Entries by

Birna Kristín – Smáþjóðaleikar

Blikinn Birna Kristín Kristjánsdóttir er þessa dagana að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum á Möltu en frjálsíþróttakeppnin hófst 30. maí og hafa íslensku keppendurnir staðið sig gríðarlega vel. Birna Kristín, sem er ein fremsta og efnilegasta frjálsíþróttakona landsins, hefur átt góða daga þarna úti og keppti í langstökki á fyrsta degi frjálsíþróttakeppninnar, þar sem […]

Frjálsar sumar 2023

Sumarið er tíminn og meðfylgjandi er æfingatafla frjálsíþróttadeildarinnar fyrir sumarið. Athugið að iðkendur í 1.-4. bekk eru komnir í sumarfrí frá og með 1. júní en iðkendum í 3.-4. bekk er velkomið að mæta með 5.-6. bekk á æfingar í sumar. Fyrir þau yngri bendum við á sumarnámskeið Breiðabliks þar sem m.a. er boðið upp […]

Stofnbók Breiðabliks

Árið 1950 stofnuðu 70 einstaklingar Íþróttafélagið Breiðablik í Kópavogi.  48 af stofnendum voru börn á aldrinum 12-17 ára og meðal þeirra var faðir Sólborgar, Baldur Sigurgeirsson, þá 14 ára og bróðir hans Gunnlaugur Sigurgeirsson þá 12 ára. Af ákveðnum ástæðum dagaði stofnbók félagsins uppi í fórum Baldurs sem varðveitti hana eftir að hafa fundið hana […]

FrjálsíþróttaBlikar á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikarnir eru alþjóðlegt íþróttamót minnstu ríkja Evrópu og fara leikarnir að þessu sinni fram á Möltu dagana 28. maí til 4. júní. Íslendingar eiga fulltrúa í átta greinum og í hópi frjálsíþróttafólks eru tveir keppendur úr Blikafjölskyldunni og tveir þjálfarar. Birna Kristín Kristjánsdóttir keppir í langstökki 30. maí og 100 m grindahlaupi 31. maí og […]

Vignir er Íslandsmeistari!

Vignir Vatnar Stefánsson, skákmaður úr Breiðablik, varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í fyrsta skipti. Vignir hafði betur í æsispennandi bráðabana gegn stórmeisturunum og margföldum íslandsmeisturum Hannesi Hlífari Stefánssyni(13x ísl.meistari) og Guðmundi Kjartanssyni(3x ísl.meisari), en fyrir þá sem ekki muna þá er Vignir einnig stórmeistari og einmitt sá nýjasti hér á landi eða frá því […]

Guðjón og Júlía – Afrekssjóður 2023

Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2023 en að þessu sinni er um að ræða 10,5 milljóna styrk sem skiptist á milli 18 einstaklinga í þremur flokkum. Flokkarnir sem um ræðir eru framúrskarandi íþróttamenn, afreksfólk FRÍ og afreksefni FRÍ en Afrekssjóður FRÍ skilgreinir þær upphæðir sem eru til úthlutunar í hverjum flokki og […]

Óbreytt Aðalstjórn

Aðalfundur Breiðabliks var haldinn í liðinni viku, miðvikudaginn 10.maí, og eins og í fyrra þá var hann vel sóttur.    Guðmundur Sigurbergsson var kjörinn fundarstjóri og stýrði fundinum af sinni einstöku snilld.   Formaður aðalstjórnar Ásgeir Baldurs fór yfir það helsta frá síðasta ári, fundarhöld aðalstjórnar, aðstöðumál deilda, ársþing UMSK og helstu verðlaun sem Blikar […]

Silfurblikar frjálsíþróttadeildar

Aðalfundur Breiðabliks var haldinn þann 10. maí sl. og við það tilefni voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu félagsins með nafnbótinni Silfurbliki. Í þessum góða hópi voru þrír úr frjálsíþróttafjölskyldunni og viljum við óska Silfurblikunum okkar þeim Elsu Sif Guðmundsdóttur, Bergþóru Guðjónsdóttur og Eiríki Mörk Valssyni innilega til hamingju með […]

Sóley Evrópumeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í gær Evrópumeistari í kraftlyftingum með búnaði. Mótið fór fram í Thisted í Danmörku og keppti Sóley í flokki fullorðinna þrátt fyrir að vera einungis 22 ára og enþá gjaldgeng í unglingaflokki. Sóley gerði sér lítið fyrir og lyfti 270 kg í hnébeygju, 182,5 kg í bekkpressu og 207,5 kg í […]