Entries by

Blikar í Congo

Blik í auga. Okkur bárust þessar myndir frá Kristni Guðmundssyni sem var að vinna fyrir flugfélag í Congo, nánar tiltekið í Brazzavile. Hann lét einnig fylgja með söguna af því hvernig þessar Breiðabliks búningar enduðu í Congo en á frídögum þá var iðulega farið og hjálpað til á munaðarleysingjaheimili sem staðsett er þar. Allsstaðar voru […]

Sveinn einn af tíu mest framúrskarandi ungu Íslendingum 2023

Okkar allra besti Sveinn Sampsted hefur verið tilnefndur sem einn af tíu mest framúrskarandi ungu Íslendingum þessa árs. Sjá frétt hér: https://www.visir.is/…/tiu-tilnefnd-sem-framurskarandi… Í dag mun forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson, veita þessum tíu aðilum viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur ásamt því að dómnefnd mun velja einn aðila úr hópnum sem hlýtur nafnbótina “Framúrskarandi […]

Megum ekki gleyma grunngildunum

“Það má því segja að það séu rúmlega 3 leikir leiknir á degi hverjum alla daga ársins hjá félaginu.” Þessi magnaða staðreynd er meðal þess sem fram kemur í nýju og skemmtilegu viðtali Kópavogspóstsins við formann félagsins, Ásgeir Baldurs. Í viðtalinu stiklaði Ásgeir á stóru um aðstöðumál, fjárhag og annað tengt okkar sístækkandi félagi. Viðtalið […]

Jón Bjarni í 5.sæti á EM masters

EM masters fór fram í Pescara á Ítalíu dagana 21. sept. – 1. okt. og áttu Blikar einn fulltrúa á mótinu. Jón Bjarni Bragason keppti í kringlukasti, lóðkasti og kastþraut og hafnaði í 5. sæti í kringlu með kasti upp á 46,28 m, 4. sæti í lóðkasti með kasti upp á 17,76 m og í […]

Frjálsíþróttadeild Breiðablik auglýsir eftir þjálfara fyrir 1.-2. bekk

Frjálsíþróttadeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfara fyrir iðkendur okkar í 1.-2. bekk, fyrir núverandi tímabil til 31. maí 2024. Um er að ræða 2 fasta tíma í viku á mánu- og miðvikudögum frá 16:00-17:00. Í starfinu felst að skipuleggja skemmtilegar æfingar fyrir þennan aldurshóp og stýra æfingum í samstarfi við aðstoðarþjálfara. Við leitum að jákvæðum, þolinmóðum […]

Endalaust fótboltasumar!

Það er býsna skemmtilegt fyrir okkur Blika að nú í október byrjun sé heilmikið eftir af fótboltasumrinu! Karlaliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar núna á fimmtudaginn, á Laugardagsvellinum. Ég held að okkur hætti til að gleyma því stundum hvílíkt afrek það er hjá félaginu að standa í þeim sporum. Slíkur árangur næst ekki […]

Foreldrafundur frjálsíþróttadeildar 26. september

Gleðipinnarnir í stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks boða til foreldrafundar þriðjudagskvöldið 26. september kl. 20 í salnum í Smáranum fyrir foreldra barna í 5.-10. bekk. Við lofum skemmtilegheitum og góðu spjalli þar sem við munum kynna starf deildarinnar og fyrirhugaða ferð á Gautaborgarleikana í Svíþjóð sem haldnir verða 5.-7. júlí 2024. Hér er komið kjörið tækifæri til […]

,

Breiðablik skiptir yfir í XPS(Sideline)

Eftirfarandi myndband sýnir hvernig sækja skal forritið: https://www.youtube.com/watch?v=5CfgjZPgYlM&list=PLV4bmzPsFTOv4SwrFoSnduIfadWnLqAbi Hér er svo frekara kennsluefni á heimasíðunni þeirra: https://xps.sidelinesports.com/is/tutorials-athlete-family Um mánaðarmótin sept/okt mun félagið færa allar sínar skráningar/greiðslur/æfingauppfærslur/skilaboðasendingar og annað yfir í XPS(Sideline). XPS þekkja flestir þjálfarar landsins og einnig margir iðkendur enda var forritið/kerfið stofnað á Íslandi fyrir heilum 22 árum síðan(2001). Í dag er kerfið […]

Hákon Sverrisson fimmtugur

StórBlikinn og öðlingurinn Hákon Sverrisson fagnar nú 50 ára afmæli. Saga Hákonar er  tengd órjúfanlegum böndum þróun Breiðabliks.   (Foreldrar hans, Sverrir Davíð Hauksson og Birna Guðmundsdóttir, hafa verið mjög virk í starfi félagsins í áratugi. Sverrir pabbi hans var meðal annars formaður knattspyrnudeildar og Birna mamma hans formaður kvenfélags Breiðabliks.)   Það kom því […]