fbpx

Garpasund 2024-2025

Garpasund Breiðabliks fyrir 18 ára og eldri

Skráning er hafin fyrir veturinn 2024-2025

Smellið hér til að skrá ykkur

Upplýisngar um garpasund
Garpasund eru skipulagðar sundæfingar fyrir fullorðið fólk 18 ára og eldri. Fjölbreyttar æfingar með öllum helstu sundaðferðum. Í görpum sameinast fjölbreyttur hópur fólks með mismunandi áherslur en í grunninn er þetta félagsskapur sem æfir sér til heilsubótar og fyrir þátttöku í hinum ýmsu áskorunum. 
Garpar í Breiðablik eru virkir í þátttöku á garpamótum hér heima og erlendis. Breiðablik heldur árlega Þorláksmessusundið, sem er 1.500 m sund í Sundlaug Kópavogs og garpamót í febrúar. 
Íslandsmót garpa er svo haldið árlega í byrjun maí og Sunddeild Breiðabliks er ríkjandi liðameistari og stefna að sjálfsögðu á titil í vor.
Yfir sumartímann hafa svo garparnir stundað sjósund og tekið þátt í allskyns ævintýrum í vötnum og hafi.
Frekari upplýsingar er hægt að fá á netfangi sund@breidablik.is eða garpasund@gmail.com

Garpahópar

Boðið er upp á nokkra mismunandi hópa í garpasundi bæði með og án árskorts í kópavogslaugarnar báðar.

Garpahópur kvöld Kópavogslaug

Verð:
  • án árskorti 65.000 kr.
  • með árskorti 85.000 kr.
Æfingartímar (3 æfingar í viku)
  • Mánudögum 19:30 – 20:30
  • Miðvikudögum 19:30 – 20:30
  • Laugardögum 11:00 – 12:00
Þjálfari: Hákon Jónsson

Garpahópur morgnana Kópavogslaug (þessi hópur hefst miðvikudaginn 6. nóvember)

Verð:
  • án árskorti 60.000 kr.
  • með árskorti 80.000 kr.
Æfingartímar (3 æfingar í viku)
  • Miðvikudögum 6:40 – 7:40
  • Föstudögum 6:40 – 7:40
  • Laugardögum 11:00 – 12:00
Þjálfari: Riccardo Masiero og Hákon Jónsson

Garpahópur morgnana og kvöldin Kópavogslaug (morgunæfingar hefst miðvikudaginn 6. nóvember)

Verð:
  • án árskorti 85.000 kr.
  • með árskorti 95.000 kr.
Æfingartímar (5 æfingar í viku)
  • Mánudögum 19:30 – 20:30
  • Miðvikudögum 6:40 – 7:40
  • Miðvikudögum 19:30 – 20:30
  • Föstudögum 6:40 – 7:40
  • Laugardögum 11:00 – 12:00
Þjálfari: Riccardo Masiero og Hákon Jónsson