Entries by

Þrjú gull og tvö silfur hjá Blikum

B lið Breiðabliks í 3.flokki kvenna varð Íslandsmeistari á föstudaginn var en þær fóru taplausar í gegnum B liða keppnina. Þær unnu átta leiki og enduðu með markatöluna 32-6, glæsilegur árangur hjá þeim. Breiðablik og Afturelding léku til úrslita í 5.flokki karla D liða í Fífunni á sunnudagsmorgun, skemmst er frá því að segja að […]

Íslandsmeistarar í 5.flokki kvenna og úrslitaleikir framundan

Breiðablik varð Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna A liða um síðastliðna helgi. 🏆 Breiðablik og Stjarnan léku til úrslita í úrslitaleik 5. flokks kvenna á Samsungvellinum í Garðabæ. Leikurinn var jafn og spennandi eins og úrslitaleikir eiga að vera. ⚽️ Það var Edith Kristín Kristjánsdóttir skoraði mark Breiðabliks á 35 mínútu í 1-0 sigri og […]

Blikar á fleygiferð – framtíðin er björt

Innan skamms mun Íslandsmótinu í 5. og 4.flokki karla og kvenna ljúka. Árangur sumarsins er með eindæmum góður hjá þessum hópum. 5.flokkur karla tefldi fram 14 liðum í mótinu og 5 þeirra komust í úrslitakeppnina. Góður árangur var einnig hjá stelpunum því þær tefldu fram 8 liðum og 3 þeirra komst í úrslit. Í 4.flokki […]

Frístundavagnarnir hefja akstur mánudaginn 31. ágúst

Frístundavagnarnir í Kópavogi hefja akstur næstkomandi mánudag, þann 31. ágúst. Um er að ræða nákvæmlega sömu leiðar- og tímaáætlun og var í gildi síðasta vor að undantöldum tveimur auka stoppum í lok leiðar hjá Rauða bílnum. Allar nánari upplýsingar um vagnana má nálgast með því að smella hér

Vetraráætlanir deildanna hafa verið birtar

Nú ættu allar deildir Breiðabliks að hafa birt æfingaáætlun sína fyrir veturinn/skólaárið 2020-2021. Flestar áætlanirnar taka gildi í næstu viku, 31.ágúst-4.september. Æfingaáætlanirnar má finna, eins og vanalega, efst á heimasíðunni undir hverri deild. Sjá dæmi:

,

17. júníhlaup Breiðabliks

Keppnishlaup á þjóðhátíðardaginn fyrir alla 12 ára og yngri (2008 og yngri) Hlaupið verður á Kópavogsvelli og hefst kl 10:00 Hlaupið er 400 metrar og veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin hjá stelpum og strákum í hverjum aldursflokki. 17.júníauglýsing  

Rúmar 450.000kr til styrktar Píeta

Í síðustu viku heimsóttu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og Rasmus Christiansen, leikmaður Vals, Píeta samtökin og afhentu þeim rúmar 450.000kr. Upphæðin safnaðist í kringum æfingaleik liðanna sem fram fór á Kópavogsvelli sunnudaginn 31.maí. Allur aðgangseyrir rann til styrktar þessa góða málefnis. Þess má geta að leikmenn og starfsteymi beggja liða borguðu sig inn á leikinn […]

Góður Árangur Blika á vormóti Fjölnis

Fyrsta frjálsíþróttamót utanhússtímabilsins fyrir 11-15 ára fór fram í Kaplakrika í dag. Breiðablik mætti með glæsilegt 30 manna keppnislið. Keppendur Breiðabliks okkar unnu flest gullverðlaun á mótinu í dag, tíu talsins. Auk þess unnu þau fimm silfurverðlaun og átta brons. Mikið var um bætingar og góð stemning í hópi keppenda og áhorfenda. Sumarið byrjar vel.