Entries by

,

Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar

Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar kl 19:30 í stúkunni við Kópavogsvöll (Glersal). Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræða um málefni deildarinnar og önnur mál   Stjórn Hjólreiðadeildar Breiðabliks

Breiðablik 69 ára

Í dag þriðjudaginn 12. febrúar er Breiðablik 69 ára. Af því tilefni verður afmæliskaka og kaffi í boði félagsins frá kl. 15:00-18:00 og allir hvattir til að líta við í Smáranum og fá sér köku í tilefni dagsins.  

, ,

Jólahappdrætti Breiðabliks

Föstudaginn 18. janúar 2019 var dregið í Jólahappdrætti Breiðabliks hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að allt færi eftir settum reglum var það fulltrúi sýslumanns sem sá um útdráttinn og voru fulltrúar Breiðabliks á svæðinu.   Vinningsnúmerin má sjá á meðfylgjandi skjali: Jólahappdrætti Breiðabliks 2019   Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana sína og þökkum […]

BREIÐABLIK Í HÖLLINA

Þann 13. febrúar næstkomandi kl. 17:30 mun Breiðablik leika í 4 liða úrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöll. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem meistaraflokkur kvenna hjá Breiðablik keppir í undanúrslitum bikars í Höllinni og skorum við því á alla Blika að fjölmenna í Laugardalshöll, hvetja stelpurnar alla leið í úrlitin og verða hluti […]

Guðjóna tekur tímabundið við stöðu Rekstrarstjóra Breiðabliks

Guðjóna Breiðfjörð mun sinna starfi Rekstrarstjóra Breiðabliks samhliða starfi sínu sem innheimtufulltrúi félagsins (skráningar iðkenda og æfingagjöld). Hún mun sinna starfinu í febrúar eða á meðan Sölvi Guðmundsson er í fæðingarorlofi. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum ykkar til hennar er varðar þau málefni sem Sölvi hefur haft á sínu borði. Netfangið hennar er gauja@breidablik.is

Fyrsta bikarmót vetrarins í Böggviðstaðafjalli

Fyrst bikarmót vetrarins fyrir 12-13 og 14-15 ára var haldið í Böggviðstaðafjalli á Dalvík um liðna helgi. Keppendur Breiðabliks stóðu sig vel við fínar aðstæður og eftirtaldir voru í verðlauna sætum.   Laugardagur:   Svig 12-13 ára. Margrét Davíðsdóttir 2.sæti/1.sæti 12 ára Freyja Rún Þórðardóttir 3.sæti Helgi Trausti Stefánsson 2.sæti 12 ára   Svig 14-15 […]

Frístundavagninn bætir við sig ferðum

Vegna fjölda áskorana hafa Breiðablik, HK og Gerpla í samvinnu við Kópavogsbæ ákveðið að fjölga aftur ferðum hjá frístundavaginum. Áætlunarleiðir frístundavagnsins munu því aftur verða þær sömu og áður en farið var í breytingar rétt eftir áramót. Hérna  er hægt að sjá áætlunarleið frístundavagnsins sem tók gildi fyrir örfáum dögum síðan.  

Vídd nýr aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar

Vídd og Knattspyrnudeild Breiðabliks undirrituðu nýverið samning þess efnis að Vídd verði einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar til næstu fjögurra ára. Allir keppnisbúningar Knattspyrnudeildarinnar munu bera merki Víddar á samningstímanum. Það er mikill fengur í því fyrir Knattspyrnudeildina að fá inn öflugan bakhjarl til að styðja enn frekar við það öfluga starf sem unnið er innan […]

, ,

Jólahappdrætti Breiðabliks 2018

Föstudaginn 18. janúar 2019 var dregið í Jólahappdrætti Breiðabliks hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að allt færi eftir settum reglum var það fulltrúi sýslumanns sem sá um útdráttinn og voru fulltrúar Breiðabliks á svæðinu.   Vinningsnúmerin má sjá á meðfylgjandi skjali: Jólahappdrætti Breiðabliks 2019   Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana sína og […]

,

Ísey Skyrmótið í Fífunni

Um helgina 18.-20. janúar fer fram Ísey Skyrmótið í Fífunni. Um það bil 800 iðkendur munu taka þátt í mótinu og er því búist við að vel yfir 1000 gestir munu leggja leið sína Smárann yfir helgina. Því verður mikil umferð um svæðið og erfitt að fá bílastæði. Við hvetjum fólk til þess að vera […]