fbpx

Sundnámskeið

SUNDNÁMSKEIÐ 4-6 ÁRA

Sundnámskeiðin hjá Sunddeild Breiðabliks eru fyrir börn á aldrinum 4 – 6 ára og standa yfir allan veturinn. Um er að ræða 12 vikna námskeið og 6. vikna námskeið. Reglulega er tilkynnt á vef Sunddeildar Breiðabliks og facebook síðu félagsins þegar nýtt námskeið er um það bil að hefjast. Mikil aðsókn er á námskeiðin og rétt að skrá börn sem fyrst. Sundnámskeiðin eru í Kópavogslaug á Kársnesi á mánudögum og miðvikudögum. Í Salalaug í Versölum á þriðjudögum og fimmtudögum. Hver tími er 40 mín, en mikilvægt er að foreldrar komi með börnin sín 15 mínútum áður en námskeiðið hefst í lauginni.

Næstu námskeið vor 2021: Við byrjum aftur með 12 vikna námskeið þann  8. febrúar í Kópavogslaug og 9. febrúar í Salalaug. Eins og áður er kennt á mánudögum og miðvikudögum í Kópavogslaug og þriðjudögum og fimmtudögum í Salalaug.  Opnað hefur verið fyrir skráningar á 12. vikna námskeiðin. Því miður höfum við ekki tök á að bjóða upp á 6 vikna námskeið á vorönn 2021.

 Vetrarsundnámskeið 4-6 ára– Kópavogslaug

Mánudagar: 16:20 – 17:00 – Stig 1
Mánudagar: 17:10 – 17:50 – Stig 2
Mánudagar: 18:00 – 18:40 – Stig 3

Miðvikudagar: 16:20 – 17:00 – Stig 1
Miðvikudagar: 17:10 – 17:50 – Stig 2
Miðvikudagar: 18:00 – 18:40 – Stig 3

Vetrarsundnámskeið 4-6 ára – Salalaug

Þriðjudagar: 17:10 – 17:50 (Sveinbjörn) – Stig 1
Þriðjudagar: 18:00 – 18:40 (Sveinbjörn) – Stig 2

Fimmtudagar: 17:10 – 17:50 (Gunnar) – Stig 1
Fimmtudagar: 18:00 – 18:40 (Gunnar) – Stig 2

Ganga þarf frá greiðslu við skráningu á námskeið. Engin endurgreiðsla er veitt.

 Verð á námskeiðum:
12 vikur – 34.000,- kr. (hægt að nýta frístundastyrk fyrir börn frá 5 ára)
6 vikur – 17.000, – kr. (hægt að nýta frístundarstyrk fyrir börn frá 5 ára)

Börnunum er skipt í hópa eftir aldri og getu, ef forráðamenn eru óvissir um á hvaða sundstig ber að skrá barnið, sendið þó tölvupóst á netfangið blikarsund@gmail.com , Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra: https://breidablik.felog.is

 Stig 1

Markmið: Geta farið ofan í sundlaugina örugglega, geta hreyft sig örugglega á bakkanum, fætur á bakka, farið í kaf, blásið loftbólur, flotið á kvið og baki. Læra að kafa örugglega í vatninu og fljót á bakinu eins og krossfiskur,líkasstaða fljótandi á maga og á baki. Læra að skilja og gera einföld skriðsundsfótatök

Æfingar og kennslaÖruggar hreyfingar í kringum laugarsvæðið, fljóta á núðlum og geta sett andlitið í kaf, farið úr og í laug örugglega (klifrað upp úr laug og stungið sér af bakka sitjandi), kafa og blása loftbólur, örugg köfun, flotið á baki , geta flotið og kafað, fljóta eins og krossfiskar, stinga sér af bakka – sitjandi, fljóta á kvið og baki, skriðfætur á bakka og með núðlur, spyrna með straumlínu.

 

Stig 2

Markmið: Læra straumlínu með spyrnu frá bakka, fljóta með spyrnu á kvið og baki, góð fótatök á kvið og baki, læra að velta frá kvið yfir á maga, skriðsundshandahreyfingar. Læra að gera skriðsundfótatök á hliðinni og anda. Synda fimm metra með kork og synda fimm metra skriðsund. Fimm metra baksundsfætur og læra að stinga sér á hnjánum frá bakkanum.

Æfingar og kennslaFljóta með spyrnu frá baka á kvið og baki, skriðsundsfætur í réttri líkamsstöðu, skriðsundfætur á hlið, skriðfætur á baki án hjálpartækja, skriðsundfætur á hliðinni, skriðsundfætur á hlið með öndun, skriðsund með öndun til hliðar, 5m skriðsund, 5m baksund, Stinga sér frá bakka á hnjánum .

 Stig 3

Markmið: Læra að anda þegar synda æfa að synda lengra í hvert skipti. Læra að synda 12 metra skriðsund og baksund. Læra einföld bringsunds og flugsund fætur og hendur. Að ná góðum tökum á öndun í skriðsundi og baksundi æfa að samhæfingu á bringusundi ásamt því að æfa flugsundtök hendur og fætur.

Æfingar og kennsla: Synda skiptisund 6 skriðsundsfótatök á hvorri hlið, læra að synda fætur á annari hlið með höndum og öndun, Skriðfætur á baki með straumlínu, baksund, synda 12m skriðsund og baksund án hvíldar, stinga sér með því að beygja sig niður. flugsundsfætur, einfaldar bringusundsfætur, samhæfing bringusundshendur fætur í réttri röð, einfalt flugsund, geta synt skriðsundsfætur 2x 12m bæði á kvið og baki,  geta synt 2x12m skriðsund með öndun, synda 12m skriðsundfætur með veltu

Ábendingar til foreldra:  Góður undirbúningur barnanna stuðlar að hámarks árangri og ánægju af námskeiðunum. Þar gegna foreldrar veigamiklu hlutverki. Við viljum því benda á eftirfarandi að æskilegt að fara með barn í sund 2 – 3 sinnum fyrir námskeið til þess að kynna þeim aðstæður, áður en námskeið hefst. Allir foreldar eru velkonir að horfa á kennsluna af bakkanum en foreldrar fara ekki ofaní með börnunum.  Ekki er ætlast til að börnin fari á salernið þegar að kennsla stendur yfir í 40 mín.  Setjið börnin á salernið áður en lau koma í laugina.  Kennarar senda börnin ekki ein inn í klefa á meðan kennsla er í gangi.  Við sækjum hópinn í andyri laugarinna og forráðamenn fylgja börnum sínum í gegnum klefann og taka á móti þeim þegar að tíminn klárast.  Þegar foreldrar fylgja börnum sínum í gegnum klefan, þarf að kenna þeim að slökkva og kveikja á sturtunni, nota sápu, hvernig á að þurka sér á handklæði og ekki gleymist að taka sundföt og sundglerauau inn að sturtu og heim.  Börnin þurfa að læra/geta ratað sjálf úr sturtunum að innisundlauginni. (þetta á aðalega við um yngstu börnin).  Minnum á að öll börn sem koma á sundnámskeið hjá sunddeild Breiðabliks eiga að vera með sundgleraugu og ef barnið er með sítt hár er æskilegt að vera með teygju eða sundhettu.  Stúlkur eiga að vera í sundbol og strákar í sundskýlu, ekki stuttbuxum, þær verða þungar í vatninu og á þá barnið mun erfiðara með að gera æfingar og hreyfinar í vatninu.  Ef foreldri/forráðamenn ætla í sund á meðan barnið er í tíma þarf að greiða almennt gjald laugarinnar. 

Niðurgreiðsla æfingagjalda / námskeiðsgjalda
Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára frístundastyki vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Starfið þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra leiðbeinenda. Meginskilyrði styrkjanna er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og nái yfir 10 vikur samfellt hið minnsta.