Entries by

17. júní hlaup

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei, það er að koma 17. júní! 17. júní hlaup frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fer fram á Kópavogsvelli kl. 10 laugardaginn 17. júní. Hlaupið er ætlað börnum í 1.-6. bekk og fá fljótustu hlaupararnir í hverjum árgangi verðlaunapening að hlaupi loknu. Sjáumst á Kópavogsvelli.

Takk Blikar

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Kópavogsvelli um síðustu helgi og óhætt að segja að mikið hafi verið um persónulegar bætingar og ársbesta. Lið HSK/Selfoss sigraði í stigakeppni félagsliða og í þremur aldursflokkum en liðið hlaut samtals 459 stig. Í öðru sæti var lið Breiðabliks með 286 stig og lið ÍR í því þriðja […]

Meistaramót Íslands 15-22 ára 2023

Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum hefst í dag og eru yfir 150 þátttakendur skráðir til leiks frá 12 félögum og einn erlendur keppandi. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks býður til mótsins sem verður haldið á Kópavogsvelli dagana 9.-11. júní og er gaman að segja frá því að Blikar eiga 18 fulltrúa á móti helgarinnar. Keppendur frá […]

Þorleifur – Tugþraut

Blikinn Þorleifur Einar Leifsson er einn af fjórum Íslendingum sem keppir á Norðurlandameistaramóti í fjölþrautum sem fer fram í Svíþjóð um helgina. Þorleifur keppir í tugþraut pilta U20 og sendum við honum bestu kveðjur yfir hafið!

Arnar Péturs – Smáþjóðaleikar

Við náðum í skottið á okkar manni, Arnari Péturssyni, en hann hafnaði í 5. sæti í 10.000 m hlaupi karla á tímanum 31:22;41. Heimamaðurinn Jordan Gusman vann hlaupið á 29:37;96 og bætti 36 ára gamalt mótsmet um rúmar sex sekúndur. Næsta verkefni hjá Arnari er Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer í Austurríki 8. júní […]

Birna Kristín – Smáþjóðaleikar

Blikinn Birna Kristín Kristjánsdóttir er þessa dagana að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum á Möltu en frjálsíþróttakeppnin hófst 30. maí og hafa íslensku keppendurnir staðið sig gríðarlega vel. Birna Kristín, sem er ein fremsta og efnilegasta frjálsíþróttakona landsins, hefur átt góða daga þarna úti og keppti í langstökki á fyrsta degi frjálsíþróttakeppninnar, þar sem […]

Frjálsar sumar 2023

Sumarið er tíminn og meðfylgjandi er æfingatafla frjálsíþróttadeildarinnar fyrir sumarið. Athugið að iðkendur í 1.-4. bekk eru komnir í sumarfrí frá og með 1. júní en iðkendum í 3.-4. bekk er velkomið að mæta með 5.-6. bekk á æfingar í sumar. Fyrir þau yngri bendum við á sumarnámskeið Breiðabliks þar sem m.a. er boðið upp […]

Stofnbók Breiðabliks

Árið 1950 stofnuðu 70 einstaklingar Íþróttafélagið Breiðablik í Kópavogi.  48 af stofnendum voru börn á aldrinum 12-17 ára og meðal þeirra var faðir Sólborgar, Baldur Sigurgeirsson, þá 14 ára og bróðir hans Gunnlaugur Sigurgeirsson þá 12 ára. Af ákveðnum ástæðum dagaði stofnbók félagsins uppi í fórum Baldurs sem varðveitti hana eftir að hafa fundið hana […]

FrjálsíþróttaBlikar á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikarnir eru alþjóðlegt íþróttamót minnstu ríkja Evrópu og fara leikarnir að þessu sinni fram á Möltu dagana 28. maí til 4. júní. Íslendingar eiga fulltrúa í átta greinum og í hópi frjálsíþróttafólks eru tveir keppendur úr Blikafjölskyldunni og tveir þjálfarar. Birna Kristín Kristjánsdóttir keppir í langstökki 30. maí og 100 m grindahlaupi 31. maí og […]

Vignir er Íslandsmeistari!

Vignir Vatnar Stefánsson, skákmaður úr Breiðablik, varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í fyrsta skipti. Vignir hafði betur í æsispennandi bráðabana gegn stórmeisturunum og margföldum íslandsmeisturum Hannesi Hlífari Stefánssyni(13x ísl.meistari) og Guðmundi Kjartanssyni(3x ísl.meisari), en fyrir þá sem ekki muna þá er Vignir einnig stórmeistari og einmitt sá nýjasti hér á landi eða frá því […]