fbpx

Æfingatafla – Rafíþróttir

Haustönn 2023 – skráning er hafin!

Æfingar hefjast 11. september og standa í 14 vikur

Smelltu hér til að skrá iðkanda í rafíþróttir


Mix yngri (7-9 ára)
Mánudagar 14:30 – 16:00 / Miðvikudagar 14:30 – 16:00

Mix eldri (10+ ára)
Mánudagar 16:00 – 17:30 / Miðvikudagar 16:00 – 17:30

Mix er hópur sem er EKKI spilað og æft í einum leik eins og í hinum hópunum.

Þá geta krakkarnir valið sér leik til að spila í á hverri æfingu.

Mix hópur leggur áherslu á að krakkarnir kynnist hver öðrum og spila í hópum. Hérna er minni fræðsla og lærdómur.

Fortnite yngri (7-10 ára)
Miðvikudagar 14:30 – 16:00 / Föstudagar 14:30 – 16:00

Fortnite eldri (11+ ára)
Miðvikudagar 16:00 – 17:30 / Föstudagar 16:00 – 17:30

Stelpuhópur
Mánudagar 14:30 – 16:00 / Föstudagar 14:30 – 16:00

Rocket League
Mánudagar 16:00 – 17:30 / Föstudagar 16:00 – 17:30

Overwatch
Mánudagar 17:30 – 19:00 / Föstudagar 17:30 – 19:00

Valorant
Mánudagar 17:30 – 19:00 / Miðvikudagar 17:30 – 19:00

CS:GO
Miðvikudagar 17:30 – 19:00 / Föstudagar 17:30 – 19:00

Rafíþróttadeild Breiðabliks vill gefa börnum og unglingum í Kópavogi kost á markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum þegar kemur að tölvuleikjum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og að hjálpa iðkenndum að ná hámarksárangri. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir iðkendur við fyrsta flokks aðstæður.

Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á iðkendur.

Við biðjum forsjáraðila að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forsjáraðila og við skráningu er forsjáraðili að samþykkja að iðkandinn spili þá leiki sem eru í boði með ákveðnum foreldraeftirlits stillingum.

Æft er 2x í víku, 1,5 klst í senn. 20 iðkendur í hóp. 

Kennslustundir verða 90 mínútna langar og iðkendur eru um 20 talsins í hverjum hóp. Æfingar byrja á 20 mínútna fræðslu og upphitun sem felst í að liðka, teygja, tryggja góða líkamstöðu og koma í veg fyrir álagsmeiðsl. Síðan er spilað í 50 til 60 mínútur sem er gott viðmið þegar kemur að skjátíma.  

Rafíþróttadeild Breiðablik áskilur sér rétt til að breyta æfingatímum eða fella niður námskeið náist ekki lágmarks iðkendafjöldi.