Entries by

Kæru Blikar – Gleðilegt sumar!

Nú þegar farið er að grænka á trjám og túnum í Kópavogi má sjá Smárann, Fífuna og Fagralund taka á sig enn líflegri blæ. Sumarið er komið! Fyrir okkur fótboltaunnendur er þetta vafalaust besti tími ársins þar sem daginn lengir og hægt er að vera úti á velli fram eftir öllu. Að því tilefni sendi […]

Tímabundnar lokanir

Á næstu dögum loka húsnæði Breiðabliks eitt af öðru og opna svo öll aftur mánudaginn 13. júní. Ástæðan er sjávarútvegssýning sem fram fer á svæðinu. Lokanirnar eru eftirfarandi: Lokar 21. maí – Fífan Lokar 27. maí – Körfuboltasalurinn(Smárinn) Lokar 1. júní – Miðhæð og glersalur í Stúkunni Lokar 3. júní – Karate-, lyftinga- og veitingasalurinn […]

Nýtt símanúmer: 591-1100

Þessa dagana gengur Breiðablik í gegnum endurnýjun á öllum net- og tæknimálum. Umbótunum fylgir m.a. nýtt símanúmer sem nú þegar hefur verið tekið í notkun. Nýtt símanúmer Breiðabliks er: 591-1100

Fjölmennur aðalfundur Breiðabliks

Aðalfundur Breiðbliks var haldinn miðvikudaginn 11. maí s.l og var hann mjög vel sóttur. Guðmundur Sigurbergsson var kjörinn fundarstjóri og stýrði fundi. Sveinn Gíslason formaður fór yfir skýrslu stjórnar og fór hann vítt og breitt yfir starfssemi félagsins í sinni ræðu en umsvif félagsins eru alltaf að aukast í takt við fjölgun iðkenda hjá félaginu. […]

Kosningar – Fífan/Smárinn lokuð

Á morgun laugardaginn 14. maí fara fram sveitastjórnarkosningar í Smáranum og sökum þess fellur öll þjónusta Breiðabliks niður bæði í Smáranum og Fífunni. Þeir sem eiga erindi utandyra eða í stúkunni eru vinsamlegast beðnir um að leggja ekki í bílastæði Breiðabliks þar sem þau stæði verða ætluð þeim sem mæta til kosninga. Við mælum með […]

Aðalfundur félagsins í dag

Í dag fer fram aðalfundur félagsins í veislusal Smárans á 2.hæð. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og eru allir velkomnir. Búast má við hefðbundnum fundarstörfum ásamt því að nýr formaður verður kjörinn.  

Fyrsti leikur sumarsins hjá stelpunum!

Miðvikudaginn 27. apríl hefja stelpurnar okkar leik í Bestu Deildinni. Þær taka á móti Þór/KA á Kópavogsvelli kl 17:30. Fylgjum á eftir frábæru fótboltasumri síðasta árs og fyllum stúkuna! Miðasala á Stubbur app.

Fyrsti leikur sumarsins!

Þiðjudaginn 19. apríl hefja strákarnir okkar leik í Bestu Deildinni, sem er nýtt nafn á íslandsmótinu í knattspyrnu. Strákarnir taka á móti Keflavík á Kópavogsvelli kl 19:45. Fylgjum á eftir frábæru fótboltasumri síðasta árs og fyllum stúkuna! Miðasala á Stubbur app.  

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar 27. apríl

Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar miðvikudaginn 27. apríl klukkan 17:00. Fundurinn verður haldinn í veislusal félagsins á 2. hæð í Smáranum. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Önnur mál