Entries by

Fyrsti formaður skíðadeildarinnar fallinn frá

Fallinn er frá einn af stofnendum Skíðadeildar Breiðabliks og fyrsti formaður félagsins, Guðmundur Theodór Antonsson, en hann lést á heimili sínu að Gullsmára 7 laugardaginn 19. febrúar s.l..  Hann var heiðursfélagi Breiðabliks. Gummi var fæddur á Ísafirði 11.02.1943 og ólst þar upp fram að unglingsárum en fluttist þá suður í Kópavoginn ásamt móður sinni Guðríði […]

Aðalfundur Kraftlyftingadeildar

Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar kraftlyftingadeildar Breiðabliks 2022 kl. 19:30 þriðjudaginn 15. mars. Fundurinn verður haldinn í Glersal stúkunnar við Kópavogsvöll. Dagskrá Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um […]

Enginn frístundaakstur í vetrarfríinu

Á morgun fimmtudag og einnig á föstudag(17. og 18. feb) er vetrarfrí hjá Kópavogsbæ. Þar sem að allir skólar og frístundaheimili í bænum verða lokuð í þessa tvo daga þá verður enginn frístundaakstur. Vert er að minna iðkendur okkar á að fylgjast sérstaklega vel með Sportabler þessa dagana þar sem æfingar gætu færst til eða […]

Breiðablik undirritar samning við Tekt

Breiðablik undirritar samning við Tekt – Birtingar og markaðsráðgjöf Fulltrúar Breiðabliks og Tekt undirrituðu á dögunum samstarfssamning um markaðs, sölu og viðburðamál. Er það gert í kjölfar farsæls samstarfs þessara sömu aðila í tengslum við stóra viðburði í knattspyrnunni á liðnu ári, til að mynda bikarúrslitaleik kvenna og riðlakeppni kvennaliðsins í Meistaradeild Evrópu. Eysteinn Pétur […]

Lind nýr aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur körfuknattleiksdeildar Breiðabliks við Lind fasteignasölu. Fasteignasalan Lind kemur inn sem aðalstyrktaraðili deildarinnar og gildir samningurinn út keppnistímabilið 2022. Það er afar ánægjulegt fyrir okkur að gera samning við Lind og hlökkum við til að vinna með þeim á tímabilinu. Vert að minna sömuleiðis á samning Lindar við Breiðablik sem felur í […]

Búið að draga í happdrættinu

Klukkan 13:00 í dag, föstudaginn 21. janúar, var dregið í Jólahappdrætti Breiðabliks hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og áður var einungis dregið úr seldum miðum sem voru í heildina 4546 talsins. Breiðablik langar að þakka bæði iðkendum fyrir góða þátttöku í sölu á miðunum og einnig kaupendum fyrir góðar viðtökur. Hér má sjá vinningsnúmeraskrána. ATHUGIÐ: […]

Arnar og Agla María Íþróttafólk Breiðabliks árið 2021

Íþróttahátíð Breiðabliks fyrir árið 2021 fór fram í veislusal Smárans í gær. Þar var okkar fremsta afreksfólk í flestum okkar deildum heiðrað ásamt því að Þjálfara- og Deildarbikar félagsins voru afhentir. Að endingu voru úrslit úr nýtilkominni kosningu á Íþróttakarli og Íþróttakonu Breiðabliks kunngjörð. Hátíðinni var streymt í beinni á Youtube-síðu BlikarTV og er hægt […]

,

Vignir með stórmeistaraáfanga

Vignir Vatnar tryggði sér stórmeistaraáfanga!    Vignir Vatnar, sem er einungis 17 ára gamall, vann yfirburðarsigur á sterku alþjóðlegu skákmóti sem haldið var á Írlandi fyrir helgi.   Vignir hlaut 7,5 vinning og 2630 stig með því að vinna sex skákir og gera þrjú jafntefli.   Til þess að hljóta stórmeistaraáfanga þurfti Vignir að fá […]

Sex Blikar tilnefndir sem Íþróttafólk ársins

Kópavogsbær kunngjörði í gær val á tólf framúrskarandi einstaklingum sem tilnefndir eru sem Íþróttakona og Íþróttakarl árið 2021. Af þessum tólf eru hvorki fleiri né færri en sex Blikar!   Blikarnir sex sem um ræðir eru: Agla María Albertsdóttir – Knattspyrnudeild Arnar Pétursson – Frjálsíþróttadeild Ingvar Ómarsson – Hjólreiðadeild Patrik Viggó Vilbergsson – Sunddeild Sigurður […]