fbpx

Félagssvæði

Æfingaaðstaða Kraftlyftingadeildar Breiðabliks, „Camelot”, er staðsett  í syðri enda stúkunnar við Kópavogsvöll.

Þeir félagar kraftlyftingadeildarinnar sem og annarra deilda Breiðabliks og aðrir skráðir félagsmenn í kraftlyftingafélögum sem eru aðildarfélög Kraftlyftingasambands Íslands og þar með ÍSÍ og þegar við á UMFÍ, hafa æfingaleyfi til æfinga í Camelot.

Það ber að virða þær reglur sem gilda um framgöngu, umgengni og frágang kraftlyftingaæfingasalar og annarrar aðstöðu þ.m.t. frágangur kraftlyftingastangna, lóða og annarra kraftþjálfunartækja sem og sérstaklega reglna um hreinlæti og þrif.

Stjórn Kraftlyftingadeildar áskilur sér rétt til að setja frekari reglur um framgöngu, umgengni, frágang, þrif o.fl. varðandi Camelot.