Entries by

Nýr búningur í sölu 12.des

Við erum sérstaklega stolt af því að kynna nýjan Nike búning sem allir Blikar munu keppa í. Græni liturinn fékk að sjálfsögðu að vera í aðalhlutverki. Við erum spennt fyrir komandi tímum með Nike. Nýja treyjan fer í sölu hjá H verslun þann 12. Desember. Hér má sjá kynningarmyndband búningsins.  

Ásgeir Baldurs er Gullbliki

Formaður Breiðabliks, Ásgeir Baldurs, var um síðustu helgi sæmdur Gullmerki félagsins. Tilefnið var heldur betur ekki amalegt en um var að ræða fimmtugsafmæli kappans. Ásgeir er borinn og barnfæddur Breiðabliksmaður sem sleit fyrstu takkaskónum sínum á Vallargerðisvellinum og spilaði í grænu allan sinn feril. Breiðablik óskar Ásgeiri innilega til hamingju með viðurkenninguna og ekki síður […]

Alli Jóns 60 ára

Aðalsteinn Jónsson, eða “Alli” eins og hann er oftast kallaður, fagnaði ekki bara einum heldur tveimur stórum áföngum um nýliðna helgi. Ásamt því að verða 60 ára á sunnudaginn þá voru einnig liðin 30 ár frá því að hann hóf störf sem einn af stjórnendum Íþróttaskóla Breiðabliks. Á nánast hverjum einasta laugardagsmorgni síðan 1992 hefur […]

Meistarahátíð á laugardaginn

Það verður sannkölluð veisla á laugardaginn næstkomandi, 29. október, þegar að Íslandsmeistaratillinn í karlaflokki fer á loft í Kópavoginum.   Dagskráin er glæsileg og við hvetjum alla Kópavogsbúa til að fjölmenna. 11:30: Fjölskylduhátíð í Fífunni – Hoppukastalar frá Skátalandi – Dominos Pizza og Svali í boði – Andlitsmálun – Soccer genius knattþrautir 13:00: Breiðablik – […]

Tengibyggingin lokuð

Tengibyggingin sem tengir saman Smárann og Fífuna þar sem stólarnir, sófarnir, borðin, sjónvarpið, vaskurinn og fleira er vanalega verður lokuð næstu daga þar sem verið er að skipta um gólf. Inngangurinn sem merktur er “Fífan” verður því lokaður og þurfa þá allir sem eiga leið í Fífuna að nýta sér neyðarinngang Fífunnar sem merktur er […]

Lind endurnýjar samstarfið

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og Lind fasteignasala hafa endurnýjað samstarf sitt! Lind Fasteignasala verður áfram aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks og munu keppnisbúningar félagsins áfram bera nafn fyrirtækisins framan á búningunum. Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks og Kristján Þórir Hauksson framkvæmdarstjóri Lind Fasteignasölu skrifuðu undir samning þess efnis á dögunum. Eysteinn Pétur segir að Körfuknattleiksdeild Breiðabliks sé gríðarlega ánægð með áframhaldandi […]

Miðasala á Kópavogsblótið hefst 20.okt

UPPFÆRT: Uppselt er á blótið Stærsta þorrablót í heimi er framundan!    Á fimmtudaginn næstkomandi, 20. október, hefst miðasala á Kópavogsblótið 2023.    Alltof langt er liðið frá síðasta blóti eða tæp 3 ár sem jafnframt var það fjölmennasta í sögunni.    Í fyrra seldist upp á nokkrum klukkustundum en því blóti var því miður […]

Breiðablik í Nike

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Nike hafa gert með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Öll lið á vegum knattspyrnudeildar Breiðabliks munu því leika í fatnaði frá Nike næstu fjögur tímabil. Breiðablik spilaði síðast í Nike árið 2009 þegar liðið varð meðal annars bikarmeistari karla. Eysteinn Pétur Lárusson Framkvæmdastjóri Breiðabliks er mjög sáttur við nýja samninginn „Það […]

Árskortin komin í sölu

Framundan eru fyrstu heimaleikir Breiðabliks í Subway-deildum karla og kvenna í körfubolta. Bæði liðin okkar unnu sterka útisigra í síðustu umferð og má með sanni segja að það stefni í skemmtilegt tímabil í Smáranum. Ekki láta þig vanta í stúkuna og tryggðu þér árskort körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Árskortið er fáanlegt í gegn Stubbur appið og fylgja […]

Íslandsmeistarar 2022!

Breiðablik er íslandsmeistara karla í knattspyrnu þrátt fyrir að þrjár umferðir séu enþá eftir af Bestu Deildinni. Þessi gleðitíðindi voru staðfest um leið og flautað var til leiksloka í Garðabænum í kvöld en þar var liðið í öðru sæti, Víkingur, í heimsókn. Víkingur þurfti að sigra Stjörnuna til þess að halda tölfræðilegum möguleikum sínum á […]