Entries by

Blikar með flesta fulltrúa á lokamóti EM

U-21 landslið karla í knattspyrnu hefur í dag leik á lokamóti EM. Sex uppaldir Blikar eru í íslenska hópnum. Um er að ræða bræðurna Willum Þór og Brynjólf Andersen Willumssyni, Andra Fannar Baldursson, Kolbein Þórðarson og markverðina Patrik Sigurð Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Núverandi leikmaður Breiðabliks, varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson, er einnig í hópnum […]

Íþróttastarfið í langt páskafrí

Kæru Blikar, Frá og með morgundeginum, 25.mars, verður allt okkar íþróttastarf óheimilað til 15. apríl. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú rétt í þessu. Iðkendur félagsins þurfa samt ekki að örvænta. Þeir verða að sjálfsögðu áfram þjónustaðir í einhverskonar formi, hvort sem um er að ræða heimaæfingar eða annað skemmtilegt. Deildir félagsins munu kynna […]

Covid-baráttunni er hvergi nærri lokið

Kæru Blikar! Eins og flestum ætti að vera kunnugt um og hefur komið fram í fréttum dagsins að þá er Covid 19 alls ekki á bak og burt úr okkar samfélagi og smittölur dagsins eru því miður ekki góðar. Að þeim sökum brýnum við fyrir öllum að fara varlega eins og áður og gæta sérstaklega […]

Aðalfundur Sunddeildar Breiðabliks verður haldinn 7. apríl

Aðalfundur Sunddeildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudagskvöldið 7. apríl nk. klukkan 20:00. Fundurinn verður rafrænn, nánar tiltekið í gegnum Microsoft Teams, sökum samkomutakmarkanna. Hægt verður að fylgjast með og taka þátt í fundinum með því að smella á vefslóðina hér að neðan: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YTU5YmVkYmItZjE0NS00NmY4LWIxY2YtMjBhOWM3NDE4NjQz%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%222fdbe831-c8f2-4d17-a8ba-2261c78d2a27%22%2c%22Oid%22%3a%22385e0645-3d84-4638-b1a0-dae65268764f%22%7d   Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar […]

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks verður haldinn 6.apríl

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks 2021 verður haldinn þriðjudagskvöldið 6.apríl n.k. kl 19:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum Zoom. – Hér fyrir neðan eru aðgangsupplýsingar að fundinum sjálfum: https://zoom.us/j/95226286562?pwd=K0tFNG9XOEJPOXg4SUoxblJQejZrdz09 Meeting ID: 952 2628 6562 Passcode: 479952 – Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram […]

Engin frístundaakstur á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 17. mars, verður ekki boðið uppá frístundaakstur. Ástæðan er sú að langflestir grunnskóælar í Kópavogi eru með skipulagsdag og þ.a.l. eru börnin ekki að mæta í skólann né í frístund.

FRAMHALDSAÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR Í KVÖLD, 10. MARS

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 10. mars, í veitingasalnum í Smáranum 2. hæð og hefst kl. 18:00. Dagskrá: Ársreikningur lagður fram til samþykktar   Meðfylgjandi er reikningurinn: Ársreikningur Knattspyrnudeild 2020 – Final   Stjórn knattspyrnudeildar

Einn af stóru vinningunum genginn út

Það voru þau Sigrún og Kristinn sem hrepptu fyrsta vinning í Jólahappdrætti Breiðabliks þetta árið. Um er að ræða 75″ LG risasjónvarp frá Heimilistækjum að verðmæti 250.000kr. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigrúnu og Kristinn ásamt Jóhanni Viðarssyni, sölustjóri Heimilistækja, við afhendingu tækisins. – Enþá eru nokkrir vinningar ósóttir. Hægt er að vitja vinninganna á […]

Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks

Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks verður haldinn í dag, mánudaginn 8. mars, á 2. hæð í Smáranum kl. 19:30. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Önnur mál a. Covid-uppgjör b. Uppskera fyrir keppnisárið 2020 Hvetjum […]

Frístundavagnarnir og vetrarfrí

Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, hófst vetrarfrí í Kópavogi. Allir skólar bæjarins og frístundaheimili eru lokuð í dag og á morgun, föstudag. Það sama á við um frístundavagnana, þeir keyra hvorki í dag né á morgun. Íþróttaæfingarnar taka sér hinsvegar ekkert frí, en það er auðvitað misjafnt eftir flokkum/hópum. Vinsamlegast fylgist vel með upplýsingum frá […]