Engin frístundaakstur á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 17. mars, verður ekki boðið uppá frístundaakstur. Ástæðan er sú að langflestir grunnskóælar í Kópavogi eru með skipulagsdag og þ.a.l. eru börnin ekki að mæta í skólann né í frístund.

Sérstakur Íþrótta- og tómstundarstyrkur til barna tekjulægri heimila

Vegna Covid-19 faraldursins hefur félags- og barnamálaráðherra sett af stað sérstakt verkefni þar sem börn tekjulægri heimila eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021. Styrkurinn er veittur…

Einn af stóru vinningunum genginn út

Það voru þau Sigrún og Kristinn sem hrepptu fyrsta vinning í Jólahappdrætti Breiðabliks þetta árið. Um er að ræða 75" LG risasjónvarp frá Heimilistækjum að verðmæti 250.000kr. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigrúnu…

Blikar allt í öllu á ársþingi UMSK sem fram fór í gær

Í gær fór fram 97. ársþing UMSK og var þetta fyrsta þingið í sögunni sem fram fór með rafrænum hætti. Það bar helst til tíðinda Valdimar Leo Friðriksson sem hefur verið formaður UMSK síðastliðin 20 ár og hefur unnið…

Helga Jóhannsdóttir- Kveðja frá Breiðabliki

Helga Jóhannsdóttir lést þann 8. febrúar síðastliðinn.  Helga var ötul í sjálfboðaliðsstarfi fyrir Breiðablik og sat um árabil í stjórn Handknattleiksdeildar Breiðabliks.  Á þeim tíma var Breiðablik í fremstu röð í…

Frístundavagnarnir og vetrarfrí

Í dag, fimmtudaginn 18. febrúar, hófst vetrarfrí í Kópavogi. Allir skólar bæjarins og frístundaheimili eru lokuð í dag og á morgun, föstudag. Það sama á við um frístundavagnana, þeir keyra hvorki í dag né á morgun. Íþróttaæfingarnar…

Íþróttaskóli Breiðabliks – Nýjar reglur

Íþróttaskólinn á laugardaginn. 6. febrúar verður með takmörkunum. Það verður áfram grímuskylda og eingöngu eitt foreldri með hverju barni. Jafnframt biðjum við foreldra um að halda 2 metrum sín á milli eins og hægt…

Búið að draga í Jólahappdrætti Breiðabliks

Í dag var dregið í Jólahappdrætti Breiðabliks fyrir árið 2020. Drátturinn fór fram hjá Sýslumanninum í Kópavogi, allt samkvæmt ströngustu reglum. Vinningarnir voru hvorki fleiri né færri en 164 talsins og var heildarverðmætið…

Íþrótthátíð Breiðabliks fer fram 28. janúar – Rafrænn viðburður

Þann 28. janúar mun Íþróttahátíð Breiðabliks fara fram í Smáranum klukkan 17:30. Sveinn Gíslason, formaður félagsins, mun setja hátíðina með stuttu erindi. Síðan verður íþróttafólkinu okkar sem skarað hefur fram…

Leikfimi eldri borgara fer aftur af stað

Leikfimi eldri borgara með Jóni Sævari fer aftur af stað þriðjudaginn 2. febrúar. Æfingarnar verða á sömu tímum og áður, á þriðjudögum og föstudögum kl 10:00 í Smáranum/Fífunni (Dalsmára 5). Mikilvægt er að allir…