fbpx

Æfingatafla – Skák

Skákdeild Breiðabliks býður upp á öfluga skákþjálfun og er í samstarfi við Skákskóla Íslands.

Allar æfingar fara fram í hinum glæsilega Glersal á Kópavogsvelli.

Æfingataflan tekur gildi 5. september 2023 en getur tekið breytingum.

1. – 3. bekkur
Mánudaga 16:30-17:30
Laugardaga 10:00-11:00 (Gunnar Erik & Þorsteinn Jakob)
Þjálfari: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Stúlknaæfingar í samstarfi við Skákskóla Íslands
Mánudaga 17:30-19:00
Þjálfari: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

4. bekkur og eldri
Þriðjudaga 16:00-17:30
Fimmtudaga 16:00-17:30
Föstudaga 17:00-18:30 Glersalur (Gunnar Erik & Þorsteinn Jakob)
Þjálfari: Björn Ívar Karlsson

Framhaldsflokkur (Iðkandi þarf að vera með elóstig)
Þriðjudaga kl 17:30-19:00
Fimmtudaga kl 17:30-19:00
Föstudaga kl 17:00-18:30 (Gunnar Erik & Þorsteinn Jakob)
Þjálfari: Björn Ívar Karlsson

8. bekkur og eldri (æfingar hefjast 16. sept)
Laugardaga 11:15-12:45
Þjálfari: Benedikt Briem

Afreksæfing (Hópurinn verður valinn af þjálfurum og getur tekið breytingum yfir tímabilið)
Miðvikudaga 17:30-19:00
Þjálfari: Vignir Vatnar Stefánsson

U25 (æfingar hefjast 9. okt)
Mánudaga 19:00-20:45
Þjálfari: Hilmir Freyr Heimisson

Almennt:

Best er að iðkandi sé í þeim flokki sem hentar hans færni, en það er samt alveg leyfilegt að mæta í aðra æfingatíma ef það hentar t.d. betur í stundaskrána.

Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa mikinn áhuga og vilja æfa skák oft í viku til að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

Hver iðkandi velur sér eins margar æfingar í viku og henta honum. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir.

Iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mætt og prófað nokkur skipti án æfingagjalds.

Æfingar standa yfir frá september 2023 og út maí 2024.

Skákdeild áskilur sér rétt til að gera breytingar á æfingatöflu.