fbpx

Félagssvæði

Yfir vetrartímann fara flestar æfingar og leikir fram í Fífunni og á gervigrasvellinum(Fífuvöllur) þar fyrir utan ásamt gervigrasvellinum í Fagralundi.

Á sumrin þegar grassvæðin eru tilbúin fara æfingar og leikir einnig fram á grassvæðinu í Smáranum(Blikavöllur), á Smárahvamssvelli og á tveimur samliggjandi grasvöllum í Fagralundi(Miðjugras og Fagri Austur).

Meistaraflokkar félagsins æfa alfarið á Kópavogsvelli allan ársins hring ásamt örfáum æfingum og leikjum hjá öðrum yngri flokkum.