Æfingatafla

Skákdeild Breiðabliks bíður upp á öfluga skákþjálfun í samstarfi við Skákskóla Íslands.

Almennar æfingar:
Boðið er upp á æfingatíma í stúkunni við Kópavogsvöll fyrir grunnskólakrakka.
Eldri/reyndari/með skákstig: mánudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30.
Þjálfarar: Helgi Ólafsson (mán&fös), Ingvar Þór Jóhannesson (þri) og Lenka Ptachnikova (mið) og Birkir Karl Sigurðsson (fim).


Einnig sérstakar æfingar fyrir c.a. 10 ára og yngri:
Mánudaga kl 16-17 (Kórinn, stofa 78)
Þriðjudaga kl 16-17 (Stúkan við Kópavogsvöll)
Fimmtudaga kl 16-17 (Stúkan við Kópavogsvöll)
Þjálfari er Kristófer Gautason 

Æfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náð grunnfærni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja æfa skák oft í viku að stefna að því að verða í fremstu röð á Íslandi og að standa sig með sóma á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum.

Hver iðkandi velur sér eins margar æfingar í viku og henta honum. Einnig verður hægt að velja um að mæta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á aðrar tómstundir.
Iðkendur utan Kópavogs og í hvaða taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mætt í nokkur skipti til að prófa án æfingagjalds.