fbpx

Blikaklúbburinn

Blikaklúbburinn

Blikaklúbburinn var stofnaður haustið 1993. Tilgangur hans er að styðja við bakið á meistaraflokki karla og kvenna meðal annars með því að standa fyrir öflugu stuðningsliði.

Félagsmenn í klúbbnum fá aðgangskort á alla heimaleiki meistaraflokka félagsins í Pepsí Max deildinni. Félagsmönnum er boðið að taka þátt í uppákomum fyrir leiki og þiggja veitingar í leikhléi. Blikaklúbburinn stendur fyrir hópferðum á þá útileiki sem eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Blikaklúbburinn er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að styðja við áhugamál barna sinna og mæta á völlinn til að hvetja áfram Breiðablik og eiga saman góða fjölskyldustund í góðra vina hópi.

Stjórn Blikaklúbbsins árið 2020-2021 skipa:

Örn Örlygsson formaður – orlygsson@gmail.com Sími: 860-8397
Jón Jóhann Þórðarson gjaldkeri – jonjohann@pipar-tbwa.is sími. 822-7624

Aðrir í stjórn:
Andrés Pétursson (Andres.Petursson@Rannis.is)
Hlynur Magnússon hlynurm@vodafone.is
Hilmar Jökull Stefánsson
Ragna Einarsdóttir
Sandra Sif Magnúsdóttir

Til að gerast félagi má velja þann valkost í listanum sem hugnast best með því að smella á kostinn og klára málið í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Einnig má hafa samband við gjaldkera Blikaklúbbsins til að gerast félagi – Jón Jóhann Þórðarson – jonjohann@pipar-tbwa.is / gsm. 822-7624 eða með því að senda póst á blikaklubbur@gmail.com

Við sendum fréttabréf reglulega með upplýsingum um það sem er á gerast hjá deildinni. Ef þú ert með tölvupóst getur þú fengið þessar upplýsingar sendar á rafrænu formi eða fengið aðgang að Facbook síðu Blikaklúbbsins.

Hikið ekki við að hafa samband við stjórnarmenn klúbbsins ef þú hafið einhverjar spurningar eða uppástungur varðandi starfsemina.

Stjórn Blikaklúbbsins

Veldu þá upphæð og fríðindi sem þér hentar og við flytjum þig yfir á örugga greiðslugátt Borgunar þar sem þú skráir þig í Blikaklúbbinn

Heiti Árskort 26 ára og eldri Árskort 16-25 ára Stuðningsbliki 1 Stuðningsbliki 2 Afreks Bliki
Mánaðarleg greiðsla x x 2.225kr 3.725kr 8.325kr
Árskort á Kópavogsvöll fyrir einn (1) x
UngBlika árskort á Kópavogsvöll (1) x
Árskort á Kópavogsvöll fyrir einn x
Árskort á Kópavogsvöll fyrir tvo x x
Kaffiveitingar í hálfleik fyrir einn x
Kaffiveitingar í hálfleik fyrir tvo x x
Frátekið sæti í stúku x
50% afsl af 7x hamborgaratilboð x
50% afsl af 15x hamborgaratilboð x
Afsláttur í Grænu stofuna x x x
Aðgangur að glersal x
Upphæð á ári 16.490kr 8.250kr 26.700kr 44.700kr 99.900kr

*(1) – Greiða þarf upp fyrir fyrsta heimaleik í Pepsimax deild.

Árskort fyrir 16-25 ára (UngBlikar) á heimaleiki Breiðabliks. Gildir fyrir 1 á alla heimaleiki Breiðabliks í Pepsimaxdeildinni bæði í karla- og kvennaflokki.

Árskort fyrir 26 ára og eldri á heimaleiki Breiðabliks. Gildir fyrir 1 á alla heimaleiki Breiðabliks í Pepsimaxdeildinni bæði í karla- og kvennaflokki.

Stuðningsbliki 1. Félagskort fyrir einn á heimaleiki bæði í karla- og kvennaflokki. 50% afsláttur af 7x hamborgaratilboði, kaffiveitingar í hálfleik og afsláttur í Grænu stofunni.

Stuðningsbliki 2. Félagskort fyrir tvo á heimaleiki bæði í karla- og kvennaflokki. 50% afsláttur af 15x hamborgaratilboði, kaffiveitingar í hálfleik og afsláttur í Grænu stofunni.

Afreks Bliki. Félagskort fyrir tvo á heimaleiki bæði í karla- og kvennaflokki. Aðgangur að glersal bæði fyrir leik og í hálfleik með veitingum. 15% afsláttur í Grænu stofunni. Frátekið sæti í stúku.