Blikaklúbburinn

Blikaklúbburinn

Blikaklúbburinn var stofnaður haustið 1993. Tilgangur hans er að styðja við bakið á meistaraflokki karla og kvenna meðal annars með því að standa fyrir öflugu stuðningsliði.

Félagsmenn í klúbbnum fá aðgangskort á alla heimaleiki meistaraflokka félagsins í Pepsí deildinni. Félagsmönnum er boðið að taka þátt í uppákomum fyrir leiki og þiggja veitingar í leikhléi. Blikaklúbburinn stendur fyrir hópferðum á þá útileiki sem eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Blikaklúbburinn er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að styðja við áhugamál barna sinna og mæta á völlinn til að hvetja áfram Breiðablik og eiga saman góða fjölskyldustund í góðra vina hópi.

Stjórn Blikaklúbbsins árið 2018-2019 skipa:

Hafsteinn Ómar Gestsson formaður – omar@errea.is  Sími: 861-8711
Jón Jóhann Þórðarson gjaldkeri – jonjohann@absmedia.is sími. 822-7624

Aðrir í stjórn:

Andrés Pétursson (andres.petursson@rannis.is)
Aron Óskarsson (aron@gluggaroggler.is)
Hlynur Magnússon hlynurm@vodafone.is
Örn Örlygsson (orlygsson@gmail.com)

Til að gerast félagi má velja þann valkost í listanum sem hugnast best með því að smella á kostinn og klára málið í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Einnig má hafa samband við gjaldkera Blikaklúbbsins til að gerast félagi – Jón Jóhann Þórðarson – jonjohann@absmedia.is / gsm. 822-7624 eða með því að senda póst á blikaklubbur@gmail.com

Við sendum fréttabréf reglulega með upplýsingum um það sem er á gerast hjá deildinni. Ef þú ert með tölvupóst getur þú fengið þessar upplýsingar sendar á rafrænu formi.

Hikið ekki við að hafa samband við stjórnarmenn klúbbsins ef þú hafið einhverjar spurningar eða uppástungur varðandi starfsemina.

Stjórn Blikaklúbbsins 2018-2019.

Veldu þá upphæð og fríðindi sem þér hentar og við flytjum þig yfir á örugga greiðslugátt Borgunar þar sem þú skráir þig í Blikaklúbbinn

Heiti Heimaleikjakort             #1 Heimaleikjakort             #2    Bliki 1    Bliki 2 Hjarta         Bliki
Mánaðarleg greiðsla            x             x 2.700 kr 4.500 kr 10.000 kr
Félagskort fyrir einn      x
Félagskort fyrir tvo      x
Félagskort fyrir 3      x
Afslættir og tilboð*(2)      x      x      x
Stöðufundur með þjálfara fyrir leik      x      x      x
Frátekið sæti í stúku*(3)      x
Kaffiveitingar í hálfleik      x      x      x
Veitingar fyrir leik*(4)      x
Miði á Vorhátíð Breiðabliks (vor)      x      x      x
Miði á uppskeruhátíð Breiðabliks (haust)      x      x      x
Miði á Herra/kvennakvöld Breiðabliks (vetur)      x
Miði á Skötuveislu Breiðabliks (vetur)      x
Miðar á Bikarleiki      x
Inngöngutilboð 2018*(1)      x      x      x
Eingreiðsla (þ.e. öll upphæðin bókuð í einu)*(5)      x      x
Upphæð á ári 18.000 25.000 32.400 54.000 120.000
*(1) – Hamborgarakort (5 stk ) (Hamborgari og drykkur) eða Breiðablikstreyja
*(2) – 5-50% afsláttur af alls kyns vörum og þjónustu – sjá nánar  http://www.islandskortid.is/afslattur/afslaettir
*(3) – Aðeins á heimaleikjum
*(4) – Hamborgari/Snittur/Pizzur og drykkur
*(5) – Greiða þarf upp fyrir fyrsta leik í Pepsídeild.