Breiðabliksormur
1950-1998
1950 |
Félagið stofnað |
Þann 12. febrúar var haldinn stofnfundur Ungmennafélagsins Breiðabliks í barnaskóla Kópavogshrepps og var Grímur Norðdalh kosinn formaður félagsins.[1] | |
1950 | UMSK | Samþykkt var að ganga í Ungmennasamband Kjalarnessþing 20 júní.[2] | |
1950 | Félagsstarf | Að ósk Framfarafélagsins tilnefndi Breiðablik þrjá menn í nefnd sem skyldi starfa með nefnd frá Framfarafélaginu að undirbúningi byggingu félagsheimilis.[3] | |
1950 | Frjálsar | 17. september fór fyrsta íþróttamót félagsins fram. Alls var keppt í níu greinum frjálsra íþrótta og voru keppendur 25. Keppnin var haldin á svæði sem áhugasamir höfðu rutt fyrir neðan Kópavogsbraut. Keppni í hlaupagreinum fóru þó fram á túninu við Kópavogsbúið. Stighæsti maður var Ingi Guðmundsson.[4] | |
1951 | Formaður | Magnús Óskarsson var kosinn formaður á aðalfundi félagsins.[5] | |
1951 | Ferðafélagið | Farið í sögulega skemmtiferð til Þórsmerkur um miðbik ársins.[6] | |
1951 | Málfundafélagið | Ákveðið var að taka upp málfundastarfsemi innan félagsins.[7] | |
1951 | Íþróttaaðstaða | Breiðablik fékk til afnota svæði við Digranesskóla þar sem útbúin var 200 metra hringbraut og sandkassi. Þetta varð félaginu nokkur lyftistöng og voru æfingar fjölsóttar, “m. a. æfðu nokkrar stúlkur.”[8] | |
1951 | Fyrsta mótið | Fyrsta opinbera keppnin sem félagið sendi þátttakendur í var Héraðsmót U.M.S.K. Fulltrúar félagsins voru átta talsins og náðu þeir ágætum árangri til að mynda varð Ingvi Guðmundsson annar í kúluvarpi (12, 34), Samúel Guðmundsson annar í þrístökki (11,94), Þorsteinn Steingrímsson þriðji í 3000 m. hlaupi (10:48,0), Helga Jóhannsdóttir þriðja í 80 m hlaupi (11,7) og hástökki kvenna (1,13).[9] | |
1952 | Fomaður | Guðmundur Guðmundsson, einn af stofnendum félagsins, kosinn formaður.[10] | |
1952 | Íþróttaaðstaða | Félagið hóf viðræður við hreppstjórnina um gerð íþróttavallar í Kópavogi.[11] | |
1952 | Mót UMSK | Breiðablik sendi fjóra keppendur á Héraðsmót U.M.S.K. Þar eignaðist félagið sína fyrstu sigurvegara á héraðsmótum er Ingvi Guðmundsson varpaði kúlunni lengra en nokkur annar (12,82 m) og Þorsteinn Steingrímsson sigraði í stangarstökki (2,74 m). Samúel Guðmundsson varð í þriðja sæti í stangarstökki (2,68 m) og einnig í þrístökki (12,00 m).[12]
Um haustið hélt U.M.S.K. drengjamót og í því tóku þátt tveir Breiðabliksmenn; Ómar Zóphóníasson sem sigraði í kúluvarpi yngri flokki og Samúel Guðmundsson sem varð í öðru sæti í langstökki og í 100 m hlaupi eldri flokki.[13] |
|
1952 | Góður árangur | Ingvi Guðmundsson sigraði í kúluvarpi á drengjamóti Ármanns og lenti í öðru sæti í kúluvarpi á unglingamóti Íslands.[14] | |
1953 | Formaður | Gunnar Guðmundsson (seinna skólastjóri Kársnesskóla) kosinn formaður.[15]
Íþróttavöllur við Kópavogsbraut tekinn í notkun að hluta. Áhugi á frjálsum virðist dvína en er þeim mun meiri á knattspyrnu.[16] |
|
1953 | Íþróttaaðstaða | Íþróttavöllur við Kópavogsbraut tekinn í notkun að hluta.[17] | |
1953 | Íþróttaiðkun | Áhugi á frjálsum fór dvínandi en óx þeim mun meira á knattspyrnu.[18] Ekkert íþróttamót var haldið þettta árið og voru engar fastar æfingar. Á héraðsmóti U.M.S.K. áttu félagið aðeins tvo keppendur.[19] | |
1954 | Formaður | Sigurður Grétar Guðmundsson kosinn formaður og endurkjörinn ári síðar.[20] | |
1954 | Íþróttaaðstaða | Íþróttavöllurinn við Kópavogsbraut, Vallargerðisvöllur, tekinn í notkun.[21] | |
1954 | Geisli | Félagið gaf út eitt tölublað af fjölrituðu blaði sem nefndist Geisli og var því dreift um bæinn.[22] | |
1955 | 5 ára afmæli | Þann 12. febrúar hélt Breiðablik upp á fimm ára afmæli félagsins með hófi í Barnaskólanum. Í tilefni afmælisins var gefið út blað sem nefndist Breiðablik.[23] | |
1955 | Kappleikir og knattspyrna | Nokkrir kappleikir háðir við önnur félög og hópa, s.s vörubílstjóra.[24] Fyrsti þjálfarinn var ráðinn til félagsins en árangur ekki mikill.[25] | |
1956 | Formaður | Björgvin Guðmundsson kosinn formaður félagsins.[26] | |
1956 | Vallargerðisvöllur | Vallargerðisvölur var stækkaður.[27] | |
1956 | Knattspyrna | Fyrsti þjálfarinn ráðinn til félagsins???? Tveir flokkar voru við æfingar hjá félaginu.[28] ???????? | |
1957 | Deildaskipting | Gerðar voru róttækar breytingar á skipulagi félagsins og var tekin upp deildarskipting. Stofnaðar voru fjórar deildir: knattspyrnu-, handknattleiks-, frjálsíþrótta- og skák- og bridgedeild.”[29] [Heimildum ber ekki saman ???????] Um sumarið var komið á deildarskiptingu. Íþróttunum var skipt í þrjár deildir; frjálsíþrótta-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.[30] | |
1957 | Íþróttaiðkun | Áhugi á frjálsum íþróttum fór vaxandi ekki síst þar sem árangur íslenskra íþróttamanna var einkar góður um þessar mundir. [31] | |
1957 | Meistaraflokkur í Íslandsmót | Meistaraflokkur karla tók í fyrsta sinn þátt í 2. deildar keppninni. Karl Guðmundsson hafði verið ráðinn þjálfari beggja flokka félagsins og voru miklar væntingar gerðar til hans.
Lið Aftureldar og Breiðabliks voru sameinuð til að taka þátt í knattspyrnumóti á Þingvöllum sem var í sambandi við landsmót U.M.F.Í. Karl Guðmundsson þjálfaði þetta sameinaða lið sem hafnaði í öðru sæti mótinu.[32] |
|
1957 | Skipulögð handknattleiks iðkun | Hörður Ingólfsson hóf að kenna handknattleik við skólann sem átti að koma í stað leikfimi, þar eð ekkert leikfimishús var til í bænum. Æfingar héldu áfram um sumarið og þá á vegum Breiðabliks en það einungis stúlkur sem stunduðu íþróttina.[33] | |
1958 | Yngri flokkur keppir á Íslandsmóti | Þriðji flokkur félagsins tók þátt í Íslandsmóti og var það í fyrsta sinn sem yngri flokkur tók þátt í móti. Hermann Hermannsson ráðinn þjálfari knattspyrnumanna félagsins.[34] | |
1958 | Ferðafélagið | Tveir flokkar félagsins fóru í eftirminnilega ferð til Vestmannaeyja.[35] | |
1958 | Kvenna knattspyrna | Hópur ungra stúlkna stunduðu knattspyrnuæfingar af kappi undir leiðsögn Harðar Ingólfssonar íþróttakennara.[36] | |
1958 | Bridge | Fyrsta keppnin innan félagsins háð en í hennu tóku fjórar sveitir þátt. Sveit Ármanns Lárussonar sigraði.[37] | |
1958 | Skák | Félagið sigraði í skákkeppni U.M.S.K.[38] | |
1958 | Frjálsar | Ráðinn var frjálsíþróttaþjálfari í fyrsta skipti.[39] Hörður Ingólffson, íþróttakennari, tók verkið að sér. Haldnar voru skipulagðar æfingar strax um vorið.[40] | |
1958 | Ólafs styttan | Félagið tók þátt í Héraðsmóti U.M.S.K. en fyrirkomulagi mótsins var búið að breyta í stigakeppni milli félaga og keppt var um styttu sem Ólafur Thors hafði gefið sambandinu. Keppt var í þremur flokkum, karla-, kvenna-, og drengjaflokki og fór svo að Breiðablik sigraði glæsilega, hlaut 162 stig, U.M.F. Drengur hlaut 70 stig og Afturelding 39 stig. Arthúr Ólafsson átti mesta afrek keppninar en hann setti sambandsmet í kúluvarpi, 14,03 m.
Um haustið tóku fjórir Breiðabliksmenn þátt í fjögurra héraða keppninni svonefndri á Akureyri.[41] |
|
1958 | Drengjameistari Íslands | Arthúr Ólafsson keppti á drengjameistaramóti Íslands og sigraði í kúluvarpi, (15,17 m.). Hann keppti einnig á unglingameistaramóti Íslands og varð þar annar í kúluvarpi og kringlukasti og þriðji í spjótkasti.[42] | |
1959 | Keppnisferðalag í handknattleik | Handbolta stúlkur félagsins fóru í keppnisferðalag norður yfir heiðar og kepptu við lið á Húsavík og Akureyri, en þær höfðu einnig keppt við Reykjavíkurliðin. Liðið hafði þó enn ekki tekið þátt í opinberu móti.[43] | |
1959 | Bridge | Breiðablik tók í fyrsta sinn þátt í bridgemóti U.M.S.K.[44] | |
1959 | Skák | Félagið sigrar í skákkeppni U.M.S.K.[45] | |
1959 | Ólafsstyttan unnin í annað sinn | Breiðablik sigrar aftur á Héraðsmóti U.M.S.K. og vinnuar Ólafsstyttuna í annað sinn.
Stighæstu keppendurnir voru allir úr Breiðablik. Í karlaflokki urðu stighæstir Unnar Jónsson og Arthúr Ólafsson, en í kvennaflokki Kristín Harðardóttir og í drengjaflokki Ásgeir Þorvaldsson. Besta afrek keppninnar var kringlukast Þorsteins Alfreðssonar 45,61 m sem var nýtt sambandsmet.[46] Breiðabliksmenn sendi átta menn á fjögurra héraða mótið sem haldið var á Leirvogstungubökkum.[47] |
|
1959 | Meistaramót Íslands | Kristín Harðardóttir sigraði í langstökki kvenna (4,60 m) á Meistaramóti Íslands með nokkrum yfirburðum. Kvennasveit félagsins í 4×100 m boðhlaupi varð einnig Íslandsmeistarar. Hana skipuðu Ester Bergmann, Svava Magnúsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Kristín Harðardóttir.[48]
Arhúr Ólafsson sigraði í kúluvarpi á Unlingameistaramótinu (13,19 m.).[49] |
|
1959 | Meistaramót Breiðabliks | Í september fór fram meistaramót félagsins og voru keppendur 27 talsins.[50] | |
1959 | Einstakt afrek | Kristín Harðardóttir það afrek að vinna allar fimm kvennagreinarnar.[51] | |
Veturinn 1959-1960 | Skák | Félagið tók þátt í skákmóti sem haldið var milli ungmenna- og íþróttafélaga Gullbringu- og Kjósarsýslu og lenti í öðru sæti.[52] | |
1960 | Ólafsstyttan | Ólafsstyttan unnin í þriðja sinn og til eignar þegar Breiðablik varð stigahæst á Héraðsmóti U.M.S.K.[53] | |
1960 | Handknattleikur kvenna | Handknattleiksæfingar stúlkna héldu áfram að kappi þótt ekki væri tekið þátt í neinu móti. Frímann Gunnlaugsson tók við þjálfuninni og ákveðið var að stefna á Íslandsmót.[54] | |
1960 | Bridge | Breiðablik vann bridgekeppni U.M.S.K.[55] | |
1961 | Keppnisbúningar | Saumaðir voru æfingarbúningar fyrir félagsmenn, sem notaðir voru í fyrsta sinn að Laugum og vöktu talsverða athygli.[56] | |
1961 | Skák | Breiðablik sá um hið árlega skákmót milli félaga í Gullbringu- og Kjósarsýslu sem Ólafur Thors hafði gefið bikar til. Mótið var haldið í Félagsheimili Kópavogs og urðu Breiðabliksmenn að gera sér annað sætið að góðu þó meðal keppenda væru Friðrik Ólafsson og Jón Böðvarsson.
Tveir flokkar; karlaflokkur og drengjaflokkur tóku þátt í sveitakeppni U.M.S.K. og sigruðu báðar sveitirnar.[57] |
|
1961 | Firmakeppni bridgedeildar | Firmakeppni bridgedeildar fór fram í fyrsta sinn og tóku 48 fyrirtæki þátt í mótinu. Sparisjóður Kópavogs sigraði og hlaut 313 stig. Stigahæsti spilarinn var Björgvin Guðmundsson.
Annað sætið var hlutskipti bridge-spilara í árlegri keppni U.M.S.K.[58] |
|
1961 | Sorg og sigrar í knattspyrnu | M.fl. og 4. flokkur tóku þátt í Íslandsmótinu og gekk hvorugum vel. Strax í fyrstu umferð Bikarkeppni K.S.Í. var meistaraflokkur sleginn úr keppni. Betur gekk þó flokknum í keppni U.M.S.K. og vann félagið titilinn “Besta knattspyrnufélag U.M.S.K.”[59] | |
1961 | Á Íslandsmót í handknattleik | “Stuttu eftir að Frímann Gunnlaugsson byrjaði þjálfun hjá U.B.K. í byrjun janúar 1961 hófst Íslandsmótið innanhúss í handknattleik og sendi hann 2. flokk kvenna í mótið, var það fyrsta handknattleiksmótið sem U.B.K. tók þátt í.”[60] Árangurinn var ágætur til að mynda unnu þær Val með 10 mörkum gegn 1.
Ísinn var brotinn og fleiri sigrar fylgdu í kjölfarið, t.d. á Landsmóti U.M.F.Í. að Laugum fljótlega þar á eftir hófst Íslandsmótið í handknattleik utanhúss þar sem liðið hafnaði í 3. sæti.[61] En sex lið tóku þátt í mótinu.[62] |
|
1961 | Bæjarkeppni í handknattleik | Komið var af stað bæjarkeppni milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Í keppninni tóku þátt mfl. og 2.fl. kvenna en leikið var bæði innanhúss og utanhúss. Keppninni lauk með sigri Breiðabliks.[63] | |
1961 | Ferðalag | Knattspyrnu- og handknattleiksdeild fóru í keppnisferðalag til Sauðárkróks.[64] | |
1961 | Hanknattleiksiðkun dafnar | Haustið 1961 hófust æfingar í svo til öllum flokkum karla og kvenna og þjálfaði Frímann Gunnlaugsson keppnisfólkið.[65] | |
1961 | Glíma | “Það var í marz 1961, að Breiðablik eignaðist sinn fyrsta Íslandsmeistara í íþróttum, það var fyrsta landsflokkaglíman sem þeir bræður Ármann og Heimir Lárussynir kepptu fyrir Breiðablik, Ármann sigraði í 1. flokki en Heimir varð þriðji. Þetta var upphafið að glímusögu Breiðabliks …”[66]
“Í fyrsta skiftið í sögu félagsins áttum við keppendur á glímumótum er þeir bræður Ármann Lárusson og Kristján H. Lárusson hófu keppni fyrir hönd U.B.K.” Meðal annars tóku þeir þátt í Íslandsglímunni um Grettisbeltið og vann Ármann J. Lárusson og Kristján H. Lárusson varð í öðru sæti. Í Landsflokkaglímunni vann Ármann sigur í 1. flokki en Kristján hlaut 3. sætið. Ármann sigraði í glímu á Landsmóti U.M.F.Í. að Laugum. “Tók hann einnig þátt í utanferð U.M.F.Í. til Veile og sýndi þar glímu. Er það í fyrsta sinn að maður úr U.B.K. fer utan.”[67] |
|
1961 | Bæjarkeppni í frjálsum | Háð bæjarkeppni við Akurnesinga upp á Skaga í karla- og kvennagreinum. Kópavogsbúar unnu eftir jafna keppni.[68]
“Þá var efnt til bæjarkeppni við Akurnesinga í september … Svo fóru leikar að liðin skildu jöfn …”[69] |
|
1961 | Frjálsar | Breiðablik átti 8 keppendur á landsmóti U.M.F.Í. að Laugum í S.- Þingeyjarsýslu. Besta árangur Breiðabliksmanna áttu Kristín Harðardóttir en hún lenti í þriðja sæti í langstökki og Þorsteinn Alfreðsson sem varð annar í kringlukasti.[70]
Bæjarkeppnin við “Félagið átti einn keppenda, Þorstein Alfreðsson í utanför U.M.F.Í. til Vejle í Danmörku og sigraði hann í kringlukasti með 42.88.”[71]Hafnarfjörð var haldinn í þriðja skiptið og vann Hafnarfjörður og þar með þann bikar sem keppt var um til eignar.[72] |
|
1961 | Upphefð | “Félagið átti einn keppenda, Þorstein Alfreðsson í utanför U.M.F.Í. til Vejle í Danmörku og sigraði hann í kringlukasti með 42.88.”[73] | |
1961 | Ólafsstyttan | “Héraðsmót U.M.S.K. var haldið í Kópavogi 26. og 27. ágúst. Að þessu sinni voru allir keppendur frá U.B.K. og vannst því Ólafsstyttan auðveldlega í þetta skiftið.”[74] | |
1961 | Víðavangshlaup Kópavogs og Drengjahlaup Breiðabliks | Víðavangshlaup Kópavogs var háð “sumardaginn fyrsta og Drengjahlaupinu (víðavangshlaup) er hleypt af stokkunum fyrsta sunnudag í sumri.” Þessi hlaup urðu að árlegum viðburði.[75]
“Víðavangshlaup var háð á sumardaginn fyrsta hér í Kópavogi. Keppendur voru aðeins tveir og vann Daði Jónsson bikar þann er um var keppt í annað sinn. Komið var á Drengjahlaupi U.B.K. og keppt fyrsta sunnudag í sumri 3. apríl. Keppendur voru 9 og vegalengdin 1150 mtr. Fyrstur að marki var Guðmundur Þórðarson á 3.50,2 mín.”[76] |
|
1962 | Íslandsmeistarar í handknattleik | Fimm flokkar tók þátt í Íslandsmóti innanhúss, tveir karla og þrír kvenna flokkar og stóðu þeir sig með prýði.
Árið 1962 var deildarskiptingu félagsins komið í fast form. Fyrsti formaður handknattleiksdeildar var kjörinn Björgvin Guðmundsson. Um sumarið sá handknattleiksdeildin um Íslandsmót utanhúss í m.fl. og 2. fl. kvenna. Meistaraflokkur hafnaði í 3. sæti en 2. flokkur varð Íslandsmeistari eftir tvíframlengdan úrslitaleik við Ármann (8-7)[77] |
|
1962-1964 | Frjálsar | Til að bæta árangur og áhuga á frjálsum íþróttum innan félagsins var ungverski þjálfarinn Symony Gabor fenginn til starfa.[78] | |
1964 | Bæjarkeppni í frjálsum við Vestmannaeyjar | Í fyrsta sinn háð bæjarkeppni við Vestmannaeyinga.[79] | |
1965 | Glíma | Um áramótin 1964/65 tók frjálsíþróttadeild Breiðabliks glímuna undir sinn verndarvæng og skipulagði æfingar fyrir iðkendur, en það voru þeir Ingvi Guðmundsson og Ármann Lárusson sem sáu um tilsögnina.[80] | |
1965 | Bikarglíma Breiðabliks | Bikarglíma Breiðabliks var haldin í fyrsta sinn 29. marz 1965. Samvinnutryggingar gáfu veglegan verðlaunabikar. Keppt var í þremur flokkum og tóku 20 keppendur þátt í glímunni. Ármann Lárusson sigraði í flokku fullorðinna og hlaut einnig verðlaun fyrir fögur glímubrögð. Breiðablik sendi 17 keppendur á landsflokkagímuna sama vor og stóðu þeir sig með ágætum, hlutu meistaratitil í 1. fl., og verðlaun í flestum öðrum flokkum.
Um vorið var svo háð drengjaglíma U.B.K. og efnt til glímusýningar um sumarið vegna 10 ára afmælis Kópavogskaupstaðar.[81] |
|
1965 | Víðavangshlaup | “Á sumardaginn fyrsta sendi Breiðablik í fyrsta sinn keppendur í Víðavangshlaup ÍR …”[82] | |
1965 | Góður árangur á Landsmóti
ATH
|
“Á Laugarvatni kom frjálsíþróttafólk U.B.K. í fyrsta sinn mjög verulegavið sögu á landsmóti U.M.F.Í.
Fyrsti sigurvegari á Landsmóti frá U.B.K. varð Þórður Guðmundsson sem sigraði í 1500 m hlaupi mjög óvænt … Einnig sigraði sveit U.B.K. í 1000 m boðhlaupi á nýju landsmótsmeti …”[83] Í handknattleikskeppni kvenna sigruðu stúlkur úr félaginu. [84] |
|
1966 | Tímamóti | Breiðablik sendi í fyrsta skipti lið úr öllum flokkum til þátttöku í Íslandsmóti. 2. flokkur verður til. [85] | |
1966 | Fyrsti landsliðsmaðurinn | Um haustið var Þórður Guðmundsson valinn í landslið Íslands til að keppa í mílu hlaupi í keppni við Skota. Hann setti UMFÍ met í hlaupinu sem enn stendur.[86]
Seinna á árinu var Þórður valinn li landslið til að keppa á móti Skotum í 5000 m hlaupi. [87] |
|
1966 | Vinabæjarmót í Þrándheimi | Frjálsíþróttamenn úr Breiðablik kepptu á norrænu vinarbæjarmóti í Þrándheimi. Þetta var norrænt vinarbæjarmót sem haldið var í Þrándheimi.[88] | |
1966 | Íslandsmeistari | Þorsteinn Alfreðsson varð Íslandsmeistari í kringlukasti. [89] | |
1966 | Körfuknattleiksiðkun hefst | Um haustið hófu nokkrir félagar í Breiðabliki reglulegar æfingar í íþróttahúsi Kópavogsskóla í körfuknattleik.[90] | |
1967 | Sigur í 2. deild kvenna í handbolta | Meistaraflokkur kvenna sigraði í 2. deild með miklum yfirburðum. Þrjár stúlkur úr liðinu voru valdar til æfinga með landsliðinu.[91] | |
1967 | Knattspyrna | 3. flokkur karla vann sigur á Reykjanesmótinu.[92] | |
1967 | Utanlandsferð | Fyrsta utanlandsferð meistaraflokks karla sem farin var til bæjanna Larvik og Sandefjord í Noregi og Hjörring í Danmörku með viðkomu í London.[93] | |
1967 | Afrek | Kristín Jónsdóttir sigraði í 100 m hlaupi (13.3 sek) á Íslandsmeistaramótinu og jafnaði mótsmetið. Kristín sigraði einnig í 200 m hlaupi (27.1 sek) og jafnaði Íslandsmetið í greininni.[94] | |
1967 | Nýtt merki | Breiðablik eignaðist nýtt félagsmerki en höfundur þess var Ingvi H. Magnússon. | |
1967 | Afreksmaður | Ármann J. Lárusson glímukóngur Íslands. | |
1967 | Í fysta sinn á Íslandsmóti í körfuknattleik | Breiðablik tók í fyrsta sinn þátt í Íslandsmóti og varð liðið í þriðja sæti í fimm liða riðli.[95] Körfuknattleiksmenn tóku einnig þátt í landsmótinu að Eiðum ???[96] | |
1968 | Íslandsmeistari innanhúss | Þórður Guðmundsson varð Íslandsmeistari innanhúss í 600 m og 1000 m hlaupum.[97] | |
1968? | Skólamót í knattspyrnu | Komið var á árlegum skólamótum í knattspyrnu að undirlægi Valdimars Valdimarssonar. | |
1968 | Sunddeild stofnuð | Þann 8. október 1968 var stofnuð sunddeild innan Breiðabliks. Undirbúningur hófst 15. maí og störfuðu sundmenn í fyrstu undir verndarvæng aðalstjórnar áður en deildin var formlega stofnuð.[98] | |
1968 | Körfuknattleiksdeild stofnuð | Þann 27. október var haldinn stofnfundur körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. | |
1968 | Handknattleikur | Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 2. sæti á Landsmóti U.M.F.Í.[99] | |
1968 | Íslandsmeistarar í frjálsum | jÁrangur frjálsíþróttamanna félagsins var góður á Íslandsmeistaramótinu og eignaðist félagið nokkra meistara. Kristín Jónsdóttir hélt áfram sigurgöngu í 100 m og 200 m hlaupi auk þess að sigra í langstökki.[100] Karl Stefánsson stökk manna lengst í þrístökki og Þórður Guðmundsson var fremstur í flokki í 10000 m hlaupi.[101]
“Á landsmótinu að Eiðum sigruðu félagar úr U.B.K. alls í 7 greinum og á því móti var Kristín Jónsdóttir stighæst í kvennagreinum og Þórður Guðmundsson í karlagreinum. Ína Þorsteinsdóttir vann bezta afrekið í kvennaflokki og Karl Stefánsson í karlaflokki.”[102] Þórður Guðmundsson varði titil sinn í 1500 m hlaupi.[103] “Lið U.M.S.K. var annað í röðinni í stigakeppni frjálsíþrótta en liðið var að mestu skipað félögum úr U.B.K.”[104] |
|
1969 | Góður árangur | Tíu manna flokkur tók þátt í Víðavangshlaupi ÍR og sigraði í öllum sveitakeppnunum.[105] | |
1969 | Handknattleikur á uppleið | Eftir smá deifð undanfarin ár tók áhugi á handknattleik að lifna við að nýju einkum meðal pilta. Sjö flokkar tóku þátt í Íslandsmóti, meistara-, 2. og 3. flokkar karla og kvenna, auk 4. flokks karla.[106] | |
1969 | Fyrsti sigurvegari Breiðabliks í Víðavangshlaupi ÍR | Sveitir Breiðabliks sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR í annað sinn og Þórður Guðmundsson varð fyrstur U.B.K. manna til að sigra í hlaupinu.[107] | |
1969 | Afreksmaður | Þórður Guðmundsson vann marga sigra í langhlaupum. Þetta árið varð hann Íslandsmeistari í 600 m og 1000 m hlaupum innanhúss og setti met í 600 m hlaupi.[108]
Arndís Björnsdóttir, sem var þar önnur í spjótkasti setti síðar um sumarið Íslandsmet í spjótkasti. Þrjár stúlkur úr U.B.K., þær Björg Kristjánsdóttir, |
|
1969 | Frjálsíþróttamenn í fremstu röð | Frjálsíþróttalið félagsins var í mikilli sókn á þessum árum. Kristín Jónsdóttir var nánast ósigrandi í 100 og 200 m halupum og kom því ekki á óvart að hún varð Íslandsmeistari í greinunum. Henni hlotnaðist sá heiður að vera valin til þátttöku fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti í Aþenu.
Karl Stefánsson var einn sterkasti þrístökkvari landsins og varð Íslandsmeistari í greininni. Trausti Sveinbjörnsson fór að fordæmi félaga síns og sigraði á Íslandsmótinu í 400 m grindarhlaupi en þeir félagar voru valdi í landslið Íslands sem tók þátt í landskeppni við Norðurlöndin í Álaborg. Arndís Björnsdóttir var einn albesti spjótkastari og setti Íslandsmet á árinu. Kristín Jónsdóttir, Björg Kristjánsdóttir og Björk Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir voru í sveit U.M.S.K. sem setti Íslandsmet í 4×100 m boðhlaupi.[109] |
|
1969 | Þátttaka í öllum flokkum í knattspyrnu | Send voru í fyrsta sinn keppnislið í alla flokka á Íslandsmótsi. Yngsti flokkurinn, 5. flokkur, spilaði úrslitaleik við Vestamannaeyjar en beið lægri hlut.[110]
Meistaraflokkur spilaði til úrslita um sæti í 1. deild en tapaði fyrir Akureyringum.[111] |
|
1969 | Dramatík á Akureyri | Meistaraflokkur karla lék til úrslita við ÍBA um sæti í efstu deild. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli og var spilaður annar leikur sem fram fór á Akureyri. Eftir jafnan en harðan leik skoruðu heimamenn umdeilt sigurmark og hrepptu því sætið góða. Breiðabliksmenn þurftu enn að bíða þess að spila meðal þeirra bestu. | |
1969 | Sunddeild á réttri braut | Sundfólk félagsins sigraði sundmót í fyrsta sinn er það vann sundmóti U.M.S.K. sem haldið var í Varmárlaug í Mosfellssveit.
Sunddeildin tók einnig þátt í Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var á Siglufirði 13.-14. sept.[112] |
|
1970 |
Íþróttaaðstaða |
Fræðsluráð fellur frá fyrri ákvörðun um að banna knattspyrnu í nýju íþróttahúsi Kársnesskóla. | |
1970 | Afmælishátíð | Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins var haldin hátíð 14. og 15. febrúar. Af þessu tilefni var haldið kaffisamsæti, gefið út afmælisrit og staðið fyrir kappleikjum. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu spilaði afmælisleik við Íslandsmeistara Keflavíkur, sem lauk með sigri Breiðabliks 3:2.
Haldinn var áfengislaus afmælisfagnaður í Félagsheimili Kópavogs og sóttu samkomuna um 90 manns. Sérstakur verðlaunapeningur var gerður í tilefni afmælisins og voru 20 félagsmenn heiðraðir fyrir starf í þágu félagsins.[113] |
|
1970 | Tímamót | Sumarið 1970 rann upp langþráð stund hjá Blikum þegar meistaraflokkur karla sigraði í 2. deild og myndi spila meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.
Það skemmti ekki fyrir að sigur Breiðabliks í 2. deild var afgerandi og glæsilegur. Liðið hlaut 25 stig en tapaði aðeins þremur. Í 11 leikjum vannst sigur en þrisvar gerði liðið jafntefli en engu liði tókst að sigra hina kná leikmenn í græna búningnum. Markatalan var ekki síður glæsileg 36 sinnum tókst Blikum að koma leðurtuðrunni í netmöskva andstæðingsins sem tókst aðeins að svara sex sinnum. Í bikarkeppni KSÍ komst liðið í átta liða úrslit þar sem það tapaði fyrir KR 1-0. Þetta ár var í fyrsta skiptið spilað í einni deild í 2. deild og hætt að spila úrslitaleiki um sæti í efstu deild. Við þetta fjölgaði leikjum úr 6 í 14.[114] |
|
1970 | Fyrsti landsliðsmaður í knattspyrnu | Guðmundur Þórðarson var sá leikmaður bæði Blika og annara í 2. deild sem tókst oftast að koma knettinum inn fyrir marklínuna og skoraði XXX mörk. Knattleikni hans fór ekki fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi hann í lið sitt og var Guðmundur fyrsti Blikinn sem náði þeim árangri.[115] | |
1970 |
Frjálsar í framför |
Frjálsíþróttafólk félagsins lét ekki sitt eftir liggja og náði góðum árangri á árinu. Liðið þótti vera í mikilli framför og náði glæsilegum árangri á Meistaramóti Íslands og í Bikarkeppni FRÍ.[116] Félagar í deildinni hlutu 18 Íslandsmeistaratitla á árinu.[117] Trausti Sveinbjörnsson varð Íslandsmeistari innanhúss í langstökki án atrennu.
Breiðablik vann til eignar bikara í fimm og tíu manna sveitum í víðavangshlaupi ÍR. Í drengjahlaupi Ármanns unnu 3ja og 5 manna sveitir einnig sigur. Björg Kristjánsdóttir setti nýtt Íslandsmet telpna í langstökki og Kristín Jónsdóttir jafnaði eigið met í 100 m hlaupi á norrænu vinarbæjarmóti Kópavogs sem haldið var á Laugarvatni.[118] |
|
1970 | Félagsstarfsemi | Sala getraunaseðla hófst undir stjórn góðra manna.[119] | |
1970 | Fall í 2. deild | Send voru lið til keppni í öllum flokkum á Íslansmóti innanhúss. Handknattleiksdeildin varð fyrir miklu áfalli þegar meistaraflokkur kvenna féll úr efstu deild.[120] | |
1970 | Sunddeildin sígur á | Miklar æfingar sundfólksins tóku að skila sér á árinu 1970 og voru nokkrir líklegir til afreka á næstu árum. Steinunn Ferdinandsdóttir varð önnur í 50 m bringusundi telpna og Stefán Stefánsson þriðji í baksundi drengja á Unglingameistaramóti Íslands.[121] | |
1970 | Bæjarkeppnir í sundi | Breiðablik sigraði fyrir hönd Kópavogs í bæjarkeppnum við Hafnarfjörð (S.H.)[122] og Hveragerði. 18. nóvember með 78 stigum gegn 74.[123] | |
1971 | Sigur á Landsmóti | UMSK vann stigakeppni Landsmótsins sem haldið var á Sauðárkróki og var meginhluti keppenda úr Breiðablik. | |
1971 | Besta frjálsíþróttafélag Íslands | UMSK sigraði í Bikarkeppni FRÍ og voru allir keppendur sambandsins úr Breiðabliki, utan einn sem keppanda í einu boðhlaupi. Breiðablik hlaut því titilinn besta frjálsíþróttafélag Íslands 1971.[124] | |
1971 | Íslandsmet í frjálsum | Íslandsmetin fuku á árinu og settu Blikar 31 met á árinu.[125]
Frjálsíþróttaliðið var skipað valinkunnum íþróttamönnum eins og Trausta Sveinbjörnssyni, Karli West, Hafsteini Jóhannessyni, Böðvari Sigurjónssyni, Einari Óskarssyni og Karli Stefánssyni. Íþróttakonurnar voru ekki síðri en þar stóðu fremstar í flokki Hafdís Ingimarsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, Jensey Sigurðardóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Arndís Björnsdóttir. [126] Konur félagsins voru mjög sigursælar á Meistaramóti FRÍ utanhúss sem fór fram í Vestmannaeyjum. Stúlkurnar sigruðu í 4 greinum af 11 sem keppt var í auk fjölda af verðlaunum fyrir annað og þriðja sæti.[127] |
|
1971 | Einstakt afrek | Karl Stefánsson náði glæsilegum árangri í þrístökki, þegar hann stökk 15,16 m í keppninni Reykjavík-landið. Þetta var aðeins í annað sinn sem Íslandingur náði að stökkva yfir 15 m. [128] | |
1971 | Einstakt afrek | Hafdís Ingimarsdóttir setti Íslandsmet í langstökki er hún stökk 5,54 m og stökk fjórum sinnum á árinu lengra en gamla Íslandsmetið sem var 5,39 m. Afrek hennar var mikið ekki síst í ljósi þess að hún var aðeins 15 ára gömul. Árangurinn var með því besta sem gerðist í heiminum í hjá yngra frjálsíþrótta fólki.[129] | |
1971 | Glíma | Glímuæfingar voru stundaðar reglulega undir stjórn Lárusar Salómonsonar.[130] | |
1971 | Félagsaðstaða | Samningar stóðu yfir við bæjaryfirvöld um félagsaðstöðu fyrir Breiðablik í Félagsheimilinu á 1. og 2. hæð.
Félagar í Breiðablik voru taldir um 800.[131] |
|
1971 | 47 stig | Sundfólkið unga efldist með hverju árinu. Um 25-30 unglingar æfðu allt árið um kring 3-7 sinnum í viku og stundum þrisvar á dag. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Á Landsmótinu á Sauðárkróki fékk sundliðið 47 stig en það var 47 stigum meira en á landsmótinu þar á undan. Stefán Ó. Stefánsson sigraði í 100 m baksundi og 800 m sundi með frjálsri aðferð. María Einarsdóttir sigraði í 100 m bringusundi og setti einnig nýtt Landsmótsmet.
Á Unglingameistaramóti Íslands komu framfarir sundfólksins einnig berlega í ljós en liðið hafnaði í 5. sæti eftir harða keppni næstu sæti fyrir ofan. Liðið hlaut 67,5 stig en árinu áður hlaut það 19 stig.[132] |
|
1971 | Fyrsti Íslandsmeistari í sundi | Stefán Ó. Stefánsson varð fyrsti Íslandsmeistari félagsins í sundi þegar hann sigraði á Unglingameistaramóti Íslands í 100 m baksundi.[133] | |
1971 | Bæjarkeppni í sundi | Sigur vannst í bæjarkeppni við Hveragerði og einnig í keppni við Hafnarfjörð með 80 stigum gegn 61.[134] | |
1971 | Góður árangur meistaraflokks karla í knattpyrnu | Meistaraflokkur karla hélt sæti sínu í efstu deild og hlaut liðið 10 stig, skoraði 12 mörk en fékk á sig 31 í 14 leikjum. Þrátt fyrir hrakspár fjölmiðla var liðið aldrei í neðsta sæti yfir sumarið. Enginn leikmaður var bókaður af dómara fyrir brot á leikvelli í leikjum í efstu deild.
Glæstur árangur náðist í bikarkeppni KSÍ en liðið spilaði til úrslita við Víking en tapaði. Á leið sinni í úrslitaleikinn lagði liðið nýbakaða Íslandsmeistara ÍBK, Val og Fram. [135] |
|
1971 | Íþróttaaðstaða | Meistaraflokkur karla í knattspyrnu spilaði leiki sína í efstu deild á Melavellinum þar sem ekki var viðunandi keppnisvöllur í Kópavogi. | |
1971 | Bikar til eignar | Á árinu var í fyrsta sinn ráðinn sérstakur þjálfari fyrir 2. flokk yfir sumarið í stað þess að láta flokkinn æfa með meistaraflokki. Flokkurinn sigraði þriðja árið í röð á Reykjanesmótinu og vann þar með bikarinn til eignar.
Flokkurinn komst einnig í úrslit bikarkeppni 2.flokks og spilaði við FH.[136] |
|
1971 | Knattspyrna kvenna | Um haustið var tekin upp skipuleg þjálfun í kvennaknattspyrnu á vegum deildarinnar. Þjálfari var Guðmundur Þórðarsson. [137] | |
1971 | Vallargerðisvöllur | Sumarið 1970 voru gerðar endurbætur á íþróttavellinum við Vallargerði. Völlurinn var breikkaður og gerður að löglegum keppnisvelli. Áhorfendasvæði var hinsvegar það takmarkað að félagið fékk ekki að leika deildarleiki í efstu deild á vellinum og var leikið á Melavellinum í Reykjavík.
Völlurinn var girtur af[138] og flóðlýsing sett upp um haustið.[139] |
|
1971 | Glíma | Glímuæfingar voru haldnar þrisvar í viku og mættu að jafnaði 20-30 á æfingar, mest ungir strákar. Haldin var glímukeppni innan deildarinnar 5. maí.[140] | |
1971 | Handknattleikur | Æfingar fóru fram í Kársnesskóla en sökum fárra tíma og mikillar æfingasóknar var oft erfitt að koma öllum handknattleiksiðkendum fyrir í húsinu. Meistaraflokkur kvenna keppti um sæti í 1. deild við Völsung frá Húsavík en tapaði eftir framlengingu. Liðið fékk annað tækifæri er Völsungur hætti þáttöku. Breiðablikskonur léku tvo leiki við KR og sigruðu í þeirri viðureign. [141] | |
1972 | Gjöf | Lionsklúbbur Kópavogs gaf félaginu 200.000 kr. til að bæta lýsingu á Vallargerðisvelli. [142] | |
1972 | Félagsaðstaða | Breiðablik fékk sérherbergi á annari hæð í Félagsheimili Kópavogs fyrir félagsstarf. Ýmis félagasamtök höfðu einnig tekið við rekstri 1. og 2. hæðar hússins, þar á meðal bíóinu, sem talið var gefa mikla möguleika til félagsstarfs en áður. Um 900 félagsmenn voru í félaginu.[143] | |
1972 | Meistaraflokkur á uppleið | Meistaraflokkur karla náði góðum árangri í efstu deild á Íslandsmótinu utanhúss hlaut 13 stig og endaði í 5.-6. sæti. Í Bikarkeppni KSÍ tapaði liðið fyrir Haukum 0:1.[144] | |
1972 | Unglingastarf knattspyrnudeildar | Til að bæta unglingastarf félagsins var kosin unglinganefnd sem í voru Jón Ingi Ragnarsson, Valdimar Valdimarsson, Ásgeir Þorvaldsson og Hreinn Steindórsosn, en Guðmundur Jónsson og Jóhann Baldurs voru varamenn.[145] | |
1972 | Knattspyrna kvenna | Kvennaliðið tók þátt í tveimur innanhússmótum annars vegar Íslandsmótinu, þar sem liðið lenti í 2. sæti í sínum riðli, og hins vegar í móti UMSK þar sem liðið sigraði í keppni A og B liða við Stjörnuna.
Íslandsmót utanhúss var haldið í fyrsta sinn og vann Breiðablik Þrótt 1:0, tapaði fyrir Fram 1:2 og FH 0:1. [146] |
|
1972 | Frjálsíþróttir | Breiðablik eignaðist 13 Íslandsmeistara í frjálsum íþróttum. Breiðablik náði góðum árangri á Meistaramóti Íslands og urðu m.a. þrír félagsmenn Íslandsmeistarar: Hafsteinn Jóhannsson í hástökki, Karl Stefánsson í þrístökki og Arndís Björnsdóttir í spjótkasti. ATH einnig Íslandsmeistarar í 4×100 og 4×400 m boðhlaupi kvenna. vantar nöfnin. Auk Íslandsmeistara titla unnust fjöldi silfur og bronsverðlauna.
Lið UMSK varði í öðru sæti í Bikarkeppni FRÍ en liðið var eingöngu skipað félagsmönnum úr Breiðablik. Arndís Björnsdóttir setti Íslandsmet í spjótkasti 39.60m. Boðhlaupsveit kvenna í 4×400 m hlaupi tvíbætti eigið Íslandsmet.[147] |
|
1972 | Víðavangshlaup Kópavogs | Einar Óskarsson sigraði í Víðavangshlaupi Kópavogs sem haldið var 30. apríl, Ragnar Sigurjónsson varð annar og Markús Einarsson þriðji. [148] | |
1972 | Þátttaka í alþjóðlegumóti | Breiðabliksfólk keppti á alþjóðlegu móti sem var haldið á Laugardalsvellinum 13. júlí. Kristín Björnsdóttir sigraði í hástökki og í 100 m gr.hl. en Arndís Björnsdóttir sigraði í spjótkasti. [149] | |
1972 | Handknattleikur | Meistaraflokkur kvenna varð í 4. sæti efstu deildar bæði innan og utanhúss, en sex lið voru í deildinni. Í karlaflokkum þóttu veru margir efnilegir flokkar.[150] | |
1972 | Sund | Sundfólk tók þátt í 19 mótum á árinu og stóð sig með prýði og voru tveir Blikar voru valdir í aðallandsliðið og sex í ungligalandslið.
Breiðablik varð í 6. sæti Bikarkeppni SSÍ og hlaut 78,6 stig en árið áður hafði liðið endað í 7. sæti með 34,5 stig. Á Unglingameistaramóti Íslands varð liðið í 8. sæti með 17 stig, en árinu áður í 5. sæti með 67,5 stig. Ástæðan fyrir slakari árangri var sú að skipti höfðu orðið í flokknum og bestu sundmenn Blika voru yngri en keppinautanna. Sundfólk úr Breiðabliki endurgald heimsókn þýsks sundfólks frá árinu áður. Í Þýskalandi var dvalið í tvær vikur við æfingar, keppni og skemmtun.[151] |
|
1972 | Fyrsti Íslandsmetahafi í sundi | Steingrímur Davíðsson setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 m bringusundi sveina 12 ára og yngri. | |
1972 | Tímamót í bæjarkeppnum í sundi | Sigur vannst í bæjarkeppni við Hveragerði sem fram fór 25. nóvember. Breiðablik hlaut 82,5 stig á móti 71,5 stigum Hvergerðinga. Þar með vann félagið til eignar bikar þann er Stefán Stefánsson og kona hans (sem heitir??) gáfu til keppninnar. [152]
Þá var einnig keppt við Hafnarfjörð og var það í fjórða sinn sem keppnin fór fram. Breiðablik sigraði S.H. þriðja árið í röð og hlaut 79,5 stig gegn 74,5. Þar með vann félagið til eignar bikarinn sem BYKÓ gaf til keppninnar. [153] |
|
1972 | Glíma | Haldin glímukeppni fyrir pilta á aldrinum 11-15. Gísli Guðmundsson, Kristján Björnsson, Steinar Jónsson og Þórður Eiríksson tóku þátt í sveinaflokki Landsflokkaglímunnar. Glímuflokkur félagsins ásamt KR-ingum sýndi glímu í skemmtiferðaskipi. [154] | |
1972 | Körfuknattleikur | Félagið tók þátt í meistara- og 3.fl. karla og í 2. fl stúlkna. [155] | |
1972 | Stofnuð skíðadeild | Skíðadeild var stofnuð í Félagsheimili Kópavogs 14.12.1972.
Í fyrstu stjórn voru kosnir: Guðmundur Antonsson, formaður, Sigurjón Hallgrímsson, varaformaður, Guðlaugur Ómar Friðþjófsson, gjaldkeri, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, ritari og Benedikt Bjarnason, spjaldskrárritari. Varamenn voru kosnir Guðmundur Hafsteinsson, Sigríður Ásgerisdóttir og Haraldur Erlendsson. Ákveðið var að koma á reglulegum skíðaferðum á vegum félagsins og var fyrsta ferðin í Bláfjöll farin 30. desember.[156] |
|
1973 | Borðtennisdeild stofnuð | Ákveðið var að stofna borðtennisdeild innan félagsins í kjölfar mikilla vinsælda sem íþróttin náði árinu áður á Íslandi.
Stofnfundur deildarinnar var 16. janúar. Fyrstu stjórn deildarinnar skipuðu Dagði E. Jónsson, formaður, Pálmi Gíslason, varaformaður, Gunnar Hauksson, ritari. Einar Óskarsson, gjaldkeri. Rúnar Jónsson, spjaldskrárritari. Varamenn voru Guðmundur Þórðarson, Haukur Ingason og Kristján Björnsson. Borðtennismenn æfðu þrisvar í viku annars vegar í efri sal Félagsheimilis Kópavogs og hins vegar í Leikfimihúsi Kópavogsskóla. Aðstaðan var ekki góð í Félagsheimilinu borðtennisborðin voru borðplötur sem félagsmenn höfðu búið til en fullkomin keppnisborð voru í Kópavogsskóla. Jónas Haralz yngri var fenginn til að þjálfa félagsmenn. Áhuginn var mikill í upphafi og voru um 44 félagsmenn þegar mest var, 21 16 ára eða eldri og 23 yngri. Áhugi eldri meðlima borðtennisdeildarinnar hvarf þó skyndilega sem var talið orsakast af því að aðrar íþróttir, s.s. handknattleikur og knattspyrna hefðu haft meira aðdráttarafl. Yngri félagsmanna efldist við þetta og fjölgaði þeim á æfingum. Borðtennisdeildin tók þátt í tveimur UMSK mótum þar sem Kjartan Óskarsson (13 ára) komst í úrslit á öðru mótannna og Jónas Haralz á hinu. Um haustið ríkti upplausn og stjórnarkreppa í deildinni og virtist framtíð hennar í óvissu. Áhuginn var þó enn mikill og meiri aðsókn að æfingum en áður.[157] |
|
1973 | Blakdeild stofnuð | Blakdeild Breiðabliks var stofnuð 30. október. Ýmsir áhugahópar höfðu um nokkurt skeið stundað blak sér til heilsubótar en erfitt var að fá æfingaraðstöðu í leikfimihúsum bæjarins þar sem mikil ásók var í þau. Blakáhugamenn sáu sér því leik á borði og stofnuðu deild innan Breiðabliks.[158]
Fljótlega eftir stofnun deildarinnar tóku blakmenn þátt í móti og var árangur eftir því. [159] |
|
1973 | Glíma | Hörður M. Kristjánsson sigraði á Innanfélagsmóti Breiðabliks og Þórður H. Eiríksson sigraði í drengja- og sveinaflokki.
Æfingar voru þrisvar í viku. Glímuflokkur félagsins sýndi útlendingum glímu á Hótel Loftleiðum og tók þátt í hátíðarhöldum 17. júní á Rútstúni.[160] |
|
1973 | Skíðaferðir | Farið var reglulega í Bláfjöll hverja helgi ef veður leyfði og sáu Strætisvagnar Kópavogs um að koma fólki á áfangastað. Til að bæta aðstöðu skíðafólks var leigt hjólhýsi sem var komið fyrir í Bláfjöllum. Keypt var ný dráttarvél og smíðað á hana spil og annar útbúnaður svo hægt væri að hafa toglyftu á skíðasvæðinu.[161] | |
1973 | Sigrar og sorgir handknattleiksfólks | Meistaraflokkur kvenna sigraði á Gróttumótinu þar sem öll fyrstu deildar félög tóku þátt í. Liðið endaði í 6 og síðasta sæti í 1. deild og féll niður í 2. deild. Liðið keppti aukaleik við FH um sæti í 1. deild þegar ákveðið var að fjölga í deildinni en tapaði. [162]
Alda Helgadóttir var valin í landslið kvenna og var fyrirliði þess. [163] |
|
1973 | Fyrstu Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla | 5.fl karla varð fyrsti yngri flokkur Breiðabliks sem varð Íslandsmeistari. Flokkurinn tapaði ekki leik, hvorki æfingaleik né í keppni, og skoraði 163 mörk en fékk aðeins 11 á sig. | |
1973 | Fall í 2. deild | Meistaraflokkur karla stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar í keppni í efstu deild og féll liðið niður um deild. Liðið sigraði aðeins í einum leik gerði þrjú jafntefli en tapaði 10 leikjum og hlaut því 5 stig og markatöluna 23:45. | |
1973 | Bæjarkeppnir í knattspyrnu | Komið var á bæjarkeppni milli Kópavogs og Vestmannaeyja og var fyrsti leikurinn háður 15.mars á Vallargerðisvelli, en sökum eldgossins á Heimaey var ekki hægt að leika í Vestmannaeyjum. Einnig var komið á árlegri bæjarkeppni við Akranes í öllum flokkum. [164] | |
1973 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkur kvenna komst í undanúrslit Íslandsmótsins utanhúss en tapaði fyrir FH. [165] | |
1973 | Sundið í blóma | Starf sunddeildarinnar var með mesta móti og hafði líklega aldrei verið meira frá upphafi. Sundfólkið tók þátt í öllum meiriháttar mótum á árinu auk tveggja bæjarkeppna.
Steingrímur Davíðsson stóð sig afburðavel, en hann varð fjórfaldur Íslandsmeistari á Unglingameistaramóti Íslands og átti sjö Íslandsmet í unglinasundi. Daði Kristjánsson var tvöfaldur Íslandsmeistari á sama móti og átti þrjú Íslandsmet í unglinasundi. Árni Eyþórsson þótti einnig hafa tekið miklum framförum og var einn besti langsundsmaður deildarinnar. Hann var ásamt Bjarnfríði Vilhjálmsdóttur og Stefáni Stefánssyni valinn á landsliðsæfingar. Anna Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í bringusundi telpna 12 ára og yngri. Í Bikarkeppni SSÍ varð liðið í 7. sæti með 63 stig. Á Unglinameistaramóti Íslands varð liðið í 2. sæti og átti sex sigurvegara af 32 og að auki sex í öðru sæti. Samtals hlaut félagið 17 verðlaun. Sunddeildin tók þátt í ferð til Tampere í Finnlandi.[166] |
|
1973 | Kópavogshlaupið | Kópavogshlaupið var háði í fyrsta sinn og voru tveir veglegir bikarar í boði. Ágúst Ásgeirsson og Ragnhildur Pálsdóttir sigruðu (ATH BLIKAR?). | |
1973 | Kambabrúnshlaup | Sveit UMSK varði í öðru sæti í Kambabrúnshlaupinu, sem var 4×10 km sveitarhlaup. Í sveitinni voru Einar Óskarsson, Markús Einarsson, Gunnar Snorrason og Erlingur Þorsteinsson. | |
1973 | Drengjahlaup Ármanns | Sveit Breiðabliks báða verðlaunagripina sem keppt var um. Í sveitinni voru Einar Óskarsson, Markús Einarsson, Guðmundur Geirdal og bræðurnir Ragnar og Böðvar Sigurjónssynir. | |
1973 | Frjálsíþróttir | Frjálsíþróttadeildin tók þátt í öllum helstu mótum sumarsins og stóð sig með ágætum.
Á Þjóðhátíðarmótinu sem haldið var 16. og 17. júní sigraði Einar Óskarsson í 5000 m. hl. og Guðmundur Jóhannesson í stangarstökki. Konurnar áttu einnig sína sigurvegara á þessu móti. Kristín Björnsdóttir sigraði í hástökki og Arndís Björnsdóttir í spjótkasti. Auk þessara sigurvegara urðu margir í öðru og þriðja sæti. Í ágúst fóru sjö frjálsíþróttamenn til Finnlands til þátttöku í árlegu vinabæjarmóti. Þar sigraði Hafdís Ingimarsdóttir í langstökki, Gunnþórunn Geirsdóttir í kúluvarpi og Hafsteinn Jóhannesson í hástökki. Í Bikarkeppni FRÍ varð sveit UMSK í öðru sæti á eftir ÍR. [167] |
|
1973 | Breiðabliksdagur | 9. september var í fyrsta sinn haldinn Breiðabliksdagur, sem áformað var að yrði árlega. Keppt var samtímis á Vallargerðisvelli, Fífuhvammsvelli og í Sundlaug Kópavogs í fjölmörgum greinum og vakti dagurinn allmikla athygli. [168] | |
1973 | Körfuknattleikur | Meistaraflokkur karla ásamt 2. fl. karla og 2. fl. kvenna tóku þátt í Íslandsmóti. Stofnaður var flokkur í minnibolta, sem var ætlaður fyrir 7-12 ára börn, en aðeins var hægt að taka við 11-12 ára vegna húsnæðisskorts.[169]
Minniboltaflokkur komst í úrslit.[170] |
|
1974 | Félagsfáni | Aðalstjórn félagsins lét gera stóran og veglegan félagsfána, sem var fyrst borinn fyrir skrúðgöngunni sumardaginn fyrsta. Stjórnin lét einnig gera glös og könnur með merki félagsins sem voru seldar til fjáröflunar.
Breiðablik tók að sér að sjá um hátíðarhöld sumardaginn fyrsta, bæði inni og úti. Haft var samstarf við skóla bæjarins um skemmtiatriði.[171] |
|
1974 | Styrktarmannafélag | Stofnað var Styrktarfélag Breiðabliks, en forgöngu að stofnun þess höfðu knattspyrnuáhugamenn innan félagsins. Tilgangur félagsins var að styrkja og efla starf Breiðabliks, fyrst og fremst í knattspyrnu. Félagið slysatryggði meistaraflokk félagsins í knattspyrnu og þrjá frjálsíþróttamenn.
Formaður Styrktarfélagsins var Guðmundur Benediktsson, prentsmiðjustjóri.[172] |
|
1974 | Einstakt afrek | Þann 12. ágúst var unnið einstakt afrek í sögu félagsins og þótt víðar væri leitað þegar Breiðablik vann sigra í Íslandsmóti í knattspyrnu í 3., 4., og 5., flokki, allt sama daginn. [173] | |
1974 | Fystu Íslandsmeistarar í körfuknattleik | Breiðablik varð Íslandsmeistari í körfubolta drengja, minnibolta.[174] Starf deildarinnar fór vaxandi. Meistaraflokkur karla, 3. og 4. flokkur. æfðu hjá félaginu ásamt minnibolta og til skammstíma var kvennalið við æfingar.
Meistaraflokkur karla féll í 3. deild. Körfuknattleikslið Breiðabliks lék vígsluleik Íþróttahússins í Stykkishólmi. [175] |
|
1974 | Glíma | Hörður M. Kristjánsson sigrar í glímukeppni Breiðabliks. Glímusýning á 17. júní. | |
1974 | Sund | Tveir Íslandsmeistaratitlar.
Steingrímur Davíðsson stóð sig vel á árinu og varð þrefaldur Íslandsmeistari unglinga og þrefaldur Íslandsmeistari í karlaflokki. Hann varð annar í 100 m bringusundi og þriðji í 200 m bringusundi á Unlingameistaramóti Norðurlandanna. Ísland sendi tvo aðra keppendur á mótið auk Steingríms og var Blikinn Daði Kristjánsson annar þeirra. Daði varð einnig Íslandsmeistari unglinga í 200 m fjórsundi drengja. Í Bikarkeppni SSÍ varð Breiðablik í öðru sæti en í fjórða sæti á Unglingameistaramóti Íslands. Árni Eyþórsson var valinn í landslið Íslands. Bæjarkeppni við Hafnarfjörð var endurvakin. [176] |
|
1974 | Skíði | Gerður samningur við Teit Jónasson um ferðir í Bláfjöll. Traktorslyftan í fullri notkun. Alfreð Þórsson, skíðakennari, fenginn til að leiðbeina skíðafólki félagsins. Landsmóti skíðamanna haldið í Bláfjöllum. [177] | |
1974 | Handknattleikur | Meistaraflokkur kvenna sigraði í 2. deild, en þær unnu alla leiki sína.
Alda Helgadóttir var valin í landslið og Hörður Kristjánsson og Marteinn Árnason voru valdir í unglingalandslið.[178] |
|
1974 | Félagið | 83 einstaklingar innan félagsins hlutu Íslandsmeistaratitil á árinu. Auk þessa sigraði félagið á fjölmörgum öðrum mótum t.d á vegum UMSK og Reykjanesmótum. [179] | |
1974 | Nýr íþróttavöllur | Kópavogsvöllur tekinn í notkun. | |
1974 | Blak | Blakdeildin tók þátt í öllum mótum og eftir því sem þjálfun og aukin keppnisreynsla sagði til sín fór að ganga betur í þeim og óx liðið með hverjum leik. Í síðasta móti sem liðið tók þátt í á árinu, Vormóti BLÍ, hafnaði liðið í 4. sæti af 12.[180]
Árið 1974 var í fyrsta sinn myndað kvennalið innan deildarinnar.[181] Óskar Hallgrímsson var valinn í landslið Íslands sem keppti á Noðrulandameistaramótinu um haustið. [182] |
|
1974 | Skólakeppni | Frjálsíþróttadeildin gekkst fyrir keppni meðal skólanna í bænum. | |
1974 | Frjálsíþróttir | Breiðablik eignaðist átta Íslandsmeistara í frjálsum.
Lið UMSK, en meginuppistaða þess var frá Breiðablik, varð í 2. sæti í Bikarkeppni FRÍ. Karl West Frederiksen bætti árangur sinn í mörgum greinum á árinu, hlaut 6739 stig í bikarkeppni í tugþraut á Laugardalsvellinum, sem var nýtt héraðsmet. Auk þessa náði hann glæsilegum árangri í langs-, há- og stangarstökki. Karl og Hafsteinn Jóhannsson færðu Breiðablik bikarmeistaratitil í tugþraut. .Karl West, Hafsteinn Jóhannesson, Helgi Hauksson, Markús Einarsson, Arndís Björnsdóttir, Hafdís Ingimarsdóttir, Einar Óskarsson, Gunnar Snorrason, Guðmundur Jóhannesson voru valin í landslið Íslands.[183] |
|
1974 | Frjálsíþróttadeild | Kosnar þrjár nýjar nefndir. Fjáröflunarnefnd: Ingimar Sigurtryggvason, Trausti Sveinbjörnsson og Sveinn Jóhannsson. Unglinganefnd: Magnús Jakobsson, Hörður Ingólfsson og Guðmundur Geirdal. Mótanefnd: Karl Stefánsson, Guðmundur Jóhannesson og Unnar Jónsson.[184] | |
1974 | Góður árangur | Karl stökk 2,01 m í hástökki á vormóti ÍR sem var annar besti árangur Íslendings frá upphafi. | |
1974 | Knattspyrna | Meistaraflokki karla mistókst að endurheimta sæti sitt í efstu deild. Markatalan 34:18.
Yngri flokkar héldu merki félagins á lofti. 3. flokkur sigraði í þremur mótum og varð einnig Íslandsmeistari. 4. flokkur vann þrjú mót af fjórum þar af Íslandsmótið. 5. flokkur vann þau fjögur mót, þ.m.t. Íslandsmót, sem hann tók þátt í, tapaði raunar aðeins einum leik af þeim leikjum sem liðið spilaði. 5. flokkur Breiðabliks hafði ekki tapað leik í móti síðan sumarið 1972.[185] |
|
1974 | Bæjarkeppni í knattspyrnu | Meistaraflokkur karla sigraði Vestmannaeyinga 3:2 í bæjarkeppni. Kvennaliðið vann bæjarkeppni við
Akranes. |
|
1974 | Knattspyrna kvenna | Kvennaliðið vann innanhússmót UMSK og bikar til eignar. Liðið varð í 3. sæti á Íslandsmóti innanhúss. [186] | |
1975 | 25 ára afmæli | Í tilefni aldarfjórðungs afmælis félagsins var haldið kaffisamsæti í Félagsheimili Kópavogs 1. mars. 120 félagsmenn og boðsgestir. Frjálsíþróttafólk úr félaginu hljóp með logandi kyndil um bæinn og tendruðu annan kyndil við Vallargerðisvöll. Á vellinum fór fram bæjarkeppni milli Kópavogs og Vestmannaeyja sem lauk með jafntefli.
Íþróttahátíð var haldin í íþróttahúsinu í Garðahreppi. Keppt var í blaki, handbolta, innanhúsfótbolta, hástökki, sýnd glíma o.fl. Í tilefni afmælisins var gefið út veglegt blað, bikurum stillt út í glugga Borgarbúðarinar við Urðarbraut, en það var stærsi útstillingargluggi bæjarins. [187] |
|
1975 | Íþróttavöllur Kópavogs | Tekinn í notkunn ??? ath 1974 eða 1975
Kópavogsvöllur gerbreytti allri þjálfunar- og keppnisaðstöðu knattspyrnu- frjálsíþróttafólks, t.d. var langstökks- og þrístökksaðstaða talin ein sú besta á landinu.[188] Fyrsta mótið sem haldið var á vellinum var vinabæjarmót Kópavogs. [189] |
|
1975 | Blakdeild | Starfsemi deildarinnar var komin í fastar skorður og var góður kjarni karla og kvenna sem stundaði blak að staðaldri.
Meistaraflokkur karla komst í úrslit B-móts BLÍ og keppti við UMSE og sigraði í þremur hrinum gegn einni. Breiðablik keppti við UMF-Biskupstungna um sæti í 1. deild en tapaði öllum þremur hrinunum. Mikil fjölgun varð meðal kvenna í blakinu. 2.flokkur karla sigraði á fjögurra liða hraðmóti BLÍ.[190] |
|
1975 | Karfa | Meistaraflokkur karla vann sæti í 2. deild.
Flokkurinn fór sögufræga ferð til Akureyrar þar sem hann var veðurteptur í tæpa viku. [191] |
|
1975 | Frjálsar | Á Íslandsmóti innanhúss varð Karl West Íslandsmeistari í hástökki, Helgi Hauksson í þrístökki og Hafdís Ingimarsdóttir í langstökki.
Breiðabliksfólk sigraði í öllum greinum á meistaramóti UMSK. Á Meistaramóti Íslands urðu þrír einstaklingar Íslandsmeistarar. Þetta voru þær Arndís Björnsdóttir, sem sigraði í spjótkasti, og Hafdís Ingimarsdóttir, sem sigraði í langstökki, og Hafsteinn Jóhannesson, sem sigraði í 400m grindarhlaupi. Breiðablik sigraði á Meistaramóti Suðurlands. Í Bikarkeppni FRÍ varð lið UMSK í 2. sæti. Breiðablik sótti um að keppa undir eigin nafni fyrir hönd UMSK en var hafnað af FRÍ þrátt fyrir samþykkti UMSK. Hafsteinn Jóhannesson og Karl West voru valdir í landslið. Haldið var vinabæjarmót á Kópavogsvelli.[192] |
|
1975 | Landsmót | Lið UMSK sigraði á Landsmótinu á Akranesi en frjálsíþróttaliðið var nær eingöngu skipað Breiðabliksfólki. | |
1975 | Glíma | Áhugi fór minnkandi og dróg úr æfingasókn. Forsvarsmenn glímudeildarinnar töldu að það væri fyrst og fremst vegna þess að glíma væri ekki kennd í skólum. | |
1975 | Sund | Þjálfaraskortur hrjáði deildina og tvísýnt um framtíð hennar. Þremur vikum fyrir Landsmót kom Stefán Stefánsson deildinni til bjargar og tók að sér þjálfun sundfólksins. Árangurinn var betri en bjartsýnustu menn þorfðu að vona og hlaut liðið 81. stig og endaði í 3. sæti sundkeppninnar.
Breiðablik lenti einnig í 3. sæti á Unglingameistaramóti Íslands. [193] |
|
1975 | Knattspyrna | ATH VANTAR HEIMILD
Meistaraflokkur vann sæti í efstu deild á ný. [194] |
|
1975 | Handbolti | ATH VANTAR HEIMILD
Meistaraflokkur kvenna varð í 5. sæti.[195] |
|
1976 | Skíði | Keypt var skíðalyfta en ekki reyndist unnt að nota hana sökum óhagsstæðrar veðráttu. Einnig var keyptur skíðaskáli í samvinnu við bæjarstjórn Kópavogs.[196] | |
1976 | Glíma | Áfram hélt að draga úr æfingasókn. [197] | |
1976 | Blak | Ungt og reynslulítið kvennalið deildarinnar lenti í neðsta sæti á Ísalndsmótinu.
Meistaraflokkur karla sigraði í sínum riðli 2. deildar en lenti í síðasta sæti í úrslitakeppni 2. deildar. Unglingalið deildarinnar sigraði í öllum mótum sem það tók þátt í. Boðið var upp á “frúarblak” sem var mjög vinsælt.[198] |
|
1976 | Körfubolti | Meistarflokkur vann sig upp í 1. deild og hafði þar með klifrað úr 3. deild í 1. deild á tveimur árum, sem var einsdæmi í sögu körfuknattleiks á Íslandi.[199] ATH fá staðfest??? | |
1976 | Sund | Mikið uppbyggingarstarf fór fram innan sunddeildarinnar undir stjórn þjálfaranna Steingríms Davíðssonar og Ásgeirs Sigurvaldssonar. Sundfólk tók þátt í öllum mótum og vann m.a. rétt til þátttöku í Bikarkeppni SSÍ.
Keppt var við Klakksvík í Færeyjum.[200] |
|
1976 | Félagið | Breiðablik fékk til yfirráða herbergi á 2. hæð Félagsheimilis Kópavogs. [201] | |
1976 | Hátíðarhöld | Bæjarstjórn Kópavogs fól félaginu að annast undirbúning og sjá um framkvæmd hátíðarhalda vegna 17. júní. [202] | |
1976 | Knattspyrna | Þrátt fyrir að ekki ynnust jafn margir bikarar og árið áður var árangur knattspyrnufólks mjög góður. Nær allir flokkar voru í baráttu um efstu sæti.
Meistaraflokkur karla spilaði á ný í efstu deild og stóð sig með prýði. Hann endaði keppnistímabilið í 4.-5. sæti og spilaði auk þess til úrslita við Val um bikarmeistaratitil KSÍ. Jafntefli varð í fyrri leiknum en Valur sigraði í aukaleik. Í þeim leik háði það liðinu að þetta var fimmti leikurinn á 11 dögum. 4. flokki og 2. flokki karla tókst það sem meistaraflokknum mistókst og urðu báðir flokkar bikarmeistarar. Sá fyrrnefndi varð raunar einnig Íslandsmeistari og var það þriðja árið í röð sem liðið sigraði í keppninni og fjórði Íslandsmeistaratitill margra í flokknum. ATH þjálfaði Guðmundur Þórðarson liðið í öll skiptin?? Tekin var upp sú nýbreyttni að hafa ákveðinn aðila umsjónarmann með hverjum flokki. [203] |
|
1976 | Íslandsmeistara í kvennaflokki | Meistaraflokkur kvenna varð Íslandsmeistari innanhúss. Liðið varð í öðru sæti á Íslandsmóti utanhúss.
Framfarirnar voru miklar og var talið að glæstir tímar væru framundan.[204] |
|
1976
ath er þetta 1975 |
Handknattleikur | Átta flokkar tóku þátt í Íslandsmóti og öðrum mótum. Íþróttahús Kársnesskóla var lokað í á þriðja mánuð sem olli handknattleiksiðkendum miklum erfðileikum og kom niður á frammistöðu þeirra.
Meistaraflokkur karla, sem hafði misst marga leikmenn, féll úr annari deild í þá þriðju, en meistaraflokkur kvenna náði 6.-7. sæti í 1. deild.[205] Framtíð handknattleiks hjá félaginu virtist í uppnámi. Margir félagsmenn höfðu yfirgefið félagið, einkum meistaraflokk og erfiðlega hafði gengið að fá þjálfara. Stjórn deildarinnar kvartaði yfir agaleysi í yngri flokkum. Þegar við bættist skortur á viðunandi æfinga- og keppnisaðstöðu og rekstrarerfiðleikar virtist útlitið ekki glælegt.[206] |
|
1976??? | Handknattleikur | Meistaraflokkur kvenna féll úr 1. deild.
Mjög ungir leikmenn skipuðu meistaraflokk karla sem endaði í 5. sæti af 7 í A-riðli 3. deildar. Uppistaða flokksins var 2. fl. auk 3-4 eldri leikmanna. Flokkurinn þótti mjög efnilegur og var mikils vænst af þessum leikmönnum í framtíðinni. 1. flokkur var í fyrsta sinn hjá félaginu. Íþróttahúsið í Kársnesi var lokað um þriggja mánaða skeið og hafði handknattleiksdeildin því aðeins einn tíma á viku undir miðnætti í íþróttahúsi í Garðabæ. 1. fl. kvenna varð Íslandsmeistari strax fyrsta árið sem flokkurinn var starfræktur.[207] |
|
1976 | Bikarmeistarar | Í handknattleik varð 2. flokkur karla bikarmeistari | |
1976 | Frjálsíþróttir | Frjálsíþróttafólk Breiðabliks vann níu Íslandsmeistaratittla.[208]
Thelma Björnsdóttir setti fjögur Íslandsmet í telpnaflokki, í 800m og 3000m hlaupi og tvíbætti metið í 1500 m hlaupi. Íris E. Jónsdóttir setti þrjú Íslandsmet í hástökki í stelpna- og telpnaflokki. Í landslið voru valdir: Hafsteinn Jóhannesson, Ágúst Gunnarsson, Arndís Björnsdóttir og Thelma Björnsdóttir.[209] ATH ekkert sagt frá mótunum. |
|
1976 | Íþróttamaður Kópavogs | Sigurður Grétarsson knattspyrnumaður. [210] | |
1977 | Glíma | Glíman átti erfitt uppdráttar í Kópavogi eins og um land allt. Engar glímuæfingar voru hjá deildinni og erfiðlega gekk að fá þjálfara. Vangaveltur voru um hvort leggja ætti deildina niður. [211] | |
1977 | Skíði | Starf deildarinar gekk vel og áhugi og þátttaka skíðafólks var mikill. Skíðadeildin hélt uppi reglulegum ferðum upp í Bláfjöll þar sem deildin rak skíðaskála og tvær skíðalyftur. Skíðakennsla var á skíðasvæðinu. Skíðaskálinn var vel nýttur og var ráðgert að leggja rafmagn í skálann, sem var sá eini á Bláfjallasvæðinu sem var rafmagnslaus.
Skólar í Hafnarfirði og Kópavogi fengu aðstöðu á svæði deildarinnar. [212] |
|
1977 | Sund | Sundfólkið vann sæti í 1. deild Bikarkeppni SSÍ með sigri í 2. deild.
Farið var í ferðalag til Glasgow. Margrét M. Sigurðardóttir setti telpnamet í 50 m flugsundi 14 ára og yngri. Sundfólkið naut velvilja Steinars Lúðvíkssonar, forstöðumanns Sundlaugar Kópavogs, og lét hann deildinni í té marga tíma í sundlauginni, en þeir voru af skornum skammti. Sundfólk félagsins fékk oft tíma í lauginni þegar starfsfólk var að ganga frá fyrir nóttina.[213] |
|
1977 | Frjálsíþróttir | Breiðablik hélt þrjú mót á árinu, Vormót Kópavogs, Öldungamótið og Meistaramót Kópavogs.
Breiðablik eignaðist níu Íslandsmeistara. Thelma Björnsdóttir, Guðni Sigurjónsson og Jóhann Sveinsson settu öll fleiri en eitt Íslandsmet í sínum aldursflokki. Thelma bætti fjórum sinnum Íslandsmetið í 3000 m hlaupi í telpnaflokki og meyjaflokki. Guðni bætti met í piltaflokki í 400 m, 600 m, 1500 m, 2000 m 3000 m hlaupi og einnig í 800 m innanhúss. Jóhann bætti met í 5000 m og 10000 m hlaupum. Thelma Björnsdóttir, Ágúst Gunnarsson og Hafsteinn Jóhannesson voru valin í landslið.[214] |
|
1977 | Meistaraflokkur í efstu deild í körfuknattleik | Meistaraflokkur lék í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins en tapaði öllum leikjunum og féll niður um deild.
Nokkur lægð var í starfsemi yngri flokka og tók aðeins 3. flokkur þátt í Íslandsmóti.[215] |
|
1977 | Blak | Meginhluti karlaliðsins frá fyrra ári yfirgaf félagið en góður kjarni var að myndast í kvennaflokknum.
Í karlaflokki voru send A og B lið til keppni í 2. deild. A-liðið sigraði í sínum riðli og tapaði aðeins leikjum við B-liðið. Breiðablik spilaði því til úrslita við Völsug um réttinn til að leika í 1. deild en tapaði. Þá spilaði liðið við UMSE, neðsta lið 1. deilar, um sæti í 1. deild en sá leikur tapaðist einnig. Þetta var í þriðja skiptið í röð sem liðið tapaði í leik um rétt til að leika í 1. deild. Kvennaliðið lék í 1. deild og stóðu sig þokkalega og voru farnar að velgja þeim bestu undir uggum. Unglingastarf lá niðri.[216] |
|
1977 | Jafnrétti í handknattleik | Breiðablik varð þriðja félagið á eftir, Val og Fram, til að eiga fulltrúa í öllum flokkum karla og kvenna, alls 10 flokka.
Meistaraflokkur kvenna sigraði í 2. deild og fékk 15 stig af 20. Meistaraflokkur karla vann sæti í 2. deild. ?? Heimaleikir meistaraflokka fóru fram að Varmá en annarra flokka í Ásgarði í Garðabæ.[217] |
|
1977 | Knattspyrna | Meistaraflokkur karla varð í 6. sæti efstu deildar með 18 stig og markatöluna 27:26. Liðið náði góðum úrslitum á móti sterkari liðum en gekk verr með veikari andstæðinga.
1. flokkur karla varð bikarmeistari. [218] |
|
1977 | Tvöfaldir Íslandsmeistarar | Meistaraflokkur kvenna varð Íslandsmeistari innanhúss og utanhúss. Liðið hlaut 16 stig af 20 mögulegum á Íslandsmótinu utanhúss.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem gekk til liðs við félagið tveimur árum fyrr, spilaði fyrra árið sem miðvörður en þar sem liðið missti framherja var hún færð í fremstu víglínu. Þar sagði Haraldur Erlendsson, þjálfari kvennaliðsins, að hún hefði kunnað vel við sig og gert mörg mörk. [219] |
|
1977 | Frumkvæði | Breiðablik endurvakti knattþrautir KSÍ. [220] | |
1977 | Breiðabliksráðstefna | Haldin var sérstök Breiðabliksráðstefna 30. apríl, þar sem rædd voru þýðingarmestu málefni félagsins, s.s. lög, félagatal, 17. júní og Breiðabliksdagur.[221] | |
1978 | Knattspyrna | Jan Fabera, fyrrverandi landsliðsþjálfari Tékka, ráðinn þjálfari mfl. karla. [222] Meistaraflokkur féll í 2. deild?? | |
1979 | Blakdeild | Árið var gjöfullt hjá blakdeildinni. Þrjár stúlkur voru valdar í landsliðið. [223] | |
1979 | Frjálsíþróttir | Breiðablik var eitt af öflugustu frjálsíþróttafélögum landsins.
Félagið eignaðist 12 Íslandsmeistara úr röðum frjálsíþróttamanna sem settu að auki 24 Íslandsmet. [224] |
|
1979 | Handknattleikur | Illa gekk að koma saman stjórn en að lokum féllst Hulda Pétursdóttir á að taka að sér formennsku í deildinni.
Meistaraflokkur karla sigraði í 3. deild með glæsibrag [225] og vann sig upp í 2. deild eftir fjögurra ára fjarveru. Meistaraflokkur kvenna var ekki langt frá því að komast upp í 1. deild.[226] |
|
1979 | Knattspyrna | Meistaraflokkur karla sigraði í 2. deild með yfirburðum. Meistaraflokkur kvenna varð Íslandsmeistari í efstu deild. | |
1979 | Sund | Sunddeildin starfaði af miklum krafti. Það skilaði sex Íslandsmeistaratitlum og átti félagið 19 Íslandsmet. Félagið var í 1. deild í Bikarkeppni SSÍ. [227] | |
1979 | Karfa | Körfuknattleiksdeildin lagðist niður eftir Landsmót hvenær? | |
1980 | 30 ára afmæli | Þann 12. febrúar var boðið til kaffisamsætis í Félagsheimili Kópavogs. Kvennfélag Knattspyrnudeildarinnar sá um veitingar með aðstoð Styrktarfélagsins.
Flestar deildir félagsins stóðu fyrir afmælismótum og stjórn félagsins gaf út afmælisrit.[228] |
|
1980 | Knattspyrna | Meistaraflokkur karla lék að nýju í efstu deild. Liðið var ungt og talið efnilegt. Því tókst að halda sæti sínu í efstu deild og gott betur, endaði í 5. sæti.
3. flokkur karla varð bikarmeistari. ATH[229] |
|
1980 | Knattspyrna kvenna | Breiðablikskonur héldu áfram á sigurbraut og urðu bæði Íslandsmeistarar innan- og utanhúss.
Æfingar hjá yngri flokki kvenna, 6-12 ára.[230] |
|
1980 | Keppnisferðalag | Í ágúst var haldið í keppnisferðalag til Danmerkur, en Danir voru Evrópumeistarar í kvennaknattspyrnu. Spilaðir voru þrír leikir og sigraði Breiðablik í tveimur þeirra en gerði jafntefli við Danmerkurmeistara Femína 1:1. Einnig var leikið við sænskt lið og sigraði Breiðablik 3:1. | |
1980 | Breiðabliksdagurinn | Haldinn í september. [231] | |
1980 | Heiðursfélagar | Fjórir félagar úr fyrstu stjórn Breiðabliks voru gerðir að heiðursfélögum. Þetta voru Baldur Kristjánsson, Guðmundur Guðmundsson, Gestur Guðmundsson og Grímur Norðdal, en hann var fyrsti formaður félagsins.[232] | |
1980 | Frjálsíþróttir | UMSK, sem eins og svo oft áður var nær eingöngu skipað Breiðabliksfólki, féll í 2. deild Bikarkeppni FRÍ.
Íslandsmet og –meistara skorti þó ekki. Íslandsmeistarar urðu 16 talsins en Íslandsmetin voru helmingi færri. Á Meistaramóti Íslands innanhúss sigruðu Óskar Reykdalsson í kúluvarpi og Thelma Björnsdóttir í 800 m hlaupi. Auk þessa urðu Blikar þrisvar í öðru sæti og jafnoft í því þriðja. Á Meistaramóti Íslands utanhúss urðu tveir Blikar sigurvegarar í sinni grein, Gunnar Snorrason í 10000 m hlaupi og Hrönn Guðmundsdóttir í 400 m hlaupi. Fjórum sinnum lenti Breiðabliks fólk í öðru sæti og jafn oft í því þriðja. Þrír fjálsíþróttamenn kepptu fyrir Íslands hönd, Hrönn Guðmundsdóttir, Gunnar Snorrason og Guðrún Karlsdóttir.[233] |
|
1980 | Areksmaður | Gunnar Snorrason þótti skara fram úr á árinu og var enn eitt árið í fylkingarbrjósti langhlaupara félagsins. Hann tók þátt í fyrsta alvöru maraþonhlaupinu sem haldið var á Íslandi og lenti í öðru sæti. | |
1980 | Víðavangshlaup Íslands | Frjálsíþróttafólk úr Breiðabliki náði góðum árangri í Víðavangshlaupi Íslands og vann 9 af 15 bikurum sem keppt var um. Auk þess hlutu hlauparar deildarinnar fern fyrstu verðlaun af sjö mögulegum, fern önnur verðlaun og þrenn þriðju verðlaun. | |
1980 | Skíði | Eftir nokkra lægð í starfi skíðadeildar færðist mikið líf í deildina. Brotið var blað í sögu deildarinnar því keppendur frá félaginu tóku þátt í öllum helstu skíðamótum landsins, t.d. Skíðamóti Íslands og Andrésar Andarleikunum.
40 manna hópur æfði af kappi undir stjórn þjálfara í Kóngsgili þar sem aðstaðan í Drottningargili var ekki nógu góð.[234] |
|
1980
ATH 1981? |
Handknattleikur | Heimaleikir voru leiknir í íþróttahúsum Garðabæjar og á Seltjarnesi og síðustu tvö ár í Mosfellssveit.
Meistaraflokkur karla var hársbreidd frá því að vinna sæti í efstu deild. ATH tímabilinu ekki lokið.[235] |
|
1980 | Körfuknattleikur | Starfsemi deildarinnar var í lágmarki. Æfingar voru í minnibolta og 4. flokki karla. Flokkurinn tók þátt í Íslandsmóti en hætti keppni á miðju tímabili.[236] | |
1980 | Sund | Starf sunddeildar var tekið til endurskipulagningar. Æfingar lágu niðri um tveggja mánaða skeið. Í apríl voru tveir sundmenn sendir til Luxemborgar að taka þátt í móti. Farið var í keppnisferð til Klakksvíkur í Færeyjum og endurguldu þau heimsóknina á árinu.
Miklar umræður voru um nauðsyn nýrrar sundlaugar í Kópavogi.[237] ATH engar upplýsingar um þátttöku í Meistaramótum. |
|
1980 | Blak | Æfingum í meistaraflokki karla var hætt sökum fámennis. Hafnar voru æfingar í 3. fl. karla en fyrir voru meistaraflokkur og 2. fl. kvenna. Öldungaflokkur var starfræktur 1979-80.
Meistaraflokkur kvenna lenti í 5. sæti á Íslandsmótinu. 2. flokkur kvenna varð Íslandsmeistari. ATH þrjár konur í landsliði.[238] |
|
1980 | Myndbandavæðing | Keypt var myndbandstæki sem var mikið notað við kennslu í ýmsum greinum þó mest í knattleikjum.
Tækið var dýrt og kostaði á aðra milljón gamallra króna. Styrktarfélagið og Kvenfélag knattspyrnudeildar styrktu kaupin á myndbandstækinu. [239] |
|
1980 | Breiðabliksdagur | Hátíðarhöld voru haldin nokkuð seint á árinu en tókst í alla staði vel. Það þótti til tíðinda að lið stjórnar Breiðabliks gjörsigraði hið áður sigursæla lið bæjarstjórnar, en í því þótti gæta óþekktra ellimarka. Liðsstjóri bæjarstjórnar taldi aðeins um tímabundna erfiðleika að ræða. [240] | |
1980 | Golfvöllur? | Innan félagsins voru hugmyndir um að koma upp golfvelli Breiðabliks. [241] | |
1980 | Styrktarfélag skíðadeildarinnar | Eftir tveggja ára aðdraganda fóru skíðaáhugamenn af alvöru að koma draumnum um nýja skíðalyftu á skíðasvæði félagsins í Drottningargili í Bláfjöllum.[242]
Farin var nokkuð nýstárleg leið í því skyni. Dugmikið fólk fór um Bláfjallasvæðið og skrifaði niður bílnúmar Kópavogsbúa sem stunduðu skíði í Bláfjöllum. Í framhaldi af þessu var stofnað Styrktarmannafélag skíðadeildar Breiðabliks, 21. apríl 1980. Stofnendur voru 26 talsins. Aðalverkefni félagsins var að kaupa og reisa nýja skíðalyftu.[243] |
|
1980 | Bikarkeppni kvenna | Á ráðstefnu KSÍ um kvennaknattspyrnu gaf Breiðablik farandbikar til að keppa um í kvennaknattspyrnu. Bikarnum fylgdi áskorun til KSÍ um að koma á fót bikarkeppni með líku sniði og hjá körlum. [244] | |
1981 | Ný skíðalyfta í Drottingargili | Eftir að margar hendur höfðu lagst á eitt var ný skíðalyfta tekin í notkun um áramótin 1980/81. [245] | |
1981 | 17. júní | Breiðablik sá um hátiðarhöld 17. júní. | |
1981 | Félagsaðstaða | Undirritaðir samningar við Kópavogsbæ um kaup bæjarins á þriðju hæð Félagsheimilisins og greiddi bærinn með innréttingu og lagfæringum á 2. hæð hússins. Þar var rúmgóður salur, fundarherbergi og stjórnarherbergi fyrir Breiðablik og Kvennfélagið.
Gjörbreyta átti neðstu hæð hússins með viðbyggingu við bakhlið hennar og átti að gera þar stóran samkomusal.[246] |
|
1981 | Hársbreidd frá efsta sæti | Meistaraflokkur karla náði besta árangri í efstu deild frá upphafði og hafnaði í 4. sæti með 22 stig. Liðið var ekki langt frá sigri í deildinni og skorti aðeins sjálfstraust til að ná því markmiði að sögn þjálfarans Fritz Kissing.
1. flokkur sigraði í Bikarkeppni KSÍ. Ólafur Björnsson og Guðmundur Ásgeirsson voru valdir í A-landslið.[247] |
|
1981 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkur kvenna sigraði á Íslandsmóti, Bikarkeppni og Bautakeppninni.
Fleiri lið en áður tóku þátt í Íslandsmótinu eða átta talsins. Liðið spilaði 14 leiki, fleiri en árin 1979 og 1980 til samans. Yngri flokkur stúlkna, 8-14 ára stundaði æfingar af kappi. Níu stúlkur úr hópnum voru valdar til að leika með B-liði félagsins í bikarkeppninni. Landsliðskonur: Rósa Valdimarsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Ásta M. Reynisdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Magnea Magnúsdóttir og Svava Tryggvadóttir.[248] |
|
1981 | Frjálsíþróttir | Liði UMSK, sem nær eingöngu var skipað Breiðabliksfólki, lennti í þriðja sæti í 2. deild Bikarkeppni FRÍ og náði því ekki að endurheimta sæti í 1. deild.
Í Bikarkeppni 16 ára og yngri sigraði lið Breiðabliks, en það sigraði í níu greinum af 20 sem keppt var í. Eftir Landsmótið á Akureyri fór UMFÍ í keppnisferðalag til Danmerkur. Frjálsíþróttafólk úr Breiðablik skipaði stóran hluta hópsins en sjö voru valin til fararinnar. ATH Árlegt vinabæjarmót fór fram í Þrándheimi og varð Kópavogur í örðu sæti í stigakeppninni. Alls eignaðist félagið 32 Íslandsmeistaratitla úr röðum frjálsíþróttafólks.[249] |
|
1981 | Landsmót | Landsmót UMFÍ fór fram á Akureyri í júlí. Eftir hörkukeppni á milli HSK og UMSK vann fyrr nefnda liðið. UMSK sigraði í fimm greinum en það dugði ekki til. Kristján Harðarson, Svanhildur Kristjónsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Kristján Harðarson sigruðu í sínum greinum. Kristján setti Landsmótsmet í langstökki og Hrönn Guðmundsdóttir í 400 m hlaupi. | |
1981 | Einstakur árangur | Hrönn Guðmundsdóttir var stigahæsta konan á Landsmótinu á Akureyri með 14 stig. Hún sigraði í 400 m og 800 m hlaupi og var einnig í boðhlaupsveit kvenna í 4 x100 m hlaupi. [250] | |
1981 | Uppgangur í handbolta | Á sínu fyrsta ári í 2. deild lenti meistaraflokkur karla í 3. sæti og var hársbreidd frá því að komast í efstu deild. Á lokasprettinum í keppni 2. deildar missti Breiðablik tvö lið upp fyrir sig.
Svipaða sögu var að segja af meistaraflokki kvenna sem var enn eitt árið við það að fara upp í efstu deild en mistókst það á lokasprettinum. 2. flokkur karla komst í úrslit (eins og undanfarin ár ATH) en tapaði. 4. flokkur karla komst einnig í úrslit og tapaði einnig.[251] |
|
1981 | Íþróttaaðstaða | Handknattleiksiðkendur skorti sárlega íþróttahús í Kópavogi til að æfa og keppa í. Handknattleiksfólk var komið upp á náð og miskun nágrannasveitarfélagana um æfingatíma og þurfti að spila heimaleiki sína hjá þeim. Þetta var fjárhag deildarinnar einnig erfitt því ekki fengust tekjur af heimaleikjum meistaraflokkanna. | |
1981 | Körfuknattleikur | Starfsemi deildarinnar fór vel af stað. Fjórir flokkar voru sendir til keppni, minni-bolti, 4. og 5. flokkur auk meistaraflokks karla.
Tveir síðast nefndu flokkarnir höfðu ekki verið starfræktir um nokkurra ára skeið. Rennt var blint í sjóinn með meistaraflokkinn menn úr öllum áttum hópuðust saman í félagið og varð að fjölga æfingatímum og var ákveðið að senda 1. fl. til keppni í Íslandsmót. Meistaraflokkurinn lék í 2. deild og sigraði sinn riðil með fullu húsi stiga. Liðinu tókst ekki eins vel upp í úrslitakeppninni.[252] |
|
1981 | Sund | Starfsemi deildarinnar var í nokkurri lægð eins og tvö árin á undan. Ein meginástæða þess var aðstöðuleysi kennt um. Aðalverkefni ársins var Landsmót UMFÍ og lennti liðið í 3. sæti.[253] | |
1981 | Blak | Blakdeildin var á mikilli upleið. Ungt og efnilegt fólk hafði tekið við kyndlinum og var aldursforseti deildarinnar, fyrir utan þjálfara, 22 ára.
2. flokkur kvenna stóð sig frábærlega á árinu og urðu stelpurnar Íslandsmeistarar. Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 4. sæti á Íslandsmótinu, í 3. sæti bæði á Reykjavíkurmóti og haustmóti. 2. flokkur karla þótti efnilegur og var talinn líklegur til afreka á næstu árum. Fimm stúlkur voru valdar í landslið.[254] |
|
1982 | Blak | Meistaraflokkur karla tók til starfa á ný eftir nokkurt hlé. Hópurinn var blanda gamalla og yngri félagsmanna.
Meistaraflokkur kvenna lenti í 3. sæti. og tapaði naumlega bikarúrslitaleik á móti Íslandsmeisturum Þróttar. Liðið var mjög ungt og voru sjö stúlkur úr flokknum valdar í unglingalandslið. Fjórar stúlkur voru valdar í landslið.[255] |
|
1982 | Handknattleikur | Meistaraflokkur karla byrjaði Íslandsmótið í 2. deild fremur illa og var lengst af um miðja deild en endaði í þriðja sæti.
Lítill áhugi var innan meistaraflokks kvenna og árangur eftir því. [256] |
|
1982 | Jafnar úrslitakeppnir | Meistaraflokkur karla sigraði í sínum riðli í 2. deild með miklum yfirburðum.[257] Í úrslitakeppni fjögurraliða varð Breiðablik ásamt tveimur öðrum liðum jöfn að stigum og urðu því að keppa að nýju. Ekki nægði ein auka úrslitakeppni til að fá fram sigurvegara í 2. deild. Jafnræði liðanna var slíkt að tvær auka keppnir þurfti til viðbótar. Eftir tveggja mánaða harða úrslitakeppni lenti Breiðablik í 2. sæti.[258] ATH hvort þetta á að vera 1983. ?? | |
1982 | Sund | Nokkur lægð var í sundinu, en góður kjarni ungra áhugasamra krakka var að myndast. [259] | |
1982 | Sundknattleikur | Haustið 1982 var stofnað sundknattleikslið innan sunddeildarinnar. Átta strákar æfðu af mikilli kappsemi enu sinni í viku, en flestir þeirra höfðu verið innan sundliðsins áður. [260] | |
1982 | Skíði | Miklar framkvæmdir voru á vegum skíðadeildar á skíðasvæði Breiðabliks í Drottningargili. Lagt var rafmagn fyrir flóðlýsingu og ráðist í að byggja skíðaskála, sem var fokheld í desember.[261] | |
1982 | Frjálsíþróttir | Nokkur lægð var í starfi frjálsíþróttadeildar. Unglingastarf var í lágmarki, ekki síst vegna skorts á fólki til að vinna fyrir deildina.
Frjálsíþróttafólk félagsins tók þátt í öllum helstu mótum ársins. Árangurinn var misgóður en hlauparar félagsins, sérstaklega langhlaupararnir, stóðu fremstir í flokki. Hrönn Guðmundsdóttir setti Íslandsmet í 800 m hlaupi.[262] ATH hvort þetta eigi við 82 eða 83? Í ársskýrslu 1983 stendur 82 en spurning hvort það er prentvilla eða ekki? |
|
1982 | Viðurkenning | Hrönn Guðmundsóttir hlaut Afreksbikar FRÍ 1982. Hún jafnaði m.a. Íslandsmetið í 800 m hlaupi. [263] | |
1982 | Göngudagur fjölskyldunnar | 13.júní var haldinn göngudagur fjölskyldunnar í samvinnu við mjólkurdagsnefnd. Gengið var um Fífuhvammslandið undir leiðsögn Ingjalds Ísakssonar.[264] | |
1982 | Kvenfélag knattspyrnudeildar | Kvenfélagið saumaði og settu upp gardínur í nýja húsnæði félagsins að Digranesvegi. Eins og undanfarin ár seldu konurnar bolluvendi sem þær höfðu búið til.[265] | |
1982 | Blikadagur | Haldinn var Blikadagur 14. ágúst. Kvenfélagskonur stóðu fyrir kaffi- og kökusölu á Blikastöðum.[266] Ýmsar uppákomur voru í Smára ???? hvað er það?? og á Kópavogsvelli. [267] Haldinn var diskotek um kvöldið fyrir félagsmenn 18 ára og eldri. [268] | |
1982 | Kvenfélag Breiðabliks | Á félagsfundi 29. maí var ákveðið að gera Kvenfélag knattspyrnudeildar að Kvenfélagi Breiðabliks. [269] Stofnun deildarinnar var samþykkt á aðalfundi 1983.[270] | |
1982 | Knattspyrna
Eldri flokkur |
Hópur manna á besta aldri en dálítið straumlínulaga stundaði þungar æfingar af leikgleði og keppti á móti sem KSÍ kom á fyrir flokka af þessu tagi. [271] | |
1982 | Meistaraflokksráð knattspyrnudeildar | Meistaraflokksráð karla var kosið í fyrsta sinn. Verkefni þess var ýmis undirbúningsvinna.[272] | |
1982 | Stuðningsmannafélag | Stofnaður var stuðningsmannafélag knattspyrnudeildar sem fékk nafnið Æsir.[273] | |
1982 | Knattspyrna karlar | Meistaraflokkur karla varð Íslandsmeistari innanhúss og vegna góðs árangurs árinu áður voru væntingar miklar. Stefnan var sett á Evrópusæti, þ.e. annað sætið eða ofar. Liðið byrjaði mótið mjög vel og þegar leit út fyrir að Breiðablik myndi gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum tók að fjara undan liðinu. Stuðningsmenn og leikmenn voru sem þrumulostnir eftir því sem liðið seig neðar og mögnuðust óánægju raddir. Deildin var þó óvenju jöfn og höfðu nær öll lið fræðilegan möguleika á sigri fram til síðasta leiks jafnvel þótt þau væru í botnsætum, sem var lengst af hlutskipti Breiðabliks. Ákveðið var að Fritz Kissing, þjálfari liðsins stjórnaði liðinu ekki í síðasta leiknum. Aeins voru þrír dagar í leikinn sem myndi skera úr um hvort liðið héldi sæti sínu eða félli niður um deild. Sigurður Þorsteinsson, þjálfari 2.fl. tók hið vandasama verkefni að sér og tókst liðinu að forða sér frá falli. [274]
Ólafur Björnsson, Sigurður Grétarsson, Sigurjón Kristjánsson, Ómar Rafnsson og Jón Einarsson voru valdir í landslið karla. Helgi Bentsson, Trausti Ómarsson, Sigurjón Kristjánsson, Ómar Rafnsson, Sigurður Grétarsson og Ólafur Björnsson voru valdir í 21. árs landslið.[275] 2. flokkur varð Íslandsmeistari. Tveir leikmenn létu með unglingalandsliðið, Magnús Magnússon og Steindór Elíasson. [276] |
|
1982 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkur kvenna vann öll mót sem hann tók þátt í, hlaut 68 stig en tapaði aðeins fjórum stigum. Liðið var Íslandsmeistari innan- og utanhúss, Bikarmeistari, vann Bautamótið, Litlu-Bikarkeppnina, UMSK-mót innanhúss og ID´82 í Danmörku.
Átta af leikmönnum Breiðabliks léku landsleiki á árinu en níu voru valdar í 16 manna hóp. Rósa Á Valdimarsdóttir var fyrirliði landsliðsins en auk hennar spiluðu , Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Ásta M. Reynisdóttir, Erla Rafnsdóttir, Magnea Magnúsdóttir og Bryndís Einarsdóttir, landsleik á árinu.[277] Fjölmargar stúlkur mættu á æfingar yngri flokks kvenna, 8-14 ára. Ekkert Íslandsmót var fyrir stúlkurnar og átti að ráða bót á því á árinu en þar sem ekkert lið tilkynnti þátttöku fyrir utan Breiðablik varð ekkert af keppninni. Stúlkurnar fengu þó fjögur mót til að keppa á og sigruðu þær á UMSK-móti og Faxaflóamóti. Breiðablik hélt mót fyrir stúlkurnar, sem hét Stúlknamót UBK og sigruðu heimastúlkur. [278] |
|
Félagsmálatröll!!! | Konráð Kristinsson var knattspyrnudeild mikil stoð og stytta í fjáröflun og ýmsum störfum, t.d. sá hann um að hita kaffi fyrir hvern heimaleik meistaraflokks. [279] | ||
1982 | Heimildamynd | Knattspyrnudeild ákvað að láta gera heimildamynd um æsklýðsstarf deildarinnar.[280] | |
1982 | Samstarfsnefnd íþróttafélaga í Kópavogi | Nefndin lagði til að stofnað yrði íþróttaráð sem myndi fjalla um málefni hreyfingarinnar í stað tómstundaráðs.
Nefndin lagði einnig til að stofnað yrði ungmenna- og íþróttaasamband innan Kópavogs þannig að bæjarfélagið yrði sérstakt íþróttahérað og gengi því úr UMSK. [281] |
|
1982 | Félagshús | Húsnæðið að Digranesvegi 6 vartekið í notkun haustið 1982. Opið var alla laugardagsmorgna vegna getraunaseðlasölu, jafnframt voru myndbandasýningar og kaffiveitingar. Hjónin Helga Jóhannsdóttir og Halldór Jónsson höfðu veg og vanda að kaffiveitingunum og myndbandasýningunum. | |
1982 | Félagsaðstaða | Á aðalfundi félagsins var rætt um nauðsyn þess að félagið eignaðist húsnæði við Kópavogslæk eða Fífuhvammsveg. [282] | |
1983 | Stofnuð Tennis og badmintondeild | 30.júní var stofnuð Tennis og badmintondeild og voru deildir félagsins þá tíu talsins með styrktarfélagi og kvennadeild. [283] | |
1983 | Aðstaða | Breiðablik sótti um lóð til að byggja íþróttahús og félagsmiðstöð í Smárahvammslandi.[284] | |
1983 | Blikadagur | 20. ágúst var haldinn Blikadagur. [285] | |
1983 |
Knattspyrna karla |
Meistaraflokkur karla sigraði annað árið í röð á Íslandsmóti innanhúss. Flokkurinn náði besta árangri á Íslandsmóti utanhúss frá upphafi er liðið varð í 3. sæti.[286]
7. flokkur í fyrsta sinn til hjá félaginu. [287] Landsliðsmenn: Ólafur Björnsson, Jón Gunnar Bergs, Ómar Rafnsson, Trausti Ómarsson, Magnús Magnússon, Sigurður Grétarsson, Benedikt Guðmundsson, Sigurjón Kristjánsson, Steindór Elíasson.[288] Tekin var upp sú nýjung að fara með meistaraflokk karla í keppnisferð fyrir Íslandsmótið. Farið var til Cortland í Bandaríkjunum 31. mars og stóð ferðin til 19. apríl.[289] |
|
1983 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkur kvenna hélt merki félagsins hátt á lofti og varð bæði Íslands- og Bikarmeistari.[290]
Meistaraflokkur kvenna fékk góða heimsókn á árinu er bandarískt kvennalið kom í keppnisferð til Íslands, en liðin höfðu mæst árinu áður í Danmörku. Landsliðskonur: Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Ásta M. Reynisdóttir, Erla Rafnsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Rósa Veldemarsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Magnea Magnúsdóttir og Guðríður Guðjónsdóttir.[291] Í fyrsta sinn var haldið Íslandsmót innanhúss og utan fyrir yngri flokk stúlkna.[292] |
|
1983 | Skólamótin í knattspyrnu | Skólamót í knattspyrnu haldin í 15. sinn. Valdimar Kr. Valdimarsson, aðalhvatamaður og umsjónamaður frá upphafi, var heiðraður sérstaklega af þessu tilefni.[293] | |
1983 | Knattspyrnuskóli Breiðabliks | Starfræktur var í fyrsta sinn knattspyrnuskóli á vegum félagsins.[294] | |
1983 | Frjálsíþróttir | Erfiðlega gekk að fá þjálfara til starfa við félagið. Karl Stefánsson var félagsmönnum innan handar og Ólafur Unnsteinsson, landsliðsþjálfari, tók að sér þjálfun í tvo mánuði. Það var mikil vítamínsprauta og tókst frjálsíþróttamönnum m.a. að fara úr 2. deild í efstu deild með góðri aðstoð Ólafs.
Margt af frjálsíþróttafólki félagsins stóð sig vel á árinu. Svanhildur Kristjónsdóttir þótti hafa tekið sérstaklega miklum framförum. Íris Jónsdóttir, Einar Gunnarsson, Páll J. Kristinsson, Sigurjón Valmundsson, Guðni Sigurjónsson, Berglind Erlendsdóttir og Inga Úlfsdóttir stóðu sig einnig mjög vel.[295] Íslandsmeistarar voru fimm talsins.[296] |
|
1983 | Víðavangshlaup Kópavogs | 17. júní fór fram Víðavangshlaup Kópavogs. | |
1983 | Vormót Kópavogs | Frjálsíþróttadeildin hélt vormót 15. maí 1983. | |
1983 | Vorhlaup Breiðabliks | Haldið í fyrsta sinn. [297] | |
1983 | Handknattleikur | Meistaraflokkur karla lenti í óvenjulegri stöðu. Hann hafnaði í 3. sæti í 2. deild og komst í úrslitakeppni um sæti í efstu deild. Liðinu gekk vel í henni og virtist ekkert geta komið í veg fyrir langþráð sæti meðal þeirra bestu. Þá kom óvænt sending að norðan. KA kærði leik Breiðabliks og Gróttu og taldi að Pétur Jóhannesson, leikmaður og þjálfari Breiðabliks, hefði verið ólöglegur. Daginn eftir leikinn á móti Gróttu hafði borist símskeyti frá aganefnd HSÍ þar sem Pétur var dæmdur í fjögurra leikja bann. Á óskiljanlegan hátt tók dómstóll HSÍ kæru norðanmanna til greina og dæmdi leikinn tapaðan og þar með Breiðablik til að spila í 2. deild. Mikill áhugi var meðal meistaraflokksmanna og var Bogdan Kowalczyk, sem hafði náð frábærum árangri með Víking síðustu fimm árin, ráðinn þjálfari meistaraflokk karla, 2.flokk og 5.flokk karla.
Eftir fyrstu umferði í Íslandsmóti um haustið hættu flestir leikmenn 2. flokks.[298] Veturinn 1982-1983 var meistaraflokkur kvenna ekki sendur til keppni. [299] Guðríður Guðjónsdóttir þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna. Mikill áhugi var meðal stelpnanna í 3. flokki en takmarkaður í 2. flokki.[300] |
|
1983 | Körfuknattleikur | Starf körfuknattleiksdeildarinnar hélt áfram að vaxa. Nýr flokkur bættist við, 3. flokkur karla, og voru því sex flokkar við æfingar og keppni hjá deildinni. 3.flokkur varð þó að hætta keppni vegna fjárskorts deildarinnar. [301]
Meistaraflokkur tók þátt í úrslitakeppni þriðja árið í röð. [302] |
|
1983 | Íþróttahús í Digranesi | Eftir langa bið var hið nýja íþróttahús við Digranesskóla tekið í notkun. 15 ár voru liðin frá því íþróttahúsið við Kársnesskóla var tekið í gagnið. Innanhúss íþróttir höfðu fyrir vikið ekki haft næga tíma í íþróttahúsum bæjarins til æfinga og engin aðstaða var til að keppa í þeim. Af þessum sökum þurfti að spila heimaleiki Breiðabliks í blaki, handknattleik og körfubolta í nálægum sveitarfélögum. Þetta gerði einnig að verkum að ómögulegt var að stofna nýjar deildir sem þurftu tíma í íþróttahúsi. Nýtt hús var því eðlilega mikið tilhlökkunarefni. | |
1983 | Skíðadeild | Veðráttan gerði skíðafólki erfitt um vik framan af vetri. Í lok apríl var haldið skíðamót félagsins og tóku um 50 manns þátt í því.
Deildin eignaðist einn Íslandsmeistara, en Heiðar Arnarson varð hlutskarpastur í svigi öldunga. Haustið 1983 fór fjöldi barna og unglinga vaxandi innan skíðadeildarinnar. Það var ekki síst þjálfara deildarinnar, Mörtu Óskarsdóttur að þakka. Haldinn var kynningafundur í Félagsheimili Kópavogs þar sem sýndar voru skíðamyndir og kennd umhirða skíða og inrituðust í deildina 35 börn þetta kvöld. [303] |
|
1983 | Blak | Fimm flokkar æfðu blak hjá félaginu. Meistaraflokkur karla og 2.flokkur karla tóku þátt í öllum mótum en verðlaunapeningar íþyngdu körlunum ekki þetta árið. Meistaraflokki karla tókst ekki að vinna sig upp úr 2. deild.
Meistaraflokkur kvenna varð í 3. sæti í efstu deild og spilaði til úrslita við Íslandsmeistara Þróttar í Bikarkeppni BLÍ.[304] ATH hljómar allt kunnuglega. Er þetta sama ársskýrsla og árið áður??? |
|
1984
ATH Ársskýrslan er aðeins skýrsla knattspyrnudeildar |
Knattspyrna | Meistaraflokkur karla féll í 2. deild og náði ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn innanhúss, sem þeir unnu 1982 og 1983, en liðið tapaði í undanúrslitum.
Á Íslandsmótinu utanhúss gekk liðinu illa að skora mörk. Í sjö fyrstu leikjum mótsins skoraði liðið sex mörk en fékk á sig átta. Liðið hlaut því aðeins fimm stig úr fyrstu sjö leikjunum. Liðinu gekk illa á heimavelli og tapaði þar fimm leikjum en aðeins tveimur á útivöllum. Fyrir keppnistímabilið var farið til Englands, nánar tiltekið Ipswich. Landsliðsmenn: Friðrik Friðriksson og Ólafur Björnsson. Yngri landslið: Loftur Ólafsson (U21), Guðmundur Guðmundsson, Eiríkur Þorvarðarson.[305] |
|
1984 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkurkvenna náði ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn eða verða Bikarmeistari eins og undanfarin ár.
Liðið lenti í 3. sæti á Íslandsmóti innanhúss en í 2. sæti A-riðils utanhúss. Meistaraflokkur kvenna fór í keppnisferðalag til Þýskalands og Frakklands og stóðu sig einstaklega vel, unnu alla leiki með yfirburðum. Þeim var boðið að taka þátt í sterku móti í Frakklandi að ári.[306] |
|
1984 | Uppskeruhátíð | Ákveðið var að endurvekja uppskeruhátíð knattspyrnudeildar. Átti að fara fram í nóvember.[307] | |
1984
|
Framtíðarsýn | Samþykkt samhljóða á aðalfundi félagsins að unnið yrði að stefnumótun félagsins með langtíma sjónarmið að stefnumörkun. [308] | |
1984 | Körfuknattleikur | Vegna lítillar þátttöku var hætt með 3. og 4. flokk og var nokkurt áhuggjuefni hversu lítil þátttaka var á æfingum hjá yngri flokkum.
Breiðablik keppti fyrir hönd UMSK á Landsmótinu í Keflavík og hafnaði í 5. sæti af níu liðum. Breiðablik sigraði á Akranesmótinu. [309] ATH hvernig liðinu gekk í 2. deildinni. |
|
1984 | Breiðabliksdagur | Öll útiatriði fóru fram á Kópavogsvelli en fremur lítil aðsókn var að þeim en öllu betri að Blikaballi sem haldið var um kvöldið. [310] | |
1984 | Handknattleikur | Meistaraflokkur karla vann sæti í efstu deild í fyrsta sinn.
Meistaraflokkur kvenna aftur hjá félaginu. ATH byrjaði hann árinu á undan? 6. flokkur karla og 4. flokkur kvenna í fyrsta sinn hjá félaginu.[311] |
|
1984 | Frjálsar íþróttir | Fyrir ábendingu leikfimikennara í Snælandsskóla komu tveir mjög efnilegir krakkar á æfingar í Digranesskóla, þau Kristján Jónsson og Guðrún Arnardóttir. [312] | |
1984 | Frjálsar íþróttir | UMSK, sem var nánast eingöngu skipað Breiðabliks fólki, varð í 3. sæti á Landsmóti UMFÍ í Keflavík.
Það þótti til marks um að hægt væri að ná enn betri árangri á næsta landsmóti að liðið fékk ekkert stig úr níu greinum á meðan HSK, sem sigraði hlaut 78 stig úr sömu greinum. Illa fór í Bikarkeppni FRÍ og féll Breiðablik í 2. deild. Árangur Breiðabliks á Meistaramóti Íslands var góður og hlaut félagið 28 Íslandsmeistaratittla. Svanhildur Kristjónsdóttir og Einar Karlsson kepptu fyrir landslið Íslands.[313] |
|
1984 | Afrekskona | Svanhildur Kristjónsdóttir varð stigahæst kvenna með 18 stig. Hún sigraði í 100 m, 400 m hlaupi og langstökki. Auk þess átti hún besta árangur kvenna fyrir 400 m hlaupið. | |
1984 | Skólamót í frjálsíþróttum | Haldið í fyrsta skipti, mars. Þátttakendur voru nemendur úr 1.-6. bekk. [314] | |
1984 | Stofnuð karatedeild | Karatedeild var stofnuð haustið 1984. Ævar Þorsteinson og Einar K. Karlsson fóru þess á leit við aðalstjórn Breiðabliks að fá að stofan karatedeild innan félagsins og tók hún vel í þá málaleitan og varð hugmyndin að veruleika skömmu síðar. [315] 30 nemendur lögðu stund á karate en deildin var aðallega byggð upp sem kumite deild.
Breiðablik lenti í 3. sæti á UMSK-móti og vann Einar K. Karlsson einstaklingskeppnina í kumite. Einar K. Karlsson og Gísli Pálsson urðu í 4. og 5. sæti í kumite. Ævar Þorsteinsson var valinn í landslið. [316] |
|
1984 | Blak | Meistaraflokkur kvenna hafnaði í 3. sæti á Íslandsmótinu og léku til úrslita í bikarkeppni BLÍ en tapaði naumlega eftir æsispennandi úrslitaleik.
Meistaraflokkur karla tók þátt í 2. deild. 2. flokkur karla komst í úrslitakeppni Íslandsmotsins og hafnaði í 5. sæti sem var vel viðunandi árangur.[317] |
|
1984 | Skíðadeild | Veðráttan var skíðafólki óblíð og gátu æfingar í Bláfjöllum ekki hafist fyrr en 25. mars.
Tvö mót voru haldin, Páskaeggjamótið og innanfélagsmót. Páskaeggjamótið þótti sérstaklega vel heppnað. Það var haldið á páskadag og var opið öllum. Fjölmargir félagar deildarinnar voru klæddir í afkáralega búninga og buðu upp á nýbakaðar lummur og drykki við enda svigbrautarinnar. [318] |
|
1984 | Íþróttamaður Kópavogs og afreksmaður Kópavogs | Svanhildur Kristjónsdóttir hlaut mikla viðurkenningu er hún var bæði útnefnd Íþróttamaður og afreksmaður Kópavogs. [319] | |
1985 | Knattspyrna | Meistaraflokkur karla endurheimti sæti sitt í efstu deild á ný.
Breiðablik tók upp samstarf við Tottenham og sendi Jón Þóri Jónsson og Guðmund Guðmundsson á æfingar til félagsins. Unglingalandsliðsmenn: Eiríkur Þorvarðarson, Guðmundur Guðmundsson. Drengjalandslið: Eiríkur Þorvarðarson.[320] |
|
1985 | Knattapyrna kvenna | Mfl. kvenna sigraði á Íslandsmóti innanhúss en varð í öðru sæti á Íslandsmótinu utanhúss.
A-landsliðskonur: Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Ásta María Reynisdóttir, Erla Rafnsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Svava Tryggvadóttir. [321] |
|
1985 | Gull og silfur-mótið | Þar sem verkefnum 3. flokks kvenna lauk í lok júlí ákváðu bræðurnir Sigurður og Magnús Steinþórssynir að standa fyrir knattspyrnumóti fyrir stelpurnar. [322]
Mótshaldið tókst svo vel að ætlunin var að gera það að árvissum viðburði. [323] |
|
1985 | Frjálsíþróttir | Svanhildur Kristjónsdóttir margbætti Íslandsmet í 200 m hlaupi og setti einnig Íslandsmet í 100 m hlaupi. Hún var einnig í landssveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4×100 m boðhlaupi. Hún náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem haldið var í Cottbus í Austur-Þýskalandi, þar sem hún komst í undanúrslit í 200 m hlaupi.
Fleiri áttu góða spretti á árinu t.d. Hannes Hrafnkelsson sem stórbætti héraðsmetið í 1500 m hlaupi og var í fremstu röð íslenskra hlaupara. Erlingur Jóhannsson var einnig framarlega í flokki en hann hreinsaði héraðsmetaskrána allt frá 100 m upp í 800 m. Ekkert er sagt frá mótum. ATH HEIMILDIR[324] |
|
1985 | Íþróttamaður Kópavogs | Svanhildur Kristjónsdóttir valin Íþróttamaður Kópavogs, Afreksmaður Kópavogs og Afreksmaður UMSK.[325] | |
1985 | Blak | Meistaraflokki kvenna gekk svipað og áður. ATH hvar endaði liðið og komst það enn í úrslit bikarkeppninnar? Karla liðið tók þátt í Íslandsmóti með olympíuhugsjónina að leiðarljósi.[326] | |
1985 | Knattapyrna kvenna | Mfl. sigrar á Íslandsmóti innanhúss. [327] | |
1985 | Körfubolti | Breiðablik sigraði í 2. deild og tapaði ekki leik. | |
1985 | Andrés önd | Skíðadeildin tók í fyrsta sinn þátt í Andrésar andar leikunum. Þau sem kepptu voru: Árni Geir Magnússon, Einar Haukur Eiríksson, Björn Ágústsson og Rebekka Þorsteinsdóttir. | |
1985 | Unglingastarf eflt | Skipuð var nefnd til að efla barna og unglingastarið innan skíðadeildarinnar. | |
1985 | Skíðaaðstaða | Keyptur var “rússajeppi” sem var til afnota fyrir þá sem ráku skíðalyftur félagsins í Drottningargili. [328] | |
1985 | Handknattleikur | Meistaraflokkur karla féll úr efstu deild og hlaut aðeins 3 stig.
Geir Hallsteinsson var ráðinn þjálfari í maí. Unglingalandsliðsmenn: Guðmundur Hrafnkellsson og Jón Þórir Jónsson. Enskur landsliðsmaður: Paul Dempsey. Lítill áhugi einkenndi andann hjá meistaraflokki kvenna sem endaði neðarlega í 2. deild og var ákveðið að senda hann ekki til keppni um haustið. 4. flokkur karla fór til keppnis á alþjóðlegu móti í Gautaborg, Partille Cup, og stóð sig vel án þess að hreppa verðlaun. Ferðin var ekki síst hugsuð til að efla áhuga yngri flokkanna.[329] |
|
1985 | Körfuknattleikur | Meistaraflokkur lék að nýju í 1. deild. og hélt sæti sínu.
Meistaraflokkur sigraði á Skagablaðsmótinu. Unglingastarf var ekki burðugt og þrátt fyrir góða og reynda þjálfara var áhugi krakka í Kópavogi lítill. Þegar tókst að virkja áhugann yfirgáfu krakkarnir félagið og gengu til liðs við önnur. Rætt var um að koma á skólamóti til að efla áhuga á körfuknattleiksíþróttinni meðal barna og unglinga.[330] |
|
1985 | Sund | Kominn var góður kjarni af efnilegum krökkum sem talið var að gætu náð langt. [331] | |
1985 | Blak | Í deildinni voru starfandi þrír flokkar, meistaraflokkar karla og kvenna auk 4. fl. karla.
Konurnar héldu merki félagsins á lofti og lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu og spilaði til úrslita í Bikarkeppni BLÍ. Karlarnir voru án þjálfara og lentu í neðsta sæti 2. deildar. 4.fl. náði hins vegar góðum árangri og endaði í 2. sæti á Íslandsmótinu. [332] |
|
1985 | Karate | Ævar Þorsteinsson sigraði í einstaklingskeppni í kumite, frjálsum bardaga, á UMSK mótinu.[333] | |
1986 | Knattspyrna | Meistaraflokkur karla féll í 2. deild bæði á Íslandsmóti innan- og utanhúss.
4. flokkur karla varð í öðru sæti á Íslandsmóti utanhúss þrátt fyrir að tapa ekki leik, en úrslitaleikurinn tapaðist eftir vítaspyrnukeppni. Landslið; U21 Guðmundur Guðmundsson, Jón Þórir Jónsson. Drengjalandslið: Arnar Grétarsson. [334] |
|
1986 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkur kvenna varð Íslandsmeistari innanhúss en í 2. sæti bæði í Bikarkeppni og á Íslandsmóti utanhúss.
2.flokkur kvenna varð Íslandsmeistari bæði innanhúss og utan. Landslið: A-landslið Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Ásta M. Reynisdóttir, Erla Rafnsdóttir, Magnea Magnúsdóttir, Svava Tryggvadóttir. [335] |
|
1986 | Karate | Karatedeildin var orðin þriðja stærsta karatefélag landsins talið í fjölda iðkenda og enn ofar ef mælt var í styrkleika.
Breiðablik sigraði í sveitakeppni í kumite, frjálsum bardaga, á UMSK mótinu. Ævar Þorsteinsson van einstaklingskeppnina í kumite annað árið í röð. Breiðablik vann UMSK titilinn í karate og rauf þar með einokun Stjörnunnar. Unglingar úr Breiðabliki tóku í fyrsta sinn þátt í Unglingameistaramótinu. Þrátt fyrir litla keppnisreynslu stóðu unglingarnir sig með prýði. Mattías Friðriksson í floki kumite táninga með miklum yfirburðum og lennti í öðru sæti táningaflokki í kata, sem er staðlaðar hreyfingar. Í kumite stúlkna urðu Breiðabliks stúlkurnar Kolbrún Róbertsdóttir og Ragnheiður Þorvarðardóttir í fysta og öðru sæti. Í kumite 12 ára og yngri lenti Breiðablik í fyrsta, þriðja og fjórða sæti, en það voru þeir Hróbjartur Róbertsson, Bjarki Friðriksson og Kristján Sveinbjörnsson. Breiðablik og Karatefélag Reykjavíkur voru jöfn í sveitakeppninni. Landsliðsmenn: Ævar Þorsteinsson, Gísli Pálsson og Kristín Einarsdóttir.[336] |
|
1986 | Kópavogsmótið í karate | Kópavogsmótið í karate var haldið í fyrsta sinn. | |
1986 | Frjálsar íþróttir | UMSK kom verulega á óvart í Bikarkeppni FRÍ og lenti í öðru sæti aðeins 2,5 stigum á eftir ÍR.
Svanhildur Kristjónsdóttir stóð sig að venju vel á árinu og setti fjölmörg Íslandsmet. Hún tók þátt í Norðurlandamóti unglinga í Kristjansand í Noregi ásamt Sigurjóni Valmundssyni og lenti í öðru sæti í 100m og 200m hlaupi en Sigurjón varð í sjöunda sæti í langstökki. Landsliðsmenn: Svanhildur Kristjónsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Hannes Hrafnkelsson.[337] |
|
1986 | Blak | Þrír flokkar voru starfandi eins og árið áður (2.flokkur karla, meistaraflokkur kvenna og 4.flokkur kvenna) en meistaraflokkur karla var lagður niður vegna áhugaleysis.
Mikil þátttaka og áhugi var hjá stúlkunum. Meistaraflokkur kvenna varð fyrir mikilli blóðtöku og var gengi liðsins ekki sem best, þó komst það í úrslit bikarkeppninnar.[338] 4. flokkur kvenna varð Íslandsmeistari. |
|
1986 | Íþróttamaður Kópavogs | Svanhildur Kristjónsdóttir. [339] en hún var einnig kosin afreksmaður Kópavogs. [340] | |
1986 | Íþróttahátíð Íþróttaráðs | Tilnefndir voru fimm leikmenn í þremur aldurshópum og var valinn besti leikmaður hvers aldurshóps. Aron Haraldsson og Elísabet Sveinsdóttir voru valin í 12 ára og yngri en Aron var kjörinn besti leikmaður í þeim aldurshóp.
Sara Haraldsdóttir var ein af fimm bestu í aldurshóp 13-16 ára. Guðmundur Hrafnkelsson, Svanhildur Kristjónsdóttir og Ævar Þorsteinsson voru í hópi fimm bestu íþróttamanna 17 ára og eldri.[341] |
|
1986 | Handknattleikur | Meistaraflokkur karla sigraði í 2. deild undir stjórn Geirs Hallsteinssonar og vann þar með sæti í efstu deild.[342] | |
1987 | Handknattleikur | Meistaraflokkur karla náði frábærum árangri í efstu deild og endaði í öðru sæti eftir harða baráttu við Víking.. Með þessum árangri tryggði liðið sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða.
Liðið byrjaði tímabilið vel og hélt góðu gengi allt tímabilið þrátt fyrir spár um annað. Mikil barátta var í liðinu og ófáir leikir unnust á lokamínútum leikjanna. Góður árangur liðsins dró að sér marga áhorfendur og reið mikill stuðningur þeirra oft baggamuninn. Í Evrópukeppninni var leikið við danska liðið Hellerup Idræts Klub (HIK). Fyrri leiknum tapaði Breiðablik með 17 markamun en gerði jafntefli á heimavelli. Eftir árshlé var ákveðið að endurreisa meistaraflokk kvenna. 2. og 3.fl. kvenna báru liðið uppi og áttu þær að öðlast meiri leikreynslu með þessu móti og vera burðarásar mfl. á komandi árum. Allir yngri flokkar félagsins, utan 2.flokk karla, komsust í úrslitakeppni Íslandsmótsins. 6.flokkur karla vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsin í handbolta innanhúss og 3. flokkur kvenna varð í 3. sæti í sínum flokki. Landslið: A-landslið: Guðmundur Hrafnkelsson, Björn Jónsson, Aðalsteinn Jónsson. Piltalandslið U16: Lárus Halldórsson. Kvennalandslið U21: Þjóðbjörg Þórðardóttir. [343] |
|
1987 | Sund | Sunddeildin var í nokkrum vexti og hafði félagsmönnum fjölgað úr 8 í 34 á tveimur árum. Flestir voru á aldrinum 8-12 ára.
Mary Björk Þorsteinsdóttir hreppti bronsverðlaun á Landsmótinu á Húsavík. Jöfn og spennandi keppni var háð milli Breiðabliks og Aftureldingar og höfðu Blikar sigur 130-129. Breiðablik ásamt Aftureldingu keppti undir merkjum UMSK í 3.deild SSÍ og lenti í öðru sæti og vann þar með sæti í 2. deild.[344] |
|
1987?? | Blak | Erlendur þjálfari starfaði í fyrsta sinn hjá deildininni en það var kínverjinn Qu Zeng Zong.
Breiðablik hafnaði í 3. sæti í deildarkeppninni. Meistaraflokkur kvenna spilaði til úrslita um bikarinn við ÍS og var þetta í fimmta sinn í röð sem liðið spilaði bikarúrslitaleik. 3. flokkur var kominn í úrslitakeppni. Landsliðsmenn: Sigurborg Gunnarsdóttir, Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, Oddný Erlendsdóttir og Sigurlín Sæmundsdóttir. Besti leikmaður Íslandsmóts var valin Sigurborg Gunnarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn.[345] |
|
1987 | Frjálsíþróttir | Það háði frjálsíþróttastarfi að fá ekki viðunandi æfingaaðstöðu innanhúss en deildin fékk aðeins einn tíma á nákvæmlega sama tíma og í Baldurshaga.
UMSK lenti í öðru sæti í frjálsíþróttakeppni Landsmótsins á Húsavík. Þar tókst Svanhildir Kristjónsdóttur að endurtaka afrek sitt frá síðasta landsmóti og sigraði í 100 m og 400 m auk langstökki. Auk þess var hún í sigursveitum í 4×100 m og 4×400 m boðhlaupum kvenna. Ísleifur Karlsson sigraði í sínum aldursflokki í afmælishlaupi UMFÍ en Bragi Smith varð annar. Í Bikarkeppni FRÍ var UMSK í harðri baráttu við KR um að forðast fall í 2.deild. Liðin urðu jöfn að stigum og sögðu alþjóðlegar reglur að KR héldi sæti sínu en UMSK félli. Eftir mikla rekistefnu og ýmsir aðrir mælikvarðar voru reyndir var fall UMSK óumflýjanlegt. Landslið: Svanhildur Kristjónsdóttir, Hannes XX, Guðrún XXX, Guðni XXX, Pétur Guðmundsson. [346] |
|
1987 | Köfuknattleikur | Meistaraflokki karla náði markmiði því sem hann hafði sett sér og hélt sæti sínu í 1. deild. Flokkurinn náði besta árangri sem náðst hafði og lenti í 4. sæti. Auk þessa sigraði Breiðablik á Skagamótinu, sem var keppni liða úr 1. og 2. deild.[347] | |
1987 | Knattspyrna | Meistaraflokki karla mistókst að vinna sæti í efstu deild.
Drengjalandslið: Arnar Grétarsson, Halldór Kjartansson.[348] |
|
1987 | Knattspyrna kvenna | Nokkur lægð var í kvennaknattspyrnunni og virtist lítill áhugi meðal stelpnanna sem olli kvennanefnd miklum áhyggjum.
Meistaraflokkur kvenna féll í 2. deild og voru það mikil vonbrigði. Fyrir tímabilið missti liðið sex mikilvæga leikmenn, tvo til annars liðs og af öðrum ástæðum. Ljósið í myrkrinu voru 3.flokkur sem varð Íslandsmeistari utanhúss og 2. flokkur sem sigraði utanhúss. Landslið: A-landslið:Ásta M Reynisdóttir. Unglingalandslið: Kristrún Daðadóttir, Katrín Oddsdóttir.[349] |
|
1987 | Herrakvöld | Í fyrsta skipti haldið herrakvöld á vegum knattspyrnudeildarinnar. Kvöldið þótti sérlega vel heppnað og mættu um 70 manns. [350] | |
1987 | Félagssvæði | 11. september sóttu íþróttafélög í Kópvogi um landssvæði fyrir félagsstarfssemi sína. Breiðablik sótti um svæði austan Kópavogsvallar en ÍK/HK um svæði vestan hans. Umsóknirnar voru samþykktar á fundi bæjarráðs 24 september.[351] | |
1987 | Íþróttahátíð Íþróttaráðs | 27. desember var haldinn uppskeruhátíð á vegum íþróttaráðs. Aron Haraldsson var valinn besti íþróttamaðurinn í aldursflokki 12 ára og yngri og Svanhildur Kristjónsdóttir í flokki 17 ára og eldri. Hún var einnig valin afreksmaður Kópavogs. [352] | |
1987 | Íþróttamaður Kópavogs | Ævar Þorsteinsson karatemaður, margfaldur Íslandsmeistari var kjörinn Íþróttamaður Kópavogs 1987.[353] | |
1987 | Stuðningur | Félagar í Breiðablik, Fóstbræður í Breiðablik, og Augnablik ásamt Aðalsmönnum, hóp drengilegramanna með sportáhuga í Reykjavík, héldu fjáröflunarksemmtun í Laugardalshöll 18. apríl til styrktar Halldóri Halldórssyni, hjarta- og lungnaþega. [354] | |
1988 | Handknattleikur | Meistaraflokkur lenti í 4. sæti efstu deildar Íslandsmótsins 1987-1988 og var í toppbaráttu allt tímabilið. Heimavöllur liðsins var afars sterkur og gaf liðinu mörg stig enda stuðningur Kópavogsbúa mikill. Liðið náði einnig að komast í úrslit Bikarkeppni HSÍ í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið náði ekki að sigra í leiknum en öðlaðist þar með rétt til að leika í Evrópukeppni Bikarhafa.
Haldið var áfram uppbyggingu kvennahandknattleiks innan deildarinnar. 4. fl. kvenna náði þriðja sæti á Íslandsmótinu. Landslið: Guðmundur Hrafnkelsson, Björn Jónsson, Aðalsteinn Jónsson, Hans Guðmundsson.[355] Breiðablik lék í Evrópukeppni Bikarhafa við norska liðið Stavanger Idræts Forening (SIF) í fyrstu umferð. Fyrri leikurinn fór fram á heimavelli Breiðabliks og tapaðist með 4 mörkum en sá síðar með 7 mörkum. [356] |
|
1988 | Frjálsar íþróttir | UMSK vann 2. deild Bikarkeppnis FRÍ eftir harða keppni við USAH.
Breiðablik eignaðist 13 Íslandsmeistara úr röðum frjálsíþróttamanna félagsins sem auk þess settu sjö Íslandsmet. Landsliðsmenn: Svanhildur Kristjónsdóttir, Guðmundur XXX, Guðrún XXX (Arnardóttir.)?[357] |
|
1988 | Knattspyrna | Annað árið í röð lenti meistaraflokkur í fallbaráttu í 2. deild en tókst með góðum endaspretti að halda sæti sínu í deildinni. Árangur meistaraflokks olli miklum vonbrigðum og var sá versti frá upphafi.
3. flokkur karla varð Íslandsmeistari utanhúss og einnig Bikarmeistari. (Sex ár voru síðan Breiðablik átti Íslandsmeistara í yngri flokkum.) Landsliðsmenn: Drengja og unglingalandslið: Halldór Kjartansson, Arnar Grétarsson, Ásgeir Baldurs[358] |
|
1988 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokki kvenna tókst að endurheimta sæti í efstu deild með sigri í 2. deild.
Stofnaður var nýr flokkur, 4.flokkur en í hann voru gjaldgengar allar stúlkur að 12 ára aldri. Landsliðsmenn: ATH hljóta að vera fleiri. Sara Haraldsdóttir og Kristrún Daðadóttir.[359] |
|
1988 | Gull&silfur mótið | 4.flokkur kvenna var í fyrsta sinn með á Gull&silfur mótinu og var það jafnframt í fyrsta sinn sem á Íslandi sem mót var haldið fyrir þennan flokk. [360] | |
1988?? | Sund | Breiðablik sigraði í bæjarkeppni milli Kópavogs og Hveragerðis. [361] | |
1988?? | Körfuknattleikur | Meistaraflokkur karla fékk óvænt rétt til þátttöku í úrvaldsdeild (efstu deild) þar sem fjölgað var í henni. Breiðablik vann aðeins einn leik, á móti Íslandsmeisturum Hauka, en margir leikir töpuðust með minnsta mun.
Breiðablik lék við ÍS sigurvegara í 1. deild um auka sæti í úrvaldsdeild, þar sem fjölgað var í deildinni annað árið í röð, en tapaði leiknum eftir framlengingu. [362] |
|
1988 | Blak konur uppskera | Meistaraflokkur kvenna vann til þriggja verðlauna á árinu. Liðið byrjaði á því að vinna haustmót með fullu húsi stiga, þá varð liðið deildarmeistari og tapaði aðeins einum leik. Í úrslitakeppninni var keppnin jöfn og spennandi og þurfti hreinan úrslitaleik milli Breiðabliks og Víkings til að skera úr um hvort liðið yrði Íslandsmeistari. Þegar til kastana kom reyndust Blikastelpur sterkari og unnu 3-1 og þar með varð langþráður draumur að veruleika.
Landsliðsmenn: Sigurborg Gunnarsdóttir (fyrirliði landsliðsins), Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, Oddný Erlendsdóttir, Hildur Grétarsdóttir. Sigurborg Gunnarsdóttir var valin íþróttamaður ársins úr röðum Blaksambands Íslands. Hún var einnig valin beswti leikmaður vetrarins af leikmönnum 1.deildar kvenna. [363] Hugmyndir voru uppi um að endurvekja mfl karla. |
|
1988 | Karate | Karatedeild Breiðbliks sigraði á 6. Shotokan meistaramótinu 1988 og sigruðu Finnbogi Karlsson og Helgi Jóhannesson nánast allar keppnir sem þeir tóku þátt í.[364] | |
1989 | Félagssvæði | 27. apríl var svæðið vestan Kópavogsvallar afhent Breiðabliki. Stærð þess er rúmlega 8 hektarar. [365] | |
1989 | Drottningargil | Ákveðið var að selja Bláfjallanefnd skíðalyftur og aðstöðu Breiðabliks í Bláfjöllum. Í framhaldi af sölunni var hafinn undirbúningur að byggingu skála sem staðsetja átti í nánd við aðalskíðasvæðið í Kóngsgili.[366] | |
1989 | Handbolti | Meistaraflokkur hafði orðið fyrir mikilli blóðtöku frá því keppnistímabilinu árinu áður, en þeir bræður Björn og Aðalsteinn Jónssynir fóru til Þýskalands til að spila handknattleik. Því miður náði liðið sér ekki á strik fyrr en í síðustu tveimur leikjunum en þá var fall í 2. deild bitur staðreynd. Þriggja ára dvöl í efstu deild var því á enda.
Uppbygging meistaraflokks kvenna og kvennahandboltans hélt áfram. Aðeins tveir flokkar félagsins náðu ekki að komast í úrslitakeppni en aðeins einum tókst að sigra í sínum flokki og verða Íslandsmeistari, 5.flokki karla, sem einnig varð Reykjanesmeistari. 4.flokkur kvenna varð í 2. sæti á Íslandsmótinu en varð Reykjanesmeistari. A-landslið: Guðmundur Hrafnkelsson Unglingalandslið: Ásgeir Baldurs. Unnið var að því að fá sovéskan þjálfara til landslið fyrir næsta vetur Boris Akbasev.[367] |
|
1989 | Breiðabliksdagur | Þann 10. júní var haldinn Breiðabliksdagur. | |
1989 | Félagssvæði | 27. apríl var félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal afhent félaginu við hátíðlega athöfn. | |
1989 | Rammasamningur | 17. október var skrifað undir ramma og samstarfssamning við Kópavogsbæ, sem fól m.. í sér að byggður yrði knattspyrnuvöllur, kastsvæði fyrir frjálsíþróttamenn, félagsheimili, búningsaðstaða og íþróttahús. | |
1989 | Viðbótarsamningar | 29. október var gerður viðbótarsamningur við bæjarstjórn Kópavogs um byggingu íþróttahúss vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattleikog rekstur Breiðabliks á húsinu.
Húsið var hugsað sem skóla- og íþróttamiðstöð og þótti vera 15 ára stökk fram í tímann miðað við fyrri áform. Fyrirhuguð bygging félagsheimilis var lögð á hilluna. |
|
1989 | Skóflustunga | 29. október tók Gestur Guðmundsson fyrstu skóflustunguna að sandgrasvelli félagsins. Séra Árni Pálsson blessaði svæðið en á milli 300-400 manns voru viðstaddir skóflustunguna og þáðu kaffiveitingar sem félagið bauð til í Félagsheimilinu. | |
1989 | Íþróttamaður ársins | Helgi Jóhannsson karatemaðurvar útnefndur Íþróttamaður Kópavogs. | |
1989 | Ruðningsdeild | Aðalfundur Breiðabliks samþykkir að taka inn í félagið ruðningsdeild (amerískan fótbolta). | |
1989 | Knattspyrna | Meistaraflokki karla mistókst að klófesta sæti í efstu deild bæði á Íslandsmóti innanhúss og utan. Raunar var liðið, eins og árið áður, í fallbaráttu.
Yngri flokkar félagsins héldu merki þess á lofti og skipuðu sér á bekk með sterkustu liðunum. |
|
1989 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkur varð óvænt Íslandsmeistari innanhúss í jöfnu og skemmtilegu móti. Sigurinn reyndist þó dýru verði keyptur því einn helsti máttarstólpi liðsins, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sleit hásin og var frá keppni þar til undir lok sumars. Liðið var í 4. sæti utanhúss en féll út í 1. umf. bikarkeppninnar fyrir ÍA sem varð bikarmeistari. | |
1989 | Frjálsar | UMSK hafnaði í 4. sæti í Bikarkeppni FRÍ.
Árangur Blika á árinu var góður og nokkur Íslandsmet litu dagsins ljós. Guðrún Arnardóttir setti met í langstökki án atrennu í stúlkna- og kvennaflokki, og Jón Sgurjónson í sleggjukasti unglinga. Guðrún varð Íslandsmeistari í 100 m grindahlaupi, 200 m hlaupi og langstökki án atrennu í stúlknaflokki. Jón Sigurjónsson varð Íslandsmeistari í sleggjukasti í unglingaflokki, Auðunn Jónsson í sleggjukasti í drengjaflokki, Bragi Smith í víðavangshlaupi í drengjaflokki og Ísleifur Karlsson í 1500 m hlaupi í drengjaflokki. Guðrún Arnardóttir náði lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið og Heimsmeistaramót unglinga. Landsliðsfólk: Guðrún Arnardóttir, kvennalandslið. Jón Sigurjónsson, unglingalandslið. |
|
1989/ 1990? | Karate | Deildin hélt áfram að vaxa og dafna. Sex Íslandsmeistarar í karate komu úr röðum Breiðabliks auk þriggja shotokan-meistara og bikarmeistara.
Kjarninn í starfi deildarinnar voru unglingar á aldrinum 12-16 ára og náðu þeir góðum árangri, m.a. fjórum Íslandsmeistaratitlum á unglinameistaramóti Íslands Á fyrsta bikarmóti Karatesambandsins hlaut Breiðablik eitt gull og jafnmörg silfur Á Íslandsmóti fullorðinna urðu tveir meistarar, Helgi Jóhannesson og Oddbjörg Jónsdóttir Á Norðurlandamótinu 1989 átti Breiðablik tvo landsliðsmenn, og náði annar þeirra öðru sæti í keppni. |
|
1990 | Íþróttamaður Kópavogs | Helgi Jóhannesson, karatemaður, kjörinn íþróttamaður Kópavogs. | |
1990 | Gróðursetning | 24. maí voru gróðursettar 40 aspir sem bæjarstjórn gaf félaginu í tilefni afmælis félagsins. | |
1990 | 40 ára afmæli | Blikar fögnuðu fertugsafmæli félagsins fram eftir ári. 12 febrúar var haldinn hátíðarfundur í Félagsheimili Kópavogs. Bærinn hafði verið skreyttur fánum og sérstakir afmælisborðar voru strengdir á byggingar við fjölfarnar leiðir auk þess sem strætisvagnar Kópavogs óku um með litla Breiðabliks fána. Einnig kom út sérstakt fréttablað í tilefni afmælisins.
21. apríl bauð Breiðablik bæjarbúum í afmæliskaffi og þáðu yfir 2000 manns boðið og mættu í íþróttahúsið Digranes. |
|
1989/
1990? |
Körfuknattleikur | Eins og árið áður lék mfl. karla í 1. deild og hafnaði í 7.sæti. | |
1990 | Handknattleikur | Boris Akbchev tók við þjálfun meistaraflokks karla og var þjálfurum yngri flokka innan handar. Meistaraflokkur spilaði í 2. deild. Þrír máttarstólpar höfðu yfirgefið liðið frá árinu áður, Guðmundur Hrafnkelsson, Kristján Halldórsson og Hans Guðmundsson. Flestir leikmanna liðsins höfðu ekki leikið leiki í efsta flokki áður og var árangur því betri en búist var við en liðið náði ekki að færa sig upp um deild. Á tímabili “óttuðust” menn að Blikar þyrftu að keppa við sjálfa sig um sæti í efstu deild því B-lið Breiðabliks var um tíma á leið upp úr 3. deild.
Leikmenn 3. flokks karla stóðu í ströngu þetta árið því auk þess að spila leiki eigin flokks spiluðu þeir einnig leiki 2. flokks auk þess sem stór hluti spilaði leiki B-liðs Breiðabliks í 3. deild. |
|
1990 | Blakdeild | Rekstur deildarinnar var alfarið á herðum meistaraflokks kvenna eins og verið hafði. Meistaraflokkur byrjaði keppnistímabilið með glæsibrag (1989) og sigraði bæði í haustmóti og deildarkeppni en varð í 2. sæti í úrslita- og bikarkeppni.
Arndís Þorvaldsdóttir var valin ein fjögurra efnilegustu blakkvenna landsins af leikmönnum og þjálfurum. Þrjár stúlkur voru valdar í landslið: Arndís Þorvaldsdóttir, Elín Hrund Þorgeirsdóttir og Guðný Laxdal. A-landslið kvenna: Sigurborg Gunnarsdóttir, Oddný Erlendsdóttir. |
|
1990 | Skíðadeild | Æfingar hófust á ný, en þær höfðu legið niðri tvö undanfarin ár. Um 36 krakkar, 12 ára og yngri, æfðu undir stjórn Jóns Garðasonar. 13 keppendur fóru á Andrésar Andarleikana.
5. maí var haldinn fjölskyldudagur. |
|
1990 | Íþróttaaðstaða | Félaginu var úthlutað nýtt svæði nokkru fyrir ofan Bláfjallaskálann. | |
1990 | Sunddeild | Sundiðkendum fór fjölgandi og voru þegar mest var um 60 við æfingar og keppni. Haldið var innanfélagsmót, keppt var við Mosfellsbæ, og Hveragerði en ekki náðist sigur nema í keppninni við síðarnefnda bæinn.
Sundfólkið þótti hafa tekið miklum framförum. Félagsstarfi var aftur í nokkrum blóma og var farið í æfingabúðir á tímabilinu. |
|
1991 | Sandgrasvöllur | 26. janúar var sandgrasvöllurinn vígður.[368] | |
1991 | Skíðadeild | Skíðaskáli og lyfta Breiðabliks í Bláfjöllum voru seld en gerður samningur við Kópavogsbæ um byggingu veglegs skíðaskála á öðrum stað í Bláfjöllum. Sá skóli var vígður 16. febrúar og afhent félaginu til rekstrar.[369] | |
1991 | Blak | Um veturinn (1990-1991) fækkaði flokkunum um einn og tóku þá aðeins tveir flokkar þátt í opinberum mótum; meistaraflokkur og 2. flokkur kvenna. Meistaraflokkurinn varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu og öðru sæti í Bikarkeppni KSÍ. Þrír leikmenn voru valdir í landsliðið en þeir voru: Elín Guðmundsdóttir, Oddný Erlendsdóttir og Sigurborg Gunnarsdóttir.
2. flokkur náði þriðja sætinu á Íslandsmóti. Úr liðinu voru valdar tvær stúlkur í unglingalandsliðið, þær Arndís Þorvaldsdóttir og Guðný Laxdal.[370] |
|
1. maí 1990 – 1. maí 1991 | Frjálsar | Sumarið 1990 voru haldin námskeið fyrir 10-14 ára krakka þar sem flestar frjálsíþróttagreinar voru kynntar.
15 Íslandsmeistaratitlar féllu Breiðabliksmönnum í skaut en skærast skein stjarna Guðrúnar Arnardóttur sem vann sjö titla. Þrír Breiðabliksmenn voru valdir í landsliðið, þau Guðrún Arnardóttir og Jón Sigurjónsson og Eggert Bogason.[371] |
|
1. maí 1990 – 1. maí 1991 | Handknattleiksdeild | Meistaraflokkur karla lék í 2. deild en endurheimti sæti sitt í 1. deild. Flokkurinn hélt í æfingaferð til Teningen í Þýskalandi í ágúst 1990 sem tókst mjög vel.
2. flokkur karla tók þátt í Íslandsmóti H.S.Í. og komst í A-úrslit en þetta var “besti árangur hjá þessum flokki í mörg ár.” Þetta var mjög viðburðarríkt ár hjá 4. flokki. Þeir byrjuðu í 3. deild, unnu sig upp í 2. deild en voru þá dæmdir niður í 4. deild. Starf í kvennaflokkum gekk ekki sem skildi. Einungis 4. og 5. flokkur stunduðu æfingar og tóku þátt í mótum.[372] |
|
1990 | Karate | Karatemenn Breiðabliks náðu ágætum árangri árið 1990, t.d. varð Helgi Jóhannesson í 1. sæti á Íslandsmóti Kata en hann náði einnig 1. sæti á Íslandsmóti Kumite í 73. kg. flokki. Einnig náðu Breiðabliksmenn 1., 2. og 3. sæti á sumarmóti Þórshamars og Breiðabliks í Kumite opnum flokki. Konurnar létu einnig til sín taka, t.d. náði Oddbjörg Jónsdóttir 1. sæti í KATA 17-18 ára á Íþróttahátíðarmóti Karate og Sumarmóti Þórshamars og Breiðabliks. Hún vann svo Kumite kvenna á Shotokanmeistaramótinu.[373] | |
1990 | Knattspyrna | Keppnistímabilið var eitt hið glæsilegasta í sögu deildarinnar. “Innanhúss unnust tveir titlar í Íslandsmóti þ.e. annar flokkur kvenna og fjórði flokkur karla. Utanhúss unnust fjórir titlar en það voru Íslandsmeistarar í Mfl. kvenna, öðrum flokki kvenna, þriðja flokki kvenna og fjórða flokki karla. Auk þess unnust fjjölmargir titlar í hinum ýmsu mótum … Meistaraflokkur karla hafnaði í öðru sæti annarrar deildar og ávann sér því rétt til setu í þeirri [efstu] að ári. Má segja að sá árangur hafi verið langþráður eftir fjögurra ára setu í 2. deild. Breiðablik hafði fyrir keppnistímabilið alla sína yngri flokka í A-riðli en mátti sjá á eftir 3. fl. karla niður í B-riðil. Hvað aðra flokka áhræir … náðu þeir mjög viðunandi árangri og reyndar fyrsti og annar flokkur karla lengi vel í baráttu um fyrsta sæti en urðu að láta sér það annað lynda.”
Níu leikmenn Breiðabliks voru valdir í landslið Íslands. Þau voru: Grétar Steindórsson, Arnar Grétarsson, Hákon Sverrisson, Ásgeir Baldursson, Elísabet Sveinsdóttir, Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Katrín Oddsdóttir og Unnur María Þorvaldsdóttir.[374] |
|
1990 | Gull og silfur mótið | Knattspyrnudeildin tók við framkvæmd Gull og silfur mótsins af kvennanefnd og foreldrum stúlknanna. Þátttakendur höfðu ekki verið fleiri eða um 600 talsins. | |
8.-15. apríl 1990 | Æfingaferð knattspyrnukarla til Þýskalands
|
Til að efla knattspyrnugetu og félagsanda meistaraflokks karla var haldið í víking til V-Þýsklands, nánar tiltekið til smáþopsins Grünberg sem er skammt frá Frankfurt. Þar var æft við fyrsta flokks aðstæður sem ýmis stórlið Evrópu höfðu notað. Leiknir voru æfingaleikir m.a. við varalið VFB Stuttgart. Sá leikur hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir tilstilli Ásgeirs Sigurvinssonar.[375] | |
1.sept. 1990-30.apr. 1991 | Kvennadeild | Fundir voru haldnir einu sinni í mánuði og voru oft fyrirlestrar um fjölbreytt málefni á þeim. Kvennadeildin stóð fyrir fjáröflun með blómasölu og kökubakstri.[376] | |
1990 | Körfuknattleikur | Árangur körfuknattleiksfólks var batnandi t.d. komst meistaraflokkur karla í átta liða úrslit í Bikarkeppni KKÍ.[377] | |
1990 | Óformlegir Íslandsmeistarar | Leikmenn æfðu af kappi fyrir fyrsta opinbera mótið í ruðningi á Íslandi sem haldið skyldi um mánaðarmótin júní-júlí. Áður en til mótsins kom gengu ruðningsleikmenn Víkings í lið Breiðabliks og höfðu með sér sex ameríska þjálfara. Þetta nýeflda lið Breiðabliks varð þó að lúta í lægra haldið sökum lítillar samæfingar að því að talið var. Um haustið komu ruðningsdeildir Breiðabliks, Fjölnirs og Stjörnunnar sér saman um að halda mót um haustið. Breiðablik og Stjarnan urðu saman í efsta sæti en Breiðablik var með betra markahlutfall þannig að þeir töldust hafa unnið mótið og voru “óformlegir Íslandsmeistarar í ruðningi.”[378] | |
1990 | Framtíðarsýn | Í lok ársskýrslu ruðningsdeildar fyrir árið 1990 skrifar Birgir S. Ásþórsson að amerískur “fótbolti (Ruðningur) er greinilega kominn til að vera og vonumst við til að fleiri lið bætist í hópinn þannig að eftir nokkur ár verðum við komnir með sambærilega deild og hafa verið stofnaðar víðsvegar í Evrópu.”[379] | |
1990 | Skíðadeild | Skíðadeild gerist formlegur aðili Skíðasambandsins.
Þátttaka í mótum var ekki í fyrirrúmi þetta árið. Áhersla var lögð á fjölskyldudaga og uppbyggingu skíðasvæðis og byggingu nýs skála.. Heiðar Árnason varð þó tvöfaldur Íslandsmeistari í öldungamóti vetrarins þegar hann sigraði bæði svigið og stórsvigið í aldurflokknum 50 til 55 ára. Á Andrésar Andar leikunum á Akureyri um vorið vann Sindri Már Pálsson bronsverðlaun í stórsvigi 8 ára drengja en þetta var í fyrsta skipti sem deildin vann til verðlauna á þessu móti.[380] |
|
1990 | Sunddeild | Árið 1990 tóku sundmenn Breiðabliks þátt í 14 mótum. Hæst bar sigur UMSK í sundi á Landsmóti UMFÍ en Breiðablik átti 10 keppendur í liði UMSK. Þetta var þó skammvinn sæla því í nóvember féll liðið niður í 2. deild í Bikarkeppni SSÍ en Breiðablik átti 6 keppendur í því liði.[381] | |
1991 | BREIÐABLIK | Skálinn, sem nefndur var BREIÐABLIK Skíðamiðstöð Kópavogs, var formlega afhentur Skíðadeild Breiðabliks 15. mars 1991.[382] | |
1991 | Ný sundlaug | 2. febrúar var nýja sundlaugin í Kópavogi vígð en sunddeildin kom að skipulagningu opnunarhátíðarinnar.[383] | |
1991 | Blakdeild | 2. flokkur stúlkna lagður niður vegna manneklu og áhugaleysis og var því aðeins starfandi meistaraflokkur kvenna, sem komst liðið í úrslit á Íslandsmótinu og hreppti þriðja sætið.[384] | |
1991 | Frjálsíþróttadeild | Lið UMSK endurheimti sæti sitt í fyrstu deild. Meðal einstaklinga náðist góður árangur en þar bar hæðst árangur Guðrúnar Arnarsdóttur og Jóns Sigurjónssonar. Guðrún varð Íslandsmeistari í 100 m. grindahl. og 200 m. hlaupi kvenna utanhús og 50 m. grindahl. og 50 m. hlaupi kvenna innanhús. Auk þess vann hún til tvenna gullverðlaun og einna silfurverðlauna á olympíuleikum smáþjóða í Andora. Jón Sigurjónsson varð Íslandsmeistari í sleggjukasti í flokki 22 ára og yngri. Hann kastaði á þessu tímabili 62.02 m. sem var annar besti árangur Íslendings í greininni frá upphafi.[385] | |
1991 | Handknattleiksdeild | Meistaraflokkur karla færði sig niður um deild úr þeirri efstu niður í 2. deild.[386] | |
1991 | Karatedeild | Uppistaðan í deildinni voru ungir félagsmenn og var aldursforsetinn 18 ára en sá yngsti 5 ára, og markaðist starfsemin því nokkuð af því. Keppnisárangur var ágætur; tveir unglingameistarar og nokkur silfur- og bronsverðalun á unglingamótum.[387] | |
1991 | Knattspyrnudeild | Árangurinn knattspyrnufólks var glæsilegur. Fjölmargir tittlar í yngri flokkum bæði innan húss og utan. Hæst bar þó meistaraflokk kvenna sem varð Íslandsmeistari utanhúss. Karlmennirnir stóðu sig betur en vonast var til og urðu í 5. sæti efstu deildar, sem var góður árangur eftir að hafa verið í 2. deild undangengin fjögur ár.
Yngri flokkarnir léku allir í A riðli og náðu almennt mjög góðum árangri, t.d. urðu 2., 3. og 4 fl. kvenna, höfnuðu allir í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu utanhúss.[388] |
|
1991 | Kvennadeild | Starfsemi deildarinnar fólst aðallega í fundum með áhugaverðum fyrirlesurum á borð við Jónu Ingibjörgu kynlífsfræðing, Önnu Gunnarsdóttur frá módelskóla Jönu og Önnu Eddu Ásgeirsdóttur næringarráðgjafa.[389] | |
1991 | Gönguhópur | Stofnaður var gönguhópur sem skellti sér í göngutúra einu sinni í viku. Gerð var tilraun með að fá fyrirlesara, í þessu tilviki Anton Bjarnason íþróttakennara, til að fjalla um efni sem ætti erindi til allra félagsmanna Breiðabliks. Anton hélt fyrirlestur um börn sem ekki kunna að hreyfa sig og bauð kvennadeildin stjórnum og þjálfurum annarra deilda og koma og hlýða á. Stefnt var á að gera þetta að árlegum viðburði.[390] | |
1991-1992 | Körfuknattleiksdeild | Fjöldi þátttakenda hafði vaxið með miklum hraða undanfarin ár og þetta tímabil mættu um 200 manns á æfingar hjá deildinni. Reynt var að bregðast við þessu með því að endurskipuleggja starfsemina þannig að starfið dreifðist á fleiri hendur t.d. var stofnað var meistaflokksráð og unglingaráð.
Minnibolti stúlkna varð Íslandsmeistari og meistaraflokkur karla vann 1. deild en þetta var besti árangur deildarinnar fram til þessa.[391] |
|
1991-1992 | Ruðningsdeild | Íþróttagreinin átti erfitt uppdráttar. Stjarnan og Fjölnir hættu æfingum og vantaði því sárlega mótherja.[392] | |
1991-1992 | Skíðadeild | Enn sem fyrr var megináherslan lögð á félagsstarfið en einnig var tekið þátt í mótum. Á Unglingameistaramót Íslands á Ísafirði voru sendir 10 keppendur og Andrésar Andarleikunum voru 42 keppendur frá Breiðablik en þar komu ein verðlaun í þeirra hlut sem voru nokkur vonbrigði því væntingarnar voru meiri.[393] | |
1991-1992 | Sunddeild | 16 krakkar héldu í æfingabúðir til Hollands í maí 1991. Sunddeildin tók þátt í fjölda móta en hæst bar þó Bikarkeppnin en þar náði UMSK fyrsta sæti í 2. deild og færðist því í 1. deild. Almenn ánægja var með nýju sundlaugina.[394] | |
1991-1992 | Tennis- og badmintondeild | Deildin var að vakna að nokkrum dvala. Lögð var fram drög að áætlun um byggingu tennishúss í febrúar 1991. Sumarið 1992 var áætlað að hafa skipulagðar æfingar á sandgrasvellinum.[395] | |
1992-1993 | Skóflustunga nýs íþróttahúss | 11. maí 1992 var tekin fyrsta skóflustungan að byggingu íþróttahúss og félagsaðstöðu í Kópavogsdal tekin af Grími Nordal, fyrsta formanni félagsins.[396] | |
1993 | Menningarvaka | Félagið hélt menningarveislu, annað árið í röð, þar sem fram fór mikið listaverkauppboð en verkin höfðu verið gefin að hluta til eða að öllu leyti félaginu. | |
1992 | Frjálsíþróttadeild | UMSK féll niður í 2. deild. Ljósið í myrkrinu var Jón Sigurjónsson sem bætti árangur sinn í sleggjukasti og kastaði 62.70 m.[397] | |
1992-1993 | Handknattleiksdeild | Haldið var handboltanámskeið fyrir yngstu aldurflokkana. Meistaraflokkur karla náði ekki að komast í efstu deild þó munaði litlu.[398] | |
1992-1993 | Karatedeild | Þó deildin væri fámenn og félagar ungir lét árangurinn ekki látið á sér standa. Ólafur Nielsen var valinn í unglingalandsliðið ekki síst vegna góðs árangurs á Unglingameistaramóti Íslands og Shotakanmóti þar sem hann vann til gullverðlauna í Kumite.
Jónas Ólason vann einnig til gullverðlauna í Kata á Unglingameistaramóti Íslands.[399] |
|
1992 | Knattspyrnudeild | Konur félagsins héldu uppi heiðri félagsins á knattspyrnusviðinu. Meistaraflokkur og 2. flokkur kvenna sigruðu bæði innanhúss og utan. Yngri flokkarnir léku allir í A-riðli og náðu þar ágætum árangri. Hið sama var ekki hægt að segja um meistaraflokk karla sem féll í 2. deild.[400] | |
1992 | Gull og silfur | Þátttaka í Gull og silfurmótinu sló öll met en um 840 stúlkur mættu til mótsins. “Mótið er að verða fastur liður í sumardagskrá yfir tuttu knattspyrnufélaga víðsvegar um landið. Sum félög senda yngri flokka ekki í Íslandsmóti, heldur bara á Gull og silfurmót Breiðabliks, því þar fá þau tækifæri til að keppa við flest félög á landinu í kvennaknattspyrnu.” [401] | |
1992 | Kvennadeild | Starfsemin var með svipuðu sniði og árin á undan. Haldnir voru fundir þar sem fluttir voru fyrirlestrar um ýmis málefni, allt frá meðhöndlun krema til vandamála nútímakvenna. Kvennadeildin sá um, sem fyrr, um veitingar á ýmsum uppákomum Breiðabliks svo sem Menningarmessunni og félagsfundum.[402] | |
1992-1993 | Körfuknattleikur | Iðkendum körfuknattleiks hélt áfram að fjölgja hjá Breiðabliks og voru um 300 þetta tímabil. Bætt var við mfl. kvenna og 10. flokki karla en einnig hófst þjálfun í drengjaflokki.[403] | |
1992-1993 | Ruðningur | Enn var Breiðablik eina liðið sem æfði ruðning og var því erfitt um vik. Þó héldu menn áfram að æfa og vonuðust eftir því að áhugi hinna félaganna væri glæðast.[404] | |
1992-1993 vetur | Foreldrafélag skíðadeildar | Stofnað var foreldrafélag við skíðadeildina sem var ætlað að aðstoða við starfsemina á ýmsa vegu.
39 keppendur tóku þátt í Andrésar Andarleikunum en þar náði Kristín Birna Ingadóttir bestum árangri en hún náði öðru sæti í flokki 9 ára stúlkna í svigi og stórsvigi.[405] |
|
feb. 1992-mars 1993 | Átak sunddeildar | Fjölgun var í deildinni. Átak var gert til að vekja áhuga grunnskólanema í 4., 5. og 6. bekk, en upplýsingum var dreift til þeirra og þeim boðið á æfingar. Þetta bar góðan árangur og ílengdust margir þeirra sem komu til að prófa. Einnig var haldið grunnskólamót þar sem keppt var eftir árgöngum. Þetta skilaði sér í því að um 80 stunduðu æfingar þetta tímabil.
UMSK féll í aðra deild. Helstu afrek voru: Rán Sturlaugsdóttir varð Unglingameistari í 400m fjórsundi og Einar Hrafn Jóhannesson Unglingameistari í 100m skriðsundi. Birkir Rúnar Gunnarsson náði sérstaklega góðum árangri en hann náði 3. sæti í 400m skriðsundi auk þess sem hann setti Íslandsmet í öllum greinum sem hann keppti í.[406] |
|
1993 | Framtíð Félagsheimilisins | Í mars var óskað eftir viðræðum við Bæjarráð Kópavogs vegna hugmynda um framtíð Félagsheimilisins. Aðildarfélögin vildu draga sig úr rekstri heimilisins og Breiðablik þar á meðal.[407] | |
1993 | Karatedeild | Deildin flosnaði upp fyrri hluta vetrar og hætti starfsemi. | |
1993 | Íþróttaskóli Breiðabliks | Knattspyrnudeildin rak íþrótta- og knattspyrnuskóla en ætlunin var að fleiri deildir kæmu að þeim rekstri í framtíðinni.[408] | |
1993 | Frjálsíþróttadeild | Uppistaðan í liði frjálsíþróttadeildar var ungt fólk eins og sjá má á þeim Íslandsmeistaratitlum sem Breiðabliksfólk vann á árinu. Þau unnu 26 Íslandsmeistaratitla innan- og utanhúss en þar af voru einungis tveir í karlaflokki og einn í öldungaflokki. Aðrir titlar unnust í yngri flokkum, aðallega 15-18 ára. Jón Sigurjónsson var enn að bæta sig í sleggjukasti.
Þetta unga lið var í liði UMSK sem vann 2. deild í Bikarkeppni FRÍ með miklum mun. Einn Breiðabliksmaður var valinn í A-landslið og fimm unglingar voru valdir í unglingalandslið Íslands.[409] |
|
1993-1994 vetur | Handknattleiksdeild | Stofnaðir fjórir nýir unglingaflokkar; 7. fl. karla og 4., 5. og 6. flokkur kvenna. Unglingastarfið var öflugt og skilaði sér í fleiri iðkendum enda bættust 100 nýir við deildina.[410] | |
1993 | Knattspyrnudeild | Meistaraflokkur karla varð deildarmeistari í annari deild og endurheimti þar með sæti sitt í þeirri efstu. Meistaraflokki kvenna tókst ekki að landa titli eftir nokkur mjög farsæl ár, en liðið lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu. Framtíðin var þó björt þar sem 2. flokkur kvenna var með yfirburðalið í sínum aldursflokki. Stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar bæði innanhúss og utan og töpuðu aðeins einum leik, sem var hið fyrsta á tveimur árum. [411] | |
1993 | Blikaklúbburinn | Gamalli hugmynd var hrundið í framkvæmd þegar Blikaklúbburinn var stofnaður 18. september. Tilgangur hans var að styðja og efla knattspyrnudeildina. Meðlimir klúbbsins urðu fljótlega hátt í tvö hundruð. | |
1993 | Erlend samskipti | “6. flokkurinn braut blað í sögu Ungmennafélagsins Breiðablik í erlendum samskiptum, þegar flokkurinn bauð 15 jafnöldrum sínum frá Berlín, F.v.b. Lichterfelde til æfinga og keppni. 27 manna hópur kom 16. júní til viku dvalar. Hópurinn upplifði magnaða stemmingu þann 17. júní, horfðu á minningarleik um Daða Sigurvinsson og um kvöldið var farið á dansleik í miðbæ Reykjavíkur. Sett var upp þriggja liða mót, sem þátt tóku í, auk Breiðabliks, Lichterfelde og Valur. Mótið tókst með afbrigðum vel. Farið var með drengina í heimsókn til forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Einnig var farið í Bláa lónið og drengjunum boðið á hestbak o.fl.
Drengirnir gistu allir í heimahúsum, en foreldrar sem fylgdu drengunum gistu í Digranesi.”[412] |
|
1993-1994 | Körfuknattleikur | Í fyrsta skipti var æft í öllum aldursflokkum. Meistaraflokkur kvenna sigraði í 2. deild.[413] | |
1993-1994 vetur | Skíðadeild vill út | Í janúar hélt skíðadeildin í sína fyrstu utanlandsför þegar 14 til 16 ára skíðaiðkendur héldu til Austurríkis með fögru föruneyti.[414] | |
1993-1994 | Sunddeild | Í ágúst 1993 fór 13 manna hópur til æfinga og keppni í Glasgow.
Lið UMSK sigraði í 2. deild og færðist því upp í efstu deild. Tómas Sturlaugsson synnti best Breiðabliksmanna og betur en aðrir jafnaldrar sínir en hann varð aldurflokkameistari sveina í fjórum greinum og setti auk þess sveinamet í öðrum fjórum greinum.[415] |
|
1994 | Sigur á Andrési | Björn Þór Ingason sigraði í 7 ára flokki í stórsvigi og svigi (leikjabraut) á Andrésar Andarleikunum og var það í fyrsta sinn sem Breiðabliksfélagi nær slíkum titli.[416] | |
1994 | Smári og Smárinn vígður | 3. nóvember fór fram vígsla á nýrri félagsaðstöðu og íþróttahúsi í Smára. Þá var afhjúpað listaverið “Upphaf” sem staðsett er fyrir framan íþróttahúsið. Félagssvæðið var nefnt Smári en íþróttahúsið fékk nafnið Smárinn.[417] | |
1994 | HM’95 | 23. júní var dregið í riðla fyrir HM´95 í handknattleik en einn riðill skyldi leikinn í nýja íþróttahúsi Breiðabliks. Í tilefni útdráttarins var mynduð keðja barna og unglinga frá Íþróttahúsinu og í Perluna.[418] | |
1994 | Íþróttaskólinn | Um haustið tók Íþróttaskólinn til starfa en hann var ætlaður yngstu aldurshópunum.[419] | |
1994 | Nýtt merki | Nýtt merki félagsins var tilbúið fyrir vígsluathöfnina en Fanney Vilbergsdóttir hannaði merkið.[420] | |
1994 | Frjálsíþróttadeild | Árangur frjálsíþróttafólks var betri en oft áður. UMSK varð í þriðja sæti 1.deildar sem var besti árangur liðsins í áraraðir.
Íslandsmeistaratitlarnir urðu fimm talsins í fullorðinsflokki og fjölmargir hjá yngra fólkinu. Á Landsmótinu unnu Breiðabliksmenn til þriggja gullverðlauna auk þess að eiga fulltrúa í vinningsliði í 4×100 m og 1000 m boðhlaupi karla en í báðum hlaupum var sett Landsmótsmet. Jóhanna Ósk og Guðlaug Ósk kepptu á norðurlandamóti unglinga en Guðlaug er einnig valin til að keppa í A-landsliðinu í Evrópukeppninni í Dublin ásamt þjálfara Breiðabliks Agli Eiðssyni.[421] |
|
1994 | Knattspyrnudeild | Meistaraflokkur kvenna sigraði með yfirburðum í efstu deild og varð einnig Mjólkurbikarmeistari. Meistaraflokkur karla tryggði sér áframhaldandi setu í 1. deild á lokasprettinum. Annar flokkur kvenna varð Íslandsmeistari og annar flokkur karla Bikarmeistari.[422] | |
1994-1995 | Handknattleiksdeild | Stofnaður var nýr unglingaflokkur, 7. flokkur kvenna. En það var ekki það eina sem stofnað þetta árið. “Ákveðið var að stofna stunðningsmannaklúbbinn Blikann og kvennaklúbbinn. Aðalmarkmið þessara beggja klúbba væri að vera stuðningsaðilar deildarinnar en þó með misjöfnum hætti. Skyldi Blikinn verða fjárhagslegur stuðningsaðili en Kvennaklúbburinn verða meira félagslegur bakhjarl.”
Deildin starfrækti handboltaskóla fyrir yngstu kynslóðina í ágúst 1994 en skólastjóri var Guðmundur Hrafnkelsson. Þátttakendur voru um 90 sem flestir gengu til liðs við unglingaflokkana er skólanum lauk.[423] |
|
1995 | Kvennadeild | Deildin tekur að sér rekstur veitingasölu í Smáranum.[424] | |
1994-1995 | Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna | Meistaraflokkur kvenna varð Íslandsmeistari, en þetta var fyrsta árið þeirra í efstu deild. Liðið hafði fengið liðsstyrk úr öðrum félögum en að öðrum ólöstuðum var það hin bandaríska Penni Peppas sem átti stærsta þáttinn í velgengi liðsins. Sex leikmenn voru svo valdir í landslið Íslands; tvær í A-landsliðshópinn, tvær í unglingalandsliðið og tvær í stúlknalandsliðið.
Meistaraflokkur karla sigraði í 1. deild og vann sér rétt til að leika í úrvalsdeildinni að ári. Einn var valinn í landsliðshóp U-20.[425] |
|
1994-1995 vetur | Skíðadeild | Í janúar héldu 24 iðkendur til Austurríkis í æfingaferð.
Gert var átak í að fjölga í deildinni sem skilaði sér vel því iðkendum fjölgaði úr um 50 í um 90. Breiðabliksmenn sóttu á á Andrésar Andarleikunum og eignuðust sinn annan meistara en nú í 10 ára aldurflokki, í svigi og stórsvigi. Alls komu 19 verðlaunapeningar í hlut félagsins.[426] |
|
1994 | Sunddeild | UMSK féll í aðra deild í Bikarkeppni SSÍ.
4. september var efnt til Kópavogssunds í Sundlaug Kópavogs en meðlimir sunddeildar voru þar við störf. Birkir Rúnar Gunnarsson hélt áfram sigurgöngu sinni og setti Íslandsmet í flokki blindra í sjö greinum en náði auk þess góðum árangri á Heimsmeistaramóti fatlaðra á Möltu þar sem hann lenti m.a. í öðru sæti í tveim greinum.[427] |
|
1995 | Ármann J. Lárusson, glímukappi, afhenti félaginu að gjöf alla verðlaunagripi sína.[428] | ||
1995 | Karatedeild | Deildin var endurreist um vorið.[429] | |
1995 | Frjálsíþróttadeild | Frjálsíþróttamenn Breiðabliks áttu ágætu gengi að fagna sumari 1995 en helst mætti nefna að Egill Eiðsson sigraði á Meistaramóti Íslands í 400 m grindahlaupi og endurtók leikinn í sömu grein í Bikarkeppni FRÍ. Hann var ásamt Herði Gunnarssyni valinn í boðhlaupssveit Íslands á Smáþjóðaleikunum í Luxumburg sem náði 1. sæti. Hinir sömu voru í boðhlaupssveit UMSK sem setti nýtt Íslandsmet í 4×100 m.
Fimm Blikar voru valdið í landslið Íslands sem fór á Smáþjóðaleikana í Luxumburg. Einn einstaklingur var valinn í úrvalshóp FRÍ 1995 og fimm í úrvalshóp FRÍ 15-20 ára. Stefán Ragnar var varlinn í Syney-hóp FRÍ 2000 árið 1995 og fór því í æfingaferð til Bandaríkjana en Stefán keppti einnig á Norðurlandamóti unglinga.[430] |
|
1995 | Vinabæjarmót | Þetta sumar kom í hlut Íslendinga að halda hið árlega vinabæjamót. Vegna tafa við framkvæmdir var ekki hægt að halda mótið á nýjum frjálsíþróttavelli í Kópavogi eins og vonir stóðu til og fór mótið því fram á Laugarvatni. Þrátt fyrir fjarlægð við heimaslóðir gekk skipulagning og framkvæmd mótsins vel.[431] | |
1995 | Heimsmeistaramót í Smáranum | Einn riðill heimsmeistaramótsins í handknattleik, sem fram fór í maí, var leikinn í Smáranum. Handknattleiksdeildir Breiðabliks og HK sáu um stærstan hluta af framkvæmd riðilsins.[432] | |
1995 | Karatedeild endurvakin | Deildin var endurvakin í mars. Starfið fór ágætlega af stað og að meðaltali æfðu um 30 hjá deildinni.
Íslandsmótið í karate var haldið í Smáranum.[433] |
|
1995 | Knattspyrnudeild á nýjum slóðum | Meistaraflokkur kvenna varð Íslandsmeistari. Liðið tók, fyrst íslenskra kvennaliða, þátt í “Nordic Open Championship for women” sem haldið var í Noregi.
Meistaraflokkur karla ..? Annar flokkur karla varð Íslandsmeistari bæði innan- og utanhúss og léku til úrslita í bikarkeppninni en þurftu þar að lúta í lægra haldi fyrir Val. Fjórði flokkur kvenna sigraði á Íslandsmóti b-liða, fimmti flokkur var Hnátumeistari “og aðrir flokkar stóðu sig almennt með miklum sóma …”[434] |
|
1995-1996 | körfuknattleiksdeild | 30. mars 1996 var haldið fyrsta fyrritækja- og stofnanamót í körfuknattleik á vegum körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Keppt var í kvennaflokki og mættu fimm lið til keppni.
Meistaraflokkur karla tryggði sæti sitt fyrir næsta vetur í úrvalsdeildinni. Meistaraflokkur kvenna tókst ekki að verja titil sinn en gekk ágætlega.[435] |
|
1995-1996 | Skíðadeild á nýjum slóðum | Skíðadeild Breiðabliks þreytti frumraun sína í alvöru mótahaldi þegar hún sá um framkvæmd á Bikarmóti SKÍ í flokki 13-14 ára og tókst það ágætlega.
Sem fyrr var það yngri aldurshóparnir sem hvað árangur og þátttöku mótum varðar. Tveir blikastrákar urðu meistarar á Andrésar Andarleikunum.[436] |
|
1996 | Átak gegn vímuefnaneyslu ungmenna | 16. október var haldinn fundur á vegum Breiðabliks í Smáranum um samstarf um forvarnir gegn vímu- og fíkniefnaneyslu ungmenna.[437] | |
1996-1997 | Félag án kynsóðabils | “Á starfsárinu starfaði hópur eldri borgara í nafni Breiðabliks. Tvisvar í viku komu félagarnir í leikfimi og mæltist þessi starfsemi mjög vel fyrir.”[438] | |
1996-1997 | Frjálsíþróttadeild | Margir einstaklingar stóðu sig ágætlega á Meistaramóti Íslands og í Bikarkeppni FRÍ og náðu þar verðlaunasætum en hæst bar Hörð Gunnarsson sem var í boðhlaupssveit Íslands sem keppti í Evrópubikarkeppninni og setti nýtt Íslandsmet. Hörður var sá eini sem valinn var í landslið þetta árið en fimm einstaklingar voru valdir í úrvalshóp FRÍ 2000 unglinga og einn í Sydneyhóp FRÍ 2000.[439] | |
1996-1997 | Handknattleiksdeild | Starfandi voru 13 flokkar sem tóku allir þátt í Íslandsmótum og náðu þar misjöfnum árangri. Best gekk í meistaraflokki karla sem tryggði sér sæti í efstu deild.[440] | |
1996 | Karatedeild | Deildin stóð fyrir Íslandsmeistaramóti í Kumite fyrir hönd Karatesamband Íslands og tókst það vel.[441] | |
1996 | Frjálst framtak – Póstburðarfélagið | Til fjáröflunar var reynt að koma upp póstdreifingarfyrirtæki. Þetta uppátæki vakti eftirtekt og kom jafnvel til umræðu á Alþingi.[442] | |
1995 | Blikaklúbbur kvenna | 16.desember var haldinn stofnfundur Blikaklúbbs kvenna sem skyldi vera stuðningsmannaklúbbur fyrir meistaraflokk kvenna.[443] | |
1996 | Knattspyrnudeild | Meistaraflokkur karla féll í 2. deild konur félagsins héldu merki þess hátt á lofti.
Liðið, sem oft hafði náð frábærum árangri, sigraði í öllum mótum og keppnum hér á landi sem þær gátu tekið þátt í, Íslandsmótum innan og utanhúss, Deildarbikarkeppni, Bikarkeppni KSÍ og Meistarakeppni KSÍ. Þessi mikla velgengi skilaði sér í fjölda landliðskvenna en níu konur voru valdir í landsliðið.[444] |
|
1996 | Einstæður árangur | Meistaraflokkur kvenna náði þeim öfundsverða árangri að sigra alla leiki sína á keppnistímabilinu. | |
1996 | Rússland-Breiðablik | Í landsleik gegn Rússum voru níu Breiðabliks konur. | |
1996-1997 | Körfuknattleiksdeild | Meistaraflokki karla gekk allt í mót og féll í 1. deild. Meistaraflokki kvenna gekk ekki mikið betur enda þjálfaraskipti tíð. Um tíma var ætlunin að leggja flokkinn niður en horfið var frá því vegna mikils þrýstings frá stjórn Körfuknattleikssambandsins.[445] | |
1996-1997 | Skíðadeild | Haldið var í æfingaferð til Austurríkis.
Uppgangur var hjá félaginu og sjá mátti betri árangur á mótum. Skíðadeildin eignaðist Íslandsmeistara í svigi í 13-14 ára aldursflokki, Stefán Örn Hreggviðsson.[446] |
|
1996-1997 | Sunddeild | Starfsemi deildarinnar var með hefðbundnu sniði. Sex sundmenn náðu lágmörkum fyrir IMÍ og var það mesti fjöldi sem náð hafði því marki frá því að sunddeildin var stofnuð.[447] | |
1997-1998 | Handknattleiksdeild | Meistaraflokkur karla féll í 2. deild.[448] | |
1997-1998 | Karatedeild | Iðkendur voru duglegir að taka þátt í hinum ýmsum mótum þótt ekki næðust mörg verðlaun. Þó unnu krakkar 11 ára og yngri silfurverðlaun í hópkata á Íslandsmóti JKA í desember 1997, tvenn bronsverðlaun í kata 9 ára og yngri og kumite 9 ára og yngri.[449] | |
1997 | Knattspyrnudeild | Meistaraflokkur kvenna sigraði á Íslandsmóti innanhúss en lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu utanhúss. Það fór þó ekki svo að stúlkurnar yrðu tittlalausar þetta sumarið því þeim tókst að verja bikarmeistaratitil sinn með því að vinna Val.
4. flokkur kvenna B varð Íslandsmeistari.[450] |
|
1997 | Norðurlandamót | Norðurlandamót meistaraliða kvenna í knattspyrnu fór fram í Kópavogi 13.-16. ágúst og sá Breiðablik um framkvæmd mótsins. | |
1997-1998 vetur | Körfuknattleiksdeild | Meistaraflokkur kvenna hættir.
Körfuknattleiksleikir Smáþjóðaleikanna 1997 fóru fram í Smáranum og kom deildin að framkvæmd þeirra.[451] |
|
1997-1998 | Skíðadeild 25 ára | 14. desember 1997 var haldið upp á 25 ára afmæli deildarinnar. Af því tilefni var efnt til mikillar afmælisveislu í skálanum í Bláfjöllum. | |
Skíðadeild | Breiðablik sá um framkvæmd Unglingameistaramóts Íslands í apríl 1998. Það gekk vel þótt flytja þyrfti mótið til Akureyrar vegna snjóleysis syðra.
Deildin áttu sex fulltrúa í Unglingaúrvali SKÍ skipað krökkum frá 13 til 16 ára. 19 krakkar fóru til Noregs í æfingaferð í desember 1997. Keppendur frá Breiðabliki tóku í fyrsta sinn þátt í Lnadsmóti og á FIS mótum. Á Unglingameistaramótinu varð Sindri Már Pálsson í þriðja sætið í stórsvigskeppni. 40 krakkar frá Breiðabliki tóku þátt í Andrésar Andarleikunum. Besta árangri náðu Fannar Gíslason sem var meistari í svigi 12 ára pilta og Pétur Haukur Loftsson sem varð meistari í stórsvigi 10 ára pilta. Eldri krakkarnir tóku þátt í Bikarmótum SKÍ og unnust þar tveir sigrar í svigi.[452] |
||
1997-1998 | sunddeild | Sundfólk tók þátt í fjölmörgum mótum og varð félagið stigahæst á Unglingamóti KR.
Hópur frá félaginu fór í æfingaferð til Danmörk í ágúst.[453] |
|
1998-1999 | Frjálsíþróttadeild undir eigin merki | Breiðabliksmenn kepptu í fyrsta skipti undir eigin merkjum, en ekki UMSK, í Bikarkeppni FRÍ. Breiðablik varð í 1. sæti í 2. deild í þeirri keppni og færðist því upp í efstu deild.
Tíu einstaklingar voru valdir í úrvalshóp unglinga hjá FRÍ.[454] |
|
1998-1999 | Heimsmeistari | Geir Sverrisson vann einstætt afrek er hann vann til tveggja heimsmeistaratitla og einna bronsverðlauna á heimsmeistaramóti fatlaðra, sem haldið var í Birmingham á Englandi. Geir sigraði í 100 m og 200 m hlaupum og varð þriðji í 400 m hlaupi. | |
1998-1999 | Handknattleiksdeild | 2. flokkur karla komst í undanúrslit í bikarkeppni HSÍ.[455] | |
1998 | Knattspyrna kvenna | Meistaraflokkur kvenna varði Íslandsmeistaratitil sinn innanhúss og unnu Bikarkeppnina. Flokkurinn fór til Portúgals í æfingaferð í apríl.
2. flokkur. kvenna sigraði í Bikarkeppni KSÍ. |
|
1998 | Á ný í efstu deild | Meistaraflokkur karla tók flugið og sigraði í 1. deild. | |
Framhald í vinnslu.
Skemmtilegar tilvitnanir:
Úr skýrslu þjálfara 6. fl. kk. 1987:
“Síðasta mót sumarsins var síðan Haustmót UMSK og var það mót haldið á Smáravammsvelli í stinningskulda og gæsaskít, sem gerði leikmönnum erfitt um hlaup.”[456]
[1] Breiðablik 10 ára, 19.
[2] Breiðablik 10 ára, 20.
[3] Breiðablik 10 ára, 20.
[4] Breiðablik 10 ára, 12.
[5] Breiðablik 10 ára, 20.
[6] Breiðablik 10 ára, 20.
[7] Breiðablik 10 ára, 20.
[8] Breiðablik 10 ára, 12.
[9] Breiðablik 10 ára, 12.
[10] Breiðablik 10 ára, 20.
[11] Breiðablik 10 ára, 12.
[12] Breiðablik 10 ára, 12.
[13] Breiðablik 10 ára, 12.
[14] Breiðablik 10 ára, 12.
[15] Breiðablik 10 ára, 21.
[16] Breiðablik 10 ára, 12-13.
[17] Breiðablik 10 ára, 12-13.
[18] Breiðablik 10 ára, 12-13.
[19] Breiðablik 10 ára, 13.
[20] Breiðablik 10 ára, 21.
[21] Breiðablik 10 ára, 21.
[22] Breiðablik 10 ára, 21.
[23] Breiðablik 10 ára, 22.
[24] Breiðablik 10 ára, 13.
[25] Breiðablik 10 ára, 22.
[26] Breiðablik 10 ára, 22.
[27] Breiðablik 20 ára, 7.
[28] Breiðablik 10 ára, 16.
[29] Breiðablik 10 ára, 22.
[30] Breiðablik 10 ára, 13.
[31] Breiðablik 10 ára, 13.
[32] Breiðablik 10 ára, 16, 22.
[33] Breiðablik 20 ára, 19.
[34] Breiðablik 10 ára, 16.
[35] Breiðablik 10 ára, 16.
[36] Breiðablik 10 ára, 16-17.
[37] Breiðablik 20 ára, 30.
[38] Breiðablik 10 ára, 17.
[39] Breiðablik 20 ára, 17.
[40] Breiðablik 10 ára, 13.
[41] Breiðablik 10 ára, 13.
[42] Breiðablik 10 ára, 13.
[43] Breiðablik 10 ára, 17. Erfitt að lesa úr greininni hvort höfundir eigi við sumarið 1959. Ath. betur! Knattspyrna eða handknattleikur???
[44] Breiðablik 20 ára, 30.
[45] Breiðablik 10 ára, 17. – Ársskýrsla Breiðabliks 1960, vantar bls.tal. [4].
[46] Breiðablik 10 ára, 13-14.
[47] Breiðablik 10 ára, 14.
[48] Breiðablik 10 ára, 14.
[49] Breiðablik 10 ára, 15.
[50] Breiðablik 10 ára, 14.
[51] Breiðablik 10 ára, 14.
[52] Breiðablik 10 ára, 17.
[53] Breiðablik 20 ára, 17.
[54] Breiðablik 20 ára, 20.
[55] Ársskýrsla Breiðabliks 1960, vantar bls.tal. [3].
[56] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 2.
[57] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 3.
[58] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 4.
[59] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 8.
[60] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 6.
[61] Breiðablik 20 ára, 20.
[62] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 6.
[63] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 6.
[64] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 8.
[65] Breiðablik 20 ára, 20.
[66] Breiðablik 20 ára, 23. Stenst þetta?? Er þetta ekki tóm vitleysa? Frjálsíþróttamenn voru löngu farnir að hala inn Íslandsmeistaratitlum fyrir 1961!!
[67] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 5. Hér ber heimildum ekki saman, eða hvað? Er Kristján H. kannski Heimir?? Og fleiri atriði.
[68] Breiðablik 20 ára, 17.
[69] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 11. Hér ber heimildum ekki saman!!!
[70] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10.
[71] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. Þannig er heldur gróft að segja að Ármann sé fyrsti Breiðabliksmaðurinn sem fer utan!!
[72] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10.
[73] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. Þannig er heldur gróft að segja að Ármann sé fyrsti Breiðabliksmaðurinn sem fer utan!!
[74] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. Tóku ekki fleiri þátt??? Getur þetta staðist?
[75] Breiðablik 20 ára, 17. Og Þórður! Þetta er rétt.
[76] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. ATH!!!!
[77] Breiðablik 20 ára, 20. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 37.
[78] Breiðablik 20 ára, 17. Vantar nánari upplýsingar.
[79] Breiðablik 20 ára, 17.
[80] Breiðablik 20 ára, 24-25.
[81] Breiðablik 20 ára, 25.
[82] Breiðablik 20 ára, 17. Erfitt að átta sig á ártalinu.
[83] Breiðablik 20 ára, 18. Bíddu nú við! Það var eitthvað vitlaust við þetta ef ég man rétt.
[84] Breiðablik 20 ára, 20-21.
[85] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 23.
[86] Breiðablik 20 ára, 18. ATH!!!
[87] Breiðablik 20 ára, 18.
[88] Breiðablik 20 ára, 18.
[89] Breiðablik 20 ára, 18.
[90] Breiðablik 20 ára, 10.
[91] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 31.
[92] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 23-24.
[93] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 20, 30, 33.
[94] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 26.
[95] Breiðablik 20 ára, 10.
[96] Breiðablik 20 ára, 10.
[97] Breiðablik 20 ára, 18.
[98] Breiðablik 20 ára, 21.
[99] Breiðablik 20 ára, 21.
[100] Breiðablik 20 ára, 18.
[101] Breiðablik 20 ára, 19.
[102] Breiðablik 20 ára, 18.
[103] Breiðablik 20 ára, 18.
[104] Breiðablik 20 ára, 19.
[105] Breiðablik 20 ára, 18.
[106] Breiðablik 20 ára, 21.
[107] Breiðablik 20 ára, 19.
[108] Breiðablik 20 ára, 19.
[109] Breiðablik 20 ára, 19.
[110] Breiðablik 20 ára, 8.
[111] Breiðablik 20 ára, 8.
[112] Breiðablik 20 ára, 21.
[113] Breiðablik ársskýrsla 1970, 2.
[114] Breiðablik ársskýrsla 1970, 3, 12-13.
[115] Breiðablik ársskýrsla 1970, 3, 12-13.
[116] Breiðablik ársskýrsla 1970, 3.
[117]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 23.
[118] Breiðablik ársskýrsla 1970, 25-26.
[119] Breiðablik ársskýrsla 1970, 10.
[120] Breiðablik ársskýrsla 1970, 36.
[121] Breiðablik ársskýrsla 1970, 30.
[122] Breiðablik ársskýrsla 1972, 35.
[123] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 38.
[124] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 3-4, 28-29.
[125] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 3-4, 28-29.
[126]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 24.
[127] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 31-32.
[128] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 33.
[129] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 32.
[130] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5-6.
[131] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 7.
[132] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5, 38-39. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35.
[133] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5, 38-39. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35.
[134] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5, 38-39. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35.
[135]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 11-13.
[136]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 15-16.
[137] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 11.
[138] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5-6.
[139] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 3.
[140] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 44.
[141] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 43.
[142] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 2.
[143] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 2-5.
[144] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 3, 14-15.
[145] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 9.
[146] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 23.
[147] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 25-29.
[148] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 25-29.
[149] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 25-29.
[150] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 32.
[151] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35-36.
[152] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 13.
[153] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 13.
[154] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 43.
[155] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 40.
[156] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 37.
[157] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 42-43.
[158] Heimild Guðmundur Oddsson.
[159] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, [8].
[160] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 40.
[161] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 37.
[162] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 34.
[163] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 3.
[164] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 20-21, 24.
[165] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 32-33.
[166] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 13-14.
[167] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 8-10.
[168] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 2.
[169] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 18.
[170] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 3.
[171] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 1-2.
[172] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 2-3.
[173] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 2.
[174] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 3.
[175] “Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 3.
[176] “Ársskýrsla sunddeildar 1974” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[177] “Ársskýrsla skíðadeildar 1974” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[178] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[179] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 4.
[180] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, [8].
[181] Heimild Guðmundur Oddsson.
[182] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, [8].
[183] “Starfsskýrsla og reikningar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks”Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[184] “Starfsskýrsla og reikningar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks”Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[185] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 1, 10-26.
[186] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 26.
[187] “Ársskýrsla aðalstjórnar Breiðabliks árið 1975” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[188] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 26. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 39.
[189] “[Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[190] “Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks árið 1975” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[191] “Skýrsla formanns körfuknattleiksdeildar” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[192] “[Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[193] “Ársskýrsla sunddeildar UBK 1975” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[194] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5.
[195] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 35.
[196] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 4, 55-56.
[197] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 53.
[198] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 49, 51.
[199] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 6, 48.
[200] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 45-46.
[201] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 2.
[202] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5.
[203] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5, 11-13, 25.
[204] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5-6, 13, 16-17.
[205] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 6.
[206] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 32-36.
[207] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 35-36, 40-41.
[208] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 6.
[209] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 40.
[210] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 12.
[211] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 61.
[212] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 60.
[213] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 56-59.
[214] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 51-53.
[215] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 47-48.
[216] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 44-45.
[217] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 38-41.
[218] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 16-19.
[219] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 14-15.
[220] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 6.
[221] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 3-4.
[222] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 12.
[223] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[224] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[225] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[226] “Frá handknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[227] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[228] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[229] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[230] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[231] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[232] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[233] “Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar] Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[234] “Skýrsla formanns fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[235] “Frá handknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[236] “Körfuknattleiksdeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[237] “Sunddeild Breiðabliks. Skýrsla formanns fyrir árið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[238] “Ársskýrsla Blakdeildar árið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[239] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[240] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[241] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[242] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[243]“[Ræða Steinars Lúðvíkssonar 30.1.1981 við víglsu skíðalyftu.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[244] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[245]“[Ræða Steinars Lúðvíkssonar 30.1.1981 við víglsu skíðalyftu.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1981. “Starfsskýrsla stjórnar UBK fyrir árið 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[246] “Starfsskýrsla stjórnar UBK fyrir árið 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[247] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[248] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[249] “[Ársskýrsla stjórnar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks 1981].” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[250] “[Ársskýrsla stjórnar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks 1981].” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[251] “Frá handknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[252] “Frá körfuknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[253] “Sunddeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[254] “Ársskýrsla blakdeildar árið 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[255] “Ársskýrsla blakdeildar árið 1982-3.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[256] “Skýrsla Handknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[257] “Frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[258] “Skýrsla körfuknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[259] “Skýrsla stjórnar sunddeildar Breiðabliks fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[260] “Skýrsla stjórnar sunddeildar Breiðabliks fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[261] “Skýrsla skíðadeildar Breiðabliks.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[262] “Frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Breiðabliks. Ársskýrsla 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[263] “[Skýrsla fyrir árið 1983.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[264] “Frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Breiðabliks. Ársskýrsla 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[265] “Kvenfélag knattspyrnudeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[266] “Kvenfélag knattspyrnudeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[267] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[268] “Starfsskýrsla stjórnar U.B.K. fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[269] “Kvenfélag knattspyrnudeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[270] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[271] “Eldri flokkur.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[272] “Skýrsla Meistaraflokksráðs karla 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[273] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[274] Gunnar Steinn Pálsson, “Skýrsla meistaraflokks karla “Breiðablik. Ársskýrsla 1982. Sigurður Þorsteinsson, Meistaraflokksverkefni” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[275] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[276] “Skýrsla fyrir 2. flokk 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[277] “Skýrsla þjálfara meistaraflokks kvenna.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[278] “Yngri flokkur kvenna.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[279] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[280] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[281] “Starfsskýrsla stjórnar U.B.K. fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[282] “[Aðalfundur Breiðabliks 30.4. 1982.] Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[283] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[284] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[285] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[286] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[287] “Skýrsla þjálfara 6. og 7. flokks UBK 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[288] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[289] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[290] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[291] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[292] “Yngri flokkur stúlkna.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[293] “Unglinganefnd. Skýrsla fyrir starfsárið 1982-1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[294] “Unglinganefnd. Skýrsla fyrir starfsárið 1982-1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[295] “Yfirlit formanns.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[296] “[Skýrsla fyrir árið 1983.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[297]“Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar].” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[298] “Skýrsla handknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[299] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[300] “Skýrsla handknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[301] “Skýrsla körfuknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[302] “Skýrsla Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[303] “Aðalfudur skíðadeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[304] “Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[305] Breiðablik. Ársskýrsla 1984.
[306] Breiðablik. Ársskýrsla 1984.
[307] Breiðablik. Ársskýrsla 1984.
[308]“Aðalfundur Ungmennafélagsins Breiðabliks 29. mars 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[309]“Skýrsla körfuknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[310]“Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar til aðalstjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[311]“Skýrsla handknattleiksdeildar fyrir árið 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[312]“Skýrsla þjálfara yngri flokka [frjálsíþróttadeildar.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[313]“Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar].” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[314]“Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar].” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[315] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[316]“Karatedeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[317]“Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[318]“Skýrsla stjórnar skíðadeildar Breiðabliks fyrir árið 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[319]“[Skýrsla aðalstjórnar.]” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[320]“Skýrsla stjórnar .” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[321]“Skýrsla stjórnar .” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[322]“Skýrsla þjálfara 3.flokks kvenna.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[323]“Skýrsla stjórnar .” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[324]“Frjálsíþróttadeild UBK. Ársskýrsla.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[325]“Frjálsíþróttadeild UBK. Ársskýrsla.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[326]“Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[327]“Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar til aðalstjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[328]“Skíðadeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[329]“Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks fyrir árið 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[330]“Skýrsla körfuknattleiksdeidlar Breiðabliks 1985” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[331]“Skýrsla sunddeildar Breiðabliks fyrir 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[332]“Ársskýrsla Blakdeildar Breiðabliks 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[333] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[334] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[335] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[336] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[337] “Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[338]“Ársskýrsla Blakdeildar Breiðabliks 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[339] “Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[340] “Fundargerð aðalfundar UBK 1986” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[341] “Skýrsla Þorgerðar Aðalsteinsdóttur, formanns Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[342] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[343]“Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Breiðablik. Ársskýrsla 1986. “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[344] “Sunddeild Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[345] “Ársskýrsla Blakdeildar ´87” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[346] “Breiðablik frjálsíþróttadeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[347] “Skýrsla körfuknattleiksdeildar UBK 1986-1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[348] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[349] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[350] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[351] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[352] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[353] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[354] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[355] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[356] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[357] “Ársskýrsla 1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[358] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks starfsárið 1987-1988.””Skýrsla meistaraflokksráðs.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[359] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks starfsárið 1987-1988.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[360] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks starfsárið 1987-1988.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[361] “Skýrsla sunddeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[362] “Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar Breiðabliks 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[363] “Ársskýrsla blakdeildar 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[364] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[365] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1988-89” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[366] “Ársskýrsla skíðadeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[367] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[368] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar].
[369] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar].
[370] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar] (Ársskýrsla blakdeildar).
[371] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[372] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[373] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[374] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[375] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar. Skýrsla þjálfara meistaraflokks, Harðar Hilmarssonar).
[376] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Skýrsla kvennadeildar).
[377] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[378] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[379] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[380] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[381] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[382] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[383] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[384] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla blakdeildar).
[385] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[386] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeild).
[387] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeild).
[388] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[389] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kennadeildar).
[390] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kvennadeildar).
[391] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[392] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[393] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[394] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[395] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla tennis- og badmintondeildar).
[396] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[397] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[398] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[399] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[400] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[401] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[402] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kvennadeildar).
[403] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[404] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[405] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[406] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[407] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[408] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[409] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[410] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[411] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[412] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[413] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[414] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[415] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[416] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[417] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[418] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[419] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[420] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[421] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[422] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[423] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[424] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kvennadeildar).
[425] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[426] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[427] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[428] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[429] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[430] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[431] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[432] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[433] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[434] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[435] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[436] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[437] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[438] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[439] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[440] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[441] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[442] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[443] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[444] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[445] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[446] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[447] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[448] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[449] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[450] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[451] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[452] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[453] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[454] Aðalfundur Breiðabliks 1999, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[455] Aðalfundur Breiðabliks 1999, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[456] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
1950-1998
Framhald
Skemmtilegar tilvitnanir:
Úr skýrslu þjálfara 6. fl. kk. 1987:
“Síðasta mót sumarsins var síðan Haustmót UMSK og var það mót haldið á Smáravammsvelli í stinningskulda og gæsaskít, sem gerði leikmönnum erfitt um hlaup.”[456]
[1] Breiðablik 10 ára, 19.
[2] Breiðablik 10 ára, 20.
[3] Breiðablik 10 ára, 20.
[4] Breiðablik 10 ára, 12.
[5] Breiðablik 10 ára, 20.
[6] Breiðablik 10 ára, 20.
[7] Breiðablik 10 ára, 20.
[8] Breiðablik 10 ára, 12.
[9] Breiðablik 10 ára, 12.
[10] Breiðablik 10 ára, 20.
[11] Breiðablik 10 ára, 12.
[12] Breiðablik 10 ára, 12.
[13] Breiðablik 10 ára, 12.
[14] Breiðablik 10 ára, 12.
[15] Breiðablik 10 ára, 21.
[16] Breiðablik 10 ára, 12-13.
[17] Breiðablik 10 ára, 12-13.
[18] Breiðablik 10 ára, 12-13.
[19] Breiðablik 10 ára, 13.
[20] Breiðablik 10 ára, 21.
[21] Breiðablik 10 ára, 21.
[22] Breiðablik 10 ára, 21.
[23] Breiðablik 10 ára, 22.
[24] Breiðablik 10 ára, 13.
[25] Breiðablik 10 ára, 22.
[26] Breiðablik 10 ára, 22.
[27] Breiðablik 20 ára, 7.
[28] Breiðablik 10 ára, 16.
[29] Breiðablik 10 ára, 22.
[30] Breiðablik 10 ára, 13.
[31] Breiðablik 10 ára, 13.
[32] Breiðablik 10 ára, 16, 22.
[33] Breiðablik 20 ára, 19.
[34] Breiðablik 10 ára, 16.
[35] Breiðablik 10 ára, 16.
[36] Breiðablik 10 ára, 16-17.
[37] Breiðablik 20 ára, 30.
[38] Breiðablik 10 ára, 17.
[39] Breiðablik 20 ára, 17.
[40] Breiðablik 10 ára, 13.
[41] Breiðablik 10 ára, 13.
[42] Breiðablik 10 ára, 13.
[43] Breiðablik 10 ára, 17. Erfitt að lesa úr greininni hvort höfundir eigi við sumarið 1959. Ath. betur! Knattspyrna eða handknattleikur???
[44] Breiðablik 20 ára, 30.
[45] Breiðablik 10 ára, 17. – Ársskýrsla Breiðabliks 1960, vantar bls.tal. [4].
[46] Breiðablik 10 ára, 13-14.
[47] Breiðablik 10 ára, 14.
[48] Breiðablik 10 ára, 14.
[49] Breiðablik 10 ára, 15.
[50] Breiðablik 10 ára, 14.
[51] Breiðablik 10 ára, 14.
[52] Breiðablik 10 ára, 17.
[53] Breiðablik 20 ára, 17.
[54] Breiðablik 20 ára, 20.
[55] Ársskýrsla Breiðabliks 1960, vantar bls.tal. [3].
[56] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 2.
[57] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 3.
[58] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 4.
[59] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 8.
[60] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 6.
[61] Breiðablik 20 ára, 20.
[62] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 6.
[63] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 6.
[64] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 8.
[65] Breiðablik 20 ára, 20.
[66] Breiðablik 20 ára, 23. Stenst þetta?? Er þetta ekki tóm vitleysa? Frjálsíþróttamenn voru löngu farnir að hala inn Íslandsmeistaratitlum fyrir 1961!!
[67] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 5. Hér ber heimildum ekki saman, eða hvað? Er Kristján H. kannski Heimir?? Og fleiri atriði.
[68] Breiðablik 20 ára, 17.
[69] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 11. Hér ber heimildum ekki saman!!!
[70] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10.
[71] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. Þannig er heldur gróft að segja að Ármann sé fyrsti Breiðabliksmaðurinn sem fer utan!!
[72] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10.
[73] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. Þannig er heldur gróft að segja að Ármann sé fyrsti Breiðabliksmaðurinn sem fer utan!!
[74] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. Tóku ekki fleiri þátt??? Getur þetta staðist?
[75] Breiðablik 20 ára, 17. Og Þórður! Þetta er rétt.
[76] Ársskýrsla Breiðabliks 1961, 10. ATH!!!!
[77] Breiðablik 20 ára, 20. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 37.
[78] Breiðablik 20 ára, 17. Vantar nánari upplýsingar.
[79] Breiðablik 20 ára, 17.
[80] Breiðablik 20 ára, 24-25.
[81] Breiðablik 20 ára, 25.
[82] Breiðablik 20 ára, 17. Erfitt að átta sig á ártalinu.
[83] Breiðablik 20 ára, 18. Bíddu nú við! Það var eitthvað vitlaust við þetta ef ég man rétt.
[84] Breiðablik 20 ára, 20-21.
[85] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 23.
[86] Breiðablik 20 ára, 18. ATH!!!
[87] Breiðablik 20 ára, 18.
[88] Breiðablik 20 ára, 18.
[89] Breiðablik 20 ára, 18.
[90] Breiðablik 20 ára, 10.
[91] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 31.
[92] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 23-24.
[93] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 20, 30, 33.
[94] Breiðablik. Knattspyrnudeild – ágúst 1967, 26.
[95] Breiðablik 20 ára, 10.
[96] Breiðablik 20 ára, 10.
[97] Breiðablik 20 ára, 18.
[98] Breiðablik 20 ára, 21.
[99] Breiðablik 20 ára, 21.
[100] Breiðablik 20 ára, 18.
[101] Breiðablik 20 ára, 19.
[102] Breiðablik 20 ára, 18.
[103] Breiðablik 20 ára, 18.
[104] Breiðablik 20 ára, 19.
[105] Breiðablik 20 ára, 18.
[106] Breiðablik 20 ára, 21.
[107] Breiðablik 20 ára, 19.
[108] Breiðablik 20 ára, 19.
[109] Breiðablik 20 ára, 19.
[110] Breiðablik 20 ára, 8.
[111] Breiðablik 20 ára, 8.
[112] Breiðablik 20 ára, 21.
[113] Breiðablik ársskýrsla 1970, 2.
[114] Breiðablik ársskýrsla 1970, 3, 12-13.
[115] Breiðablik ársskýrsla 1970, 3, 12-13.
[116] Breiðablik ársskýrsla 1970, 3.
[117]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 23.
[118] Breiðablik ársskýrsla 1970, 25-26.
[119] Breiðablik ársskýrsla 1970, 10.
[120] Breiðablik ársskýrsla 1970, 36.
[121] Breiðablik ársskýrsla 1970, 30.
[122] Breiðablik ársskýrsla 1972, 35.
[123] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 38.
[124] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 3-4, 28-29.
[125] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 3-4, 28-29.
[126]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 24.
[127] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 31-32.
[128] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 33.
[129] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 32.
[130] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5-6.
[131] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 7.
[132] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5, 38-39. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35.
[133] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5, 38-39. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35.
[134] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5, 38-39. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35.
[135]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 11-13.
[136]Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 15-16.
[137] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 11.
[138] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 5-6.
[139] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 3.
[140] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 44.
[141] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1971, 43.
[142] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 2.
[143] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 2-5.
[144] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 3, 14-15.
[145] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 9.
[146] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 23.
[147] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 25-29.
[148] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 25-29.
[149] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 25-29.
[150] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 32.
[151] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 35-36.
[152] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 13.
[153] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 13.
[154] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 4, 43.
[155] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1972, 40.
[156] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 37.
[157] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 42-43.
[158] Heimild Guðmundur Oddsson.
[159] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, [8].
[160] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 40.
[161] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 37.
[162] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 34.
[163] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 3.
[164] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 20-21, 24.
[165] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 32-33.
[166] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 13-14.
[167] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 8-10.
[168] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 2.
[169] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 18.
[170] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1973, 3.
[171] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 1-2.
[172] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 2-3.
[173] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 2.
[174] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 3.
[175] “Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 3.
[176] “Ársskýrsla sunddeildar 1974” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[177] “Ársskýrsla skíðadeildar 1974” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[178] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[179] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 4.
[180] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, [8].
[181] Heimild Guðmundur Oddsson.
[182] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, [8].
[183] “Starfsskýrsla og reikningar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks”Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[184] “Starfsskýrsla og reikningar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks”Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974.
[185] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 1, 10-26.
[186] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 26.
[187] “Ársskýrsla aðalstjórnar Breiðabliks árið 1975” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[188] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar U.B.K. starfsárið 1973-‘74” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1974, 26. Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 39.
[189] “[Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[190] “Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks árið 1975” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[191] “Skýrsla formanns körfuknattleiksdeildar” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[192] “[Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[193] “Ársskýrsla sunddeildar UBK 1975” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1975.
[194] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5.
[195] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 35.
[196] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 4, 55-56.
[197] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 53.
[198] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 49, 51.
[199] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 6, 48.
[200] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 45-46.
[201] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 2.
[202] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5.
[203] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5, 11-13, 25.
[204] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 5-6, 13, 16-17.
[205] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 6.
[206] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 32-36.
[207] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 35-36, 40-41.
[208] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 6.
[209] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1976, 40.
[210] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 12.
[211] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 61.
[212] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 60.
[213] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 56-59.
[214] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 51-53.
[215] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 47-48.
[216] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 44-45.
[217] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 38-41.
[218] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 16-19.
[219] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 14-15.
[220] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 6.
[221] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 3-4.
[222] Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1977, 12.
[223] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[224] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[225] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[226] “Frá handknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[227] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[228] “[Skýrsla aðalstjórnar.]” Ársskýrsla Ungmennafélagsins Breiðablik árið 1979.
[229] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[230] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[231] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[232] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[233] “Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar] Breiðabliks 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[234] “Skýrsla formanns fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[235] “Frá handknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[236] “Körfuknattleiksdeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[237] “Sunddeild Breiðabliks. Skýrsla formanns fyrir árið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[238] “Ársskýrsla Blakdeildar árið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[239] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[240] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[241] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[242] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[243]“[Ræða Steinars Lúðvíkssonar 30.1.1981 við víglsu skíðalyftu.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[244] “Skýrsla stjórnar UBK fyrir starfsárið 1980.” Breiðablik. Ársskýrsla 1980.
[245]“[Ræða Steinars Lúðvíkssonar 30.1.1981 við víglsu skíðalyftu.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1981. “Starfsskýrsla stjórnar UBK fyrir árið 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[246] “Starfsskýrsla stjórnar UBK fyrir árið 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[247] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[248] “Ársskýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[249] “[Ársskýrsla stjórnar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks 1981].” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[250] “[Ársskýrsla stjórnar frjálsíþróttadeildar Breiðabliks 1981].” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[251] “Frá handknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[252] “Frá körfuknattleiksdeild.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[253] “Sunddeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[254] “Ársskýrsla blakdeildar árið 1981.” Breiðablik. Ársskýrsla 1981.
[255] “Ársskýrsla blakdeildar árið 1982-3.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[256] “Skýrsla Handknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[257] “Frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[258] “Skýrsla körfuknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[259] “Skýrsla stjórnar sunddeildar Breiðabliks fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[260] “Skýrsla stjórnar sunddeildar Breiðabliks fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[261] “Skýrsla skíðadeildar Breiðabliks.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[262] “Frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Breiðabliks. Ársskýrsla 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[263] “[Skýrsla fyrir árið 1983.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[264] “Frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Breiðabliks. Ársskýrsla 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[265] “Kvenfélag knattspyrnudeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[266] “Kvenfélag knattspyrnudeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[267] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[268] “Starfsskýrsla stjórnar U.B.K. fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[269] “Kvenfélag knattspyrnudeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[270] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[271] “Eldri flokkur.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[272] “Skýrsla Meistaraflokksráðs karla 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[273] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[274] Gunnar Steinn Pálsson, “Skýrsla meistaraflokks karla “Breiðablik. Ársskýrsla 1982. Sigurður Þorsteinsson, Meistaraflokksverkefni” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[275] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[276] “Skýrsla fyrir 2. flokk 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[277] “Skýrsla þjálfara meistaraflokks kvenna.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[278] “Yngri flokkur kvenna.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[279] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[280] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[281] “Starfsskýrsla stjórnar U.B.K. fyrir árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[282] “[Aðalfundur Breiðabliks 30.4. 1982.] Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[283] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[284] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[285] “[Skýrsla stjórnar Breiðabliks fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[286] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[287] “Skýrsla þjálfara 6. og 7. flokks UBK 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[288] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[289] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[290] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[291] “Knattspyrnudeild Breiðabliks. Skýrsla stjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[292] “Yngri flokkur stúlkna.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[293] “Unglinganefnd. Skýrsla fyrir starfsárið 1982-1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[294] “Unglinganefnd. Skýrsla fyrir starfsárið 1982-1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[295] “Yfirlit formanns.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[296] “[Skýrsla fyrir árið 1983.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[297]“Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar].” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[298] “Skýrsla handknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[299] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1982.” Breiðablik. Ársskýrsla 1982.
[300] “Skýrsla handknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[301] “Skýrsla körfuknattleiksdeildar fyrir árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[302] “Skýrsla Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[303] “Aðalfudur skíðadeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[304] “Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks 1983.” Breiðablik. Ársskýrsla 1983.
[305] Breiðablik. Ársskýrsla 1984.
[306] Breiðablik. Ársskýrsla 1984.
[307] Breiðablik. Ársskýrsla 1984.
[308]“Aðalfundur Ungmennafélagsins Breiðabliks 29. mars 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[309]“Skýrsla körfuknattleiksdeildar Breiðabliks árið 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[310]“Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar til aðalstjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[311]“Skýrsla handknattleiksdeildar fyrir árið 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[312]“Skýrsla þjálfara yngri flokka [frjálsíþróttadeildar.]” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[313]“Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar].” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[314]“Skýrsla stjórnar [frjálsíþróttadeildar].” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[315] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[316]“Karatedeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[317]“Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[318]“Skýrsla stjórnar skíðadeildar Breiðabliks fyrir árið 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[319]“[Skýrsla aðalstjórnar.]” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[320]“Skýrsla stjórnar .” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[321]“Skýrsla stjórnar .” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[322]“Skýrsla þjálfara 3.flokks kvenna.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[323]“Skýrsla stjórnar .” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[324]“Frjálsíþróttadeild UBK. Ársskýrsla.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[325]“Frjálsíþróttadeild UBK. Ársskýrsla.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[326]“Ársskýrsla blakdeildar Breiðabliks 1984.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[327]“Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar til aðalstjórnar.” Breiðablik. Ársskýrsla 1985.
[328]“Skíðadeild Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[329]“Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks fyrir árið 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[330]“Skýrsla körfuknattleiksdeidlar Breiðabliks 1985” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[331]“Skýrsla sunddeildar Breiðabliks fyrir 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[332]“Ársskýrsla Blakdeildar Breiðabliks 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[333] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[334] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[335] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[336] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[337] “Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[338]“Ársskýrsla Blakdeildar Breiðabliks 1985.” Breiðablik. Ársskýrsla 198[5].
[339] “Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[340] “Fundargerð aðalfundar UBK 1986” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[341] “Skýrsla Þorgerðar Aðalsteinsdóttur, formanns Breiðabliks.” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[342] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[343]“Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Breiðablik. Ársskýrsla 1986. “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[344] “Sunddeild Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[345] “Ársskýrsla Blakdeildar ´87” Breiðablik. Ársskýrsla 1986.
[346] “Breiðablik frjálsíþróttadeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[347] “Skýrsla körfuknattleiksdeildar UBK 1986-1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[348] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[349] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[350] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[351] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[352] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[353] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[354] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[355] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[356] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[357] “Ársskýrsla 1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[358] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks starfsárið 1987-1988.””Skýrsla meistaraflokksráðs.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[359] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks starfsárið 1987-1988.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[360] “Skýrsla stjórnar knattspyrnudeildar Breiðabliks starfsárið 1987-1988.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[361] “Skýrsla sunddeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[362] “Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar Breiðabliks 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[363] “Ársskýrsla blakdeildar 1987-1988” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.
[364] “Ársskýrsla karatedeildar Breiðabliks.” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[365] “Skýrsla aðalstjórnar Breiðabliks starfsárið 1988-89” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[366] “Ársskýrsla skíðadeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[367] “Skýrsla handknattleiksdeildar Breiðabliks” Ársskýrsla Breiðabliks 1988.
[368] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar].
[369] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar].
[370] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar] (Ársskýrsla blakdeildar).
[371] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[372] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[373] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[374] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[375] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar. Skýrsla þjálfara meistaraflokks, Harðar Hilmarssonar).
[376] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Skýrsla kvennadeildar).
[377] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[378] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[379] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[380] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[381] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[382] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[383] Aðalfundur Breiðabliks 1991, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[384] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla blakdeildar).
[385] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[386] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeild).
[387] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeild).
[388] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[389] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kennadeildar).
[390] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kvennadeildar).
[391] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[392] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[393] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[394] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[395] Aðalfundur Breiðabliks 1992, [bls.vantar]. (Ársskýrsla tennis- og badmintondeildar).
[396] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[397] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[398] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[399] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[400] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[401] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[402] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kvennadeildar).
[403] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[404] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla ruðningsdeildar).
[405] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[406] Aðalfundur Breiðabliks 1993, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[407] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[408] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[409] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[410] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[411] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[412] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[413] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[414] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[415] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[416] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[417] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[418] Aðalfundur Breiðabliks 1994, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[419] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[420] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[421] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[422] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[423] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[424] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla kvennadeildar).
[425] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[426] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[427] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[428] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[429] Aðalfundur Breiðabliks 1995, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[430] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[431] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[432] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[433] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[434] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[435] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[436] Aðalfundur Breiðabliks 1996, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[437] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[438] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla aðalstjórnar).
[439] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[440] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[441] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[442] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[443] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[444] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[445] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[446] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[447] Aðalfundur Breiðabliks 1997, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[448] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[449] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla karatedeildar).
[450] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar).
[451] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar).
[452] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla skíðadeildar).
[453] Aðalfundur Breiðabliks 1998, [bls.vantar]. (Ársskýrsla sunddeildar).
[454] Aðalfundur Breiðabliks 1999, [bls.vantar]. (Ársskýrsla frjálsíþróttadeildar).
[455] Aðalfundur Breiðabliks 1999, [bls.vantar]. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar).
[456] “Breiðablik knattspyrnudeild. Ársskýrsla 1987” Ársskýrsla Breiðabliks 1987.