Entries by

Breiðablik 70 ára! Þér er boðið í afmæli

Þér er boðið í afmæli Breiðabliks Smelltu hér til þess að sjá afmælisdagskránna Smelltu hér til þess að sjá Facebook viðburð fyrir afmælið   Ungmennafélagið Breiðablik var stofnað í Kópavogi þann 12. febrúar 1950.  Félagið fagnar því 70 ára afmæli um þessar mundir.  Félagsmenn ætla að fagna stórafmælinu með göngu um söguslóðir Breiðabliks sunnudaginn 16. […]

Breiðablik með þrjá flokka í bikarúrslitum Geysisbikarsins🏆

10. flokkur drengja, drengjaflokkur og unglingaflokkur eru allir komnir í úrslit bikarkeppni KKÍ og Geysis og munu flokkarnir þrír koma til með að keppa um bikarmeistaratitila í Laugardalshöll dagana 14.-16. febrúar. Unglingaflokkur mætti sameiginlegu liði Selfoss/Hamars/Hrunamanna í Smáranum sunnudaginn 26. janúar. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og sóttu sterkt á körfuna og hittu vel úr skotum […]

Körfuboltamót Breiðabliks

Körfuboltamót Breiðabliks fer fram í Smáranum 1. til 2. febrúar næstkomandi. Mótið er fyrir 1. -5. bekk. Strákar leika á laugardegi og stelpur á sunnudegi. 3 leikmenn inn á hjá 6-7 ára – Leiktími 1×10 mín. 4 leikmenn inn á hjá 8-10 ára – Leiktími 2×10 mín. Skráningafrestur rennur út þann 27. febrúar næstkomandi og […]

Búið er að draga í Jólahappdrætti Breiðabliks 2020

Föstudaginn 17. janúar 2020 klukkan 14:00 var dregið í Jólahappdrætti Breiðabliks hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að allt færi eftir settum reglum var það fulltrúi sýslumanns sem sá um útdráttinn og voru fulltrúar Breiðabliks á svæðinu.   Vinningsnúmerin má sjá á meðfylgjandi skjali: Jólahappdrætti Breiðabliks 2020 – Vinningsskjal   Við óskum vinningshöfum til hamingju […]

, , , , , , , , , , , ,

Vel mætt á Íþróttahátíð Breiðabliks 2019

Íþróttahátíð Breiðabliks var haldin í fyrsta skipti með núverandi sniði í gær, 9. janúar. Markmiðið með Íþróttahátíðinni er að gera árangur einstaklinga og hópa hjá þeim fjölmörgu deildum sem félagið starfrækir sýnilegri. Innan félagsins er verið að vinna frábært starf og er það því mikilvægt að líta yfir farin veg og fanga íþróttaafrekum ársins 2019. […]

Sigmar Ingi til UMSK

Sigmar Ingi Sigurðarson markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks mun láta af störfum hjá félaginu núna um áramótin. Sigmari Inga eru þökkuð góð störf fyrir félagið en hann mun áfram sinna þjálfun hjá knattspyrnudeild félagsins. Sigmar Ingi hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá UMSK og mun hann hefja störf þar strax á nýju ári. Þar mun hann […]

Áramótabrenna Kópavogs 2019

Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður í ár haldin á efra bílastæði sunnan við Fífuna. Kveikt verður í brenunni klukkan 20:30 og hefst flugeldasýning Hjálparsveit skáta í Kópavogi klukkan 21:30. Ásgeir Páll sér um að halda uppi fjörinu með söng og hljóðfæraleik. Nú sem fyrr er í gangi samstarf með Breiðabliki og HSSK þar sem Breiðablik […]

Flugeldaávísanir HSSK og Breiðabliks fáanlegar í Smáranum

Nú sem fyrr er í gangi samstarf með Breiðabliki og HSSK þar sem Breiðablik selur Flugeldaávísanir og þannig getur fólk stutt við gott starf Hjálparsveitar skáta og íþróttastarfið hjá Breiðablik. Hægt er að fá flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans. Hvaða deild viltu styrkja? Hægt er að tiltaka hvaða deild viðkomandi vill styrkja og fær þá sú […]