Kópavogsþríþrautin 2018
Þríþrautardeild Breiðabliks stendur fyrir Kópavogsþríþrautinni sem er elsta þríþrautarkeppni sem haldin hefur verið samfleytt á Íslandi. Hún hefur einnig verið sú fjölmennasta með yfir 100 keppendur á ári hverju. Að auki hefur verið boðið upp á barna- og fjölskylduþríþraut. Kópavogsþríþrautin verður haldin 13. maí 2018.