop/breidablik Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara fram […]

Friðdóra nýr rekstrarstjóri Breiðabliks

Friðdóra Kristinsdóttir hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Breiðabliks og tekur hún við starfinu af Sölva Guðmundssyni sem hefur gegnt því undanfarin ár. Friðdóra er iðnrekstrarfræðingur að mennt, gift Erni Ásgeirssyni kerfisstjóra og eiga þau þrjár dætur sem ýmist hafa verið eða eru iðkendur í Breiðablik. Undanfarin ár gegndi Friðdóra starfi fjármála-/skrifstofustjóra hjá HBH Byggir. Hún mun […]

Breiðablik Íslandsmeistari félagsliða

Breiðablik Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum 16-17 ára 2021 Nú um helgina 3-4 júlí, fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á Selfossi. Breiðablik mætti þar með stóran hóp keppenda sem stóð sig með mikilli prýði og var félaginu sínu til sóma innan vallar sem utan. 16-17 ára hópurinn okkar bar af bæði hjá stelpum og […]

Íslandsmeistarar 60+

Það gleður okkur að segja frá því að við eigum Íslandsmeistara (óopinberlega) í flokki 60+ í knattspyrnu! Sannir meistarar sem gengu taplausir frá mótinu. Þeir kepptu við tvö önnur félög, KR og Þrótt. Þeir unnu fyrstu leikina við mótherjana og gerðu jafntefli í þeim síðari. Maður mótsins kom úr liði Breiðabliks, Konráð Konráðsson markvörður, sem […]

Flottur árangur á Meistaramóti 11-14 ára

Það er nóg að gera hjá frjálsíþróttablikum á öllum aldri þessa dagana. Það var vaskur hópur keppenda sem mætti til leiks á Egilsstöðum síðustu helgi til að taka þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára. Það er ekki ofsögum sagt að hópurinn hafi staðið sig frábærlega og eftir standa fjölmargar bætingar, met og góðar minningar. Feiknasterkur […]

Stofnfundur Rafíþróttadeildar Breiðabliks í dag

Stór dagur í dag! – Rafíþróttadeild Breiðabliks stofnuð – Stofnfundur félags- og tómstundadeildar (Rafíþróttadeildar) Breiðabliks fer fram í dag klukkan 17:30 í veislusal Smárans, 2. hæð. Allir velkomnir! Dagskráin er sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Tillaga um að stofnuð verði Félags- og tómstundadeild Breiðabliks (sem mun hýsa rafíþróttirnar). 3. Kosning formanns […]