fbpx

Æfingatafla

Skákdeild Breiðabliks býður upp á öfluga skákþjálfun og er í samstarfi við Skákskóla Íslands.

Allar æfingar fara fram í hinum glæsilega Glersal á Kópavogsvelli.

Æfingataflan tekur gildi 5. september 2022.

Afreksæfing (Hópurinn verður valinn af þjálfurum og getur tekið breytingum yfir tímabilið)
Miðvikudaga 17:30-19:00
Þjálfari: Helgi Ólafsson

Framhaldsflokkur (Iðkandi þarf að vera með elóstig)
Þriðjudaga kl 17:30-19:00
Fimmtudaga kl 17:30-19:00
Föstudaga kl 17:00-18:30 (Vignir Vatnar)
Þjálfari: Björn Ívar Karlsson

4. bekkur og eldri
Þriðjudaga 16:00-17:30
Fimmtudaga 16:00-17:30
Föstudaga 17:00-18:30 Glersalur (Vignir Vatnar)
Þjálfari: Björn Ívar Karlsson

1. – 3. bekkur
Mánudaga 15:30-16:30
Miðvikudaga 15:30-16:30
Föstudaga 15:30-16:30
Þjálfari: Lenka Ptácníková

Stúlknaæfingar í samstarfi við Skákskóla Íslands
Mánudaga 17:30-19:00
Þjálfari: Jóhanna Björg

Kvöldæfing fyrir eldri
Mánudaga 19:30-21:00
Þjálfari: Vignir Vatnar


Almennt:

Best er að iðkandi sé í þeim flokki sem hentar hans færni, en það er samt alveg leyfilegt að mæta í aðra æfingatíma ef það hentar t.d. betur í stundaskrána.

Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa mikinn áhuga og vilja æfa skák oft í viku til að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

Hver iðkandi velur sér eins margar æfingar í viku og henta honum. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir.

Iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mætt í eitt skipti til að prófa án æfingagjalds.

Æfingar standa yfir frá september 2022 og út maí 2023.

Skákdeild áskilur sér rétt til að gera breytingar á æfingatöflu.