Entries by

,

Íþróttahátíð Kópavogs – Svana Katla og Tómas Pálmar heiðruð

Á dögunum fór fram Íþróttahátið Kópavogs en þar voru íþróttamenn heiðraðir. Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2018. Karateblikarnir Svana Katla Þorsteinsdóttir og Tómas Pálmar Tómasson fengu viðurkenninug fyrir frábæran árangur á árinu 2018 og er meðfylgjandi mynd af þeim […]

,

Svana Katla með Brons á sterku ensku móti

Landsliðskonan og blikinn Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í dag sunnudaginn 14.október á sterku móti, 6th Central England International Open, í Worcester Englandi. Mótið var fjölmennt, um 500 þátttakendur voru skráðir og þar af 18 keppendur í kata kvenna, Ísland átti 11 keppendur á mótinu bæði í kata og kumite. Í fyrstu tveimur umferðum mætti Svana […]

,

Silfur og tvö brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite

Íslandsmeistaramót Karatesambands Íslands var haldið í Fylkisseli um helgina. Mótið var fjölsótt og afskaplega skemmtilegt. Margar flottar viðureignir og spennandi. Breiðablik tók að sjálfsögðu þátt og áttu keppendur góðan dag. Bestum árangri náðu Bjarni Hrafnkelsson í 14-15 ára með silfur og Tómas Aron Gislason í sama flokki með brons. Samúel Týr Sigþórsson McClure var svo […]

,

Þrjú silfur hjá karatefólki á Finnish Open Cup

Laugardaginn 8.september fór fram sterkt  bikarmót Í Helsinki, sem heitir Finnish Open Cup. Ísland sendi vaska sveit keppenda á mótið, allt okkar landsliðsfólk í kata keppti. Okkar fólk náði góðum árangri og var uppskeran þrjú silfurverðlaun auk annarra góðra úrslita. Þess má geta að allt finnska landsliðið í kata keppti á þessu móti og var […]

,

Vetrarstarfið fer vel af stað hjá Karatedeildinni

Vetrarstarfið fer vel af stað, iðkendur hafa ekki verið fleiri í mörg ár og allt útlit fyrir frábæran karatevetur. Karateskólinn æfir 2x í viku. Í Karateskólanum er stór hópur af 2013 krökkum að læra undirstöður karate í leik, margt skemmtilegt brallað þar (vinaæfingar, keppnir og fleira). Barnaflokkar, unglingaflokkar og fullorðnir fara sömuleiðis vel af stað […]

Karateönnin hefst 27. ágúst

Æfingar í öllum flokkum eru að hefjast á ný hjá byrjendum, þeim sem eru lengra komnir og öllum þar á milli. Í vetur verður eftir sem áður lögð áhersla á fjölbreyttar æfingar, styrktarþjálfun, þátttöku í mótum heima og erlendis, skemmtun af ýmsu tagi og margt, margt fleira. Karate er íþrótt fyrir alla, óháð aldri og […]

Sumaræfingar karatedeildarinnar að hefjast

Sumaræfingar hefjast frá og með mánudeginum 11. júní og samanstanda af kata, kumite og styrktaræfingum. Einnig munum við fá gestaþjálfara endrum og sinnum inn á æfingarnar í sumar. Æfingarnar eru opnar öllum iðkendum frá 12 ára aldri (Unglingaflokkur 1 og upp úr).   Æft verður sem hér segir:     Mán Þri Mið Fim Fös […]

Svana Katla með brons í Danmörku

Um helgina fór fram fjölmennt karatemót í Söborg, Danmörku, Gladsaxe Karate Cub 2018. Mótið var bæði laugardag og sunnudag en í heildina voru um 700 keppendur skráðir til leiks. Svana Katla Þorsteinsdóttir landsliðskona úr Breiðablik tók þátt og keppti í kata kvenna þar sem 12 keppendur mættu. Í fyrstu umferð mætti Svana Katla Katherine Strange […]

Gráðun á vorönn

Karatedeildin var með vorgráðun í byrjun vikunnar, allir stóðu sig með glæsibrag og uppskáru laun erfiðis síns. Vorönnin er að renna sitt skeið á enda, við æfum út vikuna og lýkur önninni á laugardaginn næsta. Viðurkenningu fyrir ástundun á vorönn fengu Móey María Sigþórsdóttir McClure í flokki fullorðinna, Samúel Týr Sigþórsson McClure í flokki unglinga […]