fbpx

Símamótið 2025 verður haldið dagana 10. – 13.júlí.

Símamótið var fyrst haldið 1985 og verður þetta því 41. mótið í röðinni.

Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og í fyrsta skipti 2021 var Litla Símamótið haldið fyrir 8.flokk.

Keppendur eru um 3.000 og er þetta stærsta knattspyrnumótið á landinu. Allir leikir í mótinu fara fram á völlum á félagssvæði Breiðabliks.