17. júní hlaup
Hæ hó jibbí jei og jibbí jei, það er að koma 17. júní! 17. júní hlaup frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fer fram á Kópavogsvelli kl. 10 laugardaginn 17. júní. Hlaupið er ætlað börnum í 1.-6. bekk og fá fljótustu hlaupararnir í hverjum árgangi verðlaunapening að hlaupi loknu. Sjáumst á Kópavogsvelli.