Blikafréttir

Breiðablik Bikarmeistari 2018

Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Mörk Blika skoruðu Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Til hamingju stelpur.

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins - Upphitun

Það er risadagur framundan hjá okkur Blikum. Við hefjum upphitun fyrir Bikarúrslitaleikinn kl. 17.00 á Þróttaravelli þar sem verður boðið upp á pylsur, gos og svala og sitthvað fleira. Þar verða hoppukastalar og andlitsmálning. Gulli…

Bikarvika Breiðabliks

Það eru stórir hlutir að gerast þessa vikuna hjá Blikum. Á fimmtudag tekur karlaliðið á móti Víkingi frá Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 18. Á föstudaginn leikur svo kvennaliðið…

Úr WNBA í Breiðablik

Breiðablik hefur samið við Kelly Faris um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili í Dominosdeildinni.   Kelly Faris er 27 ára bakvörður sem er 180 sentimetrar á hæð. Kelly er þungavigtar leikmaður með gríðarlega…

Bliki á Evrópumeistaramótinu í fjallahjólreiðum

Ingvar Ómarsson mun keppa á morgun á Evrópumeistaramótinu í ólympískum fjallahjólreiðum sem fram fer í Glasgow (og er hluti af Evrópuleikunum sem eru í gangi núna). Í stuttu viðtali við fréttaritara Blikafrétta sagði hann…

Opnunartímar yfir Verslunarmannahelgina

Mannvirki Breiðabliks; Smárinn, Fífan, stúkan á Kópavogsvelli verða lokuð frá og með föstudeginum 3. ágúst og til og með mánudeginum 6. ágúst. Við opnum aftur eftir verslunarmannahelgi þriðjudaginn 7. ágúst.

Öll Sumarnámskeið færst í Fagralund föstudaginn 3. ágúst

Smárinn er lokaður föstudaginn 3. ágúst og við verðum því að færa námskeiðin úr Smáranum í Fagralund. Við biðjum ykkur því að mæta með börnin í Fagralund og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar…

Enn ein persónuleg bætingin hjá Sindra Hrafni

Sindri Hrafn, kastaði spjóti 80,91 metra og bætti sinn fyrri árangur um 32 sentimetra í Javelin festival í Jena Þýskalandi. Sindri Hrafn átti fimmta lengsta kast fyrir mótið í Jena. Með árangri sínum komst Sindri Hrafn upp…

Sveinn Aron seldur til Ítalíu

Knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið seldur frá Blikum til ítalska liðsins Spezia. Sveinn Aron sem er tvítugur að aldri kom til Blika frá Val fyrir tveimur árum. Hann hefur leikið 31 leik með…

SALIR TIL LEIGU

BREIÐABLIK

VEISLUSALIR
SMÁRINN
FÍFAN