Entries by

Björk og Erna í Breiðablik

Björk Gunnarsdóttir og Erna Freydís Traustadóttir hafa samið við Breiðablik um að spila með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð, en þær eru báðar uppaldar í Njarðvík. Björk er fædd árið1998 og spilaði alla leiki Njarðvíkur á síðustu leiktíð og var lykilmanneskja í leik þeirra. Björk er leikstjórnandi og var með 6,3 stig, 3,2 […]

Metþátttaka í Kópavogsmaraþoni

Kópavogsmaraþon fór fram í þriðja sinn síðastliðinn laugardag, 12.maí. 108 hlauparar voru skráðir og hlupu þeir 5 km, 10km, eða hálft maraþon í blíðskaparveðri. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks stendur fyrir Kópavogsmaraþoni og er hlaupið í ár er það fjölmennasta hingað til. Myndir og umfjöllun um hlaupið má finna á facebook.com/kopmarathon/ Hér má sjá sigurvegara hlaupsins í ár, […]

Kópavogssprettþraut 2018

Kópavogssprettþrautin fór fram á sunnudaginn Sprettþraut Þríþrautardeildar Breiðabliks fór fram á sunnudagsmorgun í blíðskaparveðri. Um 100 keppendur mættu til leiks.  Þrautin samanstendur af 400m sundi, 20 km hjóli og 3.5 km hlaupi. Keppt var í byrjendaflokki, almennum flokki og fjölskylduþraut. Aðstæður og umgjörð voru með besta móti. Margir keppendur náðu sínum besta árangri í þessari […]

Breiðablik gerir 3 ára samning við sprotafyrirtækið Sportabler

Breiðablik hefur gert langtímasamning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Breiðablik hefur undanfarna mánuði unnið í samstarfi við Sportabler að þróun og prófun forritsins og hefur innleiðing hjá fyrstu flokkum félagsins gefist vel. Markmið Sportabler […]

Snorri Hrafnkelsson snýr aftur heim

Snorri Hrafnkelsson hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu í Dominosdeildinni á komandi keppnistímabili. Snorri er uppalinn Bliki og er því að snúa aftur heim í Kópavoginn eftir að hafa verið á flakki undanfarin ár, en hann hefur til að mynda spilað með Njarðvík, Keflavík, KR og núna síðast Þór Þorlákshöfn. Snorri sem […]

Breiðablik Íslandsmeistari í 8. flokki

Breiðablik varð Íslandsmeistari í 8. flokki drengja helgina 28-29. apríl þegar úrslitamót A-riðils fór fram í Ásgarði. Á mótinu léku Blikar gegn Haukum, Njarðvík, Fjölni og Stjörnunni og sigruðu alla sína leiki nokkuð örugglega og voru að lokum krýndir Íslandsmeistarar árið 2018. Strákarnir eru vel að þessu komnir en það má til gamans geta að […]

5 Blikar í U15 ára landsliði Íslands

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hópinn sem leikur tvo leiki gegn Sviss, 8. og 10. maí næstkomandi. Leikirnir fara báðir fram á Eimskipsvellinum í Laugardal. Í hópnum eru blikarnir Sverrir Þór Kristinsson, Sverrir Hákonarson, Anton Logi Lúðvíksson, Tómas Bjarki Jónsson og Danjiel Dejan Djuric. Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 8.maí kl.19.15 og síðari leikurinn fimmtudaginn 10.maí […]

,

Gervigras á Kópavogsvöll og Fagralund

Bæjarráð Kópavogs samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 26.4 að ráðast í umfangsmikla endurnýjun á tveimur knattspyrnuvöllum sem Breiðablik hefur á sínu starfssvæði. Í sumar verður ráðist í endurnýjun á Fagralundarvellinum og lögð hitalögn í völlinn, nýtt gervigras og ný lýsing.  Í haust hefjast síðan framkvæmdir við Kópavogsvöll. Undirlag og lagnir verða endurnýjaðar, völlurinn lagður […]

Margrét Sturlaugsdóttir tekur við Breiðablik

Breiðablik hefur gengið frá ráðningu Margrétar Sturlaugsdóttir sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi átök í Domino´s deildinni. Tekur hún við af Hildi Sigurðardóttur sem stýrði liðinu á síðasta tímabili. Ásamt því að stýra meistaraflokknum mun Margrét halda áfram sem þjálfari yngri flokka hjá félaginu. Margrét er þrautreyndur þjálfari með mikla reynslu af þjálfun síðan 1989. […]