fbpx

Blikaklúbburinn

Blikaklúbburinn

Blikaklúbburinn var stofnaður haustið 1993. Tilgangur hans er að styðja við bakið á meistaraflokki karla og kvenna meðal annars með því að standa fyrir öflugu stuðningsliði.

Félagsmenn í klúbbnum fá aðgangskort á alla heimaleiki meistaraflokka félagsins í Bestu deildinni. Félagsmönnum er boðið að taka þátt í uppákomum fyrir leiki og þiggja veitingar í leikhléi. Blikaklúbburinn stendur fyrir hópferðum á þá útileiki sem eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Blikaklúbburinn er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að styðja við áhugamál barna sinna og mæta á völlinn til að hvetja áfram Breiðablik og eiga saman góða fjölskyldustund í góðra vina hópi.

Stjórn Blikaklúbbsins árið 2022-2023 skipa:

Örn Örlygsson formaður – orlygsson@gmail.com Sími: 860-8397
Jón Jóhann Þórðarson gjaldkeri – jonjohann@pipar-tbwa.is sími. 822-7624
Helga Katrín Jónsdóttir varaformaður

Aðrir í stjórn:
Andrés Pétursson (Andres.Petursson@Rannis.is)
Anna Björk Lindberg
Hafsteinn Ómar Gestsson

Varastjórn:
Máni Sveinn Þorsteinsson
Bjartur Rúnarsson

Til að gerast félagi skal smellt á einhvern af valkostunum í listanum hér fyrir neðan og ætti það að taka þig í örugga og einfalda greiðslugátt.

Einnig má hafa samband við gjaldkera Blikaklúbbsins til að gerast félagi – Jón Jóhann Þórðarson – jonjohann@pipar-tbwa.is / gsm. 822-7624 eða með því að senda póst á blikaklubbur@gmail.com

Við sendum fréttabréf reglulega með upplýsingum um það sem er á gerast hjá deildinni. Ef þú ert með tölvupóst getur þú fengið þessar upplýsingar sendar á rafrænu formi eða fengið aðgang að Facebook síðu Blikaklúbbsins.

Hikið ekki við að hafa samband við stjórnarmenn klúbbsins ef þú hafið einhverjar spurningar eða uppástungur varðandi starfsemina.

Stjórn Blikaklúbbsins

<<<Verðskrá er í uppfærslu>>>

Heiti Árskort 27 ára og eldri* Árskort 16-26 ára* Stuðnings Bliki Afreks Bliki
Mánaðarleg greiðsla x x
Árskort á Kópavogsvöll fyrir einn (1) x
UngBlika árskort á Kópavogsvöll (1) x
Árskort á Kópavogsvöll fyrir einn x
Aðgangur að glersal x
Upphæð á ári 25.990kr 11.990kr 95.000 kr.

(1) – Greiða þarf upp fyrir fyrsta heimaleik í Bestu Deildinni.

Árskort fyrir 16-26 ára (UngBlikar) á heimaleiki Breiðabliks. Gildir fyrir 1 á alla heimaleiki Breiðabliks í Bestu Deildinni bæði í karla- og kvennaflokki.

Árskort fyrir 27 ára og eldri á heimaleiki Breiðabliks. Gildir fyrir 1 á alla heimaleiki Breiðabliks í Bestu Deildinni, bæði í karla- og kvennaflokki.

Afreksbliki. Félagskort fyrir einn á heimaleiki bæði í karla- og kvennaflokki. Aðgangur fyrir einn að glersal með veitingum fyrir leik og í hálfleik í Bestu deild karla.

*Árskortin eru einungis fáanleg hér, í gegnum Stubbur app.

Mikilvægt er að velja “Breiðablik – Fótbolti” sem “Mitt lið” undir “Stillingum” í hægra horninu(punktarnir þrír).

Sjá mynd: