Æfingaaðstaða kraflyftingadeildar Breiðabliks, sem kölluð er „Camelot“, er staðsett í Íþróttahúsinu Digranesi í Skálaheiði 2. Þar hafa félagsmenn deildarinnar leyfi til æfinga ásamt öðrum íþróttamönnum innan ÍSÍ með sérstöku leyfi frá stjórn kraftlyftingadeildar.
Aðstaðan er vel útbúin búnaði fyrir kraftlyftingaþjálfun með fjölda löglegra keppniskraftlyftingastanga-, lóða og rekka ásamt öðrum sérhæfðari æfingatækjum.
Þar ber að virða þær reglur sem gilda um framgöngu, umgengni og frágang kraflyftingaæfingasalar og annarrar aðstöðu. Þá er m.a. átt við frágang kraftlyftingastanga, lóða og annarra æfingatækja sem og almenna reglna um hreinlæti og þrif.
Stjórn Kraftlyftingadeildar áskilur sér rétt til að setja frekari reglur um framgöngu, umgengni, frágang, þrif o.fl. varðandi „Camelot“.